Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á MINNISBLAÐI sem Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi helstu samstarfsmönnum sínum efast hann um þann árangur er náðst hafi í stríði Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkaöflum í heim- inum, og spyr hvort varnarmálaráðuneytið (Pentagon) sé áreiðanlega rétta stofnunin til að stýra baráttunni við al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök í heiminum. Yfirvegunin í orðum Rumsfelds á minn- isblaðinu þykir stangast á við þá sigurvissu sem hann og aðrir háttsettir menn í stjórn Georges W. Bush forseta hafa látið í ljósi op- inberlega er þeir ræða framvindu stríðsins. Á minnisblaðinu er vikið að leyniþjónustunni, CIA, og henni gefin meðaleinkunn fyrir til- raunir hennar til að hafa hendur í hári hryðju- verkaleiðtoga. Spyr Rumsfeld hvort stofnunin hafi þau forráð er hún þurfi til að sinna þessu verkefni. „Erum við að sigra eða tapa í stríðinu við hryðjuverkamenn heimsins? Er svo komið, að því meira sem við leggjum á okkur, því aftar verðum við á merinni?“ spyr Rumsfeld á minnisblaðinu, sem er dagsett 16. október og var sent Richard B. Myers, hershöfðingja og yfirmanni bandaríska herráðsins, Paul D. Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra, Peter Pace, hershöfðingja og aðstoðaryfirmanni her- ráðsins, og Douglas J. Feith, undiraðstoð- arvarnarmálaráðherra er sér um stefnumót- un. Það var bandaríska dagblaðið USA Today sem fyrst fjölmiðla greindi frá minnisblaðinu á miðvikudaginn. Skömmu síðar birti varn- armálaráðuneytið það opinberlega, en emb- ættismenn í ráðuneytinu gerðu lítið úr hug- myndum um að minnisblaðið sýndi að Rumsfeld væri svartsýnn á gang mála í Írak og Afganistan og viðleitni Bandaríkjamanna til að hefta hryðjuverkastarfsemi. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að á minnisblaðinu hefðu verið lagðar fram spurningar sem nauðsynlegt væri að spyrja, og markmið ráðherrans hefði verið að vekja opinskáar umræður innan ráðuneytisins um „stóru spurningarnar í hryðjuverkastríðinu“. Talsmaður forsetaembættisins, Scott McClell- an, sagði að minnisblaðið væri „nákvæmlega í samræmi við það sem sterkum og hæfum varnarmálaráðherra eins og Rumsfeld bæri að gera“. Sagði McClellan að sigur hefði enn ekki unnist í stríðinu við hryðjuverkaöfl heimsins, en mikið hefði áunnist. Rumsfeld er í hópi þeirra sem skipulögðu stefnu ríkisstjórnar Bush í baráttunni við hryðjuverkamenn í Írak, Afganistan og víðar. Á minnisblaðinu spyr hann hvort stofnunin sem hann nú stjórnar geti í framtíðinni háð þessa baráttu. Ef til vill sé þörf á „nýrri stofn- un“ til að heyja stríðið gegn hryðjuverkaöfl- unum, vegna þess að það sé „ekki hægt að um- breyta [varnarmálaráðuneytinu] nógu fljótt til að það geti á árangursríkan máta barist gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum“. Slíkri stofnun mætti koma á fót innan varn- armálaráðuneytisins eða utan, en hún yrði að „samræma snurðulaust verkefni ýmissa ráðu- neyta og stofnana“ í hryðjuverkastríðinu, skrifaði Rumsfeld. „Það er ljóst, að banda- menn geta unnið sigur í Afganistan og Írak með einum eða öðrum hætti, en þetta verður langt og erfitt þramm,“ sagði ennfremur á minnisblaðinu. Spyr um árangur í hryðjuverkastríðinu Washington. Los Angeles Times. AP Rumsfeld ræðir við fréttamenn. ’ Erum við að sigra eðatapa í stríðinu við hryðju- verkamenn heimsins? ‘ RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur bannað allar myndatökur af líkkistum hermanna, sem falla í Írak eða annars staðar, og ekki er tekið á móti þeim með neinni viðhöfn eins og tíðkast hefur. Ástæð- an er ótti við að myndirnar muni draga úr stuðningi almennings við veru Bandaríkjahers í Írak. Að því er fram kemur í Wash- ington Post sendi varnarmálaráðu- neytið tilkynningu þessa efnis til bandarískra herstöðva í mars, rétt áður en ráðist var inn í Írak. Segir talsmaður ráðuneytisins, að þessi stefna hafi raunar fyrst verið mörkuð í nóvember 2000, á síðustu dögum Clinton-stjórnarinnar, en henni hafi ekki verið framfylgt fyrr en nú. Allt fram á þetta ár birtu fjölmiðlar myndir af líkkistum hermanna, sem fallið hafa í Afganistan. Gagnrýnendur Bush-stjórnarinnar segja, að hún sé einfaldlega að reyna að fela það sem er að gerast í Írak. „Þessi ríkisstjórn gerir hvað hún getur til að stýra upplýsingaflæðinu,“ sagði Joe Lockhart, fyrrverandi blaðafulltrúi Bills Clintons, en hann var oft með forsetanum er hann tók á móti líkamsleifum fallinna hermanna. „Þessir menn ákváðu þetta út frá sín- um eigin pólitísku hagsmunum og það er ekkert annað en hneyksli.“ Fram kom hjá talsmanni Hvíta hússins, að Bush hefði ekki tekið þátt í neinum minningarathöfnum um fallna hermenn en aftur á móti hefði hann hitt fjölskyldur nokkurra þeirra. Varnarmálaráðuneytið hefur áður viðurkennt, að myndir af kistum með líkum fallinna hermanna hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Árið 1999 sagði Henry H. Shelton, þáverandi forseti herráðsins, að ákvörðun um hernaðaríhlutun væri að hluta undir því komin, að þau stæðust „Dover- prófið“. Þá er átt við mat á því hvern- ig almenningur muni bregðast við mannfalli og myndum af líkkistum hermanna. Myndir af kist- unum bannaðar Bandaríkjastjórn óttast áhrif mann- fallsins í Írak á al- menningsálitið BRESK og írsk stjórnvöld vinna nú að því hörðum höndum að fá því framgengt að hægt verði að greina nákvæmlega frá því hvaða vopnum liðsmenn Írska lýðveldis- hersins (IRA) förguðu fyrr í vik- unni. Segir Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, að ef menn vissu það sem hann vissi um um- fang afvopnunarinnar myndu þeir verða meira en sáttir. Orðrómur er á kreiki um að IRA hafi fargað allt að 70% vopna sinna. Mun einkum hafa verið um að ræða vopn sem smyglað var frá Líbýu á níunda áratugnum, að því er fram kom í blaðinu The Irish Independent. Ef það er rétt, að IRA hafi eytt svo miklum hluta vopna sinna, var það vissulega rétt hjá kanadíska hershöfðingjanum John de Chastelain, sem stýrir af- vopnunarnefndinni á Norður-Ír- landi, að um verulega afvopnun var að ræða, en þau ummæli lét hann falla á þriðjudag. Myndi segja af sér Vandinn er hins vegar sá að de Chastelain getur ekki greint ná- kvæmlega frá því hvað hann sá, þegar IRA-menn gerðu honum grein fyrir aðgerðum sínum. IRA vildi ekki að farið yrði út í smáat- riði á lýsingum á því hverju yrði fargað og var de Chastelain skylt að fara að þeim vilja hersins í sam- ræmi við samkomulag milli af- vopnunarnefndarinnar og IRA. Sögðu talsmenn de Chastelains í gær að hann myndi segja af sér ef reynt yrði að neyða hann til að rjúfa trúnað við IRA. Hvaða vopnum fargaði IRA?                        !  #  $   %   " &  %           $'()*'+ ,  - $ ! ./0(1 -    2  .  3   5  56, /7 * *+1                           ! "  "! # !   $    %             ÁSTRALSKIR lögreglumenn bera á brott mótmælanda og reyna að hafa hemil á miklum múg er safnaðist saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Can- berra í gær. Var fólkið að mótmæla heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta til Ástralíu, sem var síðasti við- komustaður hans í ferð um Suðaustur-Asíu og nágrenni. Í ávarpi á ástralska þinginu varði Bush innrásina í Írak og hrósaði Áströlum fyrir frammistöðu þeirra við að gæta öryggis í þessum heimshluta. Ástralar væru í hlutverki „lögreglustjórans“ er hefði eftirlit með Suð- austur-Asíuvígstöðvunum í hryðjuverkastríðinu. Tveim þingmönnum var vísað úr þingsalnum eftir að þeir gerðu hróp að Bush. Fyrir utan þinghúsið komu um fimm þús- und manns saman og mótmæltu komu Bush. Reuters Harkaleg mótmæli í Ástralíu HÓPUR evrópska vísindamanna undir stjórn danska prófessorsins Thomas Bjørnholm við Kaup- mannahafnarháskóla hefur nú búið til minnsta smára [transistor)], sem til er í heiminum, að sögn Berlingske Tidende. Hann er gerð- ur úr einni, lífrænni sameind og er sagður geta lagt grunn að nýjum, örsmáum tölvum, farsímum og öðrum tækjum. Sagt verður frá smáranum nýja í breska vísindatímaritinu Nature sem kemur út í dag. Gripurinn er hundrað sinnum minni en venju- legur smári, lengdin um einn millj- arðasti úr metra. Hann virkar þannig að hann hleypir aðeins einni elektrónu inn í einu. Kostur- inn við að nota lífrænar sameindir í stað kísilsameinda til að smíða smára er m.a. sá, að hægt verður að nota innbyggða hæfni sameind- anna til að skipuleggja sjálfar nið- urröðun sína og fá þær til að mynda þær rásir sem nota þarf hverju sinni. „Ef við veltum t.d. fyrir okkur tölvum verður hægt að nota milljón sinnum fleiri smára í hverja tölvu,“ segir Bjørnholm. „Þetta merkir að tölvan verður fljótvirkari og öflugri og hún verður svo örlítil að fyrir- ferðin skiptir í reynd engu máli.“ Örsmárinn fæddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.