Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 11 Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl? SVAR: Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. Hins vegar eru til einstaklingar sem ekki trúa á neitt slíkt og virðast ekki finna fyrir neins konar yfirnáttúrulegum öflum í kringum sig. En hvergi þekkist samfélag þar sem ekki fer fram dýrkun máttarvalda með einhverjum hætti. Og hvarvetna sem þessi fyr- irbæri hafa verið skoðuð eru talin vera tengsl milli atferlis manna og afdrifa þeirra í þessu lífi eða í hugsanlegum heimi eftir líkamsdauðann. Vissulega eru hugmyndir hinna ýmsu menn- ingarhópa ólíkar um margt, en grundvall- aratriðin eru þó hin sömu. Þau öfl sem talið er að ríki í heiminum hafa áhrif á líf fólks, hvort sem það er beint eða óbeint. Bein áhrif tengj- ast þá hugmyndum um að beint samband sé milli hegðunar einstaklingsins og afdrifa hans í lífi og dauða, eða í hugsanlegri framhalds- tilveru. Óbein áhrif eru hins vegar þau sem rekja má til áhrifa máttarvalda á náttúruna og samfélagið í heild. Illviðri, óáran, upp- skerubrestur, slys, sjúkdómar í mönnum og skepnum, svo örfá dæmi séu talin, eru oft talin vera refsing máttarvalda fyrir yfirsjónir í sam- félaginu eða þá að illvilji þeirra einn sé að verki. Guðir og andar eru oftar en ekki taldir vera óvinsamlegir mannkyninu og refsa því ekki að- eins vegna afbrota heldur líka án nokkurs til- efnis. Viðbrögð manna eru þá að leitast við að fara í öllu að því sem talið er að máttarvöldin hafi fyrirskipað. Bænir og ákall, fórnir og töfrar eru meðal þess sem gripið er til í við- leitni manna til að halda góðu sambandi við guði og anda. Enginn veit hvenær mannkynið fór að gera sér hugmyndir um yfirnáttúruleg og ósýnileg öfl. Fyrir rúmlega sex þúsund árum var farið að rita vörulista og skilaboð í hinum fyrstu borgríkjum í Mesópótamíu og í Egyptalandi ekki löngu síðar. Mjög snemma á ritöld eru festar á leirtöflur og papýrus frásagnir af guð- um sem skapað hafi heiminn og allt sem í hon- um er, meðal annars mannkynið. Í Mesópótamíu voru skrifaðar sköp- unarsögur þar sem segir að guðirnir hafi þreyst á að halda veröldinni við og til að létta sér störfin hafi þeir skapað mannkynið. Hlut- verk mannkynsins er því að aðstoða guðina við að hafa allt í röð og reglu í veröldinni. Þetta er skemmtileg hugmynd og hennar verður víða vart, meðal annars á okkar menningarsvæði þar sem oft er talað um að mönnum beri að fara vel með og vernda þá náttúru sem þeim hafi verið trúað fyrir. Hvaða ályktun verður dregin af þessu um hvort trú á máttarvöld, guði og anda sé hluti af eðli mannsins? Varla önnur en sú að slík trú er býsna almenn um allan heim og elstu rituðu heimildirnar sýna að við upphaf borgmenn- ingar er hún ríkjandi. Um upphaf trúarhugmynda er ekki mikið vitað, eða réttara sagt er þar einvörðungu um tilgátur að ræða. Rómverskur heimspekingur sagði að óttinn hefði skapað guðina og margir telja að náttúruleg fyrirbæri eins og þrumur og eldingar, ofviðri, skógareldar, eldgos og óskiljanlegar hörmungar hafi vakið menn til umhugsunar um hvað slíku valdi og lausnin verið sú að gera ráð fyrir ósýnilegum öflum sem yllu þessum fyrirbærum. Óttinn við dauð- ann hefur einnig verið talinn hafa ýtt undir hugsanir um hvað verði um manneskjuna. Dauðinn er svo óskiljanlegur og yfirþyrmandi að ekki er að undra þótt umhugsun um hann hafi valdið heilabrotum um stöðu manneskj- unnar gagnvart alheiminum. Hið eina sem segja má með vissu er að alls staðar verður vart trúar og kannski blundar trúartilfinning í hverjum manni, tilfinning fyr- ir einhverju óútskýranlegu, yfirnáttúrulega en yfirþyrmandi og í senn ógnvekjandi og aðlað- andi. En kannski er það bara mín trú!? Haraldur Ólafsson mannfræðingur. Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður? SVAR: Árið 2000 skilaði tekjuskattur ein- staklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri tölu. Þetta ár, sem endranær, skilaði virðisaukaskattur mestu allra skatt- stofna eða 71,9 milljörðum. Erfitt er að segja til um hver áhrif af nið- urfellingu tekjuskatts yrðu. Talsverðar líkur eru þó á að slík lækkun myndi örva hagkerfið; meiri hvati yrði til að leggja harðar að sér ef af- raksturinn rynni óskertur til þess sem það gerði. Þetta ylli því að tekjur hins opinbera af öðrum sköttum myndu eitthvað aukast en þó mjög ólíklega svo mikið að það dygði til að bæta upp tekjutap hins opinbera vegna nið- urfellingar tekjuskattsins. Grípa þyrfti til ein- hverra annarra aðgerða um leið og tekjuskatt- ur einstaklinga væri lagður af ef ekki ætti að verða umtalsverður halli á rekstri ríkissjóðs. Þær aðgerðir gætu falist í því að hækka aðra skatta eða draga úr ríkisútgjöldum. Það hefði og talsverð áhrif á tekjuskiptingu innan þjóðfélagsins ef tekjuskattur ein- staklinga yrði felldur niður. Þeir sem nú greiða lítinn eða engan tekjuskatt hefðu augljóslega lítinn beinan hag af þeirri aðgerð en þeir sem nú greiða umtalsverðan tekjuskatt nytu þess þeim mun frekar. Gylfi Magnússon hagfræðingur. ER ÞAÐ INNBYGGT Í MENNINA AÐ TRÚA Á YFIR- NÁTTÚRULEG ÖFL? Í vikunni sem er að líða leitaði Vísindavefurinn að venju svara við ýmsum fróðlegum spurningum. Til dæmis var fjallað um það hvers vegna kjörgengi og kosningaréttur á Ís- landi var takmarkaður við eigna- og menntamenn á 19. öld, hvar mið- punktur Íslands sé, hvort það sé rétt að kvak í öndum bergmáli ekki og hvað hálfleiðari sé. VÍSINDI Morgunblaðið/Kristján Illviðri eru oft talin refsing máttarvalda. bestu vitnin um þessa frjóu endurvinnslu, áhuga á að skoða hefðina í nýju samhengi, hugsa allt upp á nýtt. Höfundarhugtakið var ekki til í okkar skilningi.“ Dróttkvæðin íþrótt hinna menntuðu Guðrún heldur því fram að dróttkvæðin hafi átt þátt í því að Íslendingar tóku að skrifa sög- ur á íslensku á tólftu öld. „Það er okkur stöðugt ráðgáta að Íslend- ingar hafi kosið að rita allar bókmenntir sínar á íslensku, jafnvel þó að þeir hafi bersýnilega kunnað latínu. Mér finnst líklegt að sú upp- götvun að dróttkvæðaskáldin gætu sómt sér við hliðina á höfundum latínuhefðarinnar hafi átt þátt í að móta þá hefð að skrifa á íslensku. Ef hægt var að kenna klassísk mælskubrögð í ljósi íslensks skáldskapar, þá var augljóst að ís- lenskan gat nýst til að skrifa verk í þeim anda. Og það gerðist. Svo byggja konungasögurnar, hin opinbera sagnaritun, á kvæðunum sem sögulegum heimildum. En til þess að hægt væri að treysta kvæði sem heimild, varð að vera hægt að rökstyðja aldur þess. Rökin sem Snorri notar í formála Heimskringlu eru mjög í anda lærdóms miðalda, og eins og sprottin upp úr greiningu á tungumálinu innan fræðigrein- arinnar grammaticu.“ Guðrún rekur einnig tengsl milli listar drótt- kvæðaskáldanna og sagnagerðar á þrettándu öld. „Við þekkjum nöfn skáldanna, en ekki höf- unda sagnanna. En kannski er það einhver vís- bending að sum bestu skáldin eru einnig þekktir sagnaritarar, en það merkir auðvitað ekki að allir sagnaritarar hafi verið skáld. Kon- ungasagnaritun grundvallast sumpart á þess- ari dróttkvæðaþekkingu, og þar eru augljós- lega bein tengsl milli fræðilegrar umfjöllunar um skáldskap og konungasagnanna. Þannig má segja að dróttkvæðin verði íþrótt hinna menntuðu. Hins vegar hefur líklega myndast ákveðin spenna milli þessa forréttindahóps og almennings í landinu. Og upp úr þessu lag- skipta samfélagi – sem þó er svo fámennt – spretta Íslendinga sögurnar. En við verðum að vara okkur á að alhæfa, því heimildirnar eru flestar sprottnar upp úr þessu höfðingja- og kirkjusamfélagi – en spegla ekki samfélagið allt. Og mig langar gjarnan að undirstrika að með því að lýsa ýtarlega þessum ákveðna þætti í menningunni í bókinni, þykist ég ekki vera að lýsa henni allri. Ég reyni aðeins að lesa gaum- gæfilega þessar bækur sem öldin skildi eftir sig um sig sjálfa. Ég hef ekki áhuga á einfaldri skýringu á flóknu fyrirbæri.“ Vísurnar hafa ákveðinn tilgang í frásögn sagnanna Misjafnt er hversu mikið sagnaritarar not- uðu dróttkvæði í sögum sínum. Jafnvel innan sömu bókmenntagreinar, eins og Íslendinga sagna, er mismikið vitnað í kveðskap. Þetta tel- ur Guðrún benda til þess að smekkur manna hafi verið ólíkur. „Það er erfitt að útskýra hvers vegna kveð- skapur var mismikið notaður af riturum Íslendinga sagna. Það er augljóst að mikið er af vísum í skáldasögunum svokölluðu. Í Njálu er mikið af vísum en svo eru sögur sem geyma varla nein- ar vísur. Hugsanlega hefur áheyrendahópurinn verið ólíkur. Smekkur mismunandi hópa kann að vera ólíkur eða áhugasvið. Eyrbyggja er með mikið af vísum en Laxdæla aðeins fáeinar en samt eru þessar tvær sögur frá sama landsvæði og þær eru skrif- aðar á sama tíma, en þær eru gagnólíkar að efni. Hugsanlega hefur hópurinn sem vildi hafa vísur í sögunum haft áhuga á öðru efni en þeir sem vildu ekki vísur. Hugsan- lega hefur þetta verið spurning um efnismeðferð eða stíl. Þetta er skemmtileg nálgun á sögurnar. Það þyrfti til dæmis að skoða betur hvaða máli vísurnar skipta í sögunum. Hvers vegna er mismikið af vísum í Njálu eftir hand- ritum? Er Egill hugsanlega meiri vígamaður og meiri hetja þar sem hann er meira skáld? Mér þykir aug- ljóst að vísurnar hafa ákveðinn til- gang í frásögn sagnanna, kenningarn- ar fela oft á tíðum merkingu sem getur skipt miklu máli í túlkun sagn- anna. Við megum ekki gleyma því að miðaldamenn lögðu mikinn metnað í kveðskap sinn, hann var í hávegum hafður. Og hann er einnig tvíræður, og geymir því oft hulda merkingu.“ Kvæði sugu í sig áhrif úr öllum áttum Dróttkvæði þrettándu aldar fjalla um hug- myndafræði síns tíma. Skáldin eru að vinna með sömu hugmyndir í myndmálinu og sam- tímamenn þeirra í Evrópu. Í rannsókn sinni skoðaði Guðrún sérstaklega kenningar þar sem vísað er til mannslíkamans. „Dróttkvæðin voru mjög miðlæg í menningu íslenskra miðalda. Það er grundvallaratriði, sem segir okkur mjög mikið um eðli íslenskrar menningar allt til miðrar fjórtándu aldar. Dróttkvæðin virðast í fljótu bragði innilokuð í norrænum heimi vegna þess að þau eru svo ólík öllu öðru sem er skapað á miðöldum. En það er algjör misskilningur. Það var verið að túlka og fást við dróttkvæði af miklum móð á miðöldum. Kvæði sugu í sig áhrif úr öllum áttum, úr guð- fræðilegum kennisetningum, kristinni tákn- fræði og heimspekilegum vangaveltum. Á tólftu öld voru til dæmis hugmyndir um manninn sem litla heim eða „microcosmos“, og heiminn sem stóra heim eða „macrocosmos“, mjög vinsælar. Nýplatónistarnir sóttu innblástur í verk Plat- óns, Timaeus, og táknuðu samfélagið, kirkjuna, og ýmis fyrirbæri, sem líkama, sem endurspegl- aði hið stóra sköpunarverk heimsins. Þessar heimspekilegu pælingar úr evrópskum skólum eiga greiða leið inn í myndheim dróttkvæðanna af því að verið var að hugsa um dróttkvæðin á skipulegan hátt af íslenskum fræðimönnum. Þess vegna getur ein vísa verið jafn kröftugur vitnisburður um hugmyndaheim miðalda eins og lengri frásaga. Í einni mynd getur verið fólg- in vísbending um þekkingu skáldsins, hug- myndafræði og þjóðfélagsstöðu, en til þess að nema skilaboðin sem fólgin eru í kveðskapnum verðum við þekkja þá menningu sem þau spretta úr. En er hægt að nota hugmyndafræði sem rök til að tímasetja kveðskap? Ég fór upprunalega af stað með mína rannsókn í því augnamiði að bera þrettándu aldar skáldskapinn saman við vísur í Íslendinga sögum. Sumpart til að finna rök fyrir aldri þeirra. En ég áttaði mig fljót- lega á að slíkur samanburður væri ómögulegur án nákvæmrar rannsóknar á allri dróttkvæða- menningu – og þess vegna hefur samanburð- arrannsóknin orðið að bíða aðeins. Hins vegar var spennandi að uppgötva hvaða skáld var einna líkast þrettándu aldar skáldunum í beit- ingu þessa líkamlega myndmáls sem ég tel að sé ættað úr tólftu aldar heimspeki, en það var Egill Skallagrímsson. Og þá vöknuðu ýmsar nýjar spurningar, sem gaman væri að glíma við. Eru sumar vísur Egils eftir 12. eða 13. ald- ar skáld? Í hinu líkamlega myndmáli skar Egill sig mjög frá öðrum heiðnum skáldum, sérstak- lega í þeim vísum sem kveðnar eru um Ásgerði og við hirð Aðalsteins, og svo í Arinbjarnar- kviðu og Höfuðlausn. Kveðskapur hans virðist því lagskiptur að þessu leyti, og það er í sjálfu sér áhugavert ef við íhugum samsetningu sög- unnar. Í þessari bók gat ég ekki leyft mér að fara á bólakaf í kveðskap Egils, hún var orðin of löng. En nú finnst mér ég hafa nægan grunn til að glíma við hann og önnur skáld Íslendinga sagna. Og ég hef ekki hugmynd um hver vinn- ur þá glímu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.