Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 5 máli skiptir, ég hika við að segja rétt mál, en eitthvað sem máli skiptir, þá er líka hægt að taka mark á því ljósi sem það varpar á allt aðra hluti en um er talað í kvæðinu sjálfu.“ Kristján segir að það sé svolítið undir heppninni komið að yrkja, að fá hugmyndir og ná að gera gott kvæði. „Það eru ýmsir höf- undar að kvæði: skáldið, lesandinn og heppnin, öðru nafni innblástur. Það mætti kannski telja þann fjórða kvæðið sjálft sem heimtar sitt. Kvæðið sjálft ræður alltaf að einhverju leyti ferðinni. Eðlið, formið, heimtar að kvæðið sé frekar svona en öðruvísi.“ Kristján bendir á að fólk skilur kvæði á mis- mundandi hátt og að gagnrýni er ekki hluti af ljóðinu sjálfu heldur einhver viðbót við það. „Við segjum náttúrulega oft að kvæði sé fallegt án þess að geta út- skýrt af hverju og við það situr. Höf- undurinn talar ekki beint í kveð- skap. Til þess hef- ur hann ritgerð eða bara samtal. Auðvitað er til mikið af afskap- lega góðri gagn- rýni, vel hugsaðri og allt það. En hún er samt ekki kvæðið sjálft held- ur eitthvað út frá kvæðinu. Hún er önnur tegund af list ef vel tekst til og er eitthvað sem varpar ljósi á kvæðið en stendur til hliðar við það.“ Kristján segir að þegar við segjum að kvæði sé áhrifa- mikið og fallegt án þess að við getum útskýrt að gagni hvað við eigum við séum við að hlusta á kvæðið sjálft. „Ég býst við að það þurfi að vera einhver staður í kvæðinu sem er með þeim hætti að þótt hver lesi það með sínum hætti og skilji það óhjá- kvæmilega með sínum hætti þá hafi kvæðið sjálft líka sjálfstæða rödd, en lagi sig ekki bara að því sem hverjum finnst. Ef við get- um ekki útskýrt hvað það er sem okkur finnst svo fallegt við kvæði er það af því að við getum ekki útskýrt sjálfa rödd kvæðisins. Það er aftur á móti auðvelt að segja hvað okkur finnst á einhvern hátt, en þá erum við að segja það sem kvæðið kann að segja okk- ur um okkar eigin hugmyndir.“ Kristján, nú var faðir þinn sparisjóðsstjóri á Húsavík, en hann var líka alþingismaður. Hafðir þú aldrei áhuga á að feta í fótspor föður þíns og taka þátt í stjórnmálum? „Ég hafði áhuga á stjórnmálum þegar ég var strákur. Og ég hef áhuga á stjórnmálum, en ekki til að taka þátt í þeim. Ekki til að vera í flokki.“ Kristján segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á sagn- fræði og þetta tvennt, sagnfræði og pólitík, sé samtvinnað. „Pólitík er fyrirbæri sem á eftir að verða sagnfræði, pólitík er efni í sagnfræði. Sagnfræði sem er að gerast í kringum mann, en ekki búið að laga til eftir sagnfræðinni. Ekki búið að móta eins og hún reynir að gera. Svo framarlega sem við tökum sagnfræði alvar- lega, sem ég held við verðum að gera, þá held ég að hún sé ekkert voðalega mikil sannfræði.“ Það er kannski af því að fólk sér sannleikann á mismunandi hátt og sagnfræðin mótast af því hver skrifar hana? „Já einmitt, það fer eftir því hver skrifar. Með öðrum orðum það er ekki til algild sagnfræði. Nema í skáldskap, hugsan- lega.“ Kristján hefur mjög ákveðnar skoðanir á að nota kvæði til að koma áleiðis áróðri og finnst þetta tvennt ekki eiga neina samleið. „Það er afskaplega vandmeðfarið að reka áróður í kveðskap vegna þess að þá ertu eiginlega bú- inn að útiloka hið óvænta. Þá ertu búinn að ein- angra þig við að tala eins og þú heldur að aðrir hugsi því það er þannig sem áróðurskveðskap- ur nær til annarra, með því að setja sig inn í hugmyndir þeirra, og það er afskaplega mikil einföldun. Þú ert að stýra kvæðinu of mikið ef þú yrkir áróðurskvæði. Þá gefurðu kvæðinu sjálfu ekki málfrelsi í raun og veru.“ Kristján bendir á að ættjarðarljóðin, jafn falleg og mörg þeirra eru, séu í raun ekkert annað en þjóðern- isáróður. „Andinn í þeim er nú samt ekki tóm- ur áróður. Í eðli sínu eru þau myndræn eða kannski söngræn. En eiginlega er það mynd- ræni þátturinn í þeim sem gerir þau sjálfstæð- an kveðskap óháðan eigin áróðri. Bestu ætt- jarðarljóðin eru meira en áróður og það gerir tvennt, að þau eru myndræn og hvað tilfinn- ingin er persónuleg í þeim. Þetta eru ástarljóð í dulbúningi ættjarðarljóða. Og ástin er mikil uppspretta kveðskapar.“ Þú hefur samið fjöldann allan af kvæðum en er eitthvert ljóð sem þér þykir vænna um en önnur? „Mér þykir vænt um svolítinn kvæða- flokk sem heitir Guðríður á vori og er úr þriðju bókinni. Sömuleiðis þykir mér vænt um New York-bókina í heild vegna þess að í henni er samankomið fólk og staðir sem mér þótti vænt um. Ég var þarna í skóla og einnig sótti ég mik- ið þangað eftir að ég varð einn. Ég var mann- blendinn í þá daga og hafði gaman af að hitta fólk.“ Þessi ljóðabók er tileinkuð Elísabetu, konunni hans. „Mér fannst hún eiga mikið í ljóðunum, þótt við höfum aldrei búið í New York. Við höfum komið þar oft svo þau eru líka bundin henni. Elísabet hefur líka orðið efni í kvæði og í bókinni Kvæði 94 er kvæði sem heit- ir „Úr bréfi til Elísabetar“. „Þegar ég skrifaði það var ég niðri í Madrid og hún heima á Ís- landi. Það er eitt af þeim kvæðum sem mér þykir vænt um. Það eru nú ýmis fleiri kvæði ort til hennar þó að það standi ekki beinum orðum.“ Þau Elísabet hafa nú verið gift í nærri fjörutíu ár. Kristján segir að það séu ekki bara góðar minningar sem verða til þess að manni þykir vænt um kvæði. „Það er líka annað, að manni þykir vænt um kvæði því maður heldur sig vera að bjarga einhverju frá því að gleym- ast.“ Þú lest mjög mikið og átt myndarlegt bóka- safn. Er einhver rithöfundur í mestum metum hjá þér? „Ég hef til dæmis afskaplega miklar mætur á rithöfundi sem hét Vladimir Nabo- kov. Ég þekkti hann svolítið því hann var pró- fessor við Cornell í Íþöku þegar ég var þar og kom einstaka sinnum á safnið. Ég þýddi eina smásögu eftir hann.“ Kristján dregur fram bók og sýnir mér inngang þar sem prófessorinn lýsir erfiðleikunum við að kenna fólki að bera fram nafnið sitt. Kristján brosir að þessum góðu endurminningum en heldur svo áfram: „Ég hef í seinni tíð miklar mætur á ljóðskáldi sem hét Geoffrey Hill og er enskur. Nú orðið les ég mest af ljóðum og reyfurum og kannski dálítið af gagnrýni og sagnfræði.“ Kristján hefur þýtt fleira en Nabokov, meðal annars smásögur eftir William Faulkner, Ehrengard eftir Karen Blixen og smásögur eftir ýmsa höf- unda. Flestar kvæðabækurnar heita eftir ártalinu þegar þær komu út. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Ekkert annað en það að ég byrjaði á þessu og hélt áfram. Fyrsta bókin hét Kvæði, en svo var ég í vandræðum næst og þá tók ég bara ártalið og hélt því svo áfram. Mér finnst eiginlega leiðinlegir þessir kvæðabókatitlar sem eru eins og skrauthúfur á bókunum. Svo mér fannst þetta ágætt þegar ég var búinn að koma mér niður á þetta. Það sparar manni líka þá fyrirhöfn að vera að hugsa um heiti á bæk- urnar.“ Kristján hefur fengið ýmis verðlaun og við- urkenningar fyrir verk sín. Hann var til að mynda tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir New York árið 1985, fékk Davíðspennann fyrir Kvæði 90 árið 1991 og svo laun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins árið 1992. Hvaða þýðingu hafa slíkar viður- kenningar fyrir rithöfund? „Ég er heldur á móti þeim. Það er auðvitað afskaplega þægi- legt að fá vasapeninga, en ég er á móti þessu þegar það er orðið einhvers konar inngróið kerfi í bókmenntum og listum. Þá fer ekki hjá því að listamennirnir fari að vinna að einhverju leyti með tilliti til þeirra jafnvel þótt þeir ætli sér það ekki. Ég hef grun um að það hafi vond áhrif þannig, en það gerir kannski ekkert ef maður fær þau óvænt.“ Þetta hlýtur nú samt að teljast ákveðinn heiður og viðurkenning á því sem þú hefur verið að gera? „Ég fékk líka einu sinni listamannalaun. Þá voru þau svona almennari og voru í tveimur flokkum og ég var settur í fyrsta flokk, en ég afþakkaði þau því ég vildi ekki hafa þetta yfir mér. Ég held það hafi ekki góð áhrif að búast við eða keppa að lista- mannalaunum. Það er eitthvað svipað og að lesa undir próf, er það ekki?“ Kristján er orðinn áttræður en er síður en svo búinn að leggja árar í bát. Hann skrifar ennþá af kappi og nýlega birtust ljóð hans í Fálkanum og svo er hann með ljóðabók í smíð- um. „Það segja sumir að rithöfundar eigi blómaskeið í tuttugu ár. Það sem á undan fer sé undirbúningur og hitt endurtekning á þeim sjálfum. Ég er búinn að vera að þessu tíu árum lengur. Mér finnst ég ekkert yrkja verr en ég gerði fyrir 10–15 árum, en ég hef kannski minni þörf fyrir það.“ Kristján skrifaði á tíma- bili á hverjum einasta morgni og sat þá við í tvo til þrjá tíma í senn. Nú orðið er minni regla á þessu hjá honum og hugmyndirnar geta allt eins komið þegar hann vaknar upp um miðja nótt. Hann finnur aðeins fyrir því að aldurinn er að færast yfir. „Ég geri uppköst og geymi þau lengur en góðu hófi gegnir.“ Kristján segir hafa staðið til að gefa út bók fyrir jólin en af því varð ekki. „Ég var nú eiginlega búinn með bók, en svo fór ég að breyta henni svo mikið að það var orðið of seint. En það kemur sennilega út ljóðabók seint á árinu.“ Nú ertu orðinn áttræður. Eftir að hafa lifað langa ævi er eitthvað sem þú vildir hafa gert öðruvísi? Kristján hugsar sig um í smástund áður en hann svarar: „Sjálfsagt margt, en ætli það færi ekki bara aftur á sömu leið?“ Kristján Karlsson Höfundur er háskólanemi. „Það er afskaplega vandmeðfarið að reka áróður í kveðskap vegna þess að þá ertu eig- inlega búinn að útiloka hið óvænta. Þá ertu búinn að einangra þig við að tala eins og þú heldur að aðrir hugsi því það er þannig sem áróðurskveðskapur nær til annarra, með því að setja sig inn í hugmyndir þeirra, og það er afskaplega mikil einföldun.“ gjörðir manns. Þennan stein má klappa með fulltingi kanadíska heimspekingsins Charles Taylor. Hann segir að menn verði ekki frjálsir við það eitt að ytri tálmunum sé rutt úr vegi þannig að við getum gert það sem okkur sýnist án þess að skaða aðra. Í reynd eru til óend- anlega margar tálmanir, við verðum að greina á milli mikilvægra og ómikilvægra hindrana. Ef svo væri ekki gætum við fullt eins haldið því fram að Albanía kommúnismans hafi verið frjálsara land en Bretland þótt trúarbrögð hafi verið bönnuð í kommúnistaríkinu. Það voru nefnilega miklu færri götuljós í Albaníu en í Bretlandi og rautt ljós hindrar áreiðanlega fleiri athafnir en ófrelsi í trúmálum. Samt telj- um við Bretland frjálsara land af því við telj- um trúarbrögð mikilvægari en gönguferðir. Taylor bætir því svo við að innri hindranir geti valdið jafnmikilli frelsissviptingu og ytri tálm- anir. Menn sem eru haldnir ofboðslegri fíkn í eiturlyf eða áfengi eru ekki frjálsir. Sama gild- ir um fólk sem liggur marflatt fyrir valdhöfum. Engin frjálslynd lagasetning getur gert slíkt fólk frjálst. Fyrst verður að losa það við þær innri hömlur sem gera það að fíklum eða und- irlægjum. Ég hugsa að það sé mikið til í gagnrýni Taylors og ætla má að Atli sé sama sinnis. Rökleg afleiðing hennar er sú að oftast nær er erfitt að kveða á um hvort menn séu frjáls- ir í raun og sann. (III) Atli (og frjálshyggjumenn) virðist gefa sér að einstaklingurinn sé hinn eini sanni burðarás réttlætisins. En eins og ég benti á í nýlegri grein (Lesbók 24.11.) má efast um að einstaklingurinn sé til. Sumir segja að ein- staklingurinn sé bara verkstjóri fyrir heila- stöðvar sem taki ákvarðanir óháðar hver ann- arri. Aðrir segja að einstaklingurinn sé félagslegt sköpunarverk, bundið sérstökum samfélagsháttum. Utan vestrænna samfélaga skynji menn sig ekki sem einstaklinga heldur sem hluta af samfélaginu. Svo segir Michel Foucault að hinn vestræni einstaklingur sé orðinn hallur úr heimi og hafi reyndar aldrei verið alveg raunverulegur. Það gefur augaleið að sé einstaklingurinn blekking þá getur hann ekki haft náttúruleg réttindi. (IV) Frjálshyggjumenn (og kannski Atli líka) telja að einkaeignarréttur sé jafnan af hinu góða, afskipti ríkisvaldsins oftast af hinu illa. En svona einföld er veröldin ekki. Sagt er að frjáls viðskipti á heimsvísu gefi stórfyr- irtækjum í einkaeign ofurvald yfir starfsfólki sínu. Þjóðverjarnir Hans-Peter Martin og Harald Schumann segja í bók sinni Gildra hnattvæðingarinnar (Die Globalisierungsfälle) að fjölþjóðafyrirtækin einfaldlega hóti að flytja fyrirtæki sín til annarra landa, séu starfsmenn með múður. Þannig tókst þýska fyrirtækinu Viessman að neyða starfsmenn sína til að sætta sig við að vinna þrjá tíma kauplaust í viku með því að hóta að flytja fyr- irtækið til Tékklands. Í ofanálag hafi stórfyr- irtækin ráð ríkisstjórna í hendi sér. Þess eru dæmi að fyrirtækin hafi kúgað fé út úr skatt- greiðendum, heimtað niðurgreiðslur og fríð- indi. Að öðrum kosti flytji þau starfsemi sína til annarra heimshorna. Sé þetta rétt má efast um að einkafyrirtæki séu alltaf frelsismegin, ríkið kúgunarmegin. Kannski eru tilvik þar sem rétt er að ríkisvaldið takmarki frelsi slíkra fyrirtækja í þeim tilgangi að vernda frelsi almúgans. Auðvaldið er stundum vanda- málið, þótt ríkið sé það ef til vill oftar. Niðurstaða mín er í fyrsta lagi sú að meg- inreglur frjálshyggjunnar eru vart í anda nátt- úruréttar, sé slíkur réttur til. Í öðru lagi er málflutningur Atla ekki tiltakanlega sannfær- andi. Hann á starf fyrir höndum og það á ég líka. En mín iðja er obboð duggunarlítil, ég vil ekki verja neina sérstaka stjórnmálastefnu heldur vera pólitískur efasinni, jafnvel póli- tískt hrekkjusvín. Ég vitna hvorki í Hayek né Marx heldur læt mér nægja spekimál hans Bobs míns Dylans: „There is no left wing nor right wing, only up wing and down wing.“ Höfundur kennir heimspeki í Noregi. „Rétt eins og frjálshyggju- menn átelur Atli ríkisvaldið fyrir að setja allra handa lög sem brjóti gegn frels- isreglunni. Ríkinu ber fyrst og fremst að setja lög sem verndi einstaklingsfrelsi.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.