Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 S TOFNUN Sigurðar Nordals var komið á fót við Háskóla Ís- lands á aldarafmæli Sigurðar 14. september 1986. Stofnunin varð því fimmtán ára í gær og efndi af því tilefni til málþings um íslensk fræði við aldamót. Íslensk fræði eru meginum- fjöllunarefni stofnunarinnar ásamt ís lenskri menningu. Hún er þó ekki skilgreind sem rannsóknastöð heldur sem þjónustu- og fræðslustofnun. Hlutverk hennar er sam- kvæmt skipulagsskrá að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl ís- lenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. Stofnunin er til húsa í fallegu húsi við Þing- holtsstræti 29 sem Jón Magnússon landshöfð- ingjaritari, síðar forsætisráðherra, reisti 1899. Þar hitti ég að máli Úlfar Bragason sem gegnt hefur starfi forstöðumanns stofnunar- innar frá upphafi. Hann segir húsið ekki tengt Sigurði Nordal nema óbeint. Pálmi Pálsson, yfirkennari í Menntaskólanum í Reykjavík, bjó þar en hann kenndi Sigurði um skeið og skrifaði meðmælabréf sem Sig- urður hafði með sér til náms í Kaupmanna- höfn. „Húsið kemur og við sögu í skrifum Steph- ans G. Stephanssonar skálds sem kom þar í Íslandsheimsókn sinni 1917 meðan Pálmi bjó þar,“ segir Úlfar, „og það er svolítið skemmti- legt að Stephan ber sig saman við Pálma sem hafði ólíkt skáldbóndanum gengið mennta- veginn. Þykir Stephani hann ekki vera neinn eftirbátur Pálma þrátt fyrir það. Einnig segir Halldór Laxness frá því í endurminningabók- um sínum að hann hafi verið kallaður á fund Pálma í þetta hús en yfirkennaranum leist ekki á sérviskulegt málfar nemandans.“ Meira en 1.000 manns læra íslensku erlendis Úlfar segir að Stofnun Sigurðar Nordals hafi svipað hlutverk og erlendar stofnanir á borð við Svenska Institutet, Goethe-Institut og Instituto Cervantes, það er að segja að halda að heiminum íslenskri menningu, rétt eins og þessar stofnanir kynna menningu sinna þjóðlanda. Í þessu felst meðal annars að stofnunin stuðli að samræðum milli fræði- manna á sviði íslenskra fræða og menningar vítt og breitt um heiminn og efli íslensku- kennslu fyrir útlendinga hérlendis sem er- lendis. „Sennilega átta ekki margir Íslendingar sig á því við hversu marga háskóla íslensk fræði eru stunduð og hversu margir eru að læra íslensku víða um heiminn. Nýleg könnun á vegum menntamálaráðuneytisins leiddi í ljós að á annað þúsund manns eru að læra ís- lensku við erlenda háskóla á vetri hverjum. Um fimmtíu nemar hafa sótt íslenskunám- skeið sem stofnunin hefur staðið fyrir ásamt heimspekideild Háskólans á sumrin. Á fjórða tug nema sækja sumarnámskeið sem er hald- ið við skólann fyrir norræna stúdenta og um fjörutíu íslenskunámskeið sem efnt er til fyrir skiptinema í ágúst. Stúdentafjölgunin í ís- lensku við Háskólann er nú einkum í íslensku fyrir erlenda stúdenta, að sumu leyti vegna aukinna samskipta við erlenda háskóla en vafalaust er þetta líka til merkis um aukinn áhuga á íslensku erlendis.“ Úlfar segir að of lítið fé hafi verið lagt í þessa kynningu á íslenskri tungu og menn- ingu því það sé einhverra hluta vegna trú manna að einstakar uppákomur hafi meira auglýsingagildi. „En þetta stöðuga starf íslenskukennara víða um heim hefur að mínu mati mun meira vægi. Kennarar hafa mikla þekkingu á Ís- landi og íslenskri menningu og margir þeirra fást við þýðingar á íslenskum bókmenntum og vinna að ýmis konar kynningu á menningu okkar, auk kennslunnar. En þetta er hljótlátt starf sem fer að hluta til fram innan háskóla og því virðast menn ekki hafa mikla trú á því. Við reynum að rækja þessi tengsl við út- lönd sem best við getum en gerum það því miður af vanefnum þar sem stofnunin hefur ekki fengið þann stuðning sem vonir stóðu til. Sem dæmi má nefna að það vinna hundrað sinnum fleiri að þessum málum á Svenska Institutet. Þótt Svíar séu fjölmennari en við held ég að við gætum og ættum að leggja meira upp úr þessu starfi en við gerum. Það er líka spurning hvort við ættum ekki að sam- eina þær stofnanir sem sjá um kynningu á ís- lenskum fræðum og menningu, bókmenntum, myndlist og öðrum listgreinum eins og Svíar hafa gert í Svenska Institutet. Hættan er að það verði of mikill stofnanabragur á slíku fyr- irkomulagi en koma má í veg fyrir það með markvissri stýringu. Þetta hefur gefið góða raun í Svíþjóð.“ Vantar aukinn fjárstuðning við sendikennslu Úlfar segir að mestum tíma starfsmanna stofnunarinnar sé varið í að hafa umsjón með íslenskukennslu við erlenda háskóla. „Fjárstuðningur íslenska ríkisins við þessa kennslu er ekki mikill en mun þó verða auk- inn á næstunni þar sem fjármunum hefur ver- ið varið til íslenskukennslu við Winnipeghá- skóla og Humboldtháskóla í Berlín í vetur. Þeim fjármunum sem við höfum fengið hing- að til hefur verið varið í smálaunaframlag til sendikennaranna, í bókastyrk til sendikenn- arastólanna og svo í styrk til að halda árlegan fund sendikennara. Þessir fundir hafa verið afar gagnlegir því sendikennararnir eru að vinna einir hver í sínum skóla en þarna gefst þeim tækifæri á að ræða fagið sín í milli. Stofnunin fer einnig með ýmis málefni sem tengjast sendikennurunum, starfsskilyrðum þeirra og stöðu, en segja verður eins og er að hún er ekki allsstaðar góð. Einna best hefur verið búið að sendikennurum á Norðurlönd- um en nú hefur sú stefna verið tekin að minnka framboðið á kennslu Norðurlanda- mála við háskóla. Við höfum eytt mikilli orku í að fá stjórnmálamenn til þess að sinna þessu en þeir vísa á háskólana sem séu sjálfstæðir. Háskólarnir segja hins vegar að ef þeir eigi að halda úti kennslu í fögum sem nemendur hafa ekki mikinn áhuga á þá verði stjórnvöld að veita fé til þess sérstaklega. Finnar hafa ákveðið að halda úti kennslu í Norðurlanda- málum og veitt til þess fé en í Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi hefur verið þrengt að kennslu þar sem stúdentafjöldinn er ekki tal- inn nægur. Við Háskóla Íslands hefur kennsla í Norð- urlandamálum verið borguð að megninu til af viðkomandi landi, Danir hafa borgað stöðu dönskulektors, Svíar stöðu sænskulektors og svo framvegis. Og þótt þessar þjóðir hafi ekki gefið annað í skyn en þær muni halda þessum stuðningi áfram þá er þetta bagalegt því að viðkomandi kennarar hafa í raun engan form- legan samning við Háskóla Íslands og heldur ekki við ríki viðkomandi lands. Þetta kemur sér líka ákaflega illa fyrir okk- ur Íslendinga sem greiðum ekki kennslu í ís- lensku við háskóla á öðrum Norðurlöndum nema að afar litlu leyti. Við getum ekki gagn- rýnt aðrar Norðurlandaþjóðir fyrir að leggja ekki nægilega áherslu á kennslu í íslensku þegar við leggjum sama sem ekkert fram til kennslu á öðrum Norðurlandamálum hérlend is.“ Úlfar á, sem fulltrúi menntamálaráðuneyt- is, sæti í norrænni nefnd sem vinnur að sam- starfi um kennslu í norrænum málum við er- lenda háskóla. „Á undanförnum árum hefur nefndin beitt sér æ meir í málefnum kennslu norrænna mála í Bandaríkjunum. Hefur hún stuðlað að því að möguleikinn á námi í norrænum málum sé auglýstur meira en gert hefur verið meðal ungmenna í Bandaríkjunum. Einnig hefur nefndin fengið fjárstuðning til menningar- kynningar í Japan í haust en þar hefur áhugi á íslenskri og norrænni menningu aukist verulega á undanförnum árum. Þess má geta að íslenska er kennd við einn háskóla í Japan og áhugi á íslenskum fræðum hefur aukist mjög.“ Samræða um fræðin, margmiðlunar- og sjálfsnámsefni Stofnunin hefur aflað upplýsinga um þá sem fást við íslensk fræði í heiminum, bæði til þess að geta fylgst með starfi þeirra og miðl- að upplýsingum til þeirra. Hún hefur einnig staðið fyrir ráðstefnum og málþingum um ís- lensk fræði og íslenska menningu. Með þess- um hætti vill stofnunin stuðla að samræðu milli þeirra sem fást við rannsóknir á sviði ís- lenskra fræða um leið og þeim er miðlað til al- mennings. Stofnunin hefur haft ýmis önnur verkefni með höndum, meðal annars hefur hún látið sér annt um þýðingar á íslenskum bókmennt- um á önnur tungumál og staðið með Bók- menntakynningarsjóði að tveimur þýðenda- þingum. Þýðendur hafa einnig notið svokallaðra styrkja Snorra Sturlusonar, sem stofnunin annast, og þeir geta sótt um jafnt og erlendir fræði menn. Á vegum stofnunarinnar er einnig unnið að gerð margmiðlunarefnis í íslensku fyrir byrj- endur. Er það einkum ætlað erlendum stúd- entum sem hyggjast nema hér á landi. Þar eru bæði kenndar undirstöður málsins og frætt um land og þjóð. Þetta er Evrópuverk- efni, stutt af Evrópusambandinu, en ráðu- neytið, Háskólinn, og ýmsir sjóðir hafa einnig stutt gerð margmiðlunarefnisins. Kennslu- efninu verður fyrst um sinn dreift á diski. Þá hafa stofnunin, íslenskuskor Háskólans og Wisconsinháskóli í Madison í Bandaríkj- unum hafið samstarf um að vinna sjálfsnáms- efni í íslensku sem sett verður á Netið. Efnið verður ætlað stúdentum, fólki í viðskiptum og ferðamönnum. Ætlunin er að unnt verði að nota það sem fjarkennsluefni á síðari stigum. Þetta efni ætti að koma öllum stúdentum, sem ekki geta notið íslenskukennslu í heima- löndum sínum, að gagni. Það mun hins vegar ekki geta komið í staðinn fyrir íslensku- kennslu sendikennara eða annarra sem stunda íslenskukennslu erlendis, að sögn Úlf- ars. Íslensk einokun á orðræðu fræðanna? Erlendis er einkum áhugi á íslenskum mið- aldabókmenntum og forníslensku meðal fræðimanna en minni gaumur er gefinn að ís- lenskum samtímabókmenntum og -máli. Úlf- ar telur ástæðuna fyrst og fremst þá að flestir þeir sem leggja fyrir sig íslensk fræði séu miðaldafræðingar. „Þetta eru aðallega fræðimenn á sviði bók- mennta og málfræði sem lagt hafa stund á rannsóknir á evrópskum miðaldabókmennt- um og leiðast þannig inn á svið íslenskra fræða. Þessir fræðimenn líta margir hverjir á íslenskan sagnaarf sem sinn eigin eða sem norrænan og skoða hann sem slíkan. Að mínu mati höfum við Íslendingar lagt of mikla áherslu á að gera arf okkar íslenskan. Um leið og við leggjum þjóðernislegt mat á arf okkar og köllum hann íslenskan en ekki til að mynda norrænan þá rýrnar áhugi annarra þjóða á því að kosta til rannsókna á þessu sviði. Það skiptir gríðarlega miklu máli að er- lendir fræðimenn fáist við rannsóknir á bók- menntum og tungumáli okkar því okkar sjón- arhorn er takmarkað. Það er ákveðin hætta á því að íslenskir fræðimenn einoki þetta rann- sóknarsvið ef við gætum þess ekki að fá til liðs við okkur erlenda fræðimenn. Við verðum líka að hafa það í huga að hér er aðeins einn háskóli starfandi sem fæst við rannsóknir og kennslu í íslenskum fræðum. Víðast hvar erlendis eru margir háskólar með ólíkar áherslur að fást við rannsóknir á ólík- um sviðum. Þar getur engin einn háskóli ein- okað orðræðuna í fræðunum en hér á landi hefur verið viss hneigð til þess í íslenskum fræðum. Menn hafa gjarnan litið svo á að ís- lensk sjónarmið séu betri en önnur. Samræða milli ólíkra sjónarmiða er nauð- synleg öllum rannsóknum. Og sá er einmitt tilgangur Stofnunar Sigurðar Nordals, að efna til samræðu um fræðin. Við viljum stuðla að framþróun í rannsóknum á íslenskri menn- ingu og íslenskum bókmenntum. Það hefur til dæmis orðið mikil þróun í íslensku samfélagi Stofnun Sigurðar Nordals varð fimmtán ára í gær en hún hefur það hlutverk að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræði- manna á því sviði. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Úlfar Bragason, forstöðumann stofnunarinnar, um verkefni hennar og stefnu í íslenskri menningarpólitík. Úlfar telur brýnustu verkefnin vera að styrkja stöðu ís- lenskrar tungu í fjölþjóðlegu samfélagi og tryggja lif- andi og alþjóðlega samræðu um íslensk fræði. ÍSLENSK MENNING – SAMHENGI OG SAMRÆÐA Morgunblaðið/Þorkell Úlfar Bragason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.