Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 63 Breyting á deiliskipulagi fyrir „Hluta miðbæjarreits Reyðarfjarðar“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2003 að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir „Hluta miðbæjarreits“ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í endurskipulagningu svæðis- ins sem afmarkast af Búðareyri, Hafnargötu, Strandgötu og Búðargötu. Breytingin verður til sýnis á Bæjaskrifstofu Fjarðabyggðar, Strandgötu 49, 735 Eskifirði, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað og Búðareyri 7, 730 Reyðarfirði, frá 24. desember 2003— 24. janúar 2004. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Óttari Guðmundssyni, skipulagsfulltrúa hjá Fjarðabyggð. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfismálanefndar Fjarðabyggðar, Strandgötu 49, 735 Eskifirði, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað eða Búðareyri 7, 730 Reyðarfirði, eigi síðar en 9. febrúar 2004. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Fh. Umhverfismálanefndar Fjarðabyggðar. Breska sendiráðið, Reykjavík Styrkir til náms Breska sendiráðið býður íslenskum náms- mönnum að sækja um „Chevening" styrki til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2004/2005. Umsækjendur þurfa annaðhvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á framhaldsnám við breskan háskóla á tímabilinu. Styrkirnir eru eingöngu veittir til greiðslu á skólagjöldum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsing- ar um styrkina, sem sumir eru veittir í sam- vinnu við Kaupþing Búnaðarbanka og lyfjafyr- ir- tækið GlaxoSmithKline á Íslandi, má nálgast á vefsíðu Breska sendiráðsins; www.britishembassy.is eða í Breska sendi- ráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, sími 550 5100 virka daga frá 9.00-12.00. Eyðublöðin fást einnig send í pósti. Umsóknum ber að skila í sendiráðið ekki síðar en 31. janúar 2004. Umsóknir, sem berast eftir þann dag, verða ekki teknar til greina. TILKYNNINGAR Auglýsing Skv. 2. gr. laga nr. 35/1953 með síðari breyting- um, um bæjanöfn o.fl., og 7. gr. reglugerðar um störf örnefnanefndar, 22. febrúar 1999, ber örnefnanefnd að úrskurða um hvaða örnefni verða sett á landakort sem gefin eru út á veg- um Landmælinga Íslands eða með leyfi þeirra, sé ágreiningur eða álitamál um það efni. Til nefndarinnar hefur verið skotið þeim ágrein- ings- eða álitaefnum hvort setja eigi á slík landakort: 1) Örnefnið Jökuldalur eða Nýidalur, sunnan við Tungnafellsjökul; 2) Örnefnið Locksfell eða Lokatindur, norð- norðvestur af Öskju; 3) Örnefnið Wattsfell eða Vatnsfell, sunnan við Öskju. Hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitneskju eða ábendingum, er að haldi komi, gefst færi á að kynna örnefnanefnd álit sitt. Ábendingum skal skila til örnefnanefndar, Lyngási 7, 210 Garðabæ, eigi síðar en 31. janúar 2004. Örnefnanefnd. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Ólafur Ólafsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Héðins- dóttir, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Hópastarf. Friðbjörg Óskars- dóttir heldur utan um bæna- og þróunarhringi. Í dag, sunnudaginn 21. des. 2003, kl. 17.00. Heilunarguðsþjónusta verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni 85 ára afmælis Sálarrann- sóknarfélags Íslands. Prestur safnaðarins séra Hjörtur Magni Jóhannsson annast guðsþjón- ustuna. Anna Sigga stjórnar söng við undirleik Karls Möller. Friðbjörg Óskarsdóttir mun leiða hugleiðslu meðan huglæknar, miðlar, leiðbeinendur og nem- endur félagsins annast hópheil- un. Allir hjartanlega velkomnir. Eigum saman ógleymanlega stund. Mætum tímalega. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 9.30—14.00, föstudaga frá kl. 9.30—13.30. Ath! breyttan opnunartíma. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. Söngsamkoma kl. 16:30. Ester Jacobsen flytur hugvekju. Syngjum jólin inn með Gospel- kór Fíladelfíu. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Léttur jólaleikur og jólasöngvar. Þorláksmessa: Skata, tinda- bikkja, saltfiskur, hamsar og hnoðmör í hádeginu. Verð 1.000 kr. Bænastund um miðnætti. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 15.00. Laugard.: Samkoma kl. 20.30. Morgunþuðsþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Vilborg R. Schram talar. Samkoma kl.20.00. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Allir velkomn- ir. Kl. 16.00: Við syngjum jólin inn. Umsjón Anne Marie og Harold Reinholdtsen og fjölskylda. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma kl. 20:00. Högni Valsson predikar, lof- gjörð, fyrirbænir og samfélag á eftir í kaffisalnum. Allir vel- komnir. Bókabúðin verður opin eftir samkomu. Athugið að fjöl- skyldusamkoman fellur niður. Á aðfangadag verður há- tíðarsamkoma kl. 17:00. SALA Tilboð óskast í jörðina Svalvoga, Dýrafirði, Ísafjarðarbæ Sala 13456 Svalvogar, Dýrafirði, Ísafjarðarbæ. Um er að ræða jörðina Svalvoga, Dýrafirði, Ísa- fjarðarbæ, (án greiðslumarks). Á jörðinni er íbúðarhús á einni hæð, steypt og hlaðið, byggt árið 1947, í mjög lélegu ástandi, stærð 111 m², ásamt útihúsum sem talin eru ónýt. Á jörðinni er viti og er hann og aðgengi að honum und- anþegið í sölunni. Jörðin og húsakosturinn eru til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, í síma 530 1412. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyll- ingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast á þar til gerðum tilboðseyðu- blöðum fyrir kl. 11.00 þann 7. janúar 2004 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Hitaveita í Munaðarnesi dælustöð og miðlunargeymir Verkið felst í því að reisa 50 m2 dælustöð, timburhús á steyptum grunni og 250 m3 einangraðan og klæddan stálgeymi á steyptum grunni. Smíða skal og setja upp gasskilju, leggja einangraða pípulögn í álkápu og setja upp raf- og stjórnbúnað fyrir veituna í dælustöðinni. Útboðsgögn verða seld hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 23. desember 2003 kl. 13:00. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð í fundarsal á 5. hæð í vesturhúsi miðvikudaginn 14. janúar 2004 kl. 11.00. ÓSKAST KEYPT Olíumálverk eftir Þórarinn B. Þorláksson óskast Óska eftir að kaupa olíumálverk eftir Þórarinn B. Þorláksson. Gjarnan mynd sem var á yfirlits- sýningu á verkum hans í Listasafni Íslands árið 2000. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Þórarinn B. — 14669“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.