Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ — — EN HEIMA BRENNA ELDARNIR. Frh. af 3. síðu. hendurnar mjúklega á axlir lionum, og iiorfir beiní inn i djupu og blýðlyndu augun lians, sem oft eru svo dreymandi. — Finnur, segir hún, — hefir 'hokkuð komið fyrir? -—- Nei eiskan inín, elikert -— að minsta kosti ekkcrt nýtt. Hann vill eklci dylja liana neins og þess vegna lieldur hann áfram: — Eg mintist hara fyrri tíma, þegar eg var einn — þegar eg lifði í draumunum, en var dauður á daginn. — Finnur! -—■ Já, elskan mín. — Manstu, hverju þá lofaðir mér? — Já, og eg gleymi líka 511- um erfiðleikum, þegar við er- um saman. Þú ein gefur mér máttinn -— þú erl svo sterk. Björg lítur niður.i — Nei, Finnur, eg er ekkí sterk, og einmitt þess vegna þurfum við livors annars með, því að það er svo sælt að styrkja aðra, mitt í sínum eigin veik- leika. Hún lvftir höfðinu, og dauf- ur roði færist í Jdnnarnar, um leið og hún heldur áfram: -— En fyrir löngu hef eg reynt þaðj að þáð er betra að hafa styrkinn í sjálfum sér heldur en leita hans í öðrum, eða manstu ekki eftir manninum, sem heils- aði okkur — eða mér — þegar við gengum lieim til þín, sunnu- dagskvöldið eftir að við opin- beruðum. Það er sá eini maður sem eg liefi óttast, ekki vegna mín sjálfrar heldur þín vegna. Það var hann, sem stimplaði skakt inn á „kassann“, daginn sem þú varst einn í búðinni, og þetta gerði hann mín vegna. Hann vissi, að ást hans var von- laus, þar sem þú varst annars- vegar — svona er lífið og menn- irnir. Hann hefir eflaust lialdið, að sér þætti vænt um mig, og samt hefir hann ætlað að koll- varpa framtiðardraumum min- um — fórna hamingju minni fyrir ástina, sem hann bar til mín. — En fórnaði eg þá engu fyrir mína ást? spyr Finnur, og málrómurinn er fastur, en þýð- ur. — Jú, eflaust, en þvi sem þú fórnar, fómarðu í sjálfum þér. — Þú misskilur mig, Björg. Hef eg þá engu fórnað frá þér? — Engu? Hún gengur nær honum um leið og hún heldur áfram .... — Jú, Finnur, þú hefir fórnað eigingirninrii, því að með henni getur cngin ást þrifist, þvi að áslin er ekki ást, fyr en maður- inn gleymir sjálfum sér fyrir þann, sem Íiann elskar. — Þess vegna misskilja lika svo margir ástina. Þeir skilja ekki milli ástar og eigingirni. —- Eflaust, því að maðurinn sem eg mintist á áðan, er ekkert einsdæmi. Hann er hara einn af fjöldanum, 'og liefir gripið tii þessa óyndisúrræðis, til að koma áformum sínum í fram- kvæmd, en- — nú er liann dá- inn, og eg held að það liafi ver- ið hest fyrir alla parta. Finnur lirckkur við, er hann Iieyrir síðustu orðin. — Dáinn? segir hann og röddin er torkennileg. Hún er dimm og köld — nístandi eins og athvarfsleysi, þróttmikil eins og öldurót. Björg tekur eftir þessu. Hún strýkur mjúklega hár hans, ljóst og liðað, en þegar Finnur heldur áfram stöðvast hönd hennar ósjálfrátt. — Við skulum .gleyma hon- um, liann . liefir eflaust lifað hæði sigur og ósigur. — Já, Finnur. Við skulum gleyma því liðna og lifa í fram- tíðinni. — Hinir grönnu fingur Bjargar strukust gegnum liár hans, og augu þeirra mættust —7 mætt- ust i gagnkvæmri ást og skiln- ingi, en ekki augnahlikstilfinn- ingum. Það er komið kvöld. Veðrið hefir lægt og allar götur eru fullar af fólki. Noltkrir eru að koma frá vinnu og lialda nú lieim til sín, en aðrir fara í kvikmyndahús, hótel og knæp- ur. -— Finnur Pétursson er á heim- leið, gegnuni iðandi strauminn. Og l>ráðlega cr liann kominn lieim, þar sem Björg biður lians með kvöldverðinn. — Eg hélt að þú hefðir ætlao á híó i kvöld, Finnur? —- Nei, það er ekki góð mynd. — Einmilt það. en veistu hvað eg hefi altaf óttast? — Nei. — Að þér myndi leiðast lfeima, þegar þeir, sem þú vinnur með, fara i bíó eða kaffihús, til að eyða kvöldinu. Finnur brosir. — Svo þú heldur það? — Já, eg man hvað þú liafö- ir gainan af að fara á híó, þeg- ar við kyntumst. — Já, Björg. Það var öðru máli að gegna þá. Eg þekti svo fáa, seni eg vildi eða gat vcrið með, og því varð eg ann- aðhvort að sitja lieinia, eða slæpast eiitlivað út, en nú lief eg eignast heimili. — Heimili? Björg lítur niður um leið og hún heldur áfram: — Eg vildi að svo væri, að' eg gæti gefið þér það, sem þig hefir svo lengi vantað. — Þú hefir gert það, og þess vegna langar mig til að vera iicima á kvöldin. Þú veist eklci, Björg, hvað það er að lifa líf- inu eins og hundeltur, og horfa á aðra hlaupa frá því, sem mann sjiálfan vaníar. Nei, Finnur. Eg lief aldrei reynt það, en samt gel eg skil- ið þáð. —■ Eg hef oft hugsað um þetta, en eg hef aldrci kom- isl að neinni niðurstöðu. - Það er ekki von, því að menn verða fyrst að kynnast lífinu, áður en þeir geta lifað því, sér og öðrum lil góðs. — Þess vegna leita menn á saitt- komustaðina til að eyða tíman- um. — en heima hrenna eld- arnir, sem svo fáir vilja kyiída. Jón Kr. FRÁ HÁTÍÐAHÖLDUNUM 1 HAAG.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.