Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMTÖK eigenda sjávarjarða hafa sent dómsmálaráðherra stjórnsýslukæru á hendur ritstjóra Lögbirtingablaðins fyrir að hafna að birta auglýsingu frá samtök- unum um einkaeign á hafsvæðinu í netlög- um, sem er ákveðið svæði í einkaeign í sjó út af landi. Sam- tökin telja að sjávarjörðum eigi að fylgja eignarhlutdeild í sjávarauðlind- inni. Í auglýsing- unni, sem ekki fékkst birt, er m.a. vísað til landleigubálks Jónsbókar og samkvæmrar dómiðkunar frá ómunatíð. Jónsbók, sem talin er hafa fengið nafn sitt af Jóni Einarssyni lög- manni, var lögtekin á Íslandi árið1283 og er sniðin eftir norskum lögum en þó er í henni allmikið af þjóðveldislögunum. Jóns- bók gilti óbreytt að mestu fram á 16. öld og enn hafa nokkur ákvæði hennar lagagildi. Í svari ritstjóra Lögbirtingablaðsins, þar sem hann hafnar að birta auglýs- inguna, er vísað til þess að blaðið sé fyrst og fremst vettvangur fyrir lögboðnar aug- lýsingar stjórnvalda en þó er tekið fram að blaðinu sé heimilt að birta auglýsingar eða tilkynningar einstakra manna, einkum þegar um sé að ræða efni sem varði al- menning. Þessi heimild hafi þó mjög sjald- an verið notuð og hún túlkuð þröngt. Í auglýsingu Samtaka eigenda sjávarjarða sé auk þess verið að halda fram sérstökum eignarréttindum sem réttaróvissa ríki um og birting hennar myndi ekki breyta þeirri óvissu. Vilja birta auglýsingu þar sem vísað er í Jónsbók ÞESSI fallegi rebbi var á leið til sjávar í ætisleit þegar fréttaritari rakst á hann í gærmorgun. Fréttaritari var að smala kindum og var engu líkara en að rebbi væri að velta fyrir sér hvort hann myndi ráða við fullvaxnar kindur. Eins getur verið að hann hafi bara verið að leika. Refurinn var frekar smár og líklega kominn úr goti frá því í sumar. Hann er þó orðinn fullbúinn undir komandi vetur; orðinn snjóhvítur á feldinn. Rebbi í ætisleit Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tilbúinn að takast á við veturinn GENGISHAGNAÐUR Landsbanka Íslands á fyrstu níu mánuðum þessa árs var jafn heildarhagnaði bankans eftir skatta, eða 2.514 milljónir króna. Gengishagnaðurinn jókst um tæpa 2,5 milljarða milli ára, en hann var 51 milljón á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildarhagnaður bank- ans var hins vegar um einum millj- arði meiri en á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Landsbankans juk- ust um 33% frá áramótum til loka septembermánaðar en þá námu eignirnar 368 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár bankans á fyrstu níu mánuðum ársins eftir skatta var 21,3%, en var 12,8% fyrir sama tímabil á síðasta ári. Þetta er nokkuð yfir þeim markmiðum sem bankinn hafði sett fram, en reiknað hafði verið með 13–15% arðsemi eig- in fjár. Níu mánaða uppgjör Landsbanka Íslands Gengishagnaður bankans var jafnhár heildarhagnaði  Landsbankinn/6 FORSTJÓRAR Atlanta, Bláfugls, Flugleiða og Íslandsflugs sögðu all- ir á flugþingi í gær, er þeir ræddu framtíðarsýn fyrirtækja sinna, að sóknarfærin lægju helst í þátttöku fyrirtækjanna í alþjóðlegri flug- starfsemi. Þeir sögðu einnig brýnt að íslenskum flugrekendum yrði gert kleift að starfa í því alþjóðlega umhverfi sem flugið væri og við sömu skilyrði og erlend flugfélög. Forstjóri Flugleiða sagði stefnt að því að fyrirtækið yrði með um 20 B757-þotur í rekstri innan fárra ára, en þær eru nú 11 og forstjóri Atl- anta kvaðst helst sjá aukningu í fraktflugi félagsins og sagði ráðgert að opna á næsta ári markaðsskrif- stofu í Asíu. Forstjóri Bláfugls sagði félagið verða með 5–7 fraktþotur í rekstri á næsta ári og forstjóri Ís- landsflugs sagði félagið munu verða með 16 þotur í rekstri á næsta ári. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, ræddi framtíðarsýn fyrirtækis- ins, og skýrði hvernig uppbyggingu fyrirtækisins hefði verið breytt síð- ustu misseri með stofnun dótturfyr- irtækja. Flugleiðir væri nú fjárfest- ingarfyrirtæki í ferðaþjónustu og flugflutningum og sagði hann nauð- synlegt að styrkja tekjumyndun fé- lagsins og jafna sveiflu. Hafþór Haf- steinsson, forstjóri Atlanta, sagði fraktflug, sérstaklega í Asíu, vera framtíðina. Árið 2001 hefðu tvær vél- ar verið í fraktflugi, í ár væru þær sjö og á næsta ári yrðu 10 B747-þot- ur í fraktflugi. Hann sagði góð við- skiptasambönd, langa reynslu í leigu flugvéla og þekkingu á markaðnum hafa gefið Atlanta nauðsynlegan sveigjanleika. Þórarinn Kjartansson, forstjóri Bláfugls, sagði félagið byggjast á sterkum grunni þar sem reynsla for- ráðamanna þess væri löng af starfi við flugfrakt. Fram að þessu hefði reksturinn eingöngu beinst að 737- fraktvélum á leiðum innan Evrópu fyrir hraðsendingarfyrirtækin en markmiðið væri útvíkkun. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Íslandsflugs, sagði aðgerðir stjórn- valda skipta máli, tryggja verði að Ísland verði aðili að nýrri flugmála- stofnun Evrópu og Íslendingar gætu tekið að sér verkefni á sviði þróun- araðstoðar í flugrekstri. Hann sagði mikinn mannauð í flugrekstri á Ís- landi og að kjarasamningar væru miðaðir við að starfað sé á Íslandi, sem væri ekki til að dreifa lengur þar sem svo mikill hluti flugs íslenskra aðila færi fram ytra. Gera verði nýja samninga með mið af því. Sóknarfæri í alþjóð- legri flugstarfsemi  Hefja á endurskoðun/11 VÆNTANLEGUR mynddiskur með hljómsveitinni Foo Fighters mun meðal annars innihalda upp- tökur frá tónleikum sveitarinnar í Reykjavík í endaðan ágúst sl. Hljómsveitarmenn voru ósparir á hrósyrðin í garð íslensku áhorfend- anna og þær móttökur sem sveitin fékk hérlendis. Auk myndskeiða frá Íslandsævintýri Foo Fighters mun fylgja með mynddisknum hljómdiskur með upptökum frá fyrstu tónleikum sveitarinnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Íslandsævintýri Foo Fighters á mynddiski ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN hefur lokið rannsókn á umfangsmesta barnaklámsmáli sem upp hefur komið hér á landi og er niðurstaðan sú að karlmaður verður kærður fyrir kynferðisafbrot gagnvart að minnsta kosti sex drengjum 16 ára og yngri á undan- förnum þremur árum og vörslu mik- ils magns af barnaklámi. Við húsleit í byrjun júní síðastlið- inn hjá tæplega fertugum karlmanni fann lögreglan á fjórða hundrað myndbandsspólur, yfir 200 DVD- mynddiska og tvær tölvur sem inni- héldu klámmyndir í tugþúsundatali. Á nokkrum myndbandsspólum eru upptökur af manninum þar sem hann sést eiga í kynferðislegum at- höfnum með ungmennum, en lög- reglan fékk ábendingu í vor um að maðurinn hefði reynt að tæla til sín börn og unglinga á Netinu. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn, segir að maðurinn verði kærður fyrir vörslu á talsvert miklu magni af barnaklámi. Um sé að ræða nokkur þúsund myndir í tölvutæku formi, talsvert magn af vídeóskrám í tölvu, efni sem taki tugi klukku- stunda að horfa á, VHS-spólur með svona efni og talsvert magn af barnaklámsmyndum á pappír. Þetta sé sjálfstætt brot en síðan verði mað- urinn kærður fyrir ýmis kynferðis- brot gagnvart a.m.k. sex drengjum sem séu 16 ára og yngri. Kærður fyrir brot gegn sex drengjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.