Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 9
ndi veturinn 1945. Frá vinstri: Karl-Heinz Reinecke, er-feldwebel eða loftskeytamaður, Christian Doktor- f Nowinka, Feldwebel eða flugstjóri. afni Þórðar Jónssonar. og m. ur og á sir in ar fa tti ósi nn r- ir- a- ar og tir tti uf- tið p- ur na ru ea ni la mi ér, n- n- úr d- n- p- á d- ga. a- di, m r. r í kri a- an ur ð- e- rs- til n. a- ts- til nn á- unarverðar, og allt aðrar en þeir í raun hefðu getað ímyndað sér, í ljósi þess að hafa verið Þjóðverjar í hernumdu landi Breta. Þeir segjast einnig hafa notið sanngirni af hendi Breta og Bandaríkja- manna hér. Fangaverðir þeirra, hér á landi, starfa sínum vaxnir. Þeir fengu heimsókn fulltrúa Rauða krossins og gátu þar með komið skilaboðum til fjöl- skyldna sinna í Þýskalandi um hvar þeir væru nið- urkomnir og að þeir væru á lífi. Þegar heim kom, vann Josef Nowinka fyrir sér sem flugmaður, en hætti og fór í myndlistarskóla í Berlín. Þaðan útskifaðist hann árið 1953 og vann síðar sem grafískur hönnuður í lausamennsku fyr- ir dagblöð. Síðustu 10 ár starfsævinnar vann hann fyrir þýska sjónvarpið, en fór á eftirlaun 65 ára ár- ið 1984. Hann hefur haldið þrjár myndlistasýn- ingar í Berlín. Erich Hoppe snerti aldrei framar á morse-lykl- um og kom ekki nær rafeindatækjum en að kveikja á sjónvarpi sínu eða útvarpi. Hann er fæddur 1916 og starfaði fyrir þýsku póstþjón- ustuna eftir heimkomuna, þar til hann fór á eft- irlaun. Karl-Heinz Reinecke flugvirki notaði nám sitt er heim kom til að gera við bifreiðar sínar og mót- orhjól barna sinna er þau komust á legg. Hann er fæddur árið 1922, gekk í þýsku landamæralögregl- una og hlaut þar frama. Christian Doktoritsch, sem er fæddur 1923, hélt til föðurlands síns, Austurríkis, og lauk þar námi í viðskiptafræði (Diplom Kaufmann) og starfaði þar við eigið fyrirtæki. Þeir fjórir hittast reglulega, en hafa alltaf verið í símasambandi í upphafi maímánaðar frá árinu 1948. Lokaorð Greinarhöfundur hefur síðan 1974 leitað áhafn- ar þýsku flugvélarinnar sem lenti í Leirhöfn árið 1945. Leitin bar árangur haustið 2001. Sagnir hafa verið um að þeir hafi verið að flýja skyldu sína og þar með gerst liðhlaupar þýska flughersins. Það er rangt. Þeir voru í fyrirfram ákveðnum erindum Luftwaffe, er þeir lentu í Leirhöfn við Melrakka- sléttu vegna vélarbilunar árið 1945. Í ljósi aðstæðna hugsa menn fyrst og fremst um að komast lifandi af úr sérhverri raun og eiga fjór- menningarnir skilið að saga þeirra, svo hreinskiln- islega sem hún er sögð, sé metin að verðleikum. Að fljúga tæplega 3.000 kílómetra leið á einum hreyfli, til glataðrar aðstöðu í Bardufoss, hefði verið óðs manns æði, og ef eini hreyfillinn hefði bilað á leið- inni þangað, þekktum við ekki sögu þessara fjög- urra manna í dag. Við greinarskrifin hef ég stuðst við bréf sem ég hef fengið frá áhöfn þýsku flugvélarinnar og sam- töl við þá símleiðis. Einnig samtöl við Jóhann Helgason, bónda í Leirhöfn á Melrakkasléttu, og ritaðar heimildir, þar á meðal Leiftur frá liðnum árum, handrit Kristins Kristjánssonar frá Nýhöfn á Melrakkasléttu (blaðsíður 309–312) í samantekt Nielsar Árna Lund 1998. Höfundur er áhugamaður um sögu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 9 F YRIR rúmu ári var gefinn út veg- legur hljómdiskur til minningar um Smárakvartettinn á Akureyri þar sem safnað er saman öllum þeim lögum sem kvartettinn söng í gegnum tíðina. Hljómdiskinum fylgir ritlingur með textunum við lögin og grein um kvartettinn, sem sr. Bolli Gústafsson vígslubiskup átti veg og vanda af, og ber að þakka útgáfu slíkra diska sem þessa enda útgefendum til sóma. Þegar ég las yfir textaskrána kom eitt kvæð- ið mér allkunnuglega fyrir sjónir því að það er sláandi líkt kvæði með sama heiti, „Anna frá Hvammi“, sem afi minn, Guðmundur Bjarna- son, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og bóksali á Seyðisfirði (f. 1873 – d. 1957), hafði ort á yngri árum sínum í kringum aldamótin 1900 og ég hef í fórum mínum ásamt fleiri kvæðum. Hann var hagmæltur vel og orti m.a. allmörg tækifær- iskvæði, stundum í nafni annarra, enda var það lenzka um aldamótin 1900 að fólk bæði hagyrð- inga um að yrkja tækifæriskvæði í sinn orða- stað og þá skrifuðu hagyrðingarnir eðlilega ekki nafnið sitt undir kveðskapinn. Hann þýddi líka allmörg kvæði og birtust sum þeirra í tíma- ritum á fyrri hluta síðustu aldar þótt hann væri annars ekkert alltof fús að láta frá sér ljóðmæli sín eða láta þau birtast opinberlega, en hann gat þess jafnan ef um þýðingar var að ræða. Einnig birtust ljóð eftir hann í bókinni Aldrei gleymist Austurland. Annars kallaði hann sig jafnan Norna-Gest, þegar hann var í þessu hlutverki. Eins og sézt á meðfylgjandi mynd af blaðinu sem hann skrifaði þetta umrædda kvæði um Önnu frá Hvammi á er það kvæði svo líkt text- anum sem birtur er í textaritinu meðfylgjandi hljómdiski Smárakvartettsins, sem ég hef hér skrifað niður til samanburðar, að tæpast getur verið um hreina tilviljun að ræða. Tel ég þar af leiðandi, að hér sé um sama textann að ræða, þó að texti sá sem Smárakvartettinn fékk í hendur til að syngja hafi greinilega verið skrifaður nið- ur eftir minni, eða þá að ritara kvæðisins hafi misheyrzt orð og orð, eins og getur komið fyrir á beztu bæjum. Það er nú svo, eins og flestir vita, að texta- einkenni og stíll skálda og hagyrðinga þekkjast alltaf og koma upp um þá, hvernig sem menn misminnir ljóðmæli þeirra, þau eru misheyrð og ranglega niður skrifuð. Þannig mundu texta- einkenni og stíll Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Matthíasar Johannessen alltaf koma upp um höfunda sína, hvernig sem text- arnir væru færðir til bókar, hefði fólk á annað borð séð einhver ljóð eftir þá áður. Enda hefur það t.d. komið fyrir að kvæði Davíðs, Til eru fræ, hefur stundum verið skrifað vitlaust niður og menn hefur misminnt orð við endurritun í söngbækur. Samt efast enginn um hver höf- undur kvæðisins sé, þar sem það hefur líka birst í bókum skáldsins. Afi minn gaf aldrei frá sér ljóðabók, því mið- ur, þótt á hann hafi verið skorað að gera það, enda heldur hlédrægur maður í ljóðagerð sinni. Þar af leiðandi hafa ljóðin hans ekki verið að- gengileg fyrir almenning, svo að hægt væri að bera textana saman. Þetta er því í fyrsta sinn sem upprunalegur texti ljóðsins birtist á prenti á meðfylgjandi mynd, eins og hann gekk sjálfur frá því, en þar hef ég sett textana saman hlið við hlið til samanburðar. Þar sézt þá ekki aðeins, hversu líkir textarnir eru, eiginlega nákvæm- lega eins, heldur líka hinar meinlegu villur, sem eru í texta þeim sem fylgir hljómdiski Smára- kvartettsins og ég ætla nú að draga fram. Í fyrsta erindinu er talað um að Anna frá Hvammi sé brosið um brá. Hvaða orð er þetta brosið? Á það að vera lýsingarorð eða hvað? Mín málvitund segir, að þetta sé og hafi alltaf verið nafnorð með greini á góðu, íslenzku máli, svo að hér hlýtur greinilega að vera um mis- heyrn eða pennaglöp við niðurskrif að ræða. Ég vil líka trúa því að þeir ágætu menn, sem skip- uðu Smárakvartettinn, hafi haft betri málvit- und en svo að þeir hafi farið að syngja aðra eins ambögu, þar sem greinilega á að standa lýsing- arorðið broshýr, eins og stendur í texta afa míns. Enda heyrðist mér ekki betur, þegar ég hlustaði á þá syngja kvæðið, en þeir hefðu sung- ið (þótt ógreinilegt hafi verið í vissri tónhæð) broshýr um brár og hér er líka önnur villa því að eins og sézt á texta afa míns er orðið brá í fleirtölu, til þess að það geti rímað á móti hár, en á textablaðinu með geisladiskinum stendur orð- ið í eintölu, nema sá sem skrifaði niður textann hafi einfaldlega ekki heyrt r-ið í endanum. Það var ekki heldur svo gott að heyra hvort þeir sungu orðið í eintölu eða fleirtölu. Að öðru leyti er textinn nákvæmlega samhljóða texta afa míns, eins og sjá má. Í síðara erindinu, er annars vegar talað um texta, þar sem ljóð afa míns hafa fram að þessu ekki legið á lausu fyrir hvern sem er og þetta aldrei birzt á prenti mér vitanlega, sem áður segir. Það verða því tilgátur einar. Hvergi getur afi minn þess, að hér sé um ljóðaþýðingu að ræða af sinni hálfu, sem hann hefði getið, heldur tel ég víst að hér sé um frum- ort ljóð að ræða, hvert sem tilefnið hefur verið, sem verða líka tilgátur einar. Annaðhvort hefur afi minn ort þetta á vinnumannsárum sínum á Fljótsdalshéraði, skólaárum sínum á Möðru- völlum eða á starfsárum sínum á Akureyri í upphafi síðustu aldar. Að höfundur sé sagður ókunnur getur komið til af tvennu, annars vegar að hann hafi skrifað upphafsstafi sína, GB, eða skáldanafns síns, NG, undir skáldskapinn og enginn munað leng- ur eða vitað hver sá var sem átti þessa upphafs- stafi, eða þá hins vegar að hann hafi ort þetta fyrir einhvern vinnumann eða bóndason á Hér- aði sem hann þekkti og sem hefur beðið hann um að yrkja í sinn orðastað til unnustu sinnar eða vinkonu sem hann hafði augastað á, Önnu frá Hvammi. Ef sú var raunin hefur afi minn ekki getað sett nafn sitt eða upphafsstafi undir kveðskapinn, frekar en hann var vanur í slíkum tilvikum. Það liggur í augum uppi, enda ekki lík- legt, að stúlkan hefði litið við þeim manni, sem gat ekki ort sjálfur til hennar. Einhver hefur svo farið að rifja textann upp og misminnt um sum atriði. Það kemur fyrir. Það er samt óhugs- andi, að textinn geti verið eftir annan en afa minn, eins og fólk sér nú. Guðmundur Bjarnason, afi minn, fæddist á Desjamýri í Borgarfirði eystri 6. apríl 1873, en fluttist ungur með foreldrum sínum niður á Fljótsdalshérað, þar sem hann ólst upp. Hann fór til náms í Möðruvallaskóla í lok 19. aldar og var þar samtíða Sigurði á Arnarvatni og Guð- mundi Friðjónssyni m.a. en síðan stundaði afi minn farkennslu um skeið, áður en hann réðst til Gránufélagsins á Akureyri í byrjun síðustu aldar og var þar þangað til hann gerðist verzl- unarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa- vík. Síðan var hann ráðinn kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Austfirðinga á Seyðisfirði árið 1905– 1906 og gegndi því starfi til sjötugs, að und- anskildum fimm árum þegar hann gegndi stöðu verzlunarstjóra eða faktors á Breiðdalsvík. Eft- ir sjötugt rak hann bókaverzlun á Seyðisfirði en fluttist árið 1955 ásamt konu sinni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, til Reykjavíkur, þar sem þau voru til dauðadags en hann lézt í desember 1957. Ég hef unnið við það hin síðari ár að tölvu- setja ljóð afa míns, og því kannaðist ég strax við ljóðið um Önnu frá Hvammi þegar ég rakst á það í textaskrá Smárakvartettsins og sá að hér mundi ljóð afa míns vera á ferð með þessum misritunum, sem ég hef hér dregið fram. Þar sem ég hef haft það í huga, þrátt fyrir að afa mínum hefði verið það lítt að skapi, að gefa ljóð hans út á bók og þá þetta ljóð, sem hér um ræð- ir, meðal þeirra ljóða, eins og hann gekk frá því sjálfur, og rétt telst, þótti mér ástæða til, og hvort eð er, að vekja athygli á þessu og ræða um misræmið í textunum, auk þess að svipta hul- unni af höfundinum svo að höfundarnafn geti fylgt textanum framvegis, því að rétt skal rétt vera. UM ÖNNU FRÁ HVAMMI E F T I R G U Ð B J Ö R G U S N Ó T J Ó N S D Ó T T U R Höfundur er BA í guðfræði og fræðimaður. fosshvíta brún. Ekki minnist ég þess að hafa séð þetta lýsingarorð áður í íslenzku máli og efast um, að hægt sé að finna það nokkurs staðar í orðabókum frekar en í öðrum bókum. Aldrei hef ég heldur séð eða heyrt um fosshvíta jörð, hvorki að sumri né vetri til, og hef ekki heldur hugmyndaflug til að ímynda mér eða sjá fyrir mér hvernig slík jörð lítur út. Í kvæði sínu talar afi minn um Fosshlíðarbrún, og er þar að skír- skota til Fosshlíðarinnar meðfram fossinum í Lagarfljótinu, sem hann, uppalinn á Fljótsdals- héraði, þekkti svo vel, og það er nær sönnu að Anna frá Hvammi og sá sem ávarpar hana í kvæðinu hafi verið stödd þar á tilteknum sunnudegi. Ég gat ekki heldur heyrt betur en þeir heiðursmenn í Smárakvartettinum syngju Fosshlíðarbrún þótt í vissri tónhæð sé það ógreinilegt, eins og orðið broshýr. Eins og sézt á tveimur síðustu ljóðlínunum, þá er þar hins vegar munur á. Hvernig getur leit rímað á móti sérð í annars alrímuðu kvæði? Það sér hver maður, að það getur alls ekki farið saman. Ég heyrði líka, að kvartettsmenn slepptu ð-inu, þannig að það er óhjákvæmilega ljóð afa míns, sem þeir syngja, svo ekki verður um villst. Hinn svokallaði atómkveðskapur var heldur ekki til sem slíkur á þeim tíma, sem þetta kvæði var ort, og afi minn, líkt og aðrir hagyrðingar þeirrar tíðar, þekkti ekki til slíks kveðskapar og honum hefði ekki dottið í hug eða kært sig um að yrkja á þann hátt. Enda þótti það aðeins vit- laust fólk sem kunni ekkert með rím, stuðla eða höfuðstafi að fara, sem orti órímuð ljóð á þeim tíma, og ég er viss um, að afi minn, eins og hans kynslóð skálda og hagyrðinga, hefði sennilega brosað út í annað, ef ekki beinlínis hlegið, að slíkum kveðskap. Um aldamótin 1900 ortu menn aðeins í stuðlum og höfuðstöfum og létu orðin ríma, að öðrum kosti þögðu þeir. Leit og sérð er og verður aldrei rím. Það veit hver mað- ur, sem kann nokkuð með rím að fara, og verður því að teljast annaðhvort misheyrn eða penna- glöp, enda sézt á texta afa míns, að það er verið að hrósa stúlkunni með því að segja: Enginn í kirkjunni af henni ber, þótt ég efist ekki um að mikið hafi verið horft á hana þar kannske þess vegna, en það er annað mál. Mér heyrðist líka ekki betur en kvartettsmenn syngju ber, þótt ógreinilegt væri, enda treysti ég þeim heiðurs- mönnum til að hafa farið rétt með rímaðan texta í öllum aðalatriðum. Til þess svo að fá rétt rím á móti ber tekur afi minn sér það skáldaleyfi að sleppa ð-inu í sögn- inni og segir: enga í réttunum fegri þú sér. At- hugið líka muninn á lýsingarorðinu hér. Ég verð að lýsa undrun minni á því, að sá, sem skrifaði textann niður, skyldi ekki hafa komið auga á og hnotið um þessa meinlegu bragvillur í hinum að öðru leyti rímaða texta, og endurskoðað textann í samræmi við það. Að öðru leyti er þessi texti nánast samhljóða texta afa míns, utan nokkur smáorð sem hann gæti hafa breytt síðar og skipta minna máli. Það verður því ekki um villst, hver höfundurinnn er, og þætti mér mjög undarleg tilviljun, ef annar hefði ort alveg nákvæmlega samhljóða texta, sem verður að teljast óhugsandi. Á kvæði afa míns sézt, að hann hefur síðar bætt þriðja er- indinu við. Ekki er gott að vita hvar Smárakvartettinn getur hugsanlega hafa komist yfir þennan Anna frá Hvammi er engillinn minn inndæl og glaðleg og litfríð á kinn. Anna frá Hvammi er broshýr um brár bylgjast um vangann hið glóbjarta hár. Anna frá Hvammi er unnustan mín æskunnar sólbros um stúlkuna skín. Þú ættir Önnu í söðli að sjá samferða mér hleypa kirkjunni frá sunnudag fagran und Fosshlíðarbrún fegursta stúlkan í sýslunni er hún. Enginn í kirkjunni af henni ber. Enga á réttunum fegri þú sér. Anna frá Hvammi er gáfuð og góð göfug og blíðlynd og sólgin í ljóð. Syngur og dansar í sveitinni best svo er hún búkonuefnið þar mest. Önnu frá Hvammi skal aldrei mér frá öfund og rógur né bakmælgi ná. Anna frá Hvammi er engillinn minn, indæl og glaðleg og litfríð á kinn. Anna frá Hvammi er brosið um brá, bylgjast um vangann hið glóbjarta hár. Anna frá Hvammi er unnustan mín, æskunnar sólbros um stúlkuna skín. Þú ættir Önnu í söðli að sjá, samferða mér til baka kirkjunni frá. Sunnudag fagran við fosshvíta brún, fegursta stúlkan í sýslunni er hún, enginn í kirkjunni af henni ber, enga í réttunum fegurri þú sérð. Kvæðið til vinstri er eins og það stendur í textakverinu, sem fylgir hljómdiski Smárakvartettsins, en til hægri er ljóðið eins og höfundur á það niðurskrifað frá Guðmundi Bjarnasyni. Eins og sézt, eru text- arnir hérumbil svo nákvæmlega eins, utan orð og orð, að varla getur verið um tilviljun að ræða. ANNA FRÁ HVAMMI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.