Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 K RISTJÁN Karlsson tekur brosandi á móti mér og býður mér inn í glæsilega stofuna. Húsgögnin eru vönduð og veggina prýða málverk eftir þekkta listamenn eins og Gunnlaug Blöndal og Krist- ján Davíðsson. Fallegum munum er raðað á snyrtilegan hátt í glugga- kisturnar og á lítil borð. Það er ekki ofhlaðið svo hver hlutur nýtur sín til fulls. Líkt og ljóðin hans Kristjáns þar sem hvert orð hefur ákveðna merkingu og engu er ofaukið. Krist- ján býður mér kaffi og sérríglas, við komum okkur þægilega fyrir í sófanum og hefjum samtalið. Kristján hefur fengist við ýmislegt um æv- ina og það flest tengt bókmenntum á einn eða annan hátt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, BA-prófi í enskum bókmenntum frá University of Calif- ornia, Berkeley árið 1945 og MA-prófi í sam- anburðarbókmenntum frá Columbia Univers- ity í New York árið 1947. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Bókaútgáfunni Norðra 1947– 48, var bókavörður við Fiskesafn í New York 1948–52, vann við ýmis útgáfustörf hjá Bóka- útgáfunni Helgafelli 1954–84, var á tímabili rit- stjóri Nýs Helgafells, Andvara og Skírnis. Undanfarin 25–30 ár hafa ritstörfin verið hans aðalstarf. Þegar Kristján var tvítugur að aldri hélt hann til Bandaríkjanna í nám. Hann fór einn og átti engan að í Bandaríkjunum. Það hlýtur að hafa verið sérstakt á þessum tíma að fara til útlanda til náms? „Íslendingarnir voru reynd- ar fáir við nám í Bandaríkjunum á þessum ár- um, en það var t.d. dálítill hópur af Íslend- ingum í Berkeley í Kaliforníu þar sem ég var.“ En hvernig stóð á því að Bandaríkin urðu fyrir valinu? „Ja, þetta var á miðjum stríðsárunum, árið 1942, og það var ekki svo auðvelt að fara annað.“ Málakunnáttan var honum ekki til trafala því hann hafði góða enskukunnáttu úr menntaskóla. „Ég kunni menntaskólaensku. Ég var bara býsna góður því ég hafði svo góð- an kennara. Hann hét Sigurður Líndal Pálsson og var lengi menntaskólakennari á Akureyri.“ Í Bandaríkjunum kynntist Kristján fyrri konu sinni, Nancy Davies. ,,Ég kynntist henni í Berkeley. Hún var þar við nám í enskum bók- menntum eins og ég. Við vorum í Kaliforníu í tvö og hálft ár en fórum svo til New York þar sem ég stundaði nám við Columbia University í tvö ár. Síðan fórum við til Íslands.“ En þau höfðu ekki verið lengi á Íslandi þegar sorgin knúði dyra. Nancy veiktist af krabbameini og það náðist ekki að komast fyrir það. „Við fór- um aftur til Bandaríkjanna og ég fékk atvinnu við íslenska safnið í Íþöku í New York, Fiske- safnið. Hún dó í Íþöku.“ Þau voru jafnaldrar, og hún var aðeins 26 ára þegar hún lést. „Eftir að konan mín dó undi ég mér þar ekki lengur og fór til New York. Þar var ég í tæpt ár og vann fyrir mér með því að skrifa eitthvað. Svo fór ég heim til Íslands og hef átt heima hér að mestu leyti síðan.“ Kristján starfaði í fjögur ár við Fiskesafnið. „Þetta er gamalt íslenskt safn sem upphaflega var gefið af amerískum auðmanni sem hét Williard Fiske. Svo var því haldið við og keypt- ar allar íslenskar bækur og bækur um Ísland sem náðist í. Ég var bara einn bókavörður og það var svo sem ágætt. Ég hafði góðan tíma og gat lesið það sem ég vildi.“ Kristján byrjaði að skrifa um þetta leyti. „Ég byrjaði að skrifa eftir að við konan mín fluttumst til New York. Ég skrifaði á ensku dá- lítið af sögum sem ég reyndi að selja. Mér tókst stundum að selja sögu og sögu, en ekki í nein stór tímarit. Frekar í lítil bókmenntarit. Ég tek það fram að ég skrifaði undir dulnefni og hef aldrei gefið það upp. Ég er feginn að vera laus við þetta.“ Sumar sögur Kristjáns sem komið hafa út síðar gerast í Bandaríkjunum. Til dæmis í smásagnasafninu „Komið til meg- inlandsins frá nokkrum úteyjum“. Skyldu þetta að einhverju leyti vera sömu sögur? „Nei, engar sem hafa komið út áður,“ segir Kristján og hlær stríðnislega. Það er sem sagt borin von að finna út dulnefnið þannig. Kristján hefur ekki aðeins verið búsettur í Bandaríkjunum því hann dvaldist á tímabili á Spáni og í Frakklandi. Þetta var á árunum 1954–55 og svo aftur í kringum 1960. Á Spáni orti hann flest kvæðin sem eru í fyrstu bók hans og skrifaði ritgerð sem hann hafði tekið að sér að gera um Bjarna Thorarensen. Krist- ján hefur haldið málakunnáttunni við og les sér til gamans bæði á spænsku og frönsku. En hvaðan koma hugmyndirnar að ljóðun- um, byggirðu á raunverulegum persónum? „Ég orti eina bók sem heitir New York og hún er flokkur um raunverulegt fólk og staði sem ég þekkti þar. Það er sú bók sem ég átti auð- veldast með að yrkja því mér fannst þetta allt vera fyrirfram til.“ Kristján segist heyra kvæðin áður en hann skrifar þau. „Ég heyri hrynjandina og einhver brot úr efninu. Þá kemur það smám saman. Sumir tala um að kvæðin séu myndrík, en ég skil þau eiginlega minna þannig heldur heyri ég þau. Ég sé kvæðin eftir á fyrir mér eins og einhvers konar byggingu sem þú getur gengið um fram og aftur. Þar eru alls konar munir, húsgögn. Þau eru ekki runur, ekki upptaln- ingar, heldur frekar ferhyrningur, eins og ein- hvers konar hús. Þetta er jú mín tilfinning.“ En hafa ljóðin þín breyst mikið í gegnum árin? „Áður notaði ég meira rím og miklu fastari bragarhætti. Sömuleiðis orti ég kannski efn- islega frjálslegar áður. Ég held að kvæðin mín séu einfaldari núna og ég fæst frekar við eitt efni í einu en að fara víðar yfir. Eða þannig koma þau mér fyrir sjónir. Ég er ekkert sér- staklega hrifinn af því og vil ekkert endilega hafa þau þannig.“ Kristján samsinnir því þó að það sé efnið sem mestu máli skiptir. „Hins veg- ar er það sem gefur öllum kvæðum líf eitthvað sem kemur óvænt og á ekki alveg heima þar. Eitthvað sem gefur þeim litríki og líf. Og mað- ur má helst ekki missa það. Þetta óvænta er það sem maður er að fiska eftir. Það er eins og náðargjöf.“ Þú hefur stundum haldið því fram að kvæði hljóti fyrst og fremst að lýsa sjálfu sér til þess að hægt sé að taka mark á því sem það segir um aðra hluti. Hvað áttu nákvæmlega við með þessu? „Kvæðið þarf að standa fyrir sínu sem sjálfstæð heimild um eitthvað. Efni skáldskap- ar getur verið hvað sem er en kvæðið er heim- ild. Hún þarf að vera heimild sem sannfærir mann af sjálfu sér. Ef kvæðið getur sannfært mann um að það sé að fara með eitthvað sem KVÆÐIÐ HEFUR SÍNA EIGIN RÖDD Kristján Karlsson hefur verið eitt af fremstu ljóðskáldum landsins um árabil. Í þessu viðtali ræðir hann um fer- ilinn og eðli skáldskaparins og segir meðal annars: „Það eru ýmsir höfundar að kvæði: skáldið, lesandinn og heppnin, öðru nafni innblástur. Það mætti kannski telja þann fjórða kvæðið sjálft sem heimtar sitt. Kvæðið sjálft ræður alltaf að einhverju leyti ferðinni. Eðlið, formið, heimtar að kvæðið sé frekar svona en öðruvísi.“ E F T I R L A U F E Y J U Ó S K Þ Ó R Ð A R D Ó T T U R þeir brjóti ekki á rétti annarra, skerði frelsi þeirra (þennan rétt ver Bastian bæjarfógeti af mikilli hind í Kardemommubænum). Rétt eins og frjálshyggjumenn átelur Atli ríkisvaldið fyrir að setja allra handa lög sem brjóti gegn frelsisreglunni. Ríkinu ber fyrst og fremst að setja lög sem verndi einstaklingsfrelsi. En hér er margs að gæta og hyggst ég setja fram fjórar mótbárur gegn Atla annars vegar, frjálshyggjunni hins vegar. Þessar mótbárur eru í númeraðri röð: (I) Það er hreint ekki hlaupið að því að draga skarpar markalínur milli lagasetningar sem eykur einstaklings- frelsi og þeirrar sem takmarkar það. Eru nú- verandi lög um framseljanlega fiskkvóta í anda frjálsra samfélagshátta? Eða eru þau þvert á móti ólög af verri gerðinni sem rétt- læta þjófnað og einokun hennar „Tótu forljótu sem átti kvóta“? Lítum á aðra spurningu, ná- skylda: Er víst að ríkjandi lög um einkarétt ákveðinna aðilja á hagnýtingu erfðarannsókna séu ekki brot á mannréttindum? Spyr sá sem ekki veit, undirritaður er nefnilega ekki alvit- ur, gagnstætt frjálshyggjumönnum. „Mitt kall er ekki að svara, heldur spyrja,“ segir skáldið og ég tek undir og held áfram spurningahrin- unni: Hvort eru lög um frjálsar fóstureyðingar lög sem efla eða takmarka frelsið? Fylgjendur slíkra laga segja afdráttarlaust „já“ því þeir telja að þessi lög tryggi frelsi konunnar til að ráða eigin líkama. Andstæðingarnir svara með háværu „neii“, þess lags lög skerða frelsi fóst- ursins. Deilan snýst ekki síst um það hvort fóstrið er sjálfstæður einstaklingur eða bara hluti af líkama móðurinnar rétt eins nögl eða hárstrá. Sjálfur treysti ég mér ekki til að svara þessari spurningu en hyggst þess í stað hyggja að mögulegri mótbáru Atla. Hann gæti nefni- lega sagt að sú staðreynd að stundum er erfitt að finna mörkin milli frelsis og ófrelsis sanni það ekki að það sé alltaf eða oftast erfitt. Svar mitt við þessu hugsaða svari er m.a. að Ludwig Witt- genstein benti réttilega á að ekki er til nein regla fyrir því hvernig beita eigi reglu. Hann ræddi ekki frelsisregluna en ljóst má þykja að ekki er heldur nein formúla fyrir beitingu henn- ar. Við höfum séð þetta formúluleysi í dæm- unum sem ég tók en mér finnst sennilegt að sama gildi um alla mögulega beitingu frels- isreglunnar. Þó ber að viðurkenna að til eru skóladæmi um frelsi og ófrelsi. Fanginn í svart- holinu er skóladæmi um ófrjálsan einstakling. Konan sem getur valið „um vegi og átt“ og þarf ekki að hylja ásjónu sína er skóladæmi um mannveru sem nýtur lágmarksfrelsis. Hún er enn frjálsari láti hún ekki karlpunga segja sér fyrir verkum. (II) Atli hefur í fyrri grein sett fram prýðilega gagnrýni á þá hugmynd frjálshyggjunnar að frelsi sé eingöngu fólgið í því að aðrir hindri ekki ATLAMÁL HIN NÝJU E F T I R S T E FÁ N S N Æ VA R R ATLI Harðarson heimspekingur hefurlöngum glatt lesendur Lesbókarmeð góðum rabbgreinum. Fyrirnokkru (13.10.) reit hann rabbgrein þar sem hann gerir vildarrétt og náttúrurétt að umtalsefni. Vildarréttur byggir á manna- setningum, það er lögum, sköpuðum af mis- vitrum mönnum. Margir telja að allar siða- og lagareglur séu þessa eðlis, aðrir segja að sum- ar reglur séu réttlátar í sjálfum sér. Slíkar reglur mynda kjarnann í náttúruréttinum. Af skrifum Atla verður ekki annað séð en að hann sé náttúruréttarsinni. Ekki verður séð að Atli reyni að sanna að til séu náttúruleg réttindi, heldur virðist hann gefa sér að svo sé. Það er reyndar ekki heiglum hent að sanna tilveru slíkra réttinda því er kannski best að tala sem minnst um þau. Annar galli á málflutningi Atla er að hann talar eins og hreinræktaður frjáls- hyggjumaður þótt hann hafi gagnrýnt frjáls- hyggjuna á öðrum vettvangi. Reyndar er ekki óalgengt að frjálshyggjumenn séu nátt- úruréttarsinnar. Þeir segja gjarnan að frels- isreglan svonefnda sé í samræmi við nátt- úrurétt. Reglan sú kveður á um að menn hafi rétt til að gera það sem þeim sýnist svo fremi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.