Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 7 síðan Sigurður Nordal skrifaði sín höfuðverk og ekki nema eðlilegt að við lítum íslenskar miðaldabókmenntir og íslenska menningu öðrum augum en hann. Það væri furðulegt að halda í öll sjónarmið hans þótt margt af því sem hann sagði sé enn í fullu gildi. Hann var að fást við fræðin í allt öðru þjóð- félagi en nú er á Íslandi. Hann var að fást við þá miklu breytingu sem varð á íslensku þjóð- félagi með flutningi fólks úr sveitum í bæi. Hann var að fást við það hvernig íslensk menning gæti haldið þræðinum aftur til mið- alda án þess að daga uppi, hann vildi að sam- hengi héldist í íslenskri menningu, að það yrði ekki menningarrof. Ég tel að slík viðhorf séu eðlileg þótt það sé ef til vill annars konar rof sem við óttumst nú á dögum.“ Tungan og ræturnar í fjölþjóðlegu samfélagi Í gær efndi Stofnun Sigurðar Nordals til málþings um íslensk fræði við aldamót. Úlfar telur ákaflega mikilvægt að það fari fram um- ræða um þetta efni nú. „Íslenskt þjóðfélag er að breytast mjög. Það er gríðarleg gróska í menningarstarfi, miklu meiri en fyrir fimmtán árum þegar stofnunin var sett á fót. Einnig hefur útlend- ingum fjölgað mjög hér á landi sem gerir það að verkum að við hljótum að þurfa að hugsa um tungumál okkar meir en við höfum þó gert. Hér hefur verið við lýði ákveðin mál- stefna sem sumum hefur þótt þröngsýn. Ég er ekki viss um að hún sé það þótt sumir þeir sem framfylgja henni séu það ef til vill. En spurningin er hvort hægt sé að halda úti þess- ari sömu stefnu nú þegar samfélagið er orðið fjölþjóðlegra en það hefur nokkru sinni verið. Í þeim efnum getum við kannski horft til þeirra Íslendinga sem fluttu vestur um haf í kringum aldamótin nítjánhundruð. Ég hef rannsakað viðhorf þeirra til tungumáls. Að þeirra mati lék engin vafi á því að þeir myndu aldrei komast vel af í bandarísku og kanad- ísku þjóðfélagi nema læra ensku. Og það gekk eftir að þeir sem ekki gerðu það ein- angruðust. Ég hugsa að sömu lögmál eigi við hér. Útlendingar sem setjast hér að hljóta að hafa sömu viðhorf og vilja læra íslenska tungu og þess vegna eigum við að gera þeim það kleift með því að efla íslenskukennslu á öllum stigum skólakerfisins. Ég tel það vera ákaflega brýnt verkefni. Hins vegar getum við vitanlega ekki krafist þess að útlendingar sem setjast hér að afsali sér sinni menningu, frekar en gerð var krafa til þess að Íslendingar sem settust að í Vest- urheimi yrðu Bandaríkjamenn eða Kanada- menn í húð og hár. Það er í rauninni mjög mikilvægt að hver og einn einstaklingur sem hingað flyst haldi í sína menningu. Það skap- ar gefandi samræðu. Að mínu mati er þó jafn mikilvægt að Ís- lendingar haldi í sínar rætur. Skilningur á því er að minnka, að mér finnst. Sem lítið dæmi má nefna að ég sótti veitingastað hér í Reykjavík í vikunni þar sem íslenska var greinilega ekki fyrsta tungumál. Þegar ég pantaði borð var það ekki fyrr en í þriðju tilraun að ég fékk samband við þjón sem talaði íslensku og þegar á staðinn var komið talaði aðeins einn þjónanna ís- lensku. Mér þykir þetta sorglegt.“ Úlfar telur að það þurfi að endurhugsa menningarstefnu Íslendinga með hliðsjón af breyttu þjóðfélagi. „Ég óttast ekki að íslensk tunga sé í hættu eins og oft er talað um, það hafa þvert á móti aldrei jafn margir talað íslensku og nú. Við þurfum hins vegar að gæta að því hvernig við bregðumst við breyttu umhverfi, bæði hér- lendis og á alþjóðavísu. Við þurfum til dæmis að vara okkur á sjónarmiðum eins og þeim að loka tungumálinu með því að búa til dæmis ekki nægilega vel að kennslu í íslensku fyrir útlendinga og grípa sífellt til ensku þegar út- lendingur reynir að bjarga sér á íslensku. Okkur ber skylda til þess að halda íslensku lifandi og halda þar með þræðinum til upp- runa okkar. Í gegnum tungumálið höfum við aðgang að bókmenntaarfi okkar sem er ein- stakur. Við þurfum ekkert að skammast okk- ar fyrir að halda því fram. Það er engin þjóð- rembingur. Þetta eru bókmenntir sem fræði menn og aðrir eru að rannsaka og lesa út um allan heim.“ Háskólinn verður að halda vöku sinni Á háskólafundi í fyrravor var samþykkt ályktun um stefnu Háskóla Íslands í þeim fræðigreinum er snerta Ísland og Íslendinga sérstaklega. Í ályktuninni er mælst til þess að Háskólinn marki sér skýra stefnu í mennta- og menningarmálum í þessum fræðigreinum. „Á þessum sviðum eiga Íslendingar að gegna forystuhlutverki í hinu alþjóðlega vísinda- samfélagi enda eru þeir betur í stakk búnir en erlendir fræðimenn til að hafa forystu á fræðasviðum er tengjast íslenskri menningu í víðasta skilningi,“ segir í ályktuninni og enn- fremur: „Háskólanum ber því að leggja sér- staka rækt við þau svið sem telja má sér- íslensk.“ Háskólarektor hefur í kjölfar þessarar ályktunar háskólafundar óskað eftir því við starfsmenn Háskólans að þeir velti fyrir sér spurningunni: Íslensk tunga og menning – hvert er eða á að vera hlutverk Háskóla Íslands? „Það þarf kannski að byrja á því að spyrja hvað sé íslensk menning,“ segir Úlfar. „Ís- lendingar eru nú af margvíslegri uppruna en nokkru sinni fyrr og það hlýtur að hafa áhrif á það hvernig við skilgreinum íslenska menn- ingu. Um þetta þurfum við að hugsa. En hlutverk Háskólans er ótvírætt mikið í vexti og viðgangi íslenskrar menningar. Há- skóla Íslands var komið á fót meðal annars til þess að efla íslensk fræði. Fyrsti rektor hans var einn merkasti fræðimaður Íslendinga á sviði íslenskra fræða á þeim tíma, Björn M. Ólsen. Og það fólst einnig í því ákveðin stefnu- yfirlýsing að hefja Háskóla Íslands á 17. júní, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar sem var ekki aðeins sjálfstæðishetja heldur og merkilegur fræðimaður á sviði íslenskra fræða. Sigurður Nordal starfaði við skólann um langt árabil og segja má að á þeim tíma hafi Íslendingar náð frumkvæði í rannsóknum í íslenskum fræðum. En svo má segja að við höfum misst þetta frumkvæði, einkum á sviði fornbók- mennta. Að vísu er unnið ákveðið grundvallarstarf í handritarannsóknum á Árnastofnun og á þeim grunni standa allir þeir fræðimenn sem vinna að rannsóknum á þessu sviði. Hins vegar þykir mér íslenskir fræðimenn ekki hafa verið nægilega viljugir til þess að skoða fornbókmenntirnar í ljósi nýrra bók- menntakenninga. Aðferðafræði okkar hefur- staðnað. Í sagnfræðinni hefur verið meiri skriður á mönnum síðustu þrjátíu ár. Viðhorf innan Háskólans til íslenskrar sögu eru allt önnur en þau sem eru við lýði í þjóðfélaginu almennt og eiga rætur sínar í þjóðernislegu sjónar- horni fyrri hluta tuttugustu aldar. Spyrja má hvers vegna ný viðhorf innan Háskólans skili sér ekki inn í almenna umræðu. Er Háskóli Íslands kannski of lokaður? Sagnfræðingar hafa þó verið duglegir að skrifa um hugmynd- ir sínar á íslensku en viðhorf þeirra virðast eigi að síður ekki skila sér til almennings.“ Að hugsa á íslensku Úlfar telur það hafa færst í vöxt síðustu ár að íslenskir fræðimenn skrifi um fræði sín á erlendum málum og kenni jafnvel á ensku. Hann telur það varhugaverða þróun. Það sé hlutverk fræðimanna við Háskólann að hugsa og fjalla um fræði sín á íslensku. „Það er skiljanlegt að fræðimenn hérlendis vilji skrifa eitthvað af verkum sínum á ensku til þess að vera í samræðu við hið alþjóðlega rannsóknarsamfélag. Megináherslan hlýtur hins vegar að vera sú að fræðimenn við Há- skóla Íslands hugsi og fjalli um fræði sín á ís- lensku. Það er beinlínis um líf íslenskrar tungu að tefla. Ef við hættum að hugsa um ákveðna hluti á íslensku missir hún smám- saman hlutverk sitt. Fljótlega verður hún að- eins til heimilisnota eins og íslenskan varð meðal Vestur-Íslendinga. Og á endanum hætta menn alveg að nota hana vegna þess að það er engin tilgangur með því. Það vill líka gleymast að því fylgir ákveðinn ávinningur að hugsa um aðskiljanlegustu fræðisvið á íslensku. Eins og Ástráður Ey- steinsson hefur bent á felst ákveðinn úr- vinnsla í því að hugsa á íslensku um fræði sem við erum vön að lesa um eða hugsa um á ensku eða öðrum tungumálum, úrvinnsla sem jafnvel vekur nýjan skilning á efninu. Vinnan með tungumálið gerir það að verkum að menn sjá hlutina í öðru ljósi en þeir eru vanir. Ég kannast við þetta af eigin reynslu því ég lærði mín fræði á ensku en hef síðan þurft að „þýða“ þau á íslensku. Það hefur verið lær- dómsríkt.“ Enskan ekki eins mikið heimsmál og menn halda Mikið hefur verið talað um að hröð og mikil útbreiðsla ensku í heiminum sé aðalhættan sem steðji að íslensku sem og öðrum tungum. Úlfar segir ensku ekki jafn mikið heimsmál og Íslendingar halda. „Það er ákveðinn heimóttarskapur að halda að enska sé töluð í nánast hverju horni heims- ins. Enska er töluð í Norður-Ameríku, Norð- ur- Evrópu og í gömlu samveldislöndunum en í flestum löndum öðrum er hún vart gjald- geng nema í þröngum hópum. Það þarf ekki að fara lengra en til Þýskalands til þess að reka sig á þetta. Íslendingar hafa ekki áttað sig á þessu og þykir það lélegt af Þjóðverjum og öðrum Mið- og Suður-Evrópubúum að kunna ekki ensku. Sjálfir hafa Íslendingar ekki áttað sig á gildi tungumálaþekkingar. Við verðum að varast að einangrast innan hins enska málsvæðis. Það er ekki eins stórt og Íslendingar halda.“ trhe@mbl.is M ADRÍD, háborgin mikla, er óvenju lifandi um miðjan ágúst. Eng- um virðist detta í hug að nauðsynlegt sé að sofa. Frá gistiherbergi við Puerta del Sol er unnt að fylgjast með mannlífinu og varla hugsanlegt að festa blund séu svaladyrnar hafðar opnar. Hávaðinn er mikill allan sólarhringinn. Til Madrídar kom ég fyrst fyrir nokkrum ár- um, þátttakandi í norrænni menningarkynn- ingu þar og í Barcelona. Ég man vel eftir öllum þeim fjölda sem sótti bókmenntakynningarn- ar. Í einni af stærstu bókabúðunum, Casa del Libro á Gran Vía, liggja nýjar bækur á sér- stöku borði. Það kemur ekki á óvart að meðal metsölubóka eru skáldsögur eftir Eduardo Mendoza, Antonio Gala og Antonio Munoz Molina, einnig Portúgalann José Saramago nóbelskáld. Gala er mjög þekktur höfundur á Spáni og í uppáhaldi hjá pressunni. Hann hefur ekki enn verið þýddur á íslensku en aftur á móti allir hinir höfundarnir sem vitnar um árvekni ís- lenskra útgefenda sem ekki er alltaf ástæða til að skamma. Meðal ljóðabóka rakst ég á úrval ljóða skáldsins Francisco Brines sem nýlega hlaut eftirsótt verðlaun og hefur verið valinn í spænsku akademíuna. Fyrsta bindi af þremur í heildarútgáfu, mik- ið að vöxtum, eftir Gabriel Celaya er komið út. Ángel Gonzalez sendir frá sér nýja ljóðabók eftir níu ára þögn og komin er út ný bók eftir eitt dáðasta skáld Spánar nú, José Hierro (f. 1922). Í blöðunum mátti lesa um veikindi Hierros en hann var einmitt að búa sig undir háskóla- fyrirlestra um ljóðlist sem varð að fresta. José Hierro er dæmi um skáld sem vex með aldrinum. Hann var lengi þekktur en ekki mik- ið hampað. Nú er hann jafnan nefndur fyrstur þegar telja skal upp helstu núlifandi skáld Spánar. Í nýju bókinni yrkir José Hierro um New York, en um þá borg fjallar ein kunnasta ljóða- bók spænskumælandi þjóða, Skáld í New York eftir Federico García Lorca. Hierro býr ekki yfir því flæði orða sem García Lorca hafði tök á. Ljóð hans eru hnit- miðuð og fáguð og sum þeira eilítið hefðbundin að spænskum hætti. Hann yrkir mikið um nátt- úruna og sígildar mannlegar tilfinningar. Þetta eru kliðmjúk ljóð og laða til frekari kynna. Eins og mörg spænsk skáld fæst Hierro líka við myndlist og myndskreytir sumar bóka sinna. Það er ekki breitt bil milli þeirra José Hierro og Ángel González. Ljóð þeirra sýna að spænsk ljóðlist er í góðu jafnvægi. Gabriel Celaya aftur á móti orti í anda Pablo Neruda, mælsk ljóð og þjóðfélagsleg. Mikið liggur eftir hann. García Lorca og skáld af hans kynslóð hrif- ust af súrrealismanum og ortu í anda hans. Súrrealisminn hefur sett svip á spænska ljóð- list og gerir enn í verkum yngri skálda. Á tíma- bili var þjóðfélagsgagnrýni ofarlega á baugi, einkum á Francotímanum, en nú er hún fátíð. Skáldið og útgefandinn Raúl Herrero er af yngri kynslóð og ljóð hans einkennast stundum af súrrealískum viðhorfum. Hann er mjög af- kastamikið ljóðskáld og hefur gefið út íslensk ljóð á forlagi sínu í Zaragoza. Ég hitti hann í Madríd og hann sagði mér frá væntanlegri bók sinni sem verður eins konar „sinfóníetta“ til- einkuð söngkonunni Björk. Eftir Herrero hef- ur birst eitt ljóð í Lesbók Morgunblaðsins. Raúl Herrero hefur líka haldið myndlistar- sýningar. Þegar ég spurði hann um spænska myndlist sagði hann tvo myndlistarmenn í önd- vegi: Tapies og Saura. Það eru hæg heimatökin að skoða verk þeirra í Safni Soffíu drottningar í Madríd. Tapies og Saura eru óneitanlega meðal meistara samtímalistar. Það er eitthvað ógn- vekjandi í stórum myndum þeirra sem gæti bent til áhrifa frá Goya sem vel má kynnast í Prado, safni í nágrenninu. Kannski ætlaði Picasso sér eitthvað svipað þegar hann málaði Guernica, þessa ógn stríðs- ins sem líka hangir í Safni Soffíu. Myndarinnar er vandlega gætt enda frægasta málverk spænskrar listar. Það er stefnumót við súrrealismann í Safni Soffíu drottningar núna, verk sem eiga að sýna hina ljóðrænu hlið súrrealismans. Fullt er af verkum eftir Dalí og ljóst að enginn náði lengra en hann. Hnn var sérfræðingur hins yfirskilvit- lega, draumsins. Sum verka hans eru óhugnað- ur, til dæmis þau sem spegla borgarastyrjöld- ina og sama má segja um sjálfs- fróunarmyndirnar. Það er einna helst að finna yndisþokka í myndum Dalís af systur sinni sem sagt er að hafi verið ein af fáum konum, kannski sú eina, sem García Lorca varð skotinn í. Ekki langt frá Dalí blasir sjálft ævintýrið við, yndislegar myndir Mirós. Í þeim finnum við léttleikann og lífsgleðina. Ævintýrið er líka í lífinu sjálfu og umhverf- inu. Það er stutt lestarferð til Toledo, forn- frægrar borgar þar sem menning og vísindi áttu einu sinni sína blómatíma. Ekki síst Márar og gyðingar settu mark á borgina með lærdómi sínum og ljóðlist. Í bókabúðarglugga í gamla gyðingahverfinu sem er afar sérstætt með sínum þröngu götum blasir við skáldsaga Antonio Munoz Molina: Sefarad. Í þessari skáldsögu skrifar Munoz Molina um spænsku gyðingana, seferídana, sem voru hraktir frá Spáni fyrir langa löngu. En þeir voru ekki alveg þurrkaðir út. Mér skilst að höfundurinn sé meðal þeira sem rekja ættir sínar til þeirra. Toledo er borg með smáum og þröngum göt- um og yfirfull af ferðamönnum. Það er galli að það sem er merkilegt að skoða, til dæmis hús málarans El Greco sem bjó og starfaði í Tol- edo, er opið í takmarkaðan tíma. Kaup- mennska er áberandi, enda er Toledoskrautið eftirsótt. Meira að segja þarf að borga sig inn í dómkirkjuna sem er sú önnur stærsta á Spáni. En það er vel þess virði. BÆKUR OG MANNLÍF Í MADRÍD Í hita ágústmánaðar þar sem drykkir og matur virðast skipta mestu máli má sjá fólk lesa bækur og dagblöð og bókabúðir sanna að bókaútgáfa hefur ekki lagst niður. JÓHANN HJÁLMARSSON segir frá rölti í Madríd og hugleiðir verk spænskra rithöfunda. Ljósmynd/Ragnheiður Stephensen Herrero er af yngri kynslóð og ljóð hans ein- kennast m.a. af súrrealískum viðhorfum. johj@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.