Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 17
17 Laugardágur 13. júril 1981 vísm 36c\e>r onftmur einar j^i? tragi bass’i Purrkur Pillnikk Þeir sem hafa fylgst meö hvað verið hefur að gerast i tón- listarbransanum hérlendis að undanförnu vita hvað Purrkur Pillnikk er. Og það ættu allir að vita, þvi Purrkur Pillnikk er ein merkilegasta hljómsveit sem komið hefur fram hérlendis. Velgengni Purrks Pillniks er með ólikindum. Hljómsveitin var stofnuð 8. mars sem atriöi á nemendatónleika i M.H.. Þeir æfðu upp prógram á einum degi og voru þá komnir með slatta af frumsömdu efni. Þeir sem þarna voru að verki voru Bragi og Friðrik, sem sjá um bassa og gitar tþeir hafa spilað saman öðru hverju siðan i 2. bekk í Gagnfræðaskóla) As- geir, trommuleikari sem tók það hlutverk i fyrsta skipti með Purrkinum, en hann haföi áður fengist við bassa, og á fyrstu æfingunni kom i ljós að Einar yrði söngvari. Nú, Purrkur Pillnikk kom sem sagt fyrst fram i M.H. 9. mars og siðan þá hefur hljóm- sveitin komið viða fram, m.a. á HótelBorg og Satt-hljómleikum svo eitthvað sé nefnt. Á þessu stutta tilverutimabili hljómsveitarinnar hefur hún tekið upp plötu sem nefnist „Tilf”, og er það 7 tommu plata með 10 lögum. Hljóðritun fór fram i Stúdio Stemmu og var efnið ekið upp ,,live”. 011 lögin eru mjög stutt, allt frá hálfri minútu en þeir segjast segja það sem þeir vilja að komi fram og ekkert meira. Eins og fram hefur komiö er prógram þeirra að öllu lpyti frumsamið og koma þeir viða við i textum. Eins og alltaf þegar ný hljóm- sveit byrjar þá er byrjað á þvi að bera hana saman við hina og þessa. Purrkur Pillnikk hefur ekki farið varhluta af þvi. Hljómsveitinni hefur m .a. verið likt við The Fall og Einari verið likt við Megas. En ef hlustaö er á hvað hljómsveitin er aö gera kemur iljósað Purrkurinn á sér engan likan. Þetta er bara Purrkur Pillnikk, hvort sem er á plötu eöa tónleikum og ef fólk hrifst af Purrki Pillnikk þá er ánægjan þeirra. A tónleikum eru þeir mjög lif- legir og samt aíslappaöir. Ekk- ert óþarfa fum eöa fát heldur er prógramið kýlt áfram af fullum krafti. Samleikur hljóðfæraleik- ara er póttþéttur á bakvið Einar, sem virkar oft reiður og svo reiður að hann gæti stútað öllu i kringum sig. Þaö er gaman að sjá svona unga hljóm- sveit sem virkar eins og þeir hafi ekkert gert annað en að spila. Hvað framtíðina snertir, þá er hlé á spilamennsku Purrks Pilnikks, þar sem Einar er farinn út með Utangarös- mönnum, en hann er umboðs- maður þeirra og heíur verið nefndur Ayatollah i þeim her- búðum. Á meðan á þeirri ferð stendur fáum við að hlusta á ,,Tilí” og biðum þar til Purrkur Pillnikk kemur fram á ný. KRK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.