Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 S Ú VAR tíð að menn litu á forn- sögurnar sem sönn fræði, að allt það væri satt sem þær sögðu um staði og menn. Þetta virtist mönnum jafn sjálfsagt og fötin sem þeir klæddust, engum kom í hug að það væri á neinn hátt tíska eða tíðarandi. Nú um hríð hefur verið almennt viðhorf að fornsögurnar séu skáldsögur og enginn setur spurningamerki við það heldur, menn ganga í þröngum buxum eitt skeiðið og útvíðum annað, hársíddin hleypur upp og niður, bartar koma og fara – og núið hefur þennan hæfileika að láta jafnan eins og ekkert sé. En mikið sem þetta eru einkennilegar skáld- sögur, t.d. þetta einkenni þeirra að sömu per- sónurnar skuli koma fyrir í mörgum sögum og þá ekki endilega eins, jafnvel allt öðruvísi. Þetta gildir um auka- jafnt sem aðalpersónur. Við get- um tekið dæmi af Svani á Svanshóli, móður- bróður Hallgerðar langbrókar sem er nefndur til leiks þegar Þjóstólfur, fóstri hennar flýr í skjólið til hans eftir að hafa banað eiginmanni Hallgerðar númer eitt. Svanur er fjölkunnugur og eflir seið sem slær eftirleitarmenn blindu og leiðir þá í ógöngur og villu. Í Grettissögu kemur þessi sami Svanur fyrir og þá sem ósköp venjulegur bóndi sem kemur sveitungum sínum til hjálpar þegar tekist er á um hval og brúkar til þess öldungis hefðbundin meðul ofbeldis. Eða segjum bræðurnir Höskuldur og Hrútur sem fara með stór hlutverk í tveimur aðalsög- um: Njálu og Laxdælu. Í Njálu gengur ekki hnífurinn á milli þeirra, þeir eru sem einn mað- ur, aðeins hleypur snurða á þráðinn þegar Hrútur sér þjófsaugun í bróðurdóttur sinni, en greiðist jafnharðan úr flækjunni. Höskuldur er vakinn og sofinn yfir velferð hálfbróður síns, finnur honum kvonfang og staðfestu og reiðist fyrir hans hönd ef á hann er hallað. Í Laxdælu geta þessir tveir ekki talað saman nema með tveimur hrútshornum, stöðugur ágreiningur þeirra í milli út af erfðamálum grær aldrei um heilt, hvað þá að hjónabands- ráðgjöf komi til greina. Hjúskaparmál Hrúts eru kapítuli út af fyrir sig. Í Njálu eins og frægt er slitnaði upp úr hjónabandi hans og Unnar Marðardóttur af við- kvæmum orsökum sem leiddu til barnleysis. Í Laxdælu er hann þríkvæntur og á 26 börn með tveimur konum, 10 dætur og 16 syni. Það væri út af fyrir sig fróðlegt ef skáld- sagnapersónur lytu svo frjálsum lögmálum í nú- tímaskáldskap; að Bjartur í Sumarhúsum kæmi kannski fyrir í sögu eftir Guðmund Hagalín sem aukapersóna í hreppstjóragervi eða Salka Valka flyttist á mölina í sögu eftir Þórunni Elfu og flytti ávarp á Kvennafrídaginn. Tómas Jóns- son gæti þess vegna birst sem efnilegur sprett- hlaupari í tímabilssögu eftir Einar Kárason. *** Skáldsaga eða sannfræði, skáldfræði, sann- saga – formúlan að þessum verkum verður víst seint fundin og endanlegur sannleiki. Svo sam- ansúrruð er hún að menn sem hafa helgað sög- unum alla sína starfsævi komast einatt að önd- verðum niðurstöðum, það sem einn álítur elstu söguna sýnir annar fram á að hljóti að vera yngst, það sem einn telur vísan uppspuna segir annar vera sannveruleika. Í verki sínu, Ís- lenskri menningu frá árinu 1940, segir Sigurður Nordal um Egil Skallagrímsson: „Alveg ótví- rætt er, að kvæðin þrjú, Höfuðlausn, Sonartor- rek og Arinbjarnarkviða, eru eftir hann...“ Öldin var ekki öll áður en ekkert þeirra var með vissu eignað Agli. *** Við sem göngum inn í heim Njálu, 21 kynslóð í sjö aldir, hvort sem við nálgumst hana eins og safn eða göngumst persónum og atburðarás á hönd, á milli okkar og sögunnar er alltaf þetta ósýnilega – hugur okkar sjálfra – sá skilningur sem við leggjum í söguna, hvernig við yrkjum hana. Þessi endalausi, ósýnilegi hugur sem fyll- ir í allar eyður og barnar flestar setningar. En hvað um hugann sem bjó þetta í upphaf- inu til? Ekki að við ætlum okkur þá dul að finna höfund Njálu heldur spyrja hvort hægt sé að endurgera að einhverju leyti tímann sem hann var ósundurgreinanlegur hluti af. Þessi blindi punktur sem hinn lifandi fær aldrei litið, en blasir við þeim sem á eftir koma. Þetta sem allir voru samdauna, samkolka og kemur ekki í ljós fyrr en kurlin eru komin til grafar. Ef við ætluðum í blindni að leita að höfundi nútímaskáldsögu kæmu strangt til tekið allir skrifandi Íslendingar til greina útgáfuárið. Í til- viki Njálu væri það aðeins tiltölulega þröngur hópur skrifandi manna um og eftir miðja 13. öld; skrift og læsi hélst einatt í hendur við klerk- dóm af einhverri gráðu. Sérhæfing skriftlærðs manns á miðöldum var kannski sambærileg við sérhæfingu forritara á okkar dögum. Þótt flest- ir kunni á tölvu, eru þeir væntanlega færri sem kunna að forrita. *** Bækur eru búnar til úr bókum, segir mál- tækið, og hljómar full rúmt á okkar tímum þeg- ar bækur eru fjöldaframleiddar og sér hvergi í botn á því bókaflóði sem steypist yfir einn nú- tímamann. Aftur á móti gegnir öðru um mið- aldamann. Hvers konar bækur hefur höfundur Njálu haft handa á milli? Hann virðist þekkja flest af því sem samlandar hans hafa skrifað, að öðru leyti eru það fyrst og fremst guðsorðabækur og þá að sjálfsögðu efst á blaði heilög Ritning. Menntaður maður á tíma höfundar Njálu er gegnsýrður af orði Guðs, þar finnur hann flest- ar sínar spurningar og svör. Nú á tímum er guðsorð ekki hátt skrifaður texti og Guð hjálpi þeim nútímamanni sem væri tekinn upp í kverinu. Samt fer ekki hjá því að jafnvel með- aljónin kenni eins og bergmál frá Biblíunni í því sem ber fyrir í Njálu. Ég tek til dæmis líkindin á milli Höskuldar Hvítanesgoða og Jósefs Jak- obssonar í Mósebók. Eins og Höskuldur var augasteinn Njáls var Jósef augasteinn Jakobs sem hafði átt hann í elli sinni líkt og Njáll sem gengur Höskuldi í föður stað aldraður. Og bræður Jósefs öfunda hann líkt og Njálssynir taka að öfunda uppeldisbróður sinn. Bæði bræðrasettin afráða að drepa þann yngsta. Jós- ef er að binda kornbundin á akri og Höskuldur tekur sér kornkippu í hönd og fer út að sá. Njálssynir drepa Höskuld en bræður Jósefs breyta áforminu á síðustu stundu – enda hefði Biblían að öðrum kosti ekki orðið öllu lengri – og selja hann mansali til Egiftalands. „Þarna kemur draumamaðurinn“ segja bræður Jósefs í háðsskyni þegar þeir sjá hann koma, og minnir á setningu Skarphéðins þegar Njáll spyr hvað þeir hyggist fyrir að fólskuverk- inu afstöðnu. „Lítt rekjum vér drauma til flestra hluta...“ hljóðar svarið. Bræður Jósefs taka kyrtilinn sem faðir þeirra hafði gefið honum og velta honum upp úr svínsblóði til að láta líta út eins og eigandinn hafi verið étinn af villidýrum. Og Hildigunnur, ekkja Höskuldar, færir Flosa skikkjuna sem hann hafði gefið Höskuldi, gegndrepa af blóði. Það er engu líkara en atriðið með Höskuldi spretti út úr I. Mósebók, 37. kafla. Við lestur kaflans kemur í hugann setningin: „Höfundur Njálu var hér“. *** Þá er það sjálf brennan. Hún er svo vandlega undirbúin og stærð hennar í sögunni slík að við hljótum að staldra við: hún rís eins og fjall af miklu láglendi sem við höfum ferðast eftir fót- gangandi og nú erum við komin að rótunum. Brennur eru áberandi í samtíma Njáluhöf- undar, nærtækust er Flugumýrarbrenna sem hlýtur að hafa verið á allra vörum, vitund og undirvitund frá 22. október að telja árið 1253. Ósjálfrátt hlýtur maður að bera þessar brennur tvær saman. Brennuna í brúðkaups- veislunni á Flugumýri í öllu sínu ógeði, vanlíðan manna og þjáningar í reykjarkófinu og tortím- andi eldinum; hroðalega útlítandi líkin, brjóstin ein eftir af konu Gissurar Þorvaldssonar, Gró, og Ísleifur sonur hans soðinn innan í brynjunni. Lýsing sem er þeim mun nærgöngulli að höf- undur hennar, Sturla Þórðarson, var einn af brúðkaupsgestum og faðir brúðarinnar sem bjargaðist lifandi. Og svo Njálsbrenna þar sem menn ræða mál- in í miðjum klíðum ekki ósvipað og við Áramóta- brennur í nútímanum, gera beinlínis leikhlé til að stinga saman nefjum og fara yfir stöðuna líkt og í handboltanum. Það er ekki fyrr en í bláend- ann sem menn muna eftir reyknum og taka að hósta og kenna til undan hitanum. Og síðan sjálf lík aðalpersónanna með öllu óskemmd, hafa jafnvel á sér yfirbragð sofandi barna með hreina samvisku (Njáll). Og lesanda er ljóst að við erum ekki stödd í venjulegri brennu, að þetta er köstur af teikn- um og táknum, yfirfærð merking og táknræn, eða hvað við viljum kalla það þegar það sem er undanskilið er mun stærra en hitt sem er sýnt. *** Og þá er ekki úr vegi að leiða hugann að þeirri brennu sem beið hvers miðaldamanns: hreinsunareldinum (Purgatorium). Dauðinn er miðaldamanni svo miklu nærtæk- ari en lífið, dauðinn er langur, lífið stutt. Og það sem gerist þegar miðaldamaður deyr er þrennt: þeir sem eru algóðir fara rakleiðis til himna, þeir sem eru alvondir fara lóðbeint til heljar, en hinum – og þeir eru miklu fleiri – sem eru hvorki al-góðir né al-vondir þeim er hreins- unareldurinn helgaður. Hreinsunareldur er hugtak sem kemur fyrir strax í hinni fyrstu kristni og sprettur upp úr þessari risavöxnu eyðu sem verður á milli dauða og dómsdags í kristinni trú. Hvað á sakborn- ingur að hafa fyrir stafni í þessu tómarúmi á meðan hann bíður dóms, bið sem getur varað í þúsundir ára talið á skala mannanna, dagur ei meir fyrir Guði. Hreinsunareldurinn er tækifæri þar sem hinn látni getur hreinsast af vægari yfirsjónum. En ekki af sjálfsdáðum, á eigin spýtur eru honum allar bjargir bannaðar, það erum við sem eftir lif- um: aðstandendur, ástvinir sem höfum á valdi okkar að biðja fyrir honum, láta syngja honum sálumessur, gefa ölmusu í hans nafni. Því sá sem deyr, honum er ekki þar með öll- um lokið, þvert á móti, þá fyrst byrjar – ekki kannski lífið – heldur langt og viðburðaríkt ferðalag sem seint verður séð fyrir endann á. Og þar sem hinir eftirlifandi eru gerendur. Sá sem framkallar þessa mynd algerast og eftirminnilegast er einmitt samtímamaður Njáluhöfundar: Dante Alighieri í Gleðileiknum guðdómlega – gleðileik af því fékk góðan endi: frá víti um hreinsunareld til Paradísar. *** „Él mun eitt“ segir Njáll við upphaf brenn- unnar til huggunar heimilisfólki sínu og „Trúið þér og því að guð er miskunnsamur og mun hann oss eigi láta brenna bæði þessa heims og annars.“ Og það er í hnotskurn hyggja kristn- innar á miðöldum: lífið, dauðinn og hreinsun- areldurinn er bara stutt forspil að óendanlegri sælu eilífðarinnar sem nútímamaðurinn á svo erfitt með að ímynda sér af því hann hefur fram- kallað svo mikið af þessari sælu í jarðlífinu – og eins og málshátturinn segir – „Vei, þeim manni sem fær óskir sínar uppfylltar“. Hreinsunareldurinn er nútímamanni innan- tómt hugtak. Á dögunum kom ég í kirkju í kaþ- ólsku landi. Þar eins og tíðkast brunnu fjölmörg kerti fyrir sálum framliðinna. Maður lætur smámynt í bauk, tekur kerti sem maður tendrar og stingur upp á þar til gerða prjónagrind þar sem það logar í fögrum félagsskap annarra kerta. En til hliðar var önnur grind og þar týrði á aðeins einu kerti. Þegar nánar var að gáð mátti lesa á skildi hvar á stóð letrað: Purgatorium. Svona fer í syndlausum heimi þar sem syndin hefur gufað upp: víti er eins og uppurin náma og hreinsunareldurinn yfirgefið eyðibýli. Og við treystum því að hinn látni ferðist á Saga-class í þjónustuíbúðir aldraðra á himnum. *** Úr því svo er um trúna tökum þá eitthvað sem er áberandi í okkar samtíma. Til að mynda kynlífið sem í andránni sem er að líða virðist fara langt með að fylla upp í sjóndeildarhring- inn allan. Á miðöldum er kynlífið alfarið á vegum kirkj- unnar, sem kann að hljóma undarlega þegar haft er í huga að vígðum mönnum var forboðið að stunda kynlíf. Kynlíf var höfuðuppspretta syndarinnar, þ.e. aðal vegatálminn til himna- ríkis, einskonar Hvalfjarðargöng til vítis. Einræktun hefði verið himnasending mið- aldakirkjunni. En úr því að kirkjan gerir kyn- lífið að uppsprettu syndarinnar neyðist hún til að kortleggja allar kynlífsathafnir manna út í æsar, hún verður sérfræðingur í framhjáhaldi, hór, kynvillu… – hún verður kynóð. Í kynlífs- málum er engu líkara en við séum í kallfæri við miðaldir – að sjálfsögðu með öðrum formerkj- um – það sem var útmálað í smáatriðum þeim til viðvörunar er troðið upp á okkur í fjölmiðlum til æskilegrar eftirbreytni. En þar sem nú stóð upp á kirkjuna að rekja fyrir rætur allra kynlífssynda og hjálpa synd- aranum til réttrar iðrunar, þurfti handbækur þar sem verknaðurinn var útlistaður í öllum hugsanlegum smáatriðum og síðan viðurlög við hverju broti. Skriftafaðirinn var í ekki óáþekkri stöðu og sá sem vinnur við að hjálpa eiturlyfja- sjúklingum án þess að hafa nokkra sjálfsþekk- ingu á efninu; hann þarf að vita allt um sprautur og inntöku efnisins um nös, munn eða æð. Til leiðbeiningar hófu fræðimenn innan kirkj- unnar að útbúa reglusöfn, fyrsta þekkta hand- bókin er frá lokum 2. aldar og svo koll af kolli, söfn sem úreltust æ hraðar vegna nýrra laga- setninga. Skömmu eftir þúsaldamótin fyrstu tók Burchard biskup af Worms saman reglu- safn sem deildist í 20 bækur – verk sem var svo risavaxið að aðeins örfáar dómkirkjur og auð- ugustu klaustur höfðu tök á að afrita það. En um miðja 12. öld verður bylting þegar klerklærður lögfræðingur, Gratian að nafni, setti saman kennslubók í kirkjurétti sem hann „Manni kemur í hug eitthvert smádýr, moldvarpa eða broddgöltur, sem liggja dauð á hraðbraut- inni eftir að umferðin hefur straujað yfir þau.“ E F T I R P É T U R G U N N A R S S O N „Ugglaust halda Íslendingar lengi enn áfram að leita að höfundi Njálu og félögum hans í Nafnlausa félag- inu. En með nokkrum hætti mætti líka kalla þá höf- unda okkar. Með því að lesa og hugleiða og afrita Njálu og systur hennar höfum við í leiðinni eignast þann samnefnara sem gerir okkur að þjóð.“ SAGAN ENDALAUSA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.