Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ J£j2jynAhjQjpijwi. „Skyldi, aldrei ætla að liætta að rigna,“ sagði Dóra lilla. Hún stóð á stól við glugganrr i borðstofunni, studdi olnbog- unum á gluggakistuna og horfði út. Þarna liafði bún staðið langa lengi og beðið þess, að upp stytti og sólin færi að skína, því að þá ætlaði liún út að leika sér. En Dóra litla var orðin dá- lítið þreytt og syfjuð. Hún var búin að biða þarna svo lengi. Nú fór líka brátt að rökkva og mamma hennar kom og hugg- aði hana með þvi, að á morg- un yrði kannsk gott veður, og þá gæti hún farið út að leika sér. Þegar Dóra litla var háttuð og sofnuð, dreymdi hana, að hún stæði við gluggann og horfði út. Hún sá dálítinn regn- dropa á rúðunni, efst. Hann kom alt í einu ofan úr skýj- unum, settist efst á rúðuna og rendi sér svo niður liana alla. Og svo hrosti hann til Dóru svo fagurlega, að það var eins og hýrubros í auga. „Halló, halló,“ sagði regn- dropinn. „Halló,“ sagði Dóra. „Hver ert þú?“ „Eg er nú ekki nema dálitill regndropi og við erum nú svo margir bræðurnir, og hver er öðrunl líkur, svo að það kæmi líklega að litlu gagni að fara að gefa okkur heiti. Eg liefi nú ekki komið niður á jörðina fyr og er svo valtur, að það er ekki að vita nema eg verði oltinn af stað og horfinn þér áður en þú veist af.“ „Eg heiti Dóra, Valtur regn- dropi! Eg ætla að kalla þig það.“ „Þá það,“ sagði Valtur, „við verðum víst bestu vinir.“ Svo færði hann sig dálílið til og brosti aftur til Dóru og sagði: „Kannske eg verði hjá þér dálitla stund, fyrst þú getur ekki farið út að leika þér.“ Svo gægðist Valtur regndropi inn í herbergið. „Þú reiðist mér ekki, þó eg gægist inn“, sagði hann við Dóru. „Eg er dálitið forvitinn. Það er líka í fyrsta skifti, sem eg kem hingað, eins og eg sagði þér áðan. Mikið lilýtur nú að vera gaman að vera inni og leika sér að öllum gullunum.“ „Það er ekkert gaman að þeim“, sagði Dóra, án þess að snúa sér við til þess að líta á þau. „Þau eru gömul og eg er orðin leið á þeim. Eg vil fara út!“ „Viltu fara út?“, sagði Valt- ur. „Nú er eg hissa!“ Og um leið fór hann af stað — hann var svo valtur, að það var næstum ógerningur fyrir hann að doka við nema ör- stutta stund í einu — og hann staðnæmdist ekki fyr en á brúninni á gluggasillunni og þarna sveigðist liann nú til og frá og Dóra var í algerri ó- vissu um, hvort hann ætlaði að fara eða vera. „Nú verð eg að fara,“ sagði Valtur. „Það var orðið svo þurt í garðinum hennar mömmu þinnar, að við vorum sendir til þess að vökva hann. Nei, nei — eg held næstum, að sólin ætli að fara að skina aftur. Nú verð eg að flýta mér.“ „Æ, góði farðu ekki, Valtur regndropi“, sagði Dóra hlæj- andi, þvi að henni var farið að þykja gaman að spjalla við Valt. „Mér þykir leitt, að eg óskaði eftir því, að þú og bræð- ur þínir færu. Það var áður en eg vissi livað þú ert elskuleg- ur. Og svo liafði eg gleymt blómunum.“ „Það er alt í himnalagi, Dóra mín,“ sagði Valur og sveigðist enn til og frá á brúninni, „eg skil — eg kem aftur —“ „Gættu þin, þú ert að detta,“ sagði Dóra. „Æ, æ,“ sagði Valtur, „við öllu má bi'iast, en mundu að svipast eftir mér i garðinum, því að þangað fer eg nú.“ ^ Og svo hvarf liann fram af brúninni. „Ó, komdu aftur, Valtur regndropi,“ sagði Dóra og lagði andlitið svo fast að rúðunni, FLOKKUR DANSKRA LEIKFIMISMANNA. að hún vaknaði. Og það fyrsta V sem hún sá var, að það var líomið glaða sólskin. Þá mundi hún eftir því, að Valtur regndropi liafði sagt henni, að svipast eftir sér úti í garðinum. Hún hljóp út að glugganum og gægðist niður í garðinn og livern skyldi hún sjá, nema Valt regndropa, liýr- an á svip og pattaralegan, sitj- andi efst á Jiæsta hlóminu í garðinum. „Vertu sæll, Valtur regn-1 dropi,“ sagði Dóra litla, „vertu sæll“. • 1 því kom dálítill gustur og hrisli blómin í garð- inum og Valtur fór í dálítið flugferðalag og lenti næst á grasstrái. En á leiðinni þangað sendi liann Dóru hvert liýru- tillitið á fætur öðru. Og nú sá Dóra, að öll litlu blómin í garðinum voru frísk- leg og fegurri en nokkuru sinni er þau hrostu móti sólunni. Það var ekki um að villast, að Valtur regndropi og allir litlu hræðurnir lians höfðu leyst sitt hlutverk af hendi með sóma. „Vertu sæll, Valtur regn- dropi,“ sagði Dóra enn, „og mundu að koma bráðum aft- ur.“ (Stæling úr ensku). A. Th. FRÆGAR SUNDMEYJAR. Fyrir nokkuru var sundmót haldið í Kaupmannahöfn og keptu þar sumar frægustu sundmeyjar Evrópu. Sundmeyj- arnar þrjár, sem sjást hér á myndinni tóku þátt í mótinu. Efst er Hanni Hölzner frá Þýskalandi, þá Valhorg Clirist- ensen, Danm., og Inge Sörensen, Danm., en hún gat sér mikið' frægðarorð á olympisku leikun- um í sumar sem leið. ÍÞRÓTTIR

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.