Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. SEPTEMBER 2001 13 FRANSKA tónskáldið Jean Michel Jarre hefur valið vind- myllugarð í nágrenni Álaborgar í Danmörku sem næsta tónleika- stað sinn, en tónskáldið hefur hug á að nota vindorku við flutn- inginn. Jarre, sem áður hefur flutt verk sín á Rauða torginu í Moskvu, Torgi hins himneska friðar í Peking og við píramídana í Kaíró, hyggst halda tónleikana í lok ágúst á næsta ári. Búist er við að um 50.000 manns sæki tón- leikana, sem auk þess verður sjónvarpað víða um veröld. „Það er upplagt að halda tón- leikana hér, því að Danir eru frumkvöðlar í umhverfismálum og leiðandi í vindorkutækni,“ sagði Jarre í viðtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende. Cream Creative Management, skrifstofan sem skipuleggur tón- leika Jarre, hefur nú þegar hafist handa við fjármögnun tón- leikanna, sem að hluta til verða fjármagnaðir af danska vind- mylluframleiðandanum NEG Micon. „Vindurinn leikur aðal- hlutverkið, ekki bara sem orka, heldur einnig sem beri hljóðs, mynda og drauma. Vindurinn ber fugla og frjókorn – en líka reyk og mengun. Vindurinn kem- ur okkur í tengsl við allt það besta og versta – valið er okkar,“ sagði Jarre, sem tengdur hefur verið umhverfisvænni tónlist frá því rafmagnstónverk hans „Ox- ygéne“ varð vinsælt 1976. Platonov vinsæll meðal ungra Breta ALMEIDA-leikfélagið í London hefur notið umtalsverðra vin- sælda hjá leikhúsgestum á þrí- tugsaldri sl. ár, og er félagið nú með Platonov eftir rússneska leikritaskáldið Tsjekov á fjöl- unum við óvæntar vinsældir yngri kynslóðarinnar. Að sögn breska dagblaðsins Independent virðist Platonov ekki njóta minni vinsælda, þó leikritaskáldsins sé að öllu jöfn minnst fyrir alvar- legri verk sín. „Til að byrja með þá settum við ekki bara Tsjekov á svið, heldur völdum við óþekkt verk eftir Tsjekov sem hann samdi þegar hann var ungur,“ sagði Jonathan Kent, listrænn stjórnandi Almeida, sem kvað áhorfendur orðna leiða áverkum hins þroskaða Tsjekovs. Leikrita- skáldið byggi yfir meiri fjöl- breytileika en hann njóti við- urkenningar fyrir og í Platonov njóti æskufjör og þrek hans sín – eiginleikar sem að öllu jöfnu eru ekki tengdir skáldinu. „Verkið fjallar um klassísk vandamál tán- inga: Hvernig forðast maður að vera of meðvitaður um sjálfan sig? Er mögulegt að vera heið- arlegur í spilltum heimi? Ef þess- ar spurningar falla ekki að sam- tímanum þá veit ég ekki hvað gerir það?“ sagði Kent. Andersen veitt heiðursverðlaun DANSKI rithöfundurinn, tón- skáldið og tónlistarmaðurinn Benny Andersen hlýtur í dag heiðursverðlaun Norrænafélags- ins. Verðlaunin, sem veitt eru ár- lega, eru viðurkenning fyrir inn- legg í samstarf norrænna þjóða, en lög Andersen eru þekkt á öll- um Norðurlöndunum og er skáldið nú m.a. í samstarfi við hina norrænu bókasafnsviku sem haldin verður í nóvember. Verð- launin að þessu sinni eru litó- grafía eftir grænlenska lista- manninn Aka Høegh, en meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Vigdísi Finnbogadóttur fyrrver- andi forseta Íslands. Jarre með vindmyllu- konsert ERLENT HJÖRLEIFUR Sigurðsson listmálariopnar í dag málverkasýningu í Lista-safni Kópavogs – Gerðarsafni. Á sýn-ingunni eru vatnslitamyndir sem hvíla að mestu leyti á sérkennum japönsku pappírs- arkanna bæði hinna örþunnu og næstum ósnert- anlegu og hinna þar sem vefurinn er orðinn mýkri og þykkari. Í austursal eru ljóðræn verk frá 1992-2000 en á neðri hæð eru konstrúktífar myndir málaðar á þessu ári og í fyrra. Afrakstur níu ára starfslotu Hjörleifur segir í grein í sýningarskrá að yf- irlitssýning á verkum hans í FÍM salnum og Nor- ræna húsinu á Listahátíð 1992 hafi markað þátta- skil á ferli hans. „Yfirlitssýningar koma að góðu gagni. Þær varpa ljósi á fortíðina, en fyrst og fremst tengja þær saman tímaskeiðin. Ég varð fyrir slíkri reynslu sumarið 1992 á dögum Listahátíðar. Hitt skipti líka máli að hugur minn magnaðist við þennan atburð. Ég tók að leggja grunn að nýrri starfslotu sem hefur staðið fram á þennan dag. Japanski pappírinn er forsenda þess sem síðar gerðist. Hann er miklu fjölbreytilegri og skilvirkari en mig hafði órað fyrir. En marga þunga steina hefur hann lagt í götu mína. Þynnstu og stærstu arkirnar eru töfrandi efni- viður, en þær eru svo viðkvæmar að varla má snerta þær nema rétt einu sinni. Ég hef því hall- ast að því smám saman að nota þykkari arkir sem sjálfar ráða litlu um atburðarásina. Síðla sumars 2000 gerði ég mér grein fyrir því að eitthvað mikilvægt var að breytast í mynd- unum. Spenna á baksviðinu þrengdi sér fram fyr- ir aðra hluta verksins. Ég hef reynt að hlú að þessum geimskotum og gefið þeim einkunnina: „konstrúktívar myndir“. Ljóðrænar og konstrúktívar myndir Sýningunni í Gerðarsafni er skipt í tvo hluta samkvæmt þessu. Í efri sal sýnir Hjörleifur vatnslitamyndirnar málaðar á japanska pappír- inn en í neðri sal eru konstrúktívu myndirnar málaðar frá því á miðju síðasta ári. Hjörleifur segist hafa orðið að hætta að mála með olíulitum heilsunnar vegna árið 1982. „ Ég fékk mjög slæman astma sem líklega má rekja til terpentínunnar sem notuð er við olíulitina. Síðan hef ég eingöngu málað með vatnslitum þó ég hafi byrjað að nota vatnsliti í París árið 1950. Þær myndir voru mjög ólíkar og vatnslitirnir höfðu svipaða áferð hjá mér þá og olíulitirnir.“ Hér er fróðlegt að rifja upp orð vinar Hjörleifs og sam- starfsmanns til margra ára, Harðar Ágústsson- ar, en hann ritaði í sýningarskrá 1992. „Snemma fann Hjörleifur sér vinnubrögð við áslátt strig- ans sem hæfðu sýn hans. Þau voru allt í senn per- sónuleg og frumleg. Hann notaði olíulitina líkt og aðrir beita vatnslitum, þynnti efnið mjög og gnúði það síðan með þurrkum þannig að ljós grunnsins skein næstum alltaf í gegn, svo úr varð sjaldgæf litadýpt. Hann fór sér líka hægt, vann lengi að myndum sínum, gaf sér tíma. Í raun lagði Hjörleifur grunninn að lífsstarfi sínu á þessum árum, á honum hafa verk hans hvílt allt til þessa.“ Hjörleifur rifjar sjálfur upp í sýningarskrá núna að vatnslitamyndir hans eftir Kínaferð á sýningu í FÍM-salnum vöktu ekki einasta athygli heldur og deilur. „Félagar mínir úr abstraktlið- inu voru ekki ánægðir með þetta frumhlaup mitt. Ég hafði brotið reglu og það er sjaldnast gæfu- legt í augum trúaðra. Á hinn bóginn voru margir aðrir úr hópi áhorfenda sem kunnu að meta litlu verkin frá Kína og fundu að túpulitirnir og stríðu arkirnar gátu orðið til að víkka sjóndeildarhring- inn.“ Hallur undir einfaldleikann Hjörleifur hefur ákveðna skoðun á litanotkun eins og nærri má geta og kveðst hafa horn í síðu þess að nota sterka liti. „Mér finnst þeir alltaf fremur innihaldslitlir.“ Trúr þessu málar hann ljóðrænar myndir í mildum litum. „Ég er hallur undir að myndir eigi að vera einfaldar. Ég vinn mig niður á einfaldleikann og hreinsa allt burt sem stendur í vegi fyrir sem tærustum einfald- leika.“ Sýningin í Gerðarsafni er fyrsta einkasýning Hjörleifs í níu ár. Hann stendur nú á 76. aldursári og hefur átt drjúgan þátt í mótun myndlistar- þekkingar og smekks þjóðarinnar á seinni hluta síðustu aldar. Um árabil var Hjörleifur forstöðu- maður Listasafns ASÍ og einnig veitti hann MFA, Menningar- og fræðslusambandi alþýðu forstöðu fyrir Alþýðusambandið fyrstu ár þess. Sýningar hans skipta tugum og þátttaka hans í félags- og fagmálum er saga út af fyrir sig. Fyrir fjórum árum kom út bók Hjörleifs, Listamanns- þankar, þar sem hann rekur starfssögu sína og samskipti sín við samferðamenn í listum og öðr- um. Bók hans er um margt einstök, þar er að finna upplýsingar um bakgrunn viðburða og per- sóna sem ekki hafa annars staðar verið færðar í letur. Hjörleifur kveðst sjálfur hissa á að bók hans hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni en bókin sé góð lesning öllum þeim er þekkja vilja íslenska myndlist á ofanverðri 20. öld. Vatnslitir á japanskan pappír Morgunblaðið/ÞorkellHjörleifur Sigurðsson sýnir í Gerðarsafni. Í Listasafni Kópavogs hefur Hjörleifur Sigurðs- son, einn af þekktustu myndlistarmönnum þjóð- arinnar síðustu áratugi, sett upp sýningu á vatnslitamyndum máluðum undanfarin níu ár. FYRSTU tónleikar 45. starfsárs Kammermús- íkklúbbsins verða í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Þar koma fram tónlistarmennirnir Sigrún Eðvaldsdóttir 1. fiðla, Zbigniew Dubik, 2. fiðla, Helga Þór- arinsdóttir, lágfiðla, Bryndís Halla Gylfadótt- ir, knéfiðla og Richard Talkowsky, knéfiðla. Leikin verða tvö verk: eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, Divertimento fyrir fiðlu, lág- fiðlu og knéfiðlu í Es-dúr K. 563; eftir Franz Schubert, Kvintett fyrir tvær fiðlur, lágfiðlu og tvær knéfiðlur í C-dúr, op. 163, D. 956. Divertimento Mozarts í Es-dúr og C-dúr kvintett Schuberts teljast meðal allra fremstu kammerverka sinnar tegundar, enda voru þau meðal hinna fyrstu sem flutt voru fyrir félaga Kammrmúsíkklúbbsins. Jafnframt eru bæði verkin flutt í sjötta sinn á vegum klúbbsins og standa þar jafnfætis Erki- hertogatríói Beethovens og klarinettukvintett Mozarts. Divertimentóið KV 563 er eina strengjatríó Mozarts og jafnframt fyrsta strengjatríó sög- unnar, síðar varð það Beethoven fyrirmynd að nokkrum slíkum verkum. Strengjakvintett Schuberts í C-dúr telja margir vera eitt fullkomnasta og innblásnasta kammerverk tónbókmenntanna, kóróna sköp- unarverks tónskáldsins á þessu sviði. Næstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins verða 14. október. Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja tónleikahaldið. Mozart og Schubert í Bústaða- kirkju Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Helga Þórarinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik og Richard Talkowsky eru gestir Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á tónleikunum að þessu sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.