Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 L ISTA- og sýningahöllin í Bonn heiðr- aði hinn heimsþekkta listaverka- safnara Hans Heinrich Thyssen- Bornemisza með sýningunni, Frá Breughel til Kandinsky, sem stóð yfir frá 7. september til 25. nóvem- ber 2001. Tilefnið var áttatíu ára af- mæli stálbarónsins, eins og hann er stundum nefndur í daglegu tali, og hið langa hljómmikla nafn hans einnig stytt í Heny von Thyssen, eða einfaldlega barón Thyssen-Born- emisza. Þótt sýningin sé löngu afstaðin, þykir mér rétt að fara nokkrum orðum um hana ekki síst í ljósi íslenzkrar landslagshefðar. Þrátt fyr- ir nálægð hefðarinnar er þekkingin á þróun landslagsmálverksins á heimsvísu nokkuð á reiki, að ekki sé fastar að orði kveðið, en mis- skilningurinn og rangtúlkunin þeim mun meiri. Hér skal þó meira fjallað um sögu safnsins og og greina frá mönnunum að baki þess. Einkum stálbarónsins sem kórónaði verk forvera sinna, og með fulltingi hinnar fögru spánskættuðu konu sinnar, Carmen Thyssen-Bornemisza, hefur komið því í varanlegt húsnæði í Madrid. Við formlega opnun þess árið 1992 lágu þegar frammi tvær gríðarmiklar sýningarskrár/bæk- ur, eða katalógur eins og slík heimildarrit nefn- ast á alþjóðamáli, önnur spannar yfirlit á fyrri alda list en hin síðari 20 aldar list, og mega vera til vitnis um hið mikla umfang safnsins. Hér er um söfnunarástríðu út í fingurgóma að ræða sem gengið hefur í erfðir í beinan karl- legg, einstæða þekkingu og þefvísi á evrópska og ameríska myndlist, einkum málverk. Sagan hófst með langafanum, iðnrekanda, frá Rínar- landi, August von Thyssen (1842–1926), sem einnig var hinn eiginlegi frumkvöðull fjármála- veldis Thyssen barónanna og um leið safnsins. Grundvallaði iðnaðarsamsteypu sem byggðist upprunalega á jársmíðiverkstæðum. Þótt Aug- ust Thyssen væri í senn gæddur tilfinningu og þefvísi á myndlist var það fyrst á efri árum að hann gat látið undan þeirri ástríðu sinni. Í fyrstu var hugmyndin að safna höggmyndum eftir þekktustu myndhöggvara samtíðarinnar, og í því augnamiði sneri hann sér fyrst að Aug- uste Rodin sem var þeirra nafntogaðastur um þær mundir. Gegnum sambönd sín við Rodin og að nokkru leyti með aðstoð landa síns, skáldsins Rainer Marie Rilke, sem á þeim tíma var ritari Rodins, auðnaðist honum að fá myndhöggvar- ann til að taka að sér verkefni sem innibar röð marmaraverka. Fyrri heimsstyrjöldin batt enda á athafnasemi fjölskyldunnar á söfnunar- vettvangi og langafinn dó á árum er þýskur efnahagur átti í miklum erfiðleikum. Marmara- stytturnar sjö eftir Rodin voru í eigu fyrirtæk- isins til ársins 1956 er þær voru boðnar til sölu og núverandi barón festi sér þær. Fjórar stytt- urnar eru hluti af sameiginlegu safni Carmen Thyssen-Bornemisza og í Madrid geta áhuga- samir nálgast þær. Fyrsta vísi að því að Heinrich, sem var þriðji í röðinni af sjö sonum, Augusts Thyssens, væri farinn að leggja grunn að listasafni, finna menn í bréfaskriftum milli iðnjöfursins og Rodins, eink- um í einu frá 1911 sem varðveitt er í Rodin- safninu í París. Þar kemur fram að sonurinn sé farinn að sanka að sér myndverkum í Rohoncz- höllina, fjölskyldubústað konu hans í Ungverja- landi. Heinrich Thyssen-Bornemisza, sem var með doktorsgráðu í heimspeki frá háskólanum í London, hafði kvænst ungverskri aðalskonu, barónessu Margit Bornemisza de Kazon 1905. Þau neyddust til að yfirgefa Ungverjaland 1919 vegna byltingar sem Belâ Kun stóð fyrir og flutt- ust til Hollands. Í millitíðinni hafði Heinrich byggt upp eigið fjármálaveldi og klippt á öll bönd varðandi vélsmíðaveldi bróður síns. Það var svo í Hollandi að Hans Heinrich kom í heiminn 1921. Ekki var það af hégómagirni og sýndar- mensku að Heinrich tók upp merki föðurins, segir sitt að þrátt fyrir kolsvart efnahags- ástandið á þriðja áratugnum hélt hann ótrauður áfram. Fór þó með veggjum og þegar hann sýndi safnið fyrst á Nýja Pínakótekinu í München 1930, var það undir dulnefninu, Einkasafn Rohoncz-hallarinnar. Áhugasvið hans voru einkum mannamyndir, portrett, og einbeitti sér upprunalega að þýska skólanum á 15. og 16. öld. Fljótlega eignaðist hann myndir eftir Hans Baldung Grien, Albrecht Altdorfer, Lucas og Hans Cranach, Holbein eldri og yngri og fjölda annarra listamanna tímanna. Hann fylgdi annars hefðbundinni línu um listaverka- söfnun í Þýskalandi á þessum tímum, víkkaði sviðið með málverkum eftir hollenzka meistara; Robert Campin, Jan van Eych, Petrus Cristus, Rogier van der Weyden, Hans Memling og fleiri samtíða málara. Þarnæst sneri hann sér að ítölsku málverki, einkum frá endurreisnartíma- bilinu; Ghirlandajo, Carpaccio, Bellini-bræðr- unum, og Tizian. Á seinni hluta þriðja áratug- arins var hann einn þeirra safnara, sem nutu góðs af samkomulagi ítalska ríkisins og Bar- berini-fjölskyldunnar. Það gekk út á að hluti hins sögulega rómverska safns yrði seldur til virtra erlendra safna en hinn hlutinn yrði eign ítalska ríkisins. Þannig bættust Thyssen-Bor- nemisza-safninu fágæt málverk eftir Dürer, Caravaggio og Bernini. Í millitíðinni hafði Heinrich ákveðið að setjast að í Sviss með framtíð safnsins í huga. Í þeim til- gangi festi hann sér villu við Luganervatn 1932, sem hafði verið byggð nákvæmlega þrem öldum áður þ.e. 1632, og gekk undir nafninu Villa Fav- orita. Innréttaði hana í stíl sem hæfði safni sem skyldi opið almenningi og það lauk upp dyrum sínum 1936, en í upphafi seinni heimsstyrjald- arinnar 1939 var því lokað. Það var fyrst opnað aftur 1949 og nú stóð Hans Heinrich sonur hans fyrir því, faðirinn hafði látist 1947. Þrátt fyrir að Hans Heinrich væri yngstur fjögurra barna Heinrichs, erfði hann viðskipta- veldið og listasafnið. Eldri bróðir hans, sem hafði helgað sig rannsóknum á vettvangi líf- fræði tók þá ákvörðun að afsala sér sínum hluta arfsins og láta borga sig út úr fyrirtækinu. Að því kom þó að safninu var skipt og þar gengið gegn eindregnum tilmælum Heinrichs og stóðu dæturnar tvær að baki þeirri kröfugerð. En með miklum fórnum dugnaði og klókind- um tókst Hans Heinrich þrátt fyrir hina erfiðu tíma eftir seinni heimsstyrjöldina, að halda saman því mikilvægasta af safninu, þó ekki full- komlega. Hann markaði sér þá metnaðarfullu stefnu síðari hluta aldarinnar að kaupa sem mest aftur af upprunalegri eign fjölskyldunnar, meðal annars málverk Jan Breughels yngri, Edensgarður, sem gerðist svo seint sem 1988. Málverkið markaði svo upphaf umræddrar sýn- ingar í Bonn. Einnig vildi hann gera það heild- stæðara og festi sér verk málara eins og Duccio de Buenosegna, hvers málverk gerð í upphafi fjórtándu aldar og varðveitt eru í Siena marka grósprota seinni tíma landslagshefðar, Willem Kalf, Pieter Senredam, Francois Boucher, Francisco Goya o.fl. Ný svið lukust upp fyrir honum er hann festi sér vatnslitamynd eftir Emil Nolde 1961 og sama ár varð hann sér úti um fleiri verk expressjónistanna, sem hann sagði að hefðu heillað sig fyrir litagleðina og hið óhefta tjáningarfrelsi sem þeir dýrkuðu. Við- kynningin við þýsku expressjónistana gerði að verkum að hann fór skipulega að safna im- pressjónistum, postimpressjónistum, framúr- stefnulist frá byrjun 20 aldar, Picasso, Léger, Klee, einnig þeirri rússnesku og miðevrópsku. Surrealistum, eins og Miró, Ernst, Dali, Tanguy, Magritte, og loks popplist London- skólans. Þá er safn barónsins af amerískri mál- aralist frá 19 og 20 öld óviðjafnanlegt og hér opnaði hann jafnvel augu þarlendra fyrir áður lítt þekktum landslagsmálurum. Eins og fyrr segir höfðu allir ættliðirnir sitt kjörsvið innan myndlistarinnar, í upphafi lagði August áherslu á höggmyndir, svo Heinrich á mannamyndir, og loks var það landslagsmálverkið sem tók huga Hans Heinrichs allan. Sjálfur skilgreinir hann það í katalógunni á þá veru; að málverkið standi fyrir gifturíkustu hugmyndum manneskjunnar, svo sem ánægjunni af djúphygli náttúrunnar og forvitninni að baki því að kynnast ókunnugum löndum. Væri trúlega hið næsta sem kæmist hreinu málverki, skari myndrænustu, malerísk- ustu, gerð þess og þar af leiðandi best til þess fallið að tengja sambandið milli nútímalistar og liðinna tímaskeiða. Þetta er í fyrsta skipti sem gengið er út frá mörkuðu þema varðandi sýningar safnsins, var gert til heiðurs Hans Heinrich á þessum tíma- mótum í lífi hans og með hliðsjón af nefndum LANDSLAG FRÁ BRUEGHEL TIL KANDINSKY Þýski iðjuhöldurinn Hans Heinrich Thyssen-Bornemisza varð áttræður á síðasta ári og í tilefni þess heiðraði Lista- og sýningahöllin í Bonn hann með sýnishorni á þeim hluta hins einstæða listaverkasafns hans sem hefur með lands- lag að gera. BRAGI ÁSGEIRSSON var á staðnum og hermir hér sitthvað af sýningunni en þó öðru fremur af bakgrunni safnsins í Villahermosa-höllinni í Madrid. Carmen og Hans Heinrich Thyssen-Bornemisza. Villa Favorita við Lugano-vatnið í Sviss. Villa Hermosa Madrid, safn Thyssen-Bornemisza. Alfred Thomson Bricher (1837–1908): Skýjaður dagur 1871, olía á léreft 61 x 50,8 sm. Vassily Kandinsky (1866–1944): Lúðvígskirkja í München, 1908, olía á karton, 67,3 x 96 sm. Emil Nolde (1867–1956): Eftirmiðdegi á sumri 1903, olía á léreft, 72,5 x 87,5 sm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.