Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin þri.-fös. 14-16. Til 15.5. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Olga Berg- mann. Til 7. okt. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Albert Mertz. Til 30.9. Gallerí Sævars Karls: Arngunnur Ýr. Til 15.9. Gerðarsafn: Gísli Sigurðsson. Hjör- leifur Sigurðsson. Til 7. okt. Hafnarborg: Bjarni Sigurbjörnsson. Andri Egilitis í kaffistofu. Til 24.9. Hallgrímskirkja: Detel Aurand. Til 26. okt. i8, Klapparstíg 33: Max Cole og Thomas Ruppel. Til 15.9. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Frið- rika Geirsdóttir. Til 7. okt. Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby. Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16.9. Listasafn ASÍ: Félagar úr Meistara Jakob. Til 23.9. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Listasafn Íslands: Naumhyggja. Til 14. okt. Verk úr eigu safnsins: Þor- valdur Skúlason, Magnús Tómasson. Til 7. okt. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Erró. Til 6.1. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir: Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv. Austursalur: Jóhannes S. Kjar- val. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Helgi Gíslason myndhöggvari: Til 28. okt. Listasalurinn Man: Guðrún Öyahals. Til 30. sept. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Torfi Jónsson. Til 19.9. Mokkakaffi: Frændurnir Karl Jó- hann Jónsson og Ómar Smára Krist- insson. Til 16. okt. Norræna húsið: Ljósmyndir Hend- riks Relve. Nærvera listar. Til 23.9. Nýlistasafnið: Sjálfbær þróun. Til 7. okt. Reykjavíkur Akademían: Sjónþing Bjarna H. Þórarinssonar. Til 1. okt. Safnahús Borgarfjarðar: Ljósmyndir hjónanna á Indriðastöðum. Til 5. okt. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning Skaftfells.. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Hlíf Ásgríms- dóttir. Til 16.9. Stöðlakot: Hrefna Lárusdóttir. Til 16.9. Þjóðarbókhlaða: Erla Þórarinsdóttir. Til 5. okt. Brúður Sigríðar Kjaran. Til 15.9. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Til 15. okt. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hásalir, Hafnarfirði: Kvennakór Hafnarfjarðar. Kl. 17. Sunnudagur Bústaðakirkja: Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdótt- ir, Bryndís Halla Gylfadóttir, og Richard Talkowsky. Kl. 20. Salurinn, Kópavogi: Beethoven. Kammerhópur Salarins. Kl. 16:30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Roman Rudn- ytsky píanóleikari. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, 13., 16. sept. Syngjandi í rigningunni, 14. sept. Vilji Emmu, frums. 15. sept. 16., 21. sept. Borgarleikhúsið: Píkusögur, 15., 20. sept. Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn, 15., 21. sept. Loftkastalinn: Hedwig, 15. sept. Iro, 22., 23. sept. Tjarnarbíó: Fimm fermetrar, 16., 20., 21. sept. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U annars.“ Graduale Nobili er úrvalskór og þar syngja stelpur sem eru flestar í öðru tónlist- arnámi. Kórinn var stofnaður í fyrrahaust, en strax síðasta vor hreppti hann önnur verðlaun í keppni evrópskra æskukóra í Danmörku, sem verður að teljast einstakur árangur. Í undir- búningi er útgáfa geisladisks með söng kórsins, þar sem meðal annars verða verk sem flutt voru í keppninni í Danmörku. Jón segir að stelpurnar í Graduale Nobili séu orðnar mjög kröfuharðar og vilji takast á við metnaðarfull tónverk. „Þær eru meira að segja orðnar svo kröfuharðar að þær vilja ekki bara komast í einhverja kórakeppni, – þær vilja komast í kórakeppni þar sem er sól og strönd!“ Jón segir að kórstarf í kirkjunum hafi eflst um leið og hnignun hafi orðið í kórstarfi grunn- skólanna. „Mér finnst það mjög jákvætt hvað barnakórastarf innan kirkjunnar hefur eflst og í mörgum söfnuðum er þetta sem betur fer tal- inn sjálfsagður hlutur.“ Listráð stofnað við kirkjuna Í haust verður stofnað Listráð Langholts- kirkju. „Með þessu viljum við fá fólk úr fleiri listgreinum til samstarfs við kirkjuna. Þetta er harðsnúið lið, sem ég bind miklar vonir við að efli listastarfsemi í kirkjunni.“ Í listráðinu eru Björn Th. Árnason, Einar Már Guðmundsson, Einar S. Einarsson, Hafliði Arngrímsson, Katrín Hall, Ólafur Ragnarsson, Ólöf Erla Bjarnadóttir og Þorlákur Kristinsson. „Það eru fáar listgreinar sem eiga jafn vel heima í kirkj- unni og dansinn. Dansinn er stórkostlegt tján- ingarform til að tjá litúrgíuna.“ Jón Stefánsson er bjartsýnn á starfið í Lang- holtskirkju í vetur. Í sjö kórum kirkjunnar starfa um 220 manns og færri komast að en vilja. Hann leggur mikla áherslu á gildi kór- starfsins með börnum og það hvað það getur haft góð áhrif á aðra þætti í uppeldi þeirra. Fyrst og fremst sé það þó tónlistin og stór- fengleg áhrif hennar sem hafi sitt eigið gildi fyrir hvern og einn sem í kórunum starfar. MENNTAMÁL mikil gróska ríkt í breska leikhúsinu, og mikl- um ríkisstyrkjum hafði verið veitt til þess. Sá grunnur, sem þegar var þaninn til hins ýtr- asta, hrundi með menningarstefnu thatcher- ismans, þar sem rekstur leikhúsa var settur undir sama hatt og hvert annað fyrirtæki. Leikhúsið átti því í miklum erfiðleikum á þess- um tíma og var þetta mikið hnignunarskeið,“ segir Vigdís og bætir því við að umræða um miklar breytingar í viðhorfum til listarinnar, sem kenndar hafa verið við póstmódernisma, kraumi einnig undir í verkinu. „Þessar hrær- ingar eru fyrst og fremst undirliggjandi, og gefa þau verkinu ákaflega mikla dýpt.“ Móðir og dóttir Vigdís bendir einnig á að verkið fjalli á ákaf- lega sterkan hátt um samband móður og dótt- ur. „Emma er mjög sterk og sérstæð persóna. Hún er að miklu leyti í hefðbundnu hlutverki konunnar sem stendur í skugga eiginmanns- ins, en um leið er hún alls engin undirlægja. Hún er mjög staðföst eins og móðir hennar, en hefur um leið jarðtengingu sem Esme skortir. Emma er jafnframt sú persóna verksins sem kemst næst því að skilja sjónarmið og kannski er hún sé eina sem hefur til þess nægilega visku og þroska. En hún er líka fulltrúi hreins kærleika og hún gerir sterka kröfu til annarra út frá þeirri staðfestu sinni.“ Vigdís ítrekar gildi þess að verkið bjóði upp á svo bitastæð kvenhlutverk sem raun beri vitni, og telur hún það enn eina viðurkenningu á David Hare sem höfundi hversu mikla áherslu hann hefur lagt á það að fjalla um til- veru kvenna ekki síður en karla. Hér berst talið að túlkun Kristbjargar Kjeld á hinu magnaða hlutverki Esmie. „Það tekur alltaf nokkurn tíma, tilfæringar og sam- ræmingar að velja leikara fyrir verkin. En ég verð að segja að þegar því verki var lokið horfði ég á listann og hreinlega trúði þessu ekki. Kristbjörg er hreinlega fullkomin í hlut- verkið og hefur mér fundist merkilegt að fylgjast með hversu nálægt sjálfri sér hún fer í túlkun sinni,“ segir Vigdís. Arnar Jónsson fer með hlutverk þolinmóðs vonbiðils Esme og segir Vigdís að hrein unun sé að fylgjast með þeirri nákvæmni sem hann setur í túlkun hlutverksins. „Með því að kynn- ast slíku fagfólki sem þau Kristbjörg og Arnar eru, staðfestist sú trú sem ég hef lengi haft, að miklir listamenn séu alltaf miklar manneskj- ur,“ segir Vígdís. Hún tekur jafnframt fram að allir leikarar verksins séu mjög sterkir. „Elva Ósk hefur haft vandasamt verkefni und- ir höndum að túlka hina sérstöku persónu sem Emma er, og ná jafnvægi milli þess kvenlega fórnarhlutverks sem hún e.t.v. hefur ratað í, og þeirrar staðfestu og þess styrks sem engu að síður streymir frá henni,“ segir Vigdís. En sjón er sögu ríkari. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.