Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 8
8 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ KYIKMYHDAHQSIM. Nýja Bfó. O-menn. Eins og blaðalesendum er kunnugt hefir í seinni tið verið unnið að því af miklunv dugn- aði í Bandaríkjunum, að klekkja á bófalýðnum sem þar veður uppi. Hafa bófarnir með sér skipulagðan félagsskap oft á tíðum og varð lengi vel litið á- gengt í baráttunni við þá, eða þar til stjórn sú, sem nú fer með völd í landinu, Rooseveltstjórn- in, tók málið að sér, en bams- ránsmál (Lindberghmálið) áttu sinri mikla þátt í, að liafist var lianda. Eitt af því, sem gera þurfti var, að samræma löggjöf hinna ýmsu rikja Bandaríkj- anna um glæpamál og koma á fót lögreglumannaliði, sem hefði rétt til þess að starfa hindrunarlaust hvar sem er í Bandaríkj unum. Var þá stofnað sérstakt ríkislögreglulið, en þeir, sem í því eru, eru vanlega kall- aðir G-menn (á ensku Govern- ment men eða menn stjórnar- innar). Til þess að lýsa starf- semi þessara manna og skipu- lagningu liðs þeirra, baráttu þeirra o. s. frv. hefir Warner First National félagið heims- kunna látið búa til mjög eftir- tektarverða og áhrifamikla mynd, sem nefnist „G-menn“ eða „Þjóðarhetjurnar“ og verð- ur hún innan skamms sýnd hér í Nýja Bíó. Aðalhlutverkin eru leikin af James Cagney og Mar- garet Lindsay, en aðrir leikarar eru Ann Dvorak, Robert Arm- strong, Barton McLee og Lloyd Nolan o. m. fl. Mun kvikmynd þessi vekja fádæma athygli. — Um G-mennina er það annars að segja, að þeir eru allir sjálf- boðaliðar og allir háskólagengn- ir menn. Glæpamennirnir hafa fyrir leiðtoga svo gáfaða og slynga menn, að i baráttunni gegn þeim verður að nota liæfi- leikamenn, gagnmentaða og auk þess sérfróða sem lögreglu- menn. Því að þótt þessir G- menn hafi allir próf frá háskóla verða þeir að ganga i strangan lögregluskóla áður en þeir eru settir til starfa, og fyrst verða þeir að starfa undir handleiðslu annara. Gamla Bíó. „Dauðinn á þjóðveqinum“. Kvikmynd sú, sem nýlega var getið hér í blaðinu, verður nú sýnd í Gamla Bíó. Mynd þessi var sýnd blaðamönnum og lögreglumönnum fyrir sköminu og vakti hún óskifta athygli þeirra. Umferðaslysin eru hvar- vetna liið mesta vandamál og þcir, sem með völdin fara, reyna með öllu móti að koma í veg fyrir þau. Tjónið af völdum þeirra er gífurlegt og árlega bíða svo margir bana af völd- um umferðaslysa, að ekki verð- ur likt við neitt nema manntjón í styrjöldum. Einnig liér á landi fjölgar umferðaslysunum mjög og er því nauðsynlegt að fylgj- ast vel með öllu, sem gert er er- lendis til þess að koma í veg fyrir umferðarslys. En það er ekki nóg. Almenningur þarf einnig að fá næga fræðslu um þessa hluti og til þess að veita hana eru einmitt kvikmyndirn- ar best fallnar. Ætti menn þvi alment að sjá þá mynd, sem liér er um að ræða. Auk þess að vera fræðandi er hún svo spenn- andi, að hún heldúr atliygli áhorfandans óskertri frá byrjun li! enda. Aðalahlutverkin leika Randolph Scott, Frances Drake og Tom Brown. Agætar aukamyndir eru sýnd- ar: Jazzmynd, fréttablað og „Skipper Skræk“ teiknimynd. — Eg ætlaði að biðja um vikufri, til að vera viðstaddur brúðkaup vinkonu minnar? — Hún hlýtur að vera góð vinkona yðar, úr því að þér þurfið alt þetta frí! — Já, eftir athöfnina verður hún konan mín! Eftirfarandi orðsending var fest upp fyrir utan þorpskirkju eina: —- Síra — — mun prédika hér næstkoinandi sunnudag, og siðan verður kirkjunni lokað vegna nauðsynlegra viðgerða. Hiísmæður! Eftirtaldar verslanir vilja benda yður á, að þær selja flest, sem þér þarfnist til heimilisins og senda yður það heim. Vörur: Nafn: Sími: Matvörur: Liverpool ii3S Brauð.kökur: ÓiiÞdr KiaPP.»t.3292 Kjöt: Búrfell ísos Fiskur: Fiskbúð Balílursg. 39 2307 Kol: K.f. Kol & Salt 1120 Búsáhöld Liverpooi 1135 Hreiniætisv.: Sápubúðin u„gav. 36 3131 Ritstjóri Páll Steingrimsson. — Félagsprentsmi'ðjan.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.