Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 um eitthvað. — Iiver þremill- inn! hrópaði hann og leit nið- ur. Það var sligi, 19 fet á lengd. Konungurinn reisti hann upp við vegginn, en tók ekki eftir því, að neðri endi lians hvíldi þá á maga manns eins, sem lá falinn við liallarvegginn. Mað- urinn gaf ekkert hljóð frá sér. Konunginn grunaði ekkert. Hann fór upp stigann. Stiginn reyndist of stuttur. Loðvík mikli var ekki hár i lofti. Hann var enn tvö fet fyr- ir neðan gluggann. — Guð minn góður! mælti konungur. Skyndilega var stiganum lyft upp um tvö fet. Konungurinn gat því stokkið inn um glugg'- ann. I hinum enda lierbergis- ins stóð ung stúlka, raúðhærð og hölt á öðrum fæti. Hún titr- aði af eftirvæntingu. — Louise! — Könungur! — Ó, yndislega yngismær! — Ó, lierra minn. En elskendurnir fengu ekki að vera lengi í friði, því að nú var barið að dyrum. Konung- urinn rak upp reiðióp. Louisc rak upp örvæntingaróp. Dyrunum var lokið upp og d’Artagnan gekk inn. — Gott kveld, herra! Konungurinn liringdi bjöllu. Porthos kom inn og heilsaði. — Takið d’Artagnan fastan! Porthos leit á d’Artagnan og hreyfði sig ekki úr sporum. Konungurinn sótroðnaði af reiði. Hann hringdi bjöllunni aftur. Athos kom inn. — Greifi, takið Porthos og d’Artagnan fasta! De la Fere greifi leit á félaga sína og brosti. — Helvíti! Hvar er Aramis? öskraði konungurinn. — Hérna, herra, mælti Ara- mis í dyragættinni. — Takið þá fasta alla, þá Atlios, Porthos og d’Artagnan. Aramis hneigði sig og kross- lagði hendurnar á brjóstinu. — Takið sjálfan yðurfastan! Aramis gerði sig ekki líkleg- an til þess heldur. Konungurinn fölnaði. — Er eg ekki lconungur Frakklands? — Vissulega, lierra, en við erum líka Porthos, Aramis, D’Artagnan og Athos. — Nú! mælti konungurinn. — Og hvað táknar það? — Það táknar það, að fram- koma yðar sem eiginmanns, er allsendis óverjandi. Eg er ábóti og eg mótmæli þessu framferði yðar. Vinir mínir þrír, D’Ar- tagnan, Athos og Portlios, eru allir menn, sem aldrei hafa verið við kvénmann kendir og þeir blóðroðna yðar vegna. Atlios, Porthos og D’Artag- nan stokkroðnuðu. — Nú, mælti konungurinn hugsi. — Þið ætlið að kenna mér að liegða mér. Þið' eruð tryggir og lieiðarlegir ungir menn, en þið liafið einn galla og það er skirlífi ykkar. Upp frá þessari stundu eruð þið all- ir marskálkar og hertogar, nema Aramis. — Hvað á eg' að verða, lierra? — Þú átt að verða erki- biskup! Vinirnir fjórir litu upp og' féllust í faðma. Konungurinn faðmaði La Valliere að sér, þeim til samlætis. Nú var'ð stutt þög'n. Að lokum sagði Athos: — Sverjið, hörnin mín, að næsl sjálfum ykkur skuluð þið bera mcsta virðingu fyrir kon- ungi Frakklands. Og minnist þess, að eftir fjörutiu ár eigum við að liittast aftur. Hitt o? betta Ull úr mjólk. Japanar liyggjast nú ætla að auka mjög nautgripaeign sína, í þvi skyni að auka ullarfram- leiðslu sína. Það er nefnilega hægt að framleiða úr caseininu (ostefninu) í mjólkinni, ull, sem næstum er jafngóð sauða- ullinni. Nýtt heimsmet. Maður einn í Ameríku ætlaði að ferðast sjóleiðis leið nokkra og var næstum því orðinn strandagló]>ur, því að skipið var lagt frá hafnarbakkanum þegar liann kom þangað. Þó var það ekki komið lengra frá en svo, að liann gat stokkið um borð, og gerði liann það. En til allra óhamingju kom liann svo illa niður að liann datt og féll í öng- vit. Þegar hann raknaði úr rot- inu aftur var skipið komið um 20 m. frá liafnarbakkanum. Maðurinn leit til lands, deplaði augunum tvisvar og mælti: — Svei mér, ef eg hefi ekki sett nýtt heimsmet í langstökki! Tískan. — Hvað í ósköpunum hefir komið fyrir? spurði eiginmað- urinn konu sína óttasleginn. — Hvers vegna ertu með þenna plástur yfir vinstra auganu? — Plástur! Þetta er nýi hatt- urinn minn! [»heimo brenna eldarnir Skafbylurinn þýtur — það er hvast og kalt. Vegfarendur vefja þéttara að sér kápum og fröklcum. — Hann er svo napur i dag, segja þeir. Einn þeirra manna, sem þurfa út þennan dimmviðris- dag, er Firinur Pétursson, sltrif- slofumaður hjá einni stærstu verslun bæjarins. Ilann er nýgiftur, ungri stúlku a'ð austan, sem heitir Björg, þau hafa kynst, þegar Björg var í Kvennaskólanum. Finnur litur út um gluggann á litlu, snotru stofuuni þeirra. -— Hann er vist kaldur i dag, segir Finnur, um leið og liann snýr sér frá glugganum. Finnur er einn í stofunni, Björg er að hita morgunkaffið. Það er eins og óveðrið úti liafi engin láhrif á Finn. Hann gengur að ofninum, opnar hurð- ina og hagræðir spýtunum í eldinum, svo að logi betur. Hann kann svo vel við snarkið i eldinum, og óðfluga breiðist hlýjan út um stofuna. All er þetta draumur, að vísu margra ára gamall, og þó nýr. Hann er frá því, er Finnur kom fyrst til hæjarins, mörgum kunnugur, en öllum óþektur. Þá hafði liann komið úr for- cldrahúsum, en nú voru þau horfin, horfin og liðin lijá — cins og' ljúfur draumur — draumur, sem engan dreymir nema einu sinni. Hvað hann mundi vel daginn, sem hann kom til bæjarins! Þá haíði ver- ið kalt eins og núna — miklu kaldara, að þvi er Finni fanst. Fyrstu tvo dagana liafði hann verið hjá einhverjum vini for- eldra sinna, en svo fékk liann sér leigt herbergi og fór að borða á matsölu. Þar var kátt á hjalla og Finnur kunni vel við sig. Svo var það eitt kvöld, þegar Finn- ur var kominn upp í herbergi sitt, að barið var að dyrum. — Finnur gekk til dyra og opnaði. Við daufa glætuna út úr lier- berginu sá hann Íítinn og gildan mann, rauðan og þrútinn i and- liti. Finnur þekti liann þegar, það var Jón Einarsson, mötu- nautur hans. Jón gekk inn og settist. — Eg ætlaði að vita, hvort þú vildir ekki bragða á þessu, mælti hann um leið og hann dró upp „Innocent“-flösku. — Þetta er að visu bölvaður „hundur“ flöskukrýlið að tarna, en þú fyrirgefur það kunningi. Finnur gekk að borðinu og tók sér sæti um leið og liann mælti: — Eg hefi ekkert að fyrir- gefa, Jón, en eg sldl ekki livers vegna þú ert kominn til min með þetta. Hann benti á flöskuna, sem Jón var að taka upp. Jón leit á hann sljóum og blóðhlaupnum augum. — Svo að þú skilur það ekki, kunningi. . Eg slcildi það heldur ekki einu sinni, hvernig nokkrum gæti dotlið i liug „að fara á það“, svona í miðri viku, en nú þekki eg það af eigin reynslu, og þú munt þekkja það, þótt síðar verði. Finnur beið rólegur á meðan Jón lét dæluna ganga, en svo sag'ði liann, liægt og stillilega: — Þér er óhætt að fara með flöskuna, Jón. Eg dreypi ekki á lienni. .— Ilvaða ósköp eru að lieyra þctla. Þú ert þó aldrei templar? — Eg bragða aldrei vín. — Nú, jæja, kunningi. Eg ætla þá ekki að dekstra þig á því. Jón stóð upp og gekk til dyra. — Vertu sæll, Finnur. Eg spái, að þú áttir þig á hlutun- um, hérna í lienni Vik. Hurðin lokaðist harkalega á eftir Jóni. Finnur sat hugsandi um stund.------ Nú varð lionum það Ijóst, livar hann var. Hugur hans hvarflaði lieim, og um leið fékk hann óstjórnlega óbeit á mat- sölunum, þar sem mönnunum var raðað eins og fé á garða, og mest var hugsað um að koma sem flestum a'ð borðinu — setja sem flesta á. Hann fann, að þetta voru ein- mitt stofnanirnar, til að koma upp kulnuðum kvistum — blómum, úr gróðurlausri mold. — Finnur, kaffið er orðið heitt. Hann lirekkur við og strýkur hendinni um ennið, eins og til að átta sig. Svo gengur hann fram í eldliúsið, þar sem Björg er að enda við að renna á könnuna. Björg lítur á hann og sam- stundis veit hún, að eitthvað ó- geðfelt, hefir rifjast upp. Hún gengur til hans, leggur Frh. á 6. síðu. \

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.