Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 13. júní 1981 VÍSLR skotspóhum Privatflug með Pálma Frá Sauðárkróki heyrðum við, að þegar leitin stóð sem hæst aðTF-ROM á uppstigning- ardag hafi verið fundur sjálf- stæðismanna þar i bæ með Geir Hallgrimssyni. Þangað norður gerði sér sérstaka ferö Pálmi Jónsson ráðherra landbónaðar- mála til aö hafa uppi mótmæli. Mótmælandinn þurfti siðan eðli- lega að komast aftur til höfuö- staðarins. Heyrðu menn i leitar- vélum aö kallað var á vél flug- málastjómar og flugmanni þar flutt þau skilaboð að hætta leit á tilteknum tima, lenda á Sauðár- króki og taka upp eitt stykki ráðherra og fljUga honum til Reykjavikur... Fljótur Kristján Okkur er sagt að eitthvað séu menn ekki alveg ánægðir með hvað Kristján Benediktsson oddviti framsóknarmanna I borgarstjórn er seinn til að segja af eða á um hvort hann ætli að hætta fyrir næstu kosn- ingar. Þegar hefur verið hugað að mönnum og nU siðast var skipuð nefnd hjá fulltrUaráði framsóknarfélaganna i Reykja- vik til að fjalla um hvernig staö- ið skuli að málum fyrir næstu kosningar. Þaö hefur vakið eft- irtekt, að einn nefndarmanna er Gestur Jónsson lögfræðingur Skaptasonar, sem mjög hefur veriðnefndur sem arftaki Krist- jáns. Þykir þetta draga Ur lik- um fyrir þvi að Gestur hyggist stefna á oddvitasætið... Kristján Ben i ráðuneyti? Aðeins meira um ágætan odd- embættis Birgis Thorlacius vita framsóknarmanna. Ein- handa Kristjáni en Birgir mun hver sagði að litið hefði verið til kominn fast að eftirlaunaaldri... Geir i SUS? Væringar hafa verið um framboðsmál fyrir næsta þing Sambands ungra Sjálfstæöis- manna í haust-. Pétur Rafnsson hafði verið nefndur sem áhuga- maður um eigið framboð en hann mun nU orðinn fráhverfur. Tvö nöfn heyrast nU einkum nefnd í formannskjöri Geir Haarde hagfræðingur og Einar K. Guðfinnsson varaþingmaður Ur Bolungarvík... Július ákveðinn Sumir eru harðákveðnir. JUli- us Hafstein stórkaupmaður og formaður Handknattleikssam- bands íslands er sagður kominn á fUll sving með undirbUning prófkjörsbaráttu. Ekki telja menn ólildegt að hann treysti mjög á fulltingi HSt i barátt- unni... Umbi Ritzau MagnUs Guðmundsson Kaup- mannahöfn er nU ekki lengur i Kaupmannahöfn heldur höfum við heyrt að hann hafi tekið að sér að vera umboðsmaður Ritzau fréttastofunnar hér á ts- landi. Ritzau mun siðar senda fréttir MagnUsar af Islandsmál- um viða um heim, til NTB og fleiri fréttastofa. MagnUs kem- ur þvi' til með að stýra stórum hluta þeirra frétta, sem um- heimurinn fær af tslandi. Hávaði i Magnúsi H Forstjórastarfið, i Brunabóta- félaginu var hávaðamál nU i vikunni eftir að Svavar Gests- son skipaði Inga R. Helgason forstjóra i trássi við vilja fram- kvæmdastjórnar fyrirtækisins. Framkvæmdastjórnin vildi, að Asgeir Ólafsson fráfarandi forstjóri sæti áfram til ársloka 1982. Formaður framkvæmda- stjórnarinnar er MagnUs H. MagnUsson Eyjamaður og krati. Kratar i Eyjum ræöa það i verbUðum, að hávaðinn i MagnUsi Ut af þessu máli stafi af þvi’ að hann hafi ætlað sjálf- um sér starfið að Ásgeiri frá- gengnum og hafi MagnUs ætlað að bUa i haginn fyrir sig i róleg- heitunum... r-------------------------------------------- Hjólið og yður mun vel heilsast Hossa, stíga, detta, bomm Nokkrar léttar leið- beiningar fyrir byrjendur i hjólreiðum H jólreiðar eru nú að verða ein af vinsælustu þjóðariþróttum FrónbUa. Allir, jafnt stórir sem smáir, kaupa sér reiðhjól. Gljá- andi, tvihjóla gripi, sem eru sómi eiganda sinna hvar sem þeir koma. Og hvaö er hægt að hugsa sér indælla en innilegt vináttusamband milli reiðhjóls og manns. Eða hver man ekki eftir orðtækinu góða: „Milli manns, hunds og hjóls hangir leyniþráður....” En margir eru byrjendur i greininni. Og til að auövelda þeim fyrstu ferðina á splunku- nýju hjólinu fylgja hér á eftir nokkrar leiðbeiningar settar saman af Alþjóðlegu Hjólreiða- eftirlitsstofnuninni i Prag. Þess ber að gæta að fara verður vel eftir leiðbeiningunum og láta ekki deigann siga, þvi ella er verr af stað farið en heima set- ið. Skref l.Leiðið hjólið gætilega Ut á autt svæði. Takið yður þar teinrétta stöðu við hlið hjólsins, meö báöar hendurnar fast krepptar um stýriö. Horfið til himins og einbeitið huganum að jafnvæginu. Endurtakið æfing- una tiu sinnum. Setuæfingar Skref 2 Og þá er það setuæfingin. At- Limgerðið getur verið tii margra hluta nýtilegt, eins og sjá má á myndinni. Látið hjólhestana samt ekki hallast upp að bakhlutanum eins og þar er gert. Þau gætu dottið í götuna við hnykkinn. hugið að kvenhjól er betur fallið til að æfa hana heldur en karl- hjól (með stöngina beint fram) Setjist nú i hnakkinn, jokið aug- unum og finnið hvernig fjörtök- in stinn streyma ljúflega frá hjólinu milli fótanna og upp eftir búknum, allt upp i banakringl- una. Lokið augunum og hossið yður tiu sinnum. Stigið hægra fæti varlega á pedalann og undrist ekki þótt hjólið taki á sprett áfram. Stigið í FRÉTTA- SKUGGANUM Láki L. skrifar nú með vinstra fæti og viti menn — hjólið dettur og þér með. Standið strax upp aftur, sparkið EKKI i hjólið en reynið að bögglast á bak undir eins, svo kjarkurinn sviki ekki. Endur- t’akið: Hossa, stiga, detta, búmm! Nú er áhorfendaskarinn á svæðinu trúlega orðinn allfjöl- mennur og þvi er best að hætta ella gæti skapast tortryggni milli yðar og hjólsins sár sem ef til vill gréri seint. Brun Skref 3. Og þá eru það jafnvægisæf- ingarnar. Leiðið hjólið efst i háa brekku. Ekki er verra að mannaferðir séu töluverðar niö- ur i henni, eða þá að þar séu grindverk, skjólgróður og jafn- vel tjöld. Setjist á hjólið, lokið augunum og finnið jafnvægið sem þér æfðuð upp á auða svæðinu flæða um hverja taug. Dragið nú fæturna hægt aö yður, hallið yður áfram og finnið hvernig hjólið rennur ljúflega af stað. 1 miðri brekku skal bremsa, hægtog rólega. Ef hjólið ætlar á hliðina, hættið þá við að hemla en beinið sjónum yðar að gang- andi vegfarendum. Best er að hafa þá af sverari gerðinni og stima á þá miðja til að stöðva hjólið. Ef þeir sleppa allir, er gott að láta vaða á grindverkið. Siðan tekur skjólgróðurinn við en trúlega er hjólið þá á það mikilli ferð, að ekkert veitir af einu eða tveim tjöldum til að stöðva það. Endurtakið þessa æfingu að minnsta kosti fimm sinnum. Þegar þér hafið náð svo mikilli leikni, að þér getið valið eftir vild hvort þér stöðvist á fólki (sem er að þvælast fyrir), grindverkum, trjám eða tjöld- um, þá er björninn unninn. Og þá er ekkert annað, en að skella sér i hjólreiðatúr með visitölu- fjölskylduna. P.s.Munið að slaka aldrei á i umferðinni. I hægri og vinstri beygjum getur verið gott að steyta hnefana og æpa framan i bilstjórana og gefa um leið merki i hvaða átt þér ætliö að beygja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.