Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 NÝLEGA kom út bók með bandarískum flökku- og þjóðsög- um sem bandaríska skáldkonan Zora Neale Hurston safnaði sam- an. Hurston er best þekkt fyrir skálskap sinn, en hafði einn- ig mikinn áhuga á menningu og uppruna bandarískra blökkumanna og ferðaðist um landið og safnaði sög- um þeirra. Nýlega upp- götvuðust gögn úr fórum Hurst- on þar sem hún hafði skrásett fjölda þjóðsagna og greint í 15 flokka. Hefur safnið nú verið gefið út undir heitinu Every Tounge Got to Confess: Negro Folk-Tales form the Gulf States, en ritstjórn þess annaðist Carla Kaplan. Zora Neale Hurston lést árið 1960. Hún fæddist árið 1891 í bænum Eatonville í Flórída, sem var nokkurs konar sjálfstjórn- arsvæði blökkumanna. Hún var meðal fyrstu bandarísku blökku- kvennanna til að stíga fram á rit- völlinn en í skáldskap sínum miðlar hún reynslu og tungutaki bandarísks blökkufólks. Skáld- sagan Their Eyes Were Watch- ing God er frægasta verk Hurst- on. Á ritferli sínum gaf hún út tvö þjóðsagnasöfn, Mules and Men og Tell My Horse. Miðríkjasálin bandaríska RICHARD Ford sendi á dög- unum frá sér smásagnasafnið A Multitude of Sins (Syndaflóð). Sögur safnsins eru tíu talsins og fjalla um hversdagslegar per- sónur í miðríkjum Bandaríkj- anna og uppákomur í þeirra lífi sem lúta að ást, samlífi og tilfinn- ingum. Skáldsagan hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda en höfundurinn þykir almennt í skrifum sínum veita einstaka sýn inn í innra líf og hversdagslega tilveru hins dæmigerða mið- ríkjabúa Bandaríkjanna. Richard Ford er fæddur í Mississippi-fylki í Bandaríkj- unum og hefur á ferli sínum sent frá sér fimm skáldsögur og tvö smásagnasöfn. Hann hlaut Pul- izer-verðlaunin og PEN/ Faulkner-verðlaunin árið 1996 fyrir skáldsöguna Independence Day en það var í fyrsta sinn sem þessi virtu bókmenntaverðlaun hafa runnið til eins og sama verksins. Tilnefningar streyma inn BÓKMENNTAVERÐLAUN bandarískra bókmennta- gagnrýnenda, National Book Critics Circle Award, tilkynntu nýlega um tilnefningar sínar fyr- ir árið 2001. Í flokki skáldverka hlutu fimm höfundar tilnefn- ingar, þ.e. Jonathan Franzen fyrir The Corrections, Alice Munro fyrir Hateship, Friends- hip, Courtship, Loveship, Mar- riage: Stories, Ann Patchett fyr- ir Bel Canto, W.G. Sebald fyrir Austerlitz og Colson Whitehead fyrir John Henry Days. Í flokki ljóðlistar var Louise Glück til- nefnd fyrir The Seven Ages, Al- bert Goldbarth fyrir Saving Li- ves, Bob Hicok fyrir Animal Soul, Jane Hirshfield fyrir Given Sugar, Given Salt og Czeslaw Milos fyrir A Treatise on Poetry. Verðalaunastofnunin, sem kom- ið var á fót árið 1974, tilnefnir einnig fimm verk í flokki bóka almenns efnis, ævisagna og bók- menntafræða. ERLENDAR BÆKUR Þjóðsagnasafn uppgötvast Zora Neale Hurston IKristján Karlsson skáld fór ungur til mennta tilBandaríkjanna. Það var á stríðsárunum. Sjálfsagt hefur það þótt stórmerkilegt á þeim tíma, að ungur námsmaður skyldi leggja í slíka langferð til náms. Fram að þeim tíma hafði Kaupmannahöfn verið sá staður sem flestir sóttu framhaldsmenntun sína til, en Noregur, Svíþjóð og Þýskaland sóttu einnig á. Það var í New York-borg sem Kristján hóf skáldferil sinn, þar orti hann ljóð og skrifaði sögur sem hann seldi í bókmenntarit. II Í dag er öldin önnur, og það virðist hægðarleikurfyrir hvern þann sem hefur löngun til, að sækja framhaldsnám, nánast hvert sem er. Þótt Norður- löndin og Bandaríkin séu þeir staðir sem flestir sækja, leita aðrir á lítt þekktari staði, bæði í Evrópu og utan hennar. Það er nú orðið ærið langt síðan það þóttu miklar fréttir að fólk fór til Kína til framhalds- náms. Hvað ætli margir Íslendingar séu við nám þar nú? IIIÁ föstudag birtist auglýsing í Morgunblaðinufrá Listaháskóla Íslands, með tilkynning um umsóknarfrest til náms í skólanum. Stofnun Listaháskóla Íslands markaði tímamót í íslensku menningarlífi, fáum blandast sennilega hugur um það. Hins vegar hafa margir viðrað þá skoðun sína að meginstyrkur menningarlífs okkar hafi verið sá, hve íslenskir listamenn hafa sótt framhaldsmenntun sína víða. Það hefur verið bent á að þetta hafi gætt menningarlífið víðsýni og fjölbreytileika. Því hafi ís- lenskt menningarlíf verið sem osmósa, þar sem straumar og stefnur hafi flætt inn og skapað mikla gerjun og grósku. IV Það má velta því fyrir sér hvort þetta hafi ein-göngu verið til góðs, og hvort einhverja van- kanta megi rekja til þessarar löngu hefðar. Það hefur verið sagt íslenskum arkitektúr til hnjóðs að vegna þess hve víða arkitektar hafa sótt nám sitt, hafi hann verið sundurleitur í meira lagi, og að byggðir Íslands séu samsafn ólíkra stíltegunda og formbrigða, þar sem öllu ægi saman, og lítið fari fyrir þeim fagur- fræðilega heildarsvip sem einkennir fegurstu borgir og bæi erlendis. VHugmyndin um að á Íslandi þurfi að vera sköp-uð íslensk list hefur lengi verið á sveimi. Hvað í þeirri hugmynd felst hefur ekki alltaf verið ljóst; – þar hafa bærst skoðanir jafnt þeirra sem setja fram kröfu um að íslensk list sé þjóðleg, sem og hinna sem telja að öll list sköpuð á Íslandi sé íslensk list. Óravegur getur verið á milli þessara sjónarmiða. Hugmyndin um þjóðlega list hlýtur að stangast á við kröfuna um að hér ríki fjölbreytni og margbreytileiki í listsköpun. VIKristján Karlsson átti kost á því að dvelja íBandaríkjunum á mótunarárum sínum. Hall- dór Laxness fékk líka tækifæri til að nema hjá Bene- diktsmunkum í Lúxemborg og erfitt er að ímynda sér hvernig list þeirra Páls Ísólfssonar og Jóns Leifs hefði þróast, hefðu þeir ekki átt kost á því að stunda tón- listarnám í Leipzig þar sem þeir kynntust helstu straumum og stefnum líðandi stundar. Tækifæri list- nema til að stunda nám erlendis verða sennilega mörg um ókomnar stundir. Það verður þó spennandi að fylgjast með þróun þeirra mála eftir að Listahá- skóli Íslands hefur kvatt sér hljóðs, skóli sem án efa á eftir að marka sterk spor í íslenskt menningarlíf. NEÐANMÁLS BARÁTTAN fyrir borgarstjórnarkosning-ar í Reykjavík hófst fyrir alvöru um dag-inn þegar menntamálaráðherra og borg-arstjóri mættust í Silfri Egils Helga- sonar á Skjá einum. Þessi fyrsta lota var hið ágætasta sjónvarpsefni; Björn Bjarnason sótti nokkuð stíft, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð- ist en svaraði líka snarplega fyrir sig. Það sem vakti sérstaka athygli mína voru til- vitnanir ráðherra í gagnrýni á meirihluta borg- arstjórnar sem hann sagði að Hallgrímur Helga- son rithöfundur hefði birt á opinberum vettvangi. Björn tók Hallgrím sem dæmi um fyrrum stuðningsmann R-listans sem hefði nú snúið baki við Ingibjörgu Sólrúnu vegna óánægju með þróun borgarinnar undir hennar stjórn. Borgarstjóri lét sér fátt um finnast og gaf lítið fyrir þekkingu Hallgríms á borgarmálum. Ástæða þess að ég sperrti þarna eyrun voru nýafstaðnar (eða nýbyrjaðar?) deilur um póli- tíska þræði í skáldsögu Hallgríms, Höfundi Ís- lands. Stjórnmálafræðingurinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson hrinti boltanum af stað skömmu fyrir jól í grein um sögu Hallgríms þar sem hann hrósaði höfundi fyrir það „hugrekki“ að takast á við stuðning Halldórs Laxness (í líki Einars J. Grímssonar) við ógnarstjórn Stalíns. Ýmsir andmæltu því sem Hannes Hólmsteinn hafði að segja um Nóbelsskáldið; Hallgrímur lýsti hins vegar sjálfur yfir ánægju með túlkun stjórnmálafræðingsins á verki sínu. Í kjölfarið snerist umræðan ekki aðeins um stjórnmálaskoðanir Halldórs Laxness á tímum kalda stríðsins heldur einnig um stöðu Hallgríms Helgasonar í pólitískri lognmollu samtímans. Ei- ríkur Guðmundsson klappaði þann stein í pistli í menningarþættinum Víðsjá á Rás 1 þar sem hann kallar grein Hannesar Hólmsteins „ritdóm frá ríkisstjórn Íslands“ og þykir nöturlegt að Hallgrímur hafi með Höfundi Íslands skrifað sig „beinustu leið í faðminn á íhaldssamri og úldinni orðræðu, að sá faðmur skyldi verða svo hlýr sem raun hefur borið vitni og að Hallgrímur skyldi síðan fagna vistinni í þeim faðmi“. Furðar Eirík- ur sig á af hverju höfundurinn stendur ekki með bókmenntunum – og þá væntanlega gegn vald- inu. Já, það er vandlifað. Nú stefnir auðvitað allt í að helsta hitamálið í borgarstjórnarslagnum verði Hallgrímur Helga- son. Næst þegar Björn Bjarnason vitnar í gagn- rýni Hallgríms á R-listann mun Ingibjörg Sólrún væntanlega rifja upp þá mynd sem Hallgrímur og meðhöfundar hans drógu upp af ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins í ágætu áramótaskaupi Sjónvarpsins. Og áfram geta þau svo bitist um hvort þeirra eigi meira (eða minna) í höfundi Höfundar Íslands. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum fjölmiðlum. Mér segir hins vegar svo hugur að höfund- urinn loki sig inni meðan þessu fer fram. Hann er vísast að vinna að langri skáldsögu um ríkis- stjórnina eða borgarstjórnina, nema hvort tveggja sé – nýrri háðsádeilu um þá sem ánetjast valdinu. FJÖLMIÐLAR HVER Á HÖFUNDINN? „Og áfram geta þau svo bitist um hvort þeirra eigi meira (eða minna) í höfundi Höfundar Ís- lands. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum fjöl- miðlum.“ J Ó N K A R L H E L G A S O N frægan í breskum eftirstríðs- bókmenntum. Þó hafa fáir svarað gagnrýni Hallgríms sem er undrunar- efni ef sýnileiki hans í íslensku menn- ingarlífi er hafður í huga. Það hlýtur að teljast lofsvert hvernig Hallgrímur hefur á undanförnum árum reynt að hrista upp í íslensku menningarlífi en kannski er hann haldinn fullmiklum eldmóði. Kannski taka margir honum eins og ofurnæmu þjófavarnarkerfi í bíl nágrannans sem fer í gang hvert sinn sem einhver á leið hjá. Alda Björk Valdimarsdóttir Bókmenntavefurinn www.bokmenntir.is Rithöfundurinn er ólæs Það getur tekið langan tíma að skrifa skáldsögu. Höfundurinn þarf að ferðast langa leið á skáldfáknum áð- ur en hann nær til lesenda sinna. Að lokum nær hann þó heim í hlað og er oftast vel tekið í fyrstu. Hann afhendir þeim bók sína. Húsfreyja les titilinn af kápunni og spyr rithöfundinn hvað hann þýði. Fátt verður um svör. Rithöfundurinn er ólæs. Hann var bara sendur yfir á næsta bæ með skilaboð, skilaboð sem hann skilur ekki sjálfur. Því ef hann gerði það hefði hann aldrei farið. Og þá hefðum við aldrei haft góða sögu til að segja. Spurningin er hinsvegar: Hver sendi hann? Í mínu tilfelli er svarið: „1. apríl.“ Hallgrímur Helgason Bókmenntavefurinn www.bokmenntir.is ÍMYND Hallgríms Helgasonar verð- ur sífellt flóknari eftir því sem hann verður sýnilegri í íslensku menning- arlífi. Það er ómögulegt að greina pistlahöfundinn eða uppistandarann frá ljóðskáldinu, og myndlistar- manninn eða leikskáldið frá skáld- sagnahöfundinum. Á sama hátt get- ur mönnum reynst erfitt að skilja ímyndina frá manninum því að Hallgrímur hefur öðrum listamönn- um fremur nýtt sér möguleika ís- lenskrar fjölmiðlabyltingar. Hann hefur átt sinn þátt í að móta nýja og þróttmikla íslenska menningu sem verður sífellt miðlægari og er um margt afleiðing þeirra upp- gangstíma sem orðið hafa í efna- hagslífi landsins. Hallgrímur er mjög gagnrýninn á þjóð og menn- ingu og kemur óvægum skoðunum sínum á framfæri í greinum, pistlum og viðtölum. Hann finnur að stofn- unum eins og ríkissjónvarpinu og öðrum opinberum menningarrekstri. Honum er illa við gagnrýnendur (sérstaklega bókmenntafræðinga), og hefur ekki mikið álit á Beckett, módernisma, mínimalisma, atóm- skáldskap, sjónvarpskringlunni, jap- önsku hækunni, austur-evrópskum menningaráhrifum og samfylking- unni. Svona mætti lengi telja. Listinn yfir allt sem Hallgrímur þolir ekki er ansi langur og sterk afstaða lista- mannsins gerir það að verkum að hann minnir svolítið á þá reiðu ungu menn sem gerðu garðinn ÞJÓFAVÖRNIN HALLGRÍMUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Tjarnarlíf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.