Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 H VERSU langt má ríkið ganga án þess að brjóta réttindi einstaklinga? Ekki mjög langt, var svar banda- ríska heimspekingsins Ro- berts Nozicks í bókinni An- archy, State and Utopia (Stjórnleysi, ríki og stað- leysa), sem kom út fyrir tæpum þrjátíu árum, og er enn þá eitt helsta ritið í stjórnmálaheim- speki á Vesturlöndum. Bókin hefur verið túlk- uð sem eindregið varnarrit frjálshyggju (lib- ertarianisma) og einstaklingsfrelsis. Nozick lést 23. janúar síðastliðinn, 63 ára gamall. Anarchy, State and Utopia var fyrsta bókin sem Nozick gaf út, en síðan hefur hann birt nokkrar í viðbót. En engin þeirra hefur vakið viðlíka athygli og fengið önnur eins viðbrögð og Anarchy, State and Utopia og má ætla að engin þeirra hafi heldur haft jafn gríðarleg áhrif, bæði innan heimspekinnar og líka í stjórnmálum og vestrænum hugmyndaheimi yfirleitt. Í minningargrein um Nozick á vefsíðu bandaríska tímaritsins National Review sagði Richard A. Epstein að Nozick teldist, ásamt Friedrich Hayek „annar tveggja mikilvægustu talsmanna einstaklingsfrelsis, eignarréttar og takmarkaðs ríkisvalds á tuttugustu öldinni.“ Hvers vegna vakti Anarchy, State and Ut- opia þá gífurlegu athygli sem raun bar vitni, og hvers vegna er hún enn þá talin mikilvæg lesn- ing fyrir þá sem leggja stund á stjórnmála- heimspeki – og skyldar greinar? Kannski má helst nefna tvennt. Í fyrsta lagi það umhverfi sem bókin kom inn í, og í öðru lagi hversu gríp- andi bókin sjálf er. Bent hefur verið á, að til þess að maður átti sig á mikilvægi bókarinnar sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að hugmyndir um sameignarstefnu hafi haft af- gerandi stöðu í heimspekideildum háskólanna á þeim árum er hún kom út, og þar hafi eig- inlega verið gengið út frá slíkum hugmyndum sem gefnum staðreyndum. Þessar hugmyndir hafi yfirgnæft allt tal um einstaklingshyggju og frjálsræði. Þær hugmyndir sem er að finna í bók Nozicks teljast ekki nýlunda nú á dögum, en kannski er það einmitt til marks um þau áhrif sem bókin hafði. Annað sem hefur ráðið miklu um áhrif bók- arinnar – og ræður áreiðanlega enn – er hversu hnitmiðuð hún er og meginhugmyndin í henni skýr. Það er eiginlega nóg að lesa tvær fyrstu málsgreinarnar í formálanum til að fá ljósa hugmynd um hvað höfundurinn er að fara. Svona skerpa í framsetningu hugmynda er sjaldgæf í fræðibókum. Og um hvað er þá þessi fræga bók? Hún byrjar svona: „Einstaklingar hafa réttindi, og til eru þeir hlutir sem enginn maður eða hópur má gera þeim (nema brjóta þar með réttindi þeirra). Þessi réttindi eru svo afgerandi og víðtæk, að þau vekja þá spurningu hvað, ef nokkuð, ríkið og fulltrúar þess megi gera. Hversu mikið rými skilja réttindi einstaklinga eftir handa ríkinu?“ Og strax í næstu málsgrein segir Noz- ick: „Helstu niðurstöður okkar um ríkið eru þær, að lágmarksríki, sem hefur þann tak- markaða tilgang að vernda gegn valdbeitingu, þjófnaði, svikum, sjá um að staðið sé við samn- inga og svo framvegis, sé réttlætanlegt; að um- svifameira ríki muni brjóta þann rétt einstak- linga að vera ekki neyddir til að gera tiltekna hluti, og sé óréttlætanlegt; og að lágmarks- ríkið sé hrífandi og einnig hið rétta.“ Nozick nefnir strax tvennt sem hann segir af þessu muni leiða. Ríkið megi ekki beita þvingunar- tækjum sínum til þess að fá suma borgara til þess að veita öðrum aðstoð, og megi ekki meina einstaklingum um að gera hluti sem í rauninni eru slæmir fyrir þá. (Nozick, bls. ix). En hvaðan koma einstaklingum þessi rétt- indi, og hvers vegna – og hvernig – brýtur allt ríkisfyrirkomulag, víðtækara en lágmarksrík- ið, á þessum réttindum fólks? Það er ef til vill einn af veikleikunum í kenningu Nozicks að hann svarar þessari spurningu hvergi á afger- andi hátt. En svo virðist sem hann hafi gengið í smiðju breska heimspekingsins Johns Lockes (1632–1704) og fengið þaðan þá hugmynd, að í „náttúrulegri stöðu“ sinni sé manneskjan full- komlega frjáls, og allt sem er umfram lág- marksríkið gangi á – takmarki – þetta full- komna frelsi. Það er að segja, einstaklingar fæðast með réttindi sem eru þeim náttúrulega ásköpuð. Þessi náttúrulegu réttindi eru djúp- stæðari og óvéfengjanlegri en þau réttindi sem einstaklingum eru veitt með lögum. En hinni náttúrulegu stöðu mannsins fylgja ýmis óþægindi, og þess vegna sprettur ríkið eiginlega óhjákvæmlega upp til þess að vernda einstaklingana fyrir hver öðrum. (Nozick kemst að þeirri niðurstöðu að einkarekin verndarsamtök dugi ekki til). Ríkið er því, samkvæmt kenningu Nozicks, af hinu góða, svo lengi sem það takmarkast við það sem hann hefur skilgreint sem lágmarksríki – eða ríkið í hlutverki næturvarðarins sem gætir þess að engin myrkraverk séu unnin. Það er að segja, ríkisvaldið ber að takmarka eins og kostur er, til þess að sem allra minnst sé geng- ið á hin náttúrulegu réttindi einstaklinga. Nozick skrifaði Anarchy, State and Utopia í og með sem svar við bókinni A Theory of Just- ice (Kenning um réttlæti), eftir bandaríska stjórnmálaheimspekinginn John Rawls, er komið hafði út þrem árum fyr (1971). Rawls hafði þar leitast við að færa rök fyrir velferð- arríkishugmyndinni, það er að segja, að það væri hlutverk ríkisins að sjá um jöfnun dreif- ingar gæða. Að mörgu leyti voru Nozick og Rawls sammála um grundvallaratriði, til dæm- is um fullveldi einstaklingsins, en helsti mun- urinn á kenningum þeirra lá í skilgreiningu þeirra á réttlætinu. Samkvæmt kenningu Rawls er sanngirni og sem mest jöfnun lífs- gæða grundvallarþáttur réttlætisins, en sam- kvæmt kenningu Nozicks er eignarhald grundvöllur réttlætisins. Það sem Nozick vildi forðast, var að rétt- lætið væri fólgið í fyrirfram gefnu mynstri, á borð við sanngirni, sem væri teiknað af ein- hvers konar allsherjaryfirvaldi. Þess í stað reyndi hann að skilgreina réttlætið þannig, að það væri fólgið í samskiptum og gjörðum ein- staklinga, óháð yfirvaldi. Í staðinn fyrir að réttlátur skammtur hvers einstaklings sé sá skammtur sem honum er úthlutað í einhvers- konar miðstýrðri dreifingu gæða (sem þarf til að ná sem mestri jöfnun) reyndi Nozick að finna leið til að skilgreina réttlátan skammt sem þann skammt sem einstaklingurinn út- vegar sér sjálfur. Markmiðið er augljóslega að gera einstaklinginn sem frjálsastan, í þeirri merkingu að hann sé eins óháður yfirvaldi og kostur er. Grundvallaratriði réttlætisins samkvæmt kenningu Nozicks, er því það, að maður hefur eignarhald á því sem maður aflar. Annað grundvallaratriði réttlætisins í þessum skiln- ingi er að maður hefur eignarhald á því sem maður fær í skiptum við aðra. Jöfn skipting gæða er því ekki markmiðið með þessari kenn- ingu, og jöfnuður þannig ekki forsenda þess, að réttlætinu – í þessum skilningi – sé full- nægt. Þótt ekki séu nein takmörk fyrir því hversu mikils eignarhalds maður aflar þá er ekki sama hvernig maður aflar eignarhalds. Frumöflun eignarhalds – það er, á hlutum (gæðum) sem enginn hefur þegar eignarhald á – er skilyrðum háð. Breski heimspekingurinn Jonathan Wolff bendir á að þetta sé svolítið óljóst hjá Nozick, en að hann virðist enn ganga í smiðju Lockes, og setja þau takmörk við frumöflun eignarhalds að maður megi ekki leggja eignarhald á meira en svo, að maður skilji eftir jafn mikið og eins gott handa næsta manni. Öflun eignarhalds með skiptum við aðra – viðskiptum – eru líka takmörk sett, en það eru með sama hætti formleg takmörk, en ekki takmörk á því magni sem maður getur með réttu átt. Annar hugsanlegur veikleiki í kenningu Nozicks liggur í atriði sem hann á sameiginlegt með Rawls (enda hafa báðir verið gagnrýndir fyrir þetta atriði), það er að segja, að þeir virð- ast líta á sem sjálfgefið að hægt sé að skilja og skilgreina einstaklinga óháð samfélagi. For- senda þess að einstaklingar hafi réttindi sem ríkið (samfélagið) getur ekki skert, eins og Nozick fullyrðir, er að einstaklingarnir séu til óháð samfélaginu, það er, að einstaklingarnir séu „atóm“; grunneiningar sem hægt er að skilja að. – Það má vel vera að svo sé í rauninni, en það er veikleiki í kenningu Nozicks að hann skuli ganga út frá þessu sem gefnu. Þetta at- riði er kjarninn í gagnrýni svonefndra sam- félagssinna (communitarians), eins og til dæm- is bandaríska heimspekingsins Michaels Sandels, á kenningar frjálslyndishyggjusinna (liberals). Samfélagssinnar skírskota til þeirra gömlu sanninda, sem Aristóteles benti á, að maðurinn sé í eðli sínu félagsvera, og að ríkið sé ekki ann- að en formlegt skipulag samfélags manna sem skilgreini sig á sömu forsendum. Sjálfsskiln- ingur (ídentítet) einstaklingsins sé því óhjá- kvæmilega tengdur – ef ekki beinlínis sprott- inn úr – því samfélagi sem einstaklingurinn búi í (til dæmis því vestræna), hefðum þess og for- dómum, og þaðan komi manni í raun grund- vallarþættir skilnings manns á hverjueina – líka frelsi og réttlæti. Einn frumherja frjáls- lyndisstefnunnar, Bretinn L.T. Hobhouse (1864–1929), benti á, að ef hægt væri að skilja einstaklinginn frá samfélaginu myndi líf hans vera allt annað en það er. „Stór hluti [einstak- lingsins] myndi alls ekki vera til.“ (Hobhouse, bls. 67). Enda hafa flestir frjálslyndishyggju- menn gengist inn á þessa skoðun núorðið. Kannski er hugmyndin um einstaklinginn sem alveg sérstaka einingu sem er aðskiljan- leg frá öllu stærra samhengi svolítið sérbanda- rísk. Landi Nozicks, heimspekingurinn Rich- ard Rorty, hefur sagt, að frelsishugtakið sé grundvöllur bandarísks samfélags, og þar ríki rómantískar hugmyndir um að „við höfum engar hefðir, við getum búið til manneskjur eins og þær eiga að vera.“ (Borradori, bls. 109). Það mætti jafnvel velta því fyrir sér hvort hug- myndin um einstaklinginn sem atóm sé ekki í sjálfu sér hugmynd sprottin úr langri hefð – sem þeir Nozick og Rawls væru þá glæsilegir fulltrúar fyrir. En hvort heldur maður sannfærist um að Nozick hafi haft rétt fyrir sér í Anarchy, State and Utopia, eða kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki fært sannfærandi rök fyrir máli sínu, þá er eins víst að Nozick sjálfum hefði verið nokk sama. „Ég hef aldrei haft áhuga á að þvinga fólk til að trúa einhverju, ég hef áhuga á að hjálpa því við að skilja hlutina bet- ur,“ sagði Nozick í viðtali fyrir um tíu árum (Borradori, bls. 75). Hann sagði hugmyndir sínar um eðli og hlutverk heimspekinnar hafa tekið breytingum frá því hann hafi skrifað An- archy, State and Utopia. Hann kvaðst ekki sérlega hrifinn af því markmiði heimspeki- legra röksemdafærslna, sem honum sýndist einkum einkenna svonefnda rökgreiningar- heimspeki, að „þvinga“ fólk til að telja ein- hverja tiltekna skoðun rétta og snúa því frá öðrum skoðunum. Fremur ætti markmiðið með heimspeki að vera að útskýra. Enda heitir ein af síðari bókum Nozicks Heimspekilegar útskýringar (Philosophical Explanations, 1981). „Ef maður ber saman útskýringu og rök- semdafærslu þá er augljóst að mun minni líkur eru á þvingun í fyrra tilvikinu en því síðara,“ sagði Nozick. (Borradori, bls. 84). Í stað þess að markmiðið með heimspeki sé að telja fólk á hina einu réttu skoðun – þá skoðun sem rök- semdafærslan leiðir til – sagðist Nozick hlynntur heimspekilegri fjölhyggju sem hafi pláss fyrir margar mismunandi skoðanir. Heimildir: Giovanna Borradori: The American Philosopher. Con- versations við Quine, Davidson, Putnam, Nozick, Danto, Rorty, Cavell, MacIntyre, and Kuhn. (The University of Chicago Press, Chicago, 1994). Richard A. Epstein o.fl.: „Life of Liberty. Robert Noz- ick, R.I.P.“ (www.nationalreview.com) L.T. Hobhouse: Liberalism. (Oxford University Press, New York, 1964. Kom fyrst út 1911). Robert Nozick: Anarchy, State, and Utopia. (Basic Books, 1974). Jonathan Wolff: „Robert Nozick, Libertarianism, And Utopia.“ (world.std.com/~mhuben/wolff_2.html) NOZICK OG LÁG- MARKSRÍKIÐ Bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick lést 23. janúar síðastliðinn. Áhrif hans á vestræna heimspekihefð og vestræna hugsun yfirleitt voru meiri en flestra annarra fagbræðra hans, segir KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON. Þau áhrif má að mestu rekja til fyrstu bókarinnar sem Nozick sendi frá sér, og hann er af mörgum talinn hafa verið einn mikilvægasti talsmaður ein- staklingsfrelsis og takmörkunar ríkisvalds. „Ég hef aldrei haft áhuga á að þvinga fólk til að trúa einhverju, ég hef áhuga á að hjálpa því við að skilja hlutina betur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.