Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 3 Seiður Jöklu nefnist grein Helga Hallgrímssonar um Jökulsá á Brú en hún er annað höfuðvatnsfall Héraðs, raunar það lengsta og vatnsmesta. Kristján Karlsson segir í viðtali við Laufeyju Ósk Þórð- ardóttur að kvæðið hafi sína eigin rödd: „Sumir tala um að kvæðin séu myndrík, en ég skil þau eiginlega minna þannig heldur heyri ég þau. Ég sé kvæðin eftir á fyrir mér eins og einhvers konar byggingu sem þú getur gengið um fram og aftur. Þar eru alls konar munir, húsgögn. Þau eru ekki runur, ekki upptalningar, heldur frekar ferhyrn- ingur, eins og einhvers konar hús.“ Heimspeki, til hvers? Í þriðju grein flokks Lesbókar um heim- speki samtímans fjallar Sigrún Sigurð- ardóttir um afbyggingu, réttlæti og hið póstmóderníska ástand. Hún heldur því fram að réttlæti sé falið í þeirri upplausn merkingarinnar sem póstmódernískir fræðimenn hafa talað um. Guðrún Nordal hlaut nýverið verðlaun úr sænska Dag Strömbäcks-sjóðnum fyrir fræðirit sitt, Tools of Literacy. The Role of Skaldic Verse in Icelandic Textual Culture of the Twelfth and Thirteenth Centuries sem út kom hjá University of Toronto Press á síð- asta ári. Þröstur Helgason ræddi við Guð- rúnu um bókina en í henni setur hún ís- lensku dróttkvæðahefðina í samhengi við hugmyndaheim miðalda og evrópskt menn- ingarsamfélag. FORSÍÐUMYNDIN er af einu handrita Heimskringlu. E FTIR dapurlega byrjun á nýju slysaári stöðvaðist hugurinn við tvær fregnir. Sl. fimm ár eru 21 látnir í umferðinni árlega og 210 al- varlega slasaðir, sem marg- ir lifa lamaðir út ævina. Og alvarlegu slysunum ætlar greinilega ekki að fækka. Nú hefur verið smíðuð öryggisáætlun fyrir umferðina með frómum óskum og væntingum um að eftir 10 ár skuli þessum alvarlegu slysum fækka um 40%. Í sama mund kemur fram í Gallup- könnun að þrír af hverjum fjórum segjast hafa talað í farsíma við akstur undan- farna 12 mánuði – margir án handfrjáls búnaðar. Í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á að farsímanotkun er hvergi í heiminum meiri en hér nema í Finnlandi og að bæði bílum og farsímum fjölgar verða á næstu árum býsna margir í þann- ig ástandi á vegunum. Hlýtur það þá ekki að vera einn meginþátturinn í vörnunum? Yfirfærsla frá handsímum í handfrjálsa síma við stýri breytir þar litlu – nema kannski að þá sér maður ekki lengur að bílstjóri bílsins sem sveiflast á akreininni er ekki drukkinn heldur að tala í símann. Og getur kannski varað sig. Svissneskur vinur minn segir að ef lögreglan sjái hann með síma í hendi í bílnum verði hann að staðgreiða sem svarar 5.000 krónum. Fyrir 2–3 árum fór ég að hlusta eftir skrifum og erlendum rannsóknum á því hvernig þessari símanotkun er háttað, umfram íslenska umræðu, sem ekki virt- ist ná út fyrir hendina. Þetta staðfestist þegar loks voru sett lög sem aðeins banna notkun handarinnar. Í breska út- varpinu BBC heyrði ég fyrir fáum árum niðurstöðu úr viðamikilli rannsókn á starfsemi heilans við slíkar aðstæður. Heilinn er þvílíkt undra tæki og svo vel gerður að ef álagið verður of mikið, áreit- in fleiri en eitt eða fá í einu, þá hleypir hann offramboðinu framhjá, ef svo má segja. Ef eitthvað í símanum nær athygli bílstjórans þá tekur það hug hans í nokkrar sekúndur alfarið, 3–4 sekúndur minnir mig, og sleppir öðru jafnlengi. Ég bar þetta undir íslenskan heilasérfræð- ing, sem staðfesti að svona ynni heilinn einmitt. Síðan hefi ég heyrt og lesið margt um þetta og ekki séð það dregið í efa. Til dæmis hlustaði ég á slíkan um- ræðuþátt í franska útvarpinu í haust. Þessi hættuþáttur, símanotkun í bílum, var til umræðu. Spurt var hvort ekki væri t.d. sama áhætta ef farþegi væri að tala við bílstjórann. Að vísu sé það trufl- andi, var svarið, en farþeginn fylgist þó með, sér hvað er að gerast, og þagnar eða aðvarar, en síminn veit auðvitað ekk- ert þótt eitthvað komi upp á og bindur athygli bílstjórans í þessar sekúndur hvað sem á dynur. Hafið þið tekið eftir hve oft fréttaskýr- ingin í alvarlegu bílslysunum á Íslandi er að annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming. Ef ekki bara aulaskýringin að bílstjórinn hafi misst stjórn á bílnum. Hvað annað? Varla þarf mikinn speking til að sjá að ekki þarf margar sekúndur ef athygli bíl- stjórans hverfur á kannski 90–100 km hraða á íslenskum vegi. Jafnvel þó hrað- inn sé minni. Í okkar stóra landi þá höf- um við þá sérstöðu að vegirnir eru svo mjóir – yfirleitt tveggja akreina með akstursstefnu sinni í hvora áttina, sem málað strik skilur að. Algengastir C-vegir með 6 m breiðum akstursreinum. Segjum að bíll sé 2,50–2,60 m. á breidd. Þykir gott ef akstursbrautirnar báðar fara upp í 6,5 eða 7,5 m á breidd með mismjóum öxlum til hliðar. Jafnvel eru ófáir ein- breiðir 4 m vegir. Og mjóar brýr. Gildir einu! Hver sekúnda er afdrifarík. Sjáið þið ekki fyrir ykkur hvítu línuna, hve lítið þarf til að fara yfir hana? Þótt læðist þá að manni lúmskur grun- ur við að lesa svona skýringu, þá gildir auðvitað sama um ýmsa aðra truflun í bílnum meðan bílstjórar og fólk við ör- yggisstjórn geta ekki eða vilja ekki skilja hvernig heilinn fúnkerar. Með svo mjóa örvegi er samanburður við önnur lönd auðvitað út í hött. Aðra sérstöðu höfum við með vaxandi hættu. Skipaflutningar út á land eru að falla niður og þróunin að allt er flutt eftir vegunum með þessum gríðar stóru og þungu flutningabílum með aftanívögnum, sem aka gjarnan á miðjum tveggja ak- reina veginum og eru ekki par liðugir í snöggum viðbrögðum. Sjálfsagt hafa fleiri en ég séð bílstjóra slíkra bíla að tala í síma. Ég hefi í forundran fylgst með umræð- um og viðbrögðum við slysunum í um- ferðinni. Af hverju ætli menn veigri sér við að taka á símanotkuninni undir stýri svo nokkurt gagn sé í? Af hverju að láta duga hálfkák eins og að banna ökumönn- um bara að halda á síma? Ekki að banna þá alfarið á ferð? Skyldu það vera hags- munir síma- og tækjasala? Eða kjarkleysi atkvæðaháðra við að móðga ökuþóra? Varla er þetta bráðnauðsynlega tæki hér norður á Ísa köldu landi, bílarnir, til þess að fara sér að voða! Eru yfir 20 mannslíf á ári og á annað hundrað sem gætu losn- að við að lifa við örkuml, kannski ekki nokkurra óvildarmanna virði? Í sjálfu sér hefur lítið upp á sig að banna með lögum ef því er ekki fylgt eft- ir. Ekki vantar hér lög og reglur um há- markshraða á vegum. Varla þarf að aka oft yfir Hellisheiðina á 80–90 km hraða t.d. til að upplifa að nær allir æða fram- úr, jafnvel í þoku og snjókomu og yfir á óbrotnu striki sem aðvarar um að ekki sjáist hvað er framundan. Ætli slíkir kjánar skilji fyrr en skellur á buddunni? Lögregla með eyrnamerkta sektarheimild á staðnum væri ekki lengi að fá upp í mánaðalaun 1–2 staðbundinna lög- regluþjóna, ef nokkur alvara væri í svona bönnum? Í Noregi var vinkona mín tekin á bjartri umferðalausri sumarnótt á 65 km hraða á 50 km vegi og mátti punga út með sem svarar 16 þúsund ísl. krónum. Bílstjórar hætta ekki á slíkt á hverjum degi eða hvað, hvort sem er að tala í síma á fullri ferð eða æða blint framúr. Eða hvað? HEILAFLÖKT VIÐ STÝRIÐ RABB E L Í N P Á L M A D Ó T T I R LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI KRISTJÁN KARLSSON ÚR BRÉFI TIL ELÍSABETAR Undir tvö hundruð fiðlum ég syfjaður sat – sefið leggst á slig. Hvort ég hugsi um þig? Ég hugsa alltaf um þig. Steinhestur lyftir hóf, og hröð leggst hrynjandi garðsins í mót stirðnandi hreyfing; hestur og fljót hringsog um reistan fót. Í öðru landslagi lævirki söng látlaust og grasið var hátt blátt gras og reis hátt ein fiðla hljómaði hvíslandi lágt. Á bílpalli hestur og horfir skammt uppi hringsólar flugvél um mig. Hvort ég hugsi um þig? Ég hugsa ekki um annað en þig. Kristján Karlsson (f. 1922) á að baki átta ljóðabækur, smásagnasafn og greina- safn, auk þess sem hann hefur ritstýrt útgáfu á verkum annarra. Kvæðið Úr bréfi til Elísabetar birtist í bókinni Kvæði 94 (1994). MADRID

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.