Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 3 A FTUR og aftur kemur flugvélin fljúgandi yfir húsþökin og síendurtekið hverfur hún inn í skýja- kljúfinn, líkt og í martröð, sem engin leið er að vakna af. Aftur og aftur og aftur sjáum við manninn, sem situr grandalaus og verður litið upp þegar eld- hnöttur brýst út úr byggingunni hátt fyrir of- an hann. Á skjánum eru viðbrögð hans óraun- verulega hæg; hann virðist undarlega seinn að taka við sér – rétt eins og við, sem skiljum vart hvað gerst hefur fyrr en eftir margra klukkustunda setu við eldbjarmann frá skjá CNN. Hryðjuverk eru samsett úr því áþreifanlega og hinu ímyndaða – úr ofbeldi og pólitískum táknmyndum. Skotmörkin þennan svarta septemberdag voru ekki aðeins íkonar í hug- um Bandaríkjamanna. Þau voru alþjóðleg tákn um völd þeirra og áhrif – en einnig lesti þeirra og dygðir. Tvíburaturnar World Trade Center voru, eins og Manhattaneyja sjálf, byggingarfræðileg yfirlýsing um hin gríð- arlegu völd markaðarins og hins alþjóðlega auðmagns, sem lýtur engum lögmálum nema sínum eigin. En þeir voru einnig dæmi um kraftinn og stórhuginn, sem einkennir banda- ríska menningu. Pentagon er tákn fyrir hern- aðarmátt Bandaríkjanna – valdið til að deila og drottna – en einnig fyrir bjargvættinn, sem er reiðubúinn til að verja lýðræðisleg gildi og vestræna siðmenningu. Atburðir þriðjudagsins 11. september hafa skýrgreint betur en nokkru sinni fyrr þýðingu Bandaríkjanna fyrir hinn vestræna heim. Við- brögð margra við fyrstu fréttum af hryðju- verkaárásinni voru um margt svipuð og við tíðindum af láti Díönu Spencer, morðunum á Lennon, Kennedy og King. Allt voru þetta tákn, sem stóðu fyrir mikilvæg gildi og köll- uðu fram sterkar tilfinningar s.s. aðdáun, von- gleði og virðingu. Þegar vegið er að hetjum, goðsögnum og táknmyndum vestrænnar menningar finnst okkur að friðhelgi daglegs lífs hafi verið rofin; helgispjöll hafa verið framin og við missum fótanna – að minnsta kosti um stundarsakir. Eftir á að hyggja er því ekki að undra þótt þessi tákn yrðu fyrir valinu í mesta níðhöggi, sem reitt hefur verið menningu og gildum í okkar heimshluta. Og enn og aftur beinast augu manna að Mið-Austurlöndum í leit að illvirkjunum. Í hugum okkar Vesturlandabúa er hinn erki- týpíski hryðjuverkamaður íslamskur ofsa- trúarmaður. Þessi ímynd er orðin svo yf- irþyrmandi og sannfærandi að það tók fólk langan tíma að trúa því að Oklahoma-tilræðið hefði verið framið af heimamanni. Það gat ekki stemmt – hann var einfaldlega ekki rétt- ur leikari í hlutverkið. Svo virðist sem ekkert ætli að koma á óvart við hlutverkaskipanina í þetta sinnið. En það er ýmislegt annað við þessa mynd, sem við eigum ekki að venjast. Það fellur ekki að hinni hefðbundnu svið- setningu slíkra atburða að sjá hjarta háborgar Vesturlanda rifið og tætt og skelfingu lostið fólk á flótta um kunnuglegar götur. Þetta er fólk sem klæðir sig eins og við og hrópar í ör- væntingu á tungu sem er okkur töm. Menn- ingarleg lesblinda hefur hindrað okkur í að skilja raunveruleika slíkra hörmunga fyrr en nú. Allt í einu sjáum við í nýju ljósi allar þær óteljandi myndir, sem fjölmiðlar hafa sýnt okkur frá Ísrael, Palestínu, Írak, Líbanon, Síerra Leóne, Erítreu, Bosníu, Serbíu, og frá svo fjöldamörgum öðrum stöðum, sem við munum ekki einu sinni lengur hverjir eru. Það slær okkur í fyrsta sinn. Þetta er raunveru- legt. Þetta er okkar fólk. Það eru margir þolendur tengdir þessum atburðum. Flestar þjóðir heims eru felmtri slegnar. Og enn og aftur er hellt olíu á þann eld, sem lengi hefur kraumað á landamærum ólíkra menningarheima og trúarbragða. Morðingj- arnir hafa ekki aðeins myrt þúsundir saklauss fólks heldur einnig unnið sinni eigin menningu og þjóðum Mið-Austurlanda gríðarlegt ógagn. Nokkrar sekúndur af myndbandi, sem sýn- ir nokkra Palestínumenn og börn veifa fánum og fagna ódæðunum, virðist staðfesta þann grun okkar Vesturlandabúa að allir Palest- ínuarabar séu hryðjuverkamenn. Ekkert tjóir þótt leiðtogar þeirra lýsi ítrekað harmi sínum vegna atburðanna. Hófsamir fylgjendur śslam og fólk, sem á rætur sínar að rekja til þess heimshluta, verða þannig enn frekar en áður fyrir óverðskulduðum fordómum. Slík viðbrögð verða til þess eins að kynda undir andúð og vaxandi einangrun þessa fólks frá vestrænum þjóðum og brjóta upp fjölmenn- ingarleg samfélög. Tortryggni, skilningsleysi og fordómar dýpka enn frekar gjána, sem skilur þessa menningarheima að, uns ómögu- legt gæti reynst að brúa hana. Það gerist nú æ oftar að sett sé samasem- merki á milli hryðjuverka og íslam. Þetta hef- ur leitt til þess að fréttamenn segja gjarnan frá ,,íslömskum uppreisnarmönnum í löndum þar sem íslam eru ríkjandi trúarbrögð – en eiga þá við hryðjuverkamenn, mannræningja og morðingja. Það er gengið út frá því að merkimiðinn skiljist án frekari útskýringa. Staðreyndin er sú að hryðjuverk eiga jafn- mikið sameiginlegt með íslam og spænski rannsóknarrétturinn átti með kristinni trú. Trúin er og verður hins vegar eitt sterkasta aflið jafnt til góðra og illra verka. Öfgahópar hafa nýtt sér hana til að brugga göróttan mjöð úr uppreisn og andstöðu, sem oftar en ekki er sprottinn úr jarðvegi kúgunar gömlu nýlendu- veldanna, þjóðerniskenndar og knýjandi fá- tæktar þeirra landa, sem mynda hinn svokall- aða ,,þriðja heim“. Eina vonin, sem hugsanlega leynist í at- burðum síðustu daga felst í mögulegum við- brögðum Vesturlanda og alls hins siðaða heims. Þar liggur tækifæri til að snúa dæminu við og vinna gegn ómennskunni. Þar eð spjótin beinast enn og aftur að hryðjuverkamanninum Osama Bin Laden, sem hefst við í Afganistan, er von til þess að menn taki höndum saman um að stöðva það þjóðarmorð, sem verið er að fremja þar í landi. Talibanastjórnin, sem skýtur hlífð- arskildi yfir Bin Laden, heldur fjöldaaftökur á fótboltavöllum. Konur og karlar eru hengd á þverslám markanna eða skotin í höfuðið á teignum. Staða afganskra kvenna er með því versta, sem þekkist í heiminum og eitt af hverjum fjórum börnum deyr áður en það nær fimm ára aldri. Afghanir eru nú á flótta svo milljónum skiptir og fáir verða til bjargar eins og nýleg dæmi sanna. En réttlæti þarf að nást án þess að saklaust fólk bætist enn í hóp þeirra þúsunda fórn- arlamba, sem þegar hafa látið lífið á síðustu dögum. Lánist okkur ekki að hafa mennskuna að leiðarljósi í þeim athöfnum og orðum, sem af þessum atburðum leiða, hafa eyðingaröfl heimsins haft fullan og verðskuldaðan sigur. (Ó)MENNSK- AN SIGRAR RABB S V A N H I L D U R K O N R Á Ð S D Ó T T I R SIGURÐUR NORDAL VEGAMÓT Hvorn skal veginn heldur halda, þann sem leiðir þangað sem að sléttan sílgræn faðminn breiðir, auðveld yfirferðar, ársæld með og gróða, eða upp til fjalla, upp til hamraslóða. Víst um græna velli, vaxna blómum fríðum greiðfær liggur leiðin laus frá hættu og skriðum. En eg kemst þar aldrei ofar en var í fyrstu, svölun slétta ei veitir sinni fróðleiksþyrstu. Fjöllin kýs eg, fjöllin, fram um urð og kletta, ofar æ, unz hlýt eg örmagna að detta, eða eg má veginn upp á tindinn finna, æðsta og efsta markið óska og vona minna. Þetta ljóð Sigurðar Nordals (1886–1974) er að finna á minnisblöðum dagsett- um á hvítasunnudag, 2. júní, árið 1974 en þau eru meðal þess síðasta sem hann ritaði. Sigurður lést 21. september það ár. Í skýringargrein með ljóðinu segir meðal annars: „Eg býst við að muna það með vissu, að þetta er ort fyrir nákvæmlega 70 árum, þegar eg var í 5. bekk, og yrkisefni var ósköp einföld setning í frönskubókinni, um föður, sem leiddi tvo sonu sína þangað, sem veg- urinn skiptist í tvennt.“ Kristján Guðmundsson opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag. Fríða Björk Ingvarsdóttir hitti hann að máli í tilefni þess og ræddi við hann um listina og hugmyndirnar á bak við hana en Kristján segir meðal annars: „Ég hef aldrei vitað hvað ríkjandi hugmyndafræði er. Ég hef aldrei getað sett fingurinn á nokkuð sem heitir „hin almenna hugmyndafræði“.“ José Carreras heldur tónleika í Laugardalshöll á mánu- dag. Carreras er meðal frægustu ten- órsöngvara heims og iðulega nefndur í sömu mund og Luciano Pavarotti og Plac- ido Domingo. Hann hefur sungið í öllum stærstu óperuhúsum heims. Bergþóra Jóns- dóttir segir frá ferli hans og söng. Stofnun Sigurðar Nordals varð fimmtán ára í gær en hún var stofnuð á aldarafmæli Sigurðar 14. september 1986. Þröstur Helgason ræddi við Úlfar Bragason, forstöðumann stofnunarinnar, um hlutverk og stefnu hennar. Til umræðu var einkum staða tungunnar og íslenskra fræða sem Úlfar telur hafa einangrast tals- vert í íslensku samhengi. Kvikmyndir gerðar eftir skáldsögum Jane Austen hafa verið afar vinsælar undanfarin ár. Þær fjöl- mörgu kvikmyndir og sjónvarpsþáttasyrp- ur sem gerðar hafa verið eftir sögum Austen eru, að sögn Úlfhildar Dagsdóttur, einstaklega gott dæmi um það hvað slíkar aðlaganir geta verið ólíkar og tengsl skáld- sögu og kvikmyndar oft öllu flóknari en virðist við fyrstu sýn. FORSÍÐUMYNDIN er af verki eftir Kristján Guðmundsson er nefnist „Hægar hraðar“ (1984). Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.