Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sverrir Hermannsson segir í bókinni Skuldaskil að hann hafi verið í pólitík frá æskuárunum á Vestfjörðum. Hann tók þátt í háskólapólitíkinni, var for- maður Vöku og sat í stúdentaráði. Nokkru eftir að Sverrir útskrifast úr Háskólanum ákveður hann að fara í framboð. Aðdraganda þess lýsir hann í kafla, sem ber yfirskriftina Óvænt tíð- indi í lomber. Eftir Háskólann fer ég aðvinna hjá Vinnuveitenda-sambandi Íslands og varþar fulltrúi í þrettán mán-uði þar til ég var ráðinn skrifstofustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Félagið hafði verið bæði kaupmanna og þjóna þeirra, þótt nokkur aðskilnaður hefði orðið. Þarna var hafizt handa við að stofna Lands- samband verzlunarmanna og var það stofnað árið eftir, 1. júní 1957, með sex félögum. Ég lagðist þá í ferðalög um landið til þess að stofna ný félög og heimsækja þau sem áður störfuðu. Í marzbyrjun 1963 er ég að fara austur til að koma upp félagi á Reyð- arfirði og Egilsstöðum. Áður en ég fór í þessa reisu kom til mín Axel Jónsson, sem þá starfaði sem fulltrúi á flokks- skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, og bið- ur mig í nafni flokksins að kanna flokkspólitíska stöðu þar eystra, sér- staklega með tilliti til Jónasar Péturs- sonar þingmanns og Einars Sigurðs- sonar varaþingmanns, sem kallaður var ríki. Það hafði verið samið um að þeir skiptu þingmennskunni á milli sín. Þeir voru gerólíkir menn, róleg- heitabóndinn Jónas og hamhleypan Einar ríki, og samvinna þeirra erfið. Við sjávarsíðuna var Jónas aldrei sterkur en atvinnan á alltaf atkvæðin sem úrslitum ráða. Ég var beðinn um að kanna viðhorfin til þess arna hjá lykilmönnum sem mér voru gefnir upp. Og þegar ég kom suður segi ég kost og löst á því sem ég hafði kynnzt þar eystra. Einar eigi sína fylgismenn og Jónas hafi haft flokksapparatið með sér. En meirihluta manna þarna sem mark sé á takandi lítist ekkert á fram- haldið með þeim Jónasi og Einari sam- an í fararbroddi flokksins. Örskömmu seinna er ég að spila lomber við Kristján tengdaföður minn, Ólaf bróður hans og Svenna á Góu- stöðum. Sveinn var faðir Þorsteins kaupfélagsstjóra og afi Magnúsar Þor- steinssonar, auðmanns í Samson. Þá var kallað í símann og það er þá Ófeig- ur Eiríksson, formaður kjördæm- isráðs þar eystra. Hann segir að það hafi verið samþykkt með 22 atkvæðum gegn 14 að skora á mig að taka annað sætið á lista flokksins í Austurlands- kjördæmi. Þetta kom náttúrlega yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti. En ég vissi um leið að ef ég hikaði yrði ekkert úr þessu því miðstjórnin og að- alvaldamenn flokksins í Reykjavík myndu ekkert kæra sig um þetta. Ófeigur segist bara verða að fá svar strax og þeir voru að bíða eftir mér við spilamennskuna. Svo ég sagði já. Þar með var þessum örlagaríku teningum kastað. Ég var því í öðru sæti og Jónas Pét- ursson í því fyrsta í kosningunum 1963 og 1967. Síðan vildi Jónas fá prófkjör til að vita hvar hann stæði fyrir kosn- ingarnar 1971. Prófkjörið fór fram í ágúst 1970 og hann beið lægri hlut eins og ég hafði sagt honum. Hann vildi ekki trúa mér. Ég fékk yfir fjögur hundruð atkvæði en hann eitthvað yfir tvö hundruð í fyrsta sæti. Þetta var ömurlegt fyrir hann en svona er þetta oftast – menn kunna sér ekki maga- mál. Þá ákvað ég að ég skyldi ráða því sjálfur hvenær ég hætti í pólitík og þingmennsku. Ég var sem sagt varaþingmaður fyrst í 8 ár, en vann allt eins og ég væri í fullu starfi sem þingmaður. Ég ferð- aðist fram og aftur um kjördæmið lotulaust og linnulaust. Ég hafði hætt sem starfsmaður VR 1960 en var framkvæmdastjóri Landssambands verzlunarmanna með varaþing- mennskunni. Nú, og ég stofnaði fast- eignasölu, sem ég rak, og síðan skipa- sölu með Þórði bróður mínum. Það var gott að hafa upp úr því á sínum tíma, sérstaklega skipasölunni. Nema eftir þetta prófkjör varð ég þingmaður þar eystra. Og það var alltaf haldið próf- kjör og enginn bilbugur á mínu fylgi. Þegar ég ákvað að hætta á þingi hafði ég nýverið fengið yfirburðakosningu í prófkjöri. Herleiðingin á Austurlandi Þessi herleiðing fyrir austan, eins og ég kalla, stóð í aldarfjórðung. Allt starf á sumrin fyrir utan brauðstritið varð að vera eystra. Ég varð að vera þar akandi fram og aftur um fjórtán þéttbýliskjarna og 120 kílómetrar upp til Aðalbóls í Hrafnkelsdal. Mér líkaði ágætlega að gista víða hjá framsókn- armönnum ekkert síður en hinum og eignaðist ágæta kunningja í öðrum flokkum. Það hefur alltaf loðað við mig. Á þingi eignaðist ég líka ágæta vini í öllum flokkum. Það var allt í föstu formi eystra. Það voru haldnir fjórtán framboðsfundir í kjördæminu með frambjóðendum úr öllum flokkum. Það var byrjað á Hofi í Öræfum og síðan tóku við Höfn í Hornafirði, Djúpivogur, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaup- staður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Borgarfjörður eystri, Vopnafjörður og Bakkafjörður. Allt á tólf dögum og aldrei minna en fimm tíma fundir á hverjum stað. Fyrsti fundurinn sem ég var á á Egilsstöðum stóð frá klukk- an tvö um daginn til klukkan ellefu um kvöldið. Ég veit nákvæmlega að ég var á 111 framboðsfundum á Austurlandi og flutti þessvegna 222 ræður því ég talaði alltaf tvisvar. Jónas Pétursson flutti framsöguna og síðar Pétur Blön- dal frá Seyðisfirði eða Egill Jónsson frá Seljavöllum. Ég flutti svo alltaf tvær seinni ræðurnar. Svo vildu menn fara að ræða málin eftir fundina. Þessi fundahöld voru alveg ótrúleg, en ég var ungur og ég var sanntrúaður á málstaðinn. Áður en ég fór austur vorið 1963 fór ég til Aðalsteins nokkurs Ottesen á Morgunblaðinu. Ég bað hann um að útvega mér Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins fjögur ár aftur í tímann. Það gerði Aðalsteinn og Árni Valdi- marsson í Ísafold batt þetta inn fyrir mig í tvær bækur. Bjarni Benedikts- son hafði ritað bréfin allan tímann svo ég fletti bara upp í Bjarna. Ég kynnti mér þetta pólitíska innihald og það varð mér óskaplega gagnlegt að bregða á þetta ráð. Og líka mikil trygging í því. Þetta var mín pólitíska biblía. Auðvitað voru þetta miklir haf- gammar sem ég var að berjast við fyr- ir austan, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson, í málafærslu sinni, en aldrei persónulegir þótt þeir væru fundvísir á veilur andstæðinganna. Eysteinn var um langan aldur einn af aðalforingjum Framsóknarflokksins og síðar formað- ur. Lúðvík var þingmaður Sameining- arflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins frá 1942 og síðar formaður og ráðherra Al- þýðubandalagsins. Eysteinn var mér afskaplega föðurlegur og ljúfur. Á milli funda var hann mjög geðugur maður og á fundum var hann alls ekki ill- orður. Þeir flugust mjög á, hann og Lúðvík, svona í léttum tón, en undir niðri var afar þungt á milli þeirra. Þeir voru sífellt að hnotabítast. Ég komst til dæmis í þá raun, sem ég kalla, að ganga á milli þeirra á bátadekkinu á Óðni klukkan sjö að morgni í Seyð- isfjarðarhöfn. Þar varð þeim svona ægilega sundurorða og urðu óskaplega reiðir. Eysteinn stjórnaði ferðinni sem fyrsti þingmaður Austurlands. Hann sá um ferðalagið, skipulag þess, fund- arstaði og svo framvegis. Eysteinn var mjög harðsnúinn við sína menn. Það þýddi ekki þar að vera með múður. Hann rak þá áfram harðri hendi. Ég heyrði á það þegar hann var að gefa þeim tóninn. Hann hafði mikinn aga. En hann var fyrir mér afskaplega geð- þekkur maður. Sama var með Lúðvík. Hann hefur kannski verið enn skapheitari. Og þeir byrjuðu báðir sinn pólitíska feril í miklu persónuillvígara umhverfi held- ur en síðar varð. Og Lúðvík stóð fljót- lega í óskaplegum rimmum innan Sósíalistaflokksins. Lúðvík var mjög líkur pólitíkus og Ingólfur Jónsson frá Hellu. Mjög harðsnúnir í að ná fram sínu. En ef þeir lentu á vegg og náðu því ekki, þá bara brostu þeir út í bæði og minntust ekki oftar á málið. Ég kunni vel við Lúðvík og við gerð- umst ágætir vinir, en hann var banka- ráðsmaður Landsbankans þegar ég kom þangað. Hann greiddi atkvæði á móti mér þegar ég var ráðinn. Það eyðilagði þó ekki vinskap okkar og fór ég með honum í veiðiferðir sem leið- sögumaður og bryti. Lúðvík var ókval- ráður maður og við sína undirsáta í flokknum var hann járnkarl. Það var afar fróðlegt að kynnast þessum mönnum og við unnum vel saman sem þingmenn kjördæmisins á milli þess sem kom í pólitískar greinir með mönnum. Stofnun Frjálslyndra Sverrir lýsir í bókinni viðskiln- aðinum við Landsbankann og þeirri orrahríð, sem honum fylgdi. Um leið fór hann að leggja drög að því að snúa aftur í pólitík og fara í framboð að nýju í kosningunum 1999. Þetta Landsbankamál snerist upp í gæfu fyrir mig, því eftir að ég sagði af mér gat ég hafizt handa við að leggja þeim lið sem höfðu tekið höndum sam- an um að ná fram breytingum á fisk- veiðifarganinu. Það var auðvitað ekki víðtæk hreyfing hér í landinu um það. Menn voru afskaplega margátta og sundraðir og mönnum mútað sitt á hvað, en yfirstjórnendur í fiskveiði- málum hafa á því lagi legið alla tíð. En viðbrögð fólks voru samt ótrúlega góð. Almenningur var að átta sig á þessu endemislega hervirki sem unnið hafði verið á fiskveiðistjórnuninni. Enda hafði liðsoddi og aðalforystumaður sjávarútvegsfyrirtækjanna verið svo til einráður í sjávarútvegsmálum þjóð- arinnar um langt árabil. Menn sættu sig ekki lengur við þetta kerfi, þar sem aðaleign og auðlind þjóðarinnar er færð á örfárra manna hendur með öllu því ótrúlega braski og svívirðu sem því hefur fylgt. Mönnum var farið að blöskra og blæða í froðu yfir þessari ráðabreytni. Ég fann að fólk var tilbú- ið til að losa um gömul flokksbönd og viðjar sem lagðar hafa verið á það. Ég fór vestur á Ísafjörð og hélt þar fund í Stjórnsýsluhúsinu þrettánda júlí 1998. Ég fékk Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem fundarstjóra og það mættu nærri þrjú hundruð manns. Á þessum fjölmenna fundi til- kynnti ég að ég myndi beita mér fyrir stofnun pólitísks flokks sem hafi það að höfuðmarkmiði að hrinda þeirri skipan fiskveiðimála sem uppi var. Þarna sagði ég fiskveiðistjórn- unarkerfinu stríð á hendur. Á fundinum skýrði ég hugmyndir mínar um nýtt fiskveiðistjórn- unarkerfi, þar sem kvóti yrði færður á fimm árum frá þáverandi handhöfum og settur á uppboðsleigumarkað. Ég lagði líka til að bátaflotinn fengi að veiða óheft innan 30 mílna markanna til reynslu í tvö ár en togurunum yrði haldið þar fyrir utan. Markaðsöflin ættu að ráða þannig að þeir fengju tækifæri sem sönnuðu sig að því að færa aflann að landi með minnstum til- kostnaði og mestum gæðum. Sjáv- arþorpin fengju visst samkeppn- isforskot vegna nálægðarinnar við fiskimiðin. Fiskveiðistjórnunarkerfið særði réttlætiskennd þjóðarinnar, hindraði aðgang nýrra athafnamanna, leiddi til brottkasts fisks fyrir milljarða árlega og færði örfáum stórútgerðum yf- irburði yfir smærri útgerðir. Vestfirð- ingar þekktu þetta bezt sjálfir og skildu vel að þetta kerfi væri að tor- tíma sjávarþorpunum á Vestfjörðum og í landinu öllu. Það var einnig vel tekið undir gagn- rýni mína á forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Ég sagði þeim að gamli Sjálf- stæðisflokkurinn væri genginn fyrir ætternisstapann og frjálshyggjuflokk- ur Hólmsteins tekinn við. Hólm- steinskan hefði náð heljartökum á flokknum, þar sem blygðunarlaust væri skaraður eldur að köku auð- manna, og að LÍÚ og VSÍ réðu lögum og lofum í flokknum. Þetta hefði ekki verið liðið í flokki Ólafs Thors og Bjarna Ben en breytzt þegar nýir menn komu til valda í Sjálfstæð- isflokknum 1986. Ég er Djúpmaður, Vestfirðingur í allar ættir, og ákvað að ég skyldi byrja á Ísafirði. Þar býr mitt fólk. Á Vest- fjörðum liggja rætur mínar og því þótti mér eðlilegt að hefja atlöguna í höfuðstað þeirra. Nokkrum dögum síðar birti DV skoðanakönnun, þar sem væntanlegt framboð fékk góðan byr. Fylgi við áformið var 8,9 prósent, sem hefði þýtt sex menn kjörna á þing. Í kosningabaráttunni gekk á ýmsu og víða heyrðust hrakspár um gengi Frjálslynda flokksins. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum kom hins vegar í ljós að flokkurinn hafði náð tveimur mönnum á þing, þvert á hrakspárnar. Í kosningunum fjórum árum síðar tvöfaldaði flokkurinn síðan fylgi sitt. Bókarkafli Sverrir Hermannsson á að baki langan feril í stjórnmálum, bæði sem ráðherra og þingmaður, fyrst hjá Sjálfstæðis- flokknum og síðar hjá Frjálslynda flokknum. Hér er gripið niður í frásögn Pálma Jónassonar af upphafi ferils Sverris sem varaþing- maður á Austurlandi og aðdraganda stofnunar Frjálslynda flokksins. Örlagaríkum teningum kastað Sverrir – Skuldaskil sem Pálmi Jónas- son skráði kemur út hjá AB bókaforlag- inu. Bókin er 211 bls. að lengd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Hermannsson, Greta Lind og Margrét Sverrisdóttir hlusta á fyrstu tölur í kosningunum 11. apríl 2003. Sverrir Hermannsson með prjónana á lofti á Álafossdeginum árið 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.