Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 27
EITT AF meginmarkmiðunum með starfinu í Dvöl er að yf- irvinna fordóma í samfélaginu gagnvart geðfötluðum og hefur sumum þeirra nemenda, sem kom- ið hafa til starfa, þótt undarlegt að sjúkdómarnir skuli í raun ekki sjást utan á sjúk- lingunum. Þau Margrét Erla Har- aldsdóttir og Ein- ar Guðnason, sem bæði eru nem- endur á fé- lagsfræðibraut MK, sögðust hins- vegar hafa komið til starfa í athvarfinu án þess að hafa verið með neina fordóma í farteskinu. „Ég er svo bless- unarlega laus við að vera með for- dóma yfir höfuð og er þar af leið- andi örugglega ekki ein af þeim, sem dæma fyrirfram,“ segir Mar- grét Erla. Í sama streng tekur Einar. „Geðfötlun er alls ekki nýtt fyrirbæri fyrir mér og því er ég ekki að kynnast hér neinum öðr- um veruleika en ég hafði ímyndað mér fyrirfram.“ Þau eru sammála um að reynsla sem þessi sé af hinu góða, sér í lagi fyrir þá framhaldsskólanema, sem ætla að stefna út á þessa braut síðar meir. „Það er rosalega fínt fyrir okkur, sem höfum áhuga á sálfræðinámi síðar meir, að fá að koma hingað og kynnast þessu í reynd. Sálfræðin er búin að blunda lengi í mér enda finnst mér mjög skemmtilegt að vinna með fólk. Þess vegna valdi ég fé- DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 27 UM þrjátíu nemendur viðMenntaskólann íKópavogi starfa núsem sjálfboðaliðar í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, í Kópavogi, og er starfið liður í sálfræðiáfanga 303. Fyr- irkomulag þetta er að frumkvæði Kópavogsdeildar Rauða kross Ís- lands sem lagt hefur áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum úr röðum ungs fólks. Því kviknaði sú hug- mynd síðastliðið vor að óska eftir samstarfi við MK. Skólameistari MK, Margrét Friðriksdóttir, tók mjög vel í hugmyndina, sem þró- uð var í samráði við kennara samfélagsgreina. Niðurstaðan varð sú að nemendur í áfang- anum afbrigðasálfræði gerast nú sjálfboðaliðar í Dvöl og fá starf sitt þar metið sem hluta af áfang- anum. Dvöl er rekin af Kópa- vogsdeild Rauða kross Íslands í samstarfi við Kópavogsbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Markmiðið með rekstri Dvalar er að rjúfa fé- lagslega einangrun, draga úr for- dómum og auka lífsgæði þeirra, sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gest- anna. Mikilvægt hlutverk Í Dvöl koma allt að tuttugu gestir á degi hverjum, margir einfaldlega til að slaka á, horfa á sjónvarp, ræða við aðra gesti og starfsfólk eða líta í blöðin. Gestir geta einnig nýtt sér aðstöðu til listsköpunar, haft aðgang að net- tengdri tölvu, hlustað á tónlist eða komið sér fyr- ir í slökunarher- bergi. Göngu- og kvennahópar eru starfræktir auk þess sem gestir lyfta sér stundum upp með því að fara í ferðalög eða út að borða sam- an. Prestur heimsækir líka at- hvarfið reglulega. Sjálfboðaliðar Rauða kross Ís- lands gegna mikilvægu hlutverki í rekstri athvarfsins og sjá alfar- ið um að halda athvarfinu opnu á laugardögum. Dvöl er til húsa í Reynihvammi 43 og er opið á virkum dögum frá klukkan 9.00 til 16.00 og á laugardögum frá klukkan 13.00 til 16.00. Auk Dvalar í Kópavogi, kemur Rauði krossinn að rekstri þriggja ann- arra athvarfa fyrir geðfatlaða. Þau eru Laut á Akureyri, Lækur í Hafnarfirði og Vin í Reykjavík. Gæðastimpill fylgir Athvarfið Dvöl, sem nýlega fagnaði fimm ára afmæli, er eitt af áhersluverkefnum Kópavogs- deildar, sem heldur jafnframt ut- an um sjálfboðaliðastarfið, að sögn Fanneyjar Karlsdóttur, framkvæmdastjóra deildarinnar, en auk sjálfboðaliðanna eru fjórir launaðir starfsmenn í athvarfinu. Forstöðumaðurinn er hjúkr- unarfræðingur með mikla reynslu af starfi með geðsjúkum. Kópavogsdeild Rauða krossins hefur kappkostað að skapa sem fjölbreyttust sjálfboðaliðaverk- efni og hefur deildin nú á sínum snærum um áttatíu sjálfboðaliða á öllum aldri sem sinna t.d. heim- sóknaþjónustu til fólks sem býr við einsemd og félagslega ein- angrun. Önnur verkefni sjálf- boðaliða felast meðal annars í neyðarvörnum, fataflokkun og verkefninu Föt sem framlag. Deildin hefur ýmis ný verkefni á prjónunum, svo sem sjálfboðið starf sem tengist Fjölsmiðjunni, starfsmenntasmiðju fyrir ungt fólk á aldrinum 16–24 ára sem hvorki hefur fótað sig í námi né á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sjálfboðaliðar séu á öllum aldri, hafa konur á eftirlaunaaldri verið mjög áber- andi í hópnum. Fjöldi yngri sjálf- boðaliða hefur þó gengið til liðs við deildina á undanförnum mán- uðum, að sögn Fanneyjar. „Við viljum vekja athygli ungs fólks á því að sjálfboðnu starfi fylgir dýrmæt reynsla, sem það getur jafnvel nýtt sér þegar það sækir um starf eða nám enda er víða litið á það sem ákveðinn gæðastimpil að hafa verið sjálf- boðaliði,“ segir Fanney. „Með okkur starfa bæði framhalds- og háskólanemar af báðum kynjum og síðast bættist í hópinn 39 ára gamall útivinnandi fjölskyldu- maður, sem heimsækir eldri mann úti í bæ eftir vinnu á föstu- dögum og teflir við hann í klukkutíma. Þessi nýjasti sjálf- boðaliði kom til okkar fyrir orð 16 ára dóttur sinnar sem einn- igstarfar með okkur, en hún vakti athygli föður síns á því að hann gæti líka lagt hönd á plóg- inn.“ Mikill reynslufjársjóður Nemendurnir úr MK mæta í Dvöl í fimm skipti og eru þar í einn og hálfan klukkutíma í senn. Nemendurnir taka þátt í ýmsum verkefnum í starfsemi athvarfs- ins og spjalla við gestina, sem sækja athvarfið. „Við erum mjög ánægð með að fá nemendurna til starfa í Dvöl. Þetta unga fólk er ekki einungis kærkomin viðbót við vinnu- framlag starfsfólks og þeirra sjálfboðaliða, sem fyrir eru í at- hvarfinu, heldur fá nemendurnir með þessu móti að kynnast starfi sjálfboðaliða og þeirri reynslu og ánægju, sem slíkt starf veitir. Nemendurnir geta um leið öðlast skilning á mikilvægi sjálfboðins starfs fyrir samfélagið og þá sem njóta aðstoðar og félagsskapar sjálfboðaliða. Það er síðan fengur í því fyrir nemendurna að komast í kynni við einstaklinga með geð- sjúkdóma því áfanginn í afbrigð- asálfræði fjallar einmitt um geð- sjúkdóma og geðraskanir,“ segir Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða kross Ís- lands. Samstarfið við MK nær enn sem komið er einungis til yf- irstandandi skólaannar, en Garð- ar segist auðvitað binda vonir við áframhaldandi samstarf við MK því auðvelt væri að tengja sjálf- boðið Rauða krossstarf við fleiri áfanga. Af mörgu væri að taka þar sem mannúðarverkefni sjálf- boðaliða í Kópavogi væru af margvíslegu tagi.  MENNTUN | Menntaskólanemar starfa í athvarfi fyrir geðfatlaða Sjálfboðavinnan er metin í sálfræðinámi Að frumkvæði Kópa- vogsdeildar Rauða kross Íslands starfa nokkrir nemendur MK nú með geðfötluðum og hagnast í tvennum skilningi. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í heimsókn í Dvöl. Morgunblaðið/Kristinn Formaðurinn og framkvæmdastjórinn: Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, og Fanney Karlsdóttir, fram- kvæmdastjóri deildarinnar. Markmiðið með rekstri Dvalar er að rjúfa fé- lagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra, sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. lagsfræðibrautina í menntaskóla,“ segir Margrét Erla. Einar segist enn ekki hafa gert upp hug sinn til framhaldsnáms að afloknu stúd- entsprófi, en segir Kennaraháskól- ann ekki vera svo fráleita hug- mynd. Nemendurnir þrjátíu sem taka nú þátt í starfsemi Dvalar, fengu að velja á milli starfsins þar og ritgerðasmíðar. „Maður fær miklu meira út úr þessu heldur en að sitja og skrifa einhverja ritgerð. Þetta felur í sér skemmtilega til- breytingu og við komum bara hingað í götum í stundaskránni. Við förum með gestum Dvalar í göngutúra, gefum þeim kaffi, fáum þá til að spila við okkur og sitjum svo og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Andrúms- loftið hér er bæði hlýlegt og heim- ilislegt og öll aðkoma mjög af- slöppuð.“ Ekki vildu þau Einar og Mar- grét kannast við að hafa komið nálægt sjálfboðaliðastarfi að nokkru marki áður. Þó ljóstraði Einar því upp að hann hefði, auk knattspyrnáhuga, geysimikinn áhuga á tónlist og væri m.a. með- limur í íslenskum Black Sabbath- aðdáendaklúbbi. „Klúbburinn stóð fyrir tónleikum í mars sl. á Gauknum þar sem fimm hljóm- sveitir voru fengnar til að spila Black Sabbath-lög. Afrakstur tón- leikanna fór til styrktar lang- veikum börnum. Í næsta mánuði eru svo fyrirhugaðir aðrir tón- leikar á Gauknum og þá til styrkt- ar Geðhjálp.“ Morgunblaðið/Kristinn Í sálfræði 303: Menntaskólanemarnir Margrét Erla Haraldsdóttir og Einar Guðnason segjast fá miklu meira út úr starfinu á Dvöl heldur en að sitja og skrifa einhverja ritgerð. Engir fordómar í farteskinu NÚ standa yfir tilraunir á Viagra fyrir konur sem Pfizer-lyfjafyr- irtækið hyggst setja á markað árið 2006. Nýjustu niðurstöður herma að helmingur kvenna sem prófaði lyfið hafi notið aukinnar kynferð- islegrar fullnægju og 70% sögðust verða næmari og finna fyrir auk- inni tilfinningu í kynfærum. 202 konur á breytingaaldri tóku þátt í rannsókninni og fengu 99 þeirra Viagra og 103 gervilyf. Að því er fram kemur í frétt í vef- útgáfu Dagbladet sýndu fyrri rann- sóknir ekki eins jákvæðar nið- urstöður fyrir lyfjaframleiðandann. Að mati forsvarsmanna Pfizer var það vegna þess að þá var lyfið próf- að á konum sem voru með horm- ónatruflanir eða áttu í erfiðleikum í ástarsambandi og hefðu hvort sem er ekki haft neitt gagn af Viagra. Í nýju rannsóknunum er lyfið því prófað á konum sem ekki eiga við fyrrnefnd vandamál að stríða held- ur eiga í vandræðum með að örvast kynferðislega.  LYF Morgunblaðið/Ásdís Fyrir konur: Ætlunin er að setja Viagra fyrir konur á markað árið 2006. Viagra fyrir konur FLEIRI en ein ferð á sólbaðsstofu í mánuði eykur hættuna á að fá sortuæxli, alvarlegustu gerð húð- krabbameins. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal 100 þúsund norskra og sænskra kvenna á átta árum eru 55% meiri líkur á að þær sem fara oftar en einu sinni í mán- uði í ljós fái húðkrabbamein en þær sem fara sjaldnar eða aldrei. Allra mest er áhættan fyrir þær konur sem fara mikið í ljós á milli tvítugs og þrítugs, að því er fram kemur í vefútgáfu Aftenposten. Á þeim aldri eru 150% meiri líkur á að þær fái sortuæxli ef þær fara oft- ar en einu sinni í ljós í mánuði en þær sem fara aldrei. Könnunin náði aðeins til kvenna og fram kom að háralitur skiptir máli. Rauðhærðum konum er þann- ig fjórum sinnum hættara við húð- krabbameini en dökk- eða svart- hærðum en ljóshærðar konur eru í tvöfalt meiri hættu en þær dökk- hærðu. Einnig kom í ljós að þeim sem hafa sólbrunnið í æsku er hætt- ara við húðkrabbameini en öðrum. Morgunblaðið/Ómar Brúnka: Þrátt fyrir ýmiss konar viðvaranir leggja margir mikið upp úr því að öðlast dekkri hörundslit en þeim er áskapaður.  HEILSA Ljósaböð- um fylgir áhætta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.