Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Skytturnar hans Alexandersj^ Dumas. Eftir Bret Harte. I. j Tuttugu árum síðar kom hinn risavaxni gestgjafi frá Provence auga á rykmökk á veginum. Þessi rykmökkur táknaði að ferðamaður nálgaðist. Ferða- menn höfðu fáir farið um veg- inn milli Parísar og Provence þetta sumar. Gestgjafinn gladdist í hjarta sínu. Hann snéri sér að frú Peri- gord, þ. e. a. s. konu sinni, og mælti um leið og hann strauk hvítu svuntuna sína: — Guð hjálpi okkur, hafðu þig að því að leggja á horðið. Settu fram flösku af Charle- voix. Þessi ferðamaður hlýtur að vera hefðarmaður, úr þvi hann þeysir svona. Það var víst, að ferðalang- urinn, sem 'nú kom nær, og reyndist að vera úr skyttusveit, hafði ekki hlift reiðskjótan- um. Hann stökk léttilega úr söðlinum og kastaði taumun- um til gestgjafans. Hann var á að giska 24 ára að aldri, og talaði með Gasconhreim. — Eg er glorhungraður. — Dauði og djöfull! Eg vil fá að eta! i Gestgjafinn hneigði sig i duftið og fór því næst á und- an inn í snoturt herbergi, þar sem borð stóð uppbúið, lilaðið hinum dýrustu krásum. Skytt- an tók þegar til matar síns og gerði það hraustlega. Fuglar, fiskar og annað, er á borðum var, hvarf ofan í liann á auga- bragði. Perigord stundi, er hann sá aðfarirnar. Skyttan gerði að eins eitt sinn lilé á sókninni. — Vín! Perigord kom með vinflösk- ur. Ókunni maðurinn tæmdi heila tylft. Að lokum reis hann á fætur og mælti við gestgjaf- ann: — Skrifaðu þetta. — Hjá hverjum, yðar tign? spurði Perigord, sem fór nú að verða um og ó. — Hjá hans velæruverðug- heitum! — Mazarin! hrópaði gest- gjafinn. — Þú hittir naglann á liöf- uðið. Komdu með bikkjuna mína. — Síðan sté maðurinn á bak og reið á brott. Gestgjafinn sneri aftur til veitingaliússins, en hann var varla kominn inn fyrir hlið- ið er liann heyrði hófadyn að baki sér. Skytta ein, grann- vaxin og myndarleg, reið í hlað. . — Perigord, eg er að deyja úr hungri! Hvað áttu matar- kyns? — Dádýrskjöt, gelta hana, lævirkja og dúfur, svaraði gestgjafinn og hneigði sig. — Ágætt! Skyttan sté af baki og gekk i bæinn. Perigord bar honum ríflega á borð, en her- maðurinn át alt, sem fyrir hann var borið. — Komdu með vín, góði minn, mælti komumaður, er hann hafði rent niður seinasta matarbitanum. Perigord kom með þrjár tylftir af Charlevoix. Ungi mað- urinn tæmdi þær hverja á fæt- ur annari. — Vertu sæll, Perigord, sagði hann og veifaði til gest- gjafans. — En yðar tign — reikning- urinn, mælti Perigord. — Æ, reikningurinn. Skrif- aðu þetta smáræði. — Hjá hverjum? — Drotningunni! — Ha? — Já, guð blessi þig, Peri- gord. Þegar hann var farinn, varð ofurlítil kyrð. Þá -heyrðist aft- ur hófadynur, og rétt á eftir stóð fyrirmannlegur maður í dyrunum. — Hvað er þetta? mælti hann. — Á eg að trúa mínum eigin augum? Já, þetta er hann Perigord. Heyrðu, Perigord. Eg er svangur. Eg er að deyja úr hungri. Eg er dauður úr hungri. Enn bar Perigord á borð. En maturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Komumaður leit upp. / — Komdu með meira fugla- kjöt, Perigord. — Ómögulegt. Það er búið! — Jæja, þá svínakjöt. — Það er líka búið. — Jæja, komdu þá með vin. Perigord kom með 144 flösk- ur. Aðkomumaður tæmdi þær allar. — Maður verður að drekka, ef maður fær ekki að eta, mælti hann glaðlega. Það fór hrollur um Perigord. Gesturinn hjóst til hrottfar- ar. Gestgjafinn sýndi honum reikninginn, en þar á hafðí hann bætt þvi, sem hinir ferða- mennirnir skulduðu. — Reikningur? — Skrifaðu það. — Hjá hverjum??? — Kónginmn! — Ha! Hans hátign? — Auðvitað! Vertu sæll, Pe- rigord minn. Gestgjafinn stundi þungan. Þvi næst gekk hann út og tók niður skiltið. Að þvi búnu sagði hann við konu sina: — Eg er ekki neitt gáfna- ljós, og eg skil ekki stjórnmál. Mér finst þó sem landið okk- ar sé ekki i sem bestu ástandi. Vegna Mazarins, kóngsins og drotningarinnar er eg orðinn öreigi. — Heyrðu, sagði frú Peri- gord. — Eg veit ráð við þessu. — Hvernig er það — — Þú verður sjálfur að ger- ast skytta! II. Þegar fyrsta skyttan var far- in frá Provence, liélt hann til Njangis, og þar komu til móts við liann þrjátiu og þrir fylgis- menn hans. Önnur skyttan varð jafnfljót til Nangis, og gerðist foringi annara þrjátíu og þriggja. Og loks kom sá þriðji, og kom hann sér einnig upp 33 manna flokki. Fyrsti liermaðurinn stjórn- aði sveit kardínálans. Sá annar stjórnaði flokki drotningarinnar. Sá þriðji var fyrir konungs- sveitinni. Það sló í bardaga. Hann stóð í sjö stundir. Fyrsta skytt- an drap 30 af mönnum drotn- ingarinnar. Önnur skyttan drap 30 af mönnum konungs- ins. Sá þriðji drap 30 af mönn- um kardínálans. Menn munu sjá, að nú voru að eins 4 á lífi í hverjum flokki. Foringjar þeirra gengu nú nær liver öðrum. Þá könnuðust þeir alt i einu hver við annan og ráku upp gleðióp: — Aramis! — Athos! — D’Artagnan! Þeir féllust í faðma. — Svo er að sjá sem við höfum verið að berjast, sagði de la Fere greifi. — Einkennilegt! hrópuðu Aramis og d’Artagnan einum rómi. — Stöðvum þessi hi’æðravíg! sagði Atlios. — Já, svöruðu liinir. — En hvernig eigum við að losna við liðsmennina okkar? spurði d’Artagnan. Aramis drap titlinga. Þeir skildu það. — Höggvum þá í spað. Þeir gerðu það. Aramis drap þrjá. Athos þrjá. d’Artagnan þrjá. Enn féllust þeir í faðma. — Þetta er alveg eins og i gamla daga, sagði Aramis. — Maðui’ verður hrærður af þessu, sagði hinn alvarlegi greifi de la Fere. Þeir heyrðu hófadyn og litu við. Risavaxinn maður kom ríðandi til þeirra. . — Gestgjafinn frá Provence! lirópuðu þeir, og drógu sverð úr sliðrum. — Perigord, niður með hann! hrópaði d’Artagnan. — Bíðið, mælti Athos. Risinn var nú alveg kominn til þeirra. Hann ln-ópaði: — Athos, Aramis, d’Artag- nan! — Porthos, lirópuðu þeir. — Sá er hinn sami. Enn féll— ust þeir i faðma. De la Fere greifi fórnaði höndum. — Guð blessi ykkur, börnin mín! Enda þótt við sé- um á öndverðum meið í stjórn- málum, þá erum við þó altaf sammála um ágæti okkar sjálfra. Hvar í heiminum er til betri maður en Aramis? — En Porthos? mælti Ara- mis. — En d’Artagnan? mælti Porthos. — En Athos? íuælti d’Artagr n an. III. Konungurinn gekk niður í garðinn. Ilann gekk eftir stíg einum og brátt var liann kom- inn að hallarveggnuin beint fyr- ir neðan glugga drotningarinn- ar. Til vinstri við þá voru tveir gluggar, er voru alveg liuldir af vinviði. Það voru gluggarn- ir að lierbergjum La Valliere, Konungurinn andvarpaði. — Það eru um 19 fet upp að glugganum, mælti hann. — Ef eg hefði stiga, sem væri um 19 fet á lengd, þá myndi hann ná upp til gluggans. Þetta kall- ast rökvísi. Skyndilega hnaut konungur

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.