Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 45 baráttunni um síðir. Söknuðurinn er þungbær, enda reyndist hún mér oft sem móðir, auk þess að vera góður vinur. Bæði hlutverkin krefjast dyggða sem hún var uppfull af. Sú umhyggja sem mér var látin í té sem litlum krakka af frænku minni dvín- aði ekki hið minnsta þegar ég óx úr grasi. Og vináttan dýpkaði og þrosk- aðist. Það er bjart yfir öllum minningum mínum um Þorgerði, hvort sem svið- ið er Bjarnarnes, Skálholt, Hraun- tunga eða Auðarstræti. Sem ungling- ur dvaldi ég mikið hjá þeim Gylfa og Jóni Gunnari í Skálholti á sumrin. Þar var ég vel fóstraður og leið í alla staði vel í umsjá Þorgerðar. Kannski ekki síst vegna þess að hjá henni var væntumþykja samofin virðingu. Mál- efni unglingsins, af hvaða toga sem þau nú voru, hlutu aldrei neina flýti- afgreiðslu hjá frænku minni. Um- hyggjan var sönn og henni gersam- lega eiginleg og hún átti virðingu mína alla. Eftir að ég fluttist úr foreldrahús- um til Reykjavíkur til náms var gott að koma heim til Þorgerðar og njóta listfengis hennar í eldhúsinu jafnt sem í litlu vinnustofunni. Iðulega var hóað í mig í sérdeilis skemmtileg gestaboð þar sem ég kynntist ýmsu góðu fólki. Þorgerður var drauma- frænka. Ég minnist dags eins fyrir rúmum áratug þar sem ég sat illa einbeittur við próflestur að Þorgerð- ur knúði dyra með fullt fat af heima- bökuðum rjómabollum, enda var víst bolludagur. Ég vissi að annir voru miklar hjá henni þá dagana en samt rúmuðust alltaf svona erindi í erlin- um. Slíkar vitjanir voru dæmigerðar fyrir hana sem gleymdi aldrei sínum. Þorgerður var góður vinur. Hún gaf mér og fjölskyldu minni mikið með vináttu sinni sem var jafn tær og hún sjálf var, hrein og bein. Hún var skemmtileg og hlý en jafnframt skarpskyggn og glögg á sjálfa sig og aðra. Henni var enda tamara að horf- ast í augu við hlutina hversu óþægi- legir sem þeir kunnu að vera og tak- ast á við þá á uppbyggjandi hátt í stað þess að líta undan. Þessi eigin- leiki kom vel í ljós þegar hún tókst á við meinið sem nú hefur lagt hana að velli. Styrkur og jákvæðni skein af henni, lífið var hennar. Þessi síðustu ár sýndi sig hvað það var henni mikil gæfa að kynnast Ólafi, maka sínum. Eftir Þorgerði liggja mörg og fjöl- breytileg listaverk sem bera sköpun- argáfu hennar vitni. Meðal þeirra er undurfögur íkonmynd af Maríu mey með sveinbarnið í kjöltu sinni sem hún gaf Ragnheiði Maríu nýfæddri. Í myndinni ríkir hlýja og friður. Þótt söknuður okkar sé sár mun hlýja og friður ætíð umvefja minningu Þor- gerðar frænku. Ólafi og Jóni Gunnari og ykkur öll- um sendum við innilegustu samúðar- kveðjur héðan frá Hollandi. Benedikt, Hugrún, Álfrún og Ragnheiður María. Nú er frænka mín farin að skapa list í öðrum heimi eða jafnvel farin að skapa annars konar list í þessum heimi – ég held reyndar að hún geri hvort tveggja því í list hennar sam- einast himinn og jörð. Svo orkumikl- ar baráttukonur hittir maður sjald- an, hún lét aldrei neitt buga sig heldur breytti öllu mótstreymi í list – og þvílíka list! Nafn Þorgerðar ber hér á góma í Koti á hverjum degi þegar ég og son- ur minn „teljum tærnar“ – „Stein- unn, Þorgerður, Dóri, Gummi og Ragnheiður litla (lítil og mjó)“ og seinna þegar sonur minn spyr mig hver þessi Þorgerður sé segi ég hon- um að hún sé sú sem gaf honum gömlu dönsku barnabækurnar í glugganum (gjöfin sem hún kallaði „asnalega“) og hún hafi gert mynd- ina af sálmabókinni sem hann fékk í skírnargjöf. Svona mun einnig hin hversdagslega minning um Þorgerði alltaf lifa – sú sem svaf uppi í rúmi hjá mömmu minni þegar þær voru litlar, sú sem geymdi allt Playmo- dótið, sú sem kenndi mér þessa bæn: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Við erum ekki ein í sorg okkar og dvelur hugur minn sérstaklega hjá frænda mínum, Jóni Gunnari, sem alltaf hefur verið svo yndislegur við mig, ömmu minni og afa, Ólafi, mömmu, Dóra, Gumma og Ragn- heiði. Ykkar Rut Ingólfsdóttir. Hjartkær vinkona mín og fjöl- skylduvinur Þorgerður hefur horfið okkur. Eftir langt og erfitt stríð við illvígan sjúkdóm hefur hún fengið frið. Harmur okkar er mikill en við eigum minningasjóð sem er fullur af góðum minningum sem við sækjum þegar við þurfum á þeim að halda. Hún var örlát á vináttu sína og fús að taka þátt í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Börnum mínum Erni og Siggu var hún einstakur vin- ur sem studdi þau með jólakorta- skreytingum í Húsafelli, undirbún- ingi undir lífið með uppbyggilegu spjalli og verkum sínum. Við Þorgerður kynntumst í Kenn- araskóla Íslands fyrir áratugum og allan þann tíma hafa sterk bönd bundið okkur. Mér er því þungt um hjarta að rita þessar línur en líka ákveðinn léttir að vita að vinkona mín er nú frjáls og getur sinnt listsköpun sinni með hvaða aðferð sem hún helst kýs. Hún bjó yfir miklum styrk eins og verk hennar síðustu árin hafa sýnt. Sýningarhaldi sinnti hún fram á síðasta dag. Hún sýndi þennan styrk á ýmsan hátt í lífinu öllu þótt hann yrði meira áberandi þegar á móti blés. Sterk er minningin um heimsókn Þorgerðar og Jóns Gunnars sonar hennar þegar hann var á fyrsta ári og þau bjuggu í Svíþjóð. Við Jón bjugg- um í Kaupmannahöfn og þangað komu þau og dvöldu hjá okkur í eina viku. Heimsóknir til Þorgerðar hvar sem hún bjó fólu alltaf í sér tilhlökk- un fyrir okkur Jón og síðar börnin okkar. Hlýleg heimili hennar, elsku- legt viðmót og fádæma ljúffengur matur eru minningabrot sem verma um leið og minnst er einurðar, festu og heiðarleika við allar aðstæður. Náttúran var henni mikils virði og af einlægum áhuga stýrði hún ferð- um um hálendið með því að festa GPS-punkta á kortin svo við villt- umst ekki af leið með dyggri aðstoð Ólafs sem festi allt á filmu. Ólafur reyndist Þorgerði ástkær förunautur og vinur. Vinahópurinn dáðist að því hve hugrakkur hann var þegar sjúk- dómurinn dró úr henni kraftinn. Mér eru minnisstæð orð hans um að hann hefði langað til að spjalla lengur við hana en raun varð. Samúð okkar og hugur fylgir fjölskyldu hennar allri en þó sérstaklega Jóni Gunnari, Ólafi og Sollu. Guð blessi minningu Þor- gerðar. Guðrún Helga, Jón, Örn og Sigríður Ella. Þegar ég hugsa um Þorgerði, er mér efst í huga sú fegurð sem hún skapaði hvar sem hún fór, í öllu sem hún gerði. Myndirnar hennar undir- strikuðu hver hún var og framkoma hennar og gestrisni var persónuleg og sérstök alla tíð, heimili hennar fágað og fallegt. Vinátta okkar kom í rólegheitum eins og gengur, óx og dafnaði í með- læti, jafnt sem mótlæti með árunum og náði ef til vill hámarki, þegar ég beið fæðingar lítils dóttursonar í garðinum þeirra Ólafs í sumar. Það- an gekk ég upp á fæðingardeild til að vera viðstödd fæðinguna og þegar hún var hamingjusamlega afstaðin, gekk ég til baka og borðaði kvöldverð hjá þeim og við lyftum glasi og fögn- uðum lífinu. Að fagna lífinu er að þakka gjafir lífsins og þegar miðjum aldri er náð eru þær orðnar margar. Vinátta okk- ar við annað fólk er ekki sjálfsögð eða sjálfsprottin, heldur eins og hvert annað undur og við vitum aldrei al- veg hvar hún byrjar. Ég hef verið með eins konar áskriftarkort í garðinn í Auðarstræt- inu og sótt þangað blómaker fyrir brúðkaup í fjölskyldunni og hef mátt fá mér af jurtum þeim sem þar vaxa. Allt veitt af þeim höfðingsskap sem einkenndi Þorgerði alla tíð. Ég var aðdáandi hennar í mynd- listinni eins og við allar í menning- ari Gylfasyni og fjölskyldum þeirra og vinum vottum við dýpstu samúð okkar og virðingu. Hvíl í friði, kæri vinur og félagi. Fyrir hönd Íslenskrar grafíkur Pjetur Stefánsson, formaður. Þorgerði Sigurðardóttur kynntist ég þegar við unnum saman í sýning- arnefnd félagsins Íslensk grafík á ár- unum 1998 til 2000. Félagið hafði þá nýverið flutt í nýtt húsnæði í Tryggvagötu 17. Þar er fallegur sal- ur sem ákveðið var að nota sem sýn- ingarrými. Þorgerður, Anna Guðrún Torfadóttir og ég fengum það hlut- verk að starfrækja þennan sal. Það var skemmtilegt starf og mikil vinna. Ófáar klukkustundir og dagar fóru í fundahöld, snatt og snap af ýmsu tagi, að ógleymdum upphenginum í salnum. Það var af töluverðum metn- aði sem við fórum af stað, með enga fjármuni en ómælda bjartsýni. Okk- ur langaði til að starfrækja sal þar sem myndlistarmönnum sem unnu með ýmiss konar pappírsverk yrði boðið að sýna sér að kostnaðarlausu. Margar eftirminnilegar sýningar voru í salnum þessi fyrstu ár, og það var gaman að vinna með Þorgerði. Hún var hugmyndarík og gat tekið flugið þegar þannig stóð á. Mér þótti hins vegar ekki síðra að fylgjast með hvílíkur dugnaðarforkur hún var. Það er nefnilega sitthvað að fá hug- mynd og fylgja henni síðan eftir, og það sem meira er, að fá aðra til liðs við sig. Þorgerður átti auðvelt með að tengjast fólki. Hún gaf sér tíma til að ræða málin og hlæja og gera að gamni sínu. Mér finnst Þorgerður hafa nálgast myndlist sína á sama hátt; hún vann af krafti og tileinkaði sér tæknilega erfiðar aðferðir á persónulegan hátt. Hún var líka algjörlega óhrædd við að kanna nýjar leiðir. arklúbbi okkar skólasystra úr Kenn- araskólanum og á heimilum okkar allra eru myndir hennar hafðar í önd- vegi. Gleðilegar minningar úr þeim hópi eru margar og minnisstæðar, ekki síst þegar Þorgerður fór að hafa fiskisúpur og konfekt í staðinn fyrir marengskökurnar og ein okkar skrif- aði í gestabókina hennar: ,,Hvar eru kökurnar?“ Líkast til byrjaði vinátta okkar þar. Nýjasta myndin af Þorgerði vin- konu minni er frá heimsókn að sjúkrabeði hennar. Hún lyfti með hendinni undir fallegt silkibindi sem Ólafur var með og horfði á hann með ást og gleði í augunum. ,,Þetta er brúðkaupsbindið,“ sagði hún og brosti. Ég votta Ólafi og fjölskyldu hans, foreldrum Þorgerðar, systkinum og syni, einlæga samúð. Minningin um Þorgerði mun fylgja okkur um ókomna tíð. Anna S. Björnsdóttir. „Ein lítil bernskuminning kemur mér ætíð til að líða vel. Þegar veður var gott lagðist ég í óslegið grasið á túninu heima á Grenjaðarstað. Þarna gat ég legið tímunum saman á mjúkri jörðinni, horft upp í himininn, í skjóli grassins sem bylgjaðist meðfram lík- ama mínum. Þetta var minn heimur. Ég hafði þá trú að enginn vissi hvar ég væri og enginn truflaði mig, ég var í miðju heimsins. Himinninn var síbreytileg- ur og skýin færðust til – eða var það jörðin? Þannig fór ég mínar ævin- týraferðir um himininn. Þetta voru góðar stundir sem við áttum – ég, himinninn og jörðin.“ (Þorgerður Sigurðardóttir.) Sú för sem liggur leiðina þá sem leitar að fegurð jarðar, sem fer um dýpstu þrautir og þrá og þögn sína í leynum varðar, hún ber þig loks á leyndan stað í lífsins verstu raunum en kannski er þar einmitt það sem ást þín fær að launum. Það stendur eilíft um þig vörð og er þín heillasaga, því þú sem hefur himin og jörð ert heima, um alla daga. Sigurður Ingólfsson. Það er morgunn og lífið er indælt, það er dagur og vinnan er indæl, það er kvöld og hvíldin er indæl, það er nótt og svefninn er indæll. Svona er lífið einfalt í umgjörð sinni frá degi til dags. Það er mikið uppbrot í lífinu þegar samferðamaður kveður þessa jarðvist. Kæra Þorgerður, það er með sökn- uði og hlýjum hug sem við bræður og systur í Íslenskri grafík kveðjum þig. Við finnum enn fyrir návist þinni í fé- laginu þar sem þú lagðir þínar hug- myndir og verk fram af heiðarleika, stefnufestu og eldmóði, þér var í blóð borið að vera sanngjörn og traust, sem er góður eiginleiki í svona sam- starfi. Þegar undirritaður tók við for- mennsku í félaginu Íslenskri grafík var ljóst að félagsmenn báru til þín mikið traust og virðingu en augljóst var að þú hafðir tileinkað þér skiln- ing á félagsmálum sem þú fúslega gafst til baka og deildir með öðrum. Við félagar og vinir í Íslenskri grafík gátum ávallt leitað til þín með okkar sameiginlegu mál og komum ætíð ríkari af þínum fundi, því þú hafðir ætíð góðar leiðir til lausnar á hinum ýmsu málum félaginu til handa, svo góða yfirsýn eftir margra ára vinnu fyrir félagið, það var gott að geta leit- að til þín. Stjórn Íslenskrar grafíkur þakkar þér þitt óeigingjarna starf fyrir fé- lagið og metur mikils framlag þitt til grafíklistarinnar. Við kveðjum þig hljóð og minnug þess að menningar- arfurinn er vandmeðfarinn og nauð- synlegt að færa hann til þeirra sem á eftir koma. Þú varst ætíð reiðubúin til þess að taka að þér trúnaðarstörf fyrir félagið og leystir þau verk ætíð vel af hendi. Fyrir það erum við þér þakklát. Sambýlismanni Þorgerðar, Ólafi H. Torfasyni, syni hennar Jóni Gunn- Þorgerður Sigurðardóttir túlk- aði djúpa og margþætta merkingu krossins í litríkum listaverkum sem prýddu Langholtskirkju í nokkra mánuði. Síðan hafa fleiri söfnuðir fengið að njóta þeirra hugleiðinga hennar. Sjálf þekkti hún jafnt byrði krossins sem fagn- aðarerindi, boðskap upprisu og sigurs andspænis dauða og for- gengileik. Með sorg í hjarta kveðj- um við listakonu og felum í vald Drottins, en lofum einnig Guð fyr- ir störf hennar og að fá að njóta listaverka hennar um ókomin ár. Guð styrki ástvini Þorgerðar. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur Langholtssafnaðar. HINSTA KVEÐJA Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÞÓRHALLS ÁRNASONAR fyrrum bónda á Veðramóti. Dýrleif Ásgeirsdóttir, Ásgeir Þórhallsson, Sigrún S. Baldursdóttir, Jarþrúður Þórhallsdóttir, Halldór Gunnarsson, Svanhvít Þórhallsdóttir, Árni Þórhallsson, Ester Þorbergsdóttir, Sigurvin Þórhallsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, stjúpföður, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÖGMUNDSSONAR frá Syðri-Reykjum, áður til heimilis á Grandavegi 47. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli, Reykjavík. Kristín Ágústsdóttir, Ögmundur Magnússon, Dóra Garðarsdóttir, Sigurður Magnússon, Hulda Friðgeirsdóttir, Hjalti Magnússon, Jónína Þorbjörnsdóttir, Garðar Gíslason, Margrét Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, ERIKS RASMUSSEN, Stövnæs Allé 19, 2400 Kaupmannahöfn NV, Danmörku. Agnes Bjarnadóttir, Andreas Bjarni Rasmussen, Olaf Jón Rasmussen og fjölskyldur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrr allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Þorgerðar. Sendi ástvinum hennar sam- úðarkveðjur. Sigurborg Jóhannsdóttir. Það er sjónarsviptir að Þorgerði. Hún var heilsteypt manneskja sem hafði mikið til málanna að leggja, með eigin myndlist og störfum sínum í þágu annarra myndlistarmanna. Ég votta aðstandendum hennar innilega samúð. Ingibjörg Jóhannsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Þorgerði Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.