Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. júni 1981 vtsm 5 lyfjamarkaðinum eða leið til glötunar? lyfj amar kaðinum Hampjurtin er tvikynja. Karljurtin gefur af sér verömætar trefjar sem notaðar eru við tóframleiöslu en kvenjurtin gefur af sér gulan limkenndan safa, sem er hið virka efni I öllum hasssamsetningum. Hæktun þessarar jurtar til hassreykinga er orðin mjög útbreidd á tslandi. „Brýtlög- . en samviskan er hrein — segir hasssölumaður Fikniefnahringurinn einkennist af milliliðum. Yfirleitt þekkir neytandinn aðeins sinn mflliliö, en sá hefur fengið sitt hass frá öðrum, sem venjulega veit ekkert um hvar efnið lendið að lokum. „Giísti” er yfirleitt þriðji til fjörði milliliður, þó komið hafi fyriraðhann hafi smyglað „stuð- inu” inn sjálfur. Nafnið er auðvit- að tilbiiningur, þvi hann hefur engan áhuga á að nafn sitt komi I blöðum.Bæði vegna þess að faðir hans veit ekki um þessa iðju hans, og vegna þess að lögreglan hefur handtekið hann oftaren einu sinni og „Gústi” hefur engan áhuga á að láta það endurtaka sig. „Það er hann! Það er hann!” „Ég var tekinn einu sinni upp á Velli, þegar ég var að koma frá einu Norðurlandanna. Þá fundu þeir örlitinn skammt i vasanum hjá mér. Tildrögin voru þau að ég hafði verið handtekinn i einu Norðurlandanna. Mér hafði verið sleppt strax, enda höfðu þeir ekkert á mig, þar, og ég sagði ekki neitt. Það sem var svo skrytið var að þeir tóku mig ekki þegar ég kom heim þaðan, heldur i næsta skipti sem ég kom heim. Þá var ég kominn i vegabréfaeft- irlitið þegar ég tók eftir þvi að tveir tollarar stóðu þarna. Þegar ég rétti stelpunni i eftirlitinu passann minn þá fór hún að rýna i einhvern lista, sem hún hafði. Allt i einu hrópaði pian: „Það er hann!! Það er hann!!” Það var leitað á mér og i öllu minu dóti, en það eina sem þeir fundu voru þessir nokkur grömm, sem ég hafði i vasanum. Þeir létu mig svo girða niörum mig, i niðurlæg- ingarskyni, þvi þeir höföu þegar fundiö hassið.” Nú brosir Gústi svo að glampar i augun. „Það sem þeir vissu þó ekki var að ég var með miklu meira, falin á staö sem ég vil ekki segja frá, þvi það má nota þá aðferð aftur. Þeir höfðu ætlað að góma mig sem vitni gegn einhverjum stórkalli. 'Ég „vissi” hins vegar ekki meira en svo að þeir fengu ekkert út úr mér. Verslað undir fjögur augu Nokkrum sinnum hef ég verið yfimeyrður vegna atburða sem ég hef bara sagt lygar. Ég hef þá reglu að hafa aðeins tvo menn viðstadda þegar viðskipti fara fram : Mig og viðskiptamanninn. Þannig ef þeir ná hinum og fá hann til að játa, þá er það bara maður á móti manni, ef ég neita. Þetta kemur sér vel. Einu sinni kom þriðji maðurinn inn i her- bergið þar sem ég hafði verið að versla. Hann sá þó ekki neitt ger- ast, en vissi vel, þvi hann var sjálfur neytandi. Hann kjaftaði svo frá við yfirheyrslu. Ég neitaði fyrst öllu, en játaði loks að hafa verið á staðnum, en ekki að nein viöskipti hefðu áttsér stað. Þarna var bara maöur á móti manni, og þar sem hann hafði ekki einu sinni séð hassiö eða peningana, höfðu þeir ekkert á mig. Samt létu þeir mig dúsa inni i einn sól- arhring. I annað skipti var sagt aö ég hefði keypt þrjátíu til fjörtiu grömm. Það var maður sem varð að játa til að sleppa Ut. í þessu máli voru nokkrir handteknir. Ég var einn af þeim sem neituðu, en þeir sem játuðu voru sektaðir. Sektin er um hundrað og f immtiu krónur fyrir grammið, en það er nokkurn vegin gangandi sölu- verö.” Lögreglan með persónu- njósnir — Eru smyglararnir og sölu- mennimir skipulagöir aö ein- hverju leyti? „Þetta er enginn glæpahringur. Þaö stóð til dæmis i Tímanum að þessir menn væru með vöövafjöll til aö lemja á þeim sem kjöftuðu, enþað er eintóm lygi. Það þekkj- ast flestir vel en menn tala ekkert um þetta. Það kom nú upp um plötumálið, svonefnda, að menn voru að tala um það. Hálfur bær- inn vissi af þessu.” (— plötumálið var þegar reynt var að smygla hassi með þvi að pakka þvi inn i hljómplötuumslög. — innskot Vis- is —) „I þvi missti ég minn selj- ánda, sem fram að þessu hafði út- vegað mér mitt dóp.” „Annars er Deildin (— Fikni- efnadeild lögreglunnar — innskot Visis —) með nokkurs konar per- sónunjósnir. Ég veit til að menn hafi misst vinnu eftir að hafa lent i yfirheyrslu. Lögreglan hringir þá i atvinnurekendur og biður þá um að hafa augun með mönniin- um. Þetta eru bara persónunjósn- ir, sem enda oft meö þvi að menn- irnir eru reknir. Auk þess eru oft óeinkennisklæddir lögregluþjón- ar á Borginni (— Hótel Borg — innskot Visis —) DyraverWmir þar eru einnig þekktir fyrir að snuðra um fólk.” — NU segjast þeir vera búnir að hreinsa Borgina. Þá hlærGUsti. „Hreinsa Borg- ina? Ha, ha, ha,... Ruglaðir tapp- ar, maður. Eina leiðin til að hreinsa Borgina er aö ganga þar inn með hasshund og leita á mönnum.” Ekkert englaryk hér — Viðhöldum áfram að tala um Fikniefnadeildina. „Eini árangurinn sem Deildin nær er að skapa fordóma og vandamál”, segir Gústi. „Þegar þeir eru að tala um englaryk, þá kemur það i blöðunum og fjórtán til sextánára krakkar fá áhuga á þessu. Þarna eru þeir að skapa vandamál sjálfir.” (— Englaryk er stórhættulegt efni sem lögregl- an telur vera aö koma á markað- inn hér. Það er stundum selt óhreint, og er þá oft banvænt. — innskot Visis —) — Er þá ekkert englaryk á markaðinum hér? Hann hristir hausinn. „Engla- ryk — þetta er bara bull. Pönkar- ar reykja hass, ekkert annað. Þeir fá sér kannski dálitið „speed”, en lítið af þvi.” — Eru það aöallega „pönkar- ar” sem eru i þessu? „Pönkarar eru ekkert meira afl en diskó-liðið á Óðali.” — Ef maðursér sextán ára ung- ling Uti á götu, þá getur maður verið nokkuð viss um að sá sami hefur smakkað vin einhvern tima á ævinni. Er hægt að vera jafn viss um aö hann hafi reykt hass? „Já, þaðmá segja þaö. Þetta er mjög Utbreitt. En það eru margír sem prófa einu sinni en halda ekki áfram. Þá hafa þeir fengið slæma reynslu af þessu eða ekki fundið á sér. Ég fann ekki á mer i um fyrstu sjö til tiu skiptin.” „Bömmer” eða imynd- unarfylleri — Hvers konar vimu færðu við að reykja hass? „Þaö er mjög persónubundið hvað menn fá Ut úr þessu. Þú get- ur farið á „bömmer”. Þá kemur yfir þig ofsahræðsla og hálfgerö sturlun. Menn fá þetta oft þegar þeir prufa i fyrsta skipti og þá vilja þeir ekki sjá þetta aftur. Sumtfólk fer á imyndunarfylleri. Margirnota þetta með vini. Þetta sest i' miötaugakerfið og breytir persónuleikanum. Það leikur grunur á að þetta sé bannað vegna þess aö þaö brjóti niður neysluþjóðfélagið. Menn verða viðsynni — sjá fleiri hliðar á mál- unum. Breytir kannski sjálfstæð- ismönnum ikomma,” segir GUsti og kimir. — Ég spyr hvenær hann hafi fyrst komist i kynni við fiknilyf, og hvernig: „Það var þegar ég var 17 ára. Ég fékk hassiö hjá kunningja minum. Það ætlaði aö gana illa að komast I vimu en það tókst eftir nokkrar tilraunir.” Hass getur skapað fikn — Slöan fór hann aö flytja inn sjálfur, i' litlu magni, og selja, bæði sem milliliöur og sem inn- flytjandi. Hann hefur enga at- vinnu af þvl en segir: „Það er hægt að græöa vel á þessu. Kilóið fer frá innflytjendum á hundrað og þrjátíu þúsund nýkrónur, svo það er ekki að furða þó þetta sé freistandi.” — En eru þetta ekki skaðleg efni. Oger ekki hætta á að menn fari út i atthvað sterkara? „Þetta er kannski slæmt i miklu magni. Fólk heldur að þetta sé stórhættulegt það er auð- vitað vitleysa — jafn mikil vit- leysa og að tala um þetta sem eit- urlyf. Það er náttúrulega til veik- geðja fólk, sem heldur áfram út i sterkari efni. En þaö er bara eins og með alkóhólista. Orsökin er ekki hassneyslan heldur freistast menn til að prófa, og vilja svo meir og meir. Hass er hættulegt upp á að skapa slika fikn, en þú ert dtki háður þvi. Ef þú reykir stanslaust þá þarftu alltaf meira og meira magn til að finna á þér. Fyrir suma getur þetta þvi verið gryfja.” — H vaða tilfinningar hefurðu til sterkari lyfja eins og LSD og heroins? „Ég skal segja þér það. Ef það kemur til landsins og ég get upp- íyst slikt mál þá geri ég það. Mað- ur sem flytur slikt inn á refsingu skilið. Ég er algerlega á móti syr- unni (LSD) og dettur ekki i hug að prófa hana. Þannig er um flesta. Ég get til dæmis sagt þér hvernig komst upp um kókain- málið i' Kaupmannahöfn, þar sem kókain fannst á hótelinu „Fimm svanir”. Það voru ibúar Kristj- aniu sem komu upp um Jslending- ana sem voru aö reyna að setja kókain á markaöinn þar. Þeir i Kristjaniu voru alls ekkert hrifnir af þvi aö fá sterkari lyf, svo þeir hringdu i' lögregluna. NU er Kristjania á niöurleiö i þessu sambandi. Læknislyfin verst Annars eru aðal-dópistarnir hér á landi þeir sem ganga fyrir læknislyfjum. óhófleg notkun á þeim er algeng, til dæmis meðal sjómanna og leigubilst jóra. Leigubílstjórarnir þurftu áður fyrr að halda sér gangandi með „speedi”. Það batnaði þó meö breyttum lokunartima skemmti- staða. Þá varð vinnan jafnari. Þessi lyf brjóta menn niður og koma þeim á Klepp.” — ÞU veistað þú ert lögbrjótur. „Maður er náttúrulega að brjóta.lögin — en þaö eru lög sem ég tel ekki vera nein lög. Ég bryt þvi ekki samviskuna.” Þó.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.