Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Síða 1
1938 Konunghollusta Breta hefir bjargað breska heimsveldinu. Sunnudaglnn 12. Júní. 22. blad Því hefir oftlega verið spáð, að fyi-r eða síðar mundi Breta- veldi liðast sundur. En þessar spár hafa reynst falsspár. I rauninni er það stórfurðulegt, að 450 miljónir manna — liinar ólíkustu þjóðir í ýmsum lönd- um — skuli fúslega viðhalda þeim tengslum, sem hinda al- ríkisheildina svo traustlega, að þau hafa ekki bilað, livað sem á liefir hjátað og hversu sem reynt hefir verið, á friðartim- um sem ófriðar, að rjúfa þau. Að minsta kosti kann svo að virðast í fljótu bragði, en ef þetta er athugað niður i kjöl- inn, hversu vel, sanngjamlega og hyggilega Bretar stjórna, verður þetta auðskildara. Við slíka athugun á sögu Bretaveld- is komast menn að raun um, að jafnvel þær þjóðir, sem Bretar sigruðu í styrjöld, una vel stjórn þeirra eftir á, þvi að lienni er þannig hagað, að þær sannfærast um, að þær eru frjálsar innan takmarka hins breska veldis. Bretar miðla þeim af stjórnmálaþroska sín- um — ala þær upp á sína vísu — og þær kjósa að vera með- limir þessa voldugasta þjóða- bandalags, sem til er í heimin- um, því að Bretaveldi er í raun- inni bandalag frjálsra þjóða, eins og nú er komið. En þótt þakka megi að miklu leyti breskri stjórnvisku hversu þjóðir Bretaveldis eru bundnar traustum böndum, er ekki minna um vert — í margra aug- um enn meira — hlutverk kon- ungsins. Þvi að konungur Breta er hið lifandi tákn þeirrar sam- einingarhugsjónar, sem allir breskir þegnar bera í brjósti. Konungur Bretlands hefir þvi mikilvægu lilutverki að gegna. Það er kannske mest undir hon- um komið, að tengslin milli hinna óliku þjóða Bretaveldis haldist — og þar með sé trygð framtíð þess. Merkt, erlent blað, ræðir þessi mál, í tilefni af því, að 12. maí síðastliðinn var ár liðið frá því er Georg VI. var krýndur lconungur Bretlands. Höfundur greinar þeirrar, sem um þetta efni fjallar, telur, að konung- urinn hafi rækt sitt lilutverk af mestu prýði, samviskusemi og óhuga, en fyrsta og mikilvæg- asta hlutverk hans var að við- halda þeirri virðingu breskra þjóða fyrir krúnunni, sem hætt var við að þær glötuðu, vegna þeirra atburða, sem gerðust áð- ur en hann tók við völdum, þ. e. þeirra atburða, sem leiddu til þess, að bróðir lians, Játvarður VIII. Bretakonungur afsalaði sér konungdóminum. Það var ekki létt hlutverlc isem Georg VI. var kallaður til að vinna — i skyndi. Hann liafði að vísu verið alinn þann- ig upp, að liann væri undir það búinn, að taka við konungdómi, en þó var Játvarður bróðir hans talinn betur undir það bú- inn, að takast þetta mikilvæga hlutverk á hendur. Það var undir því komið, að ríkjandi fyrirkomulag gæti verið í gildi áfram, að konungliollusta breskra þegna um heim allan bilaði ekki — að hún héldist þrátt fyrir það, sem gerst hafði. Það var því í rauninni undir hæfileikum Georgs VI. komið, hvort þetta mætti takast. Og það var mjög hætt við erfið- leikum á vegi hans, vegna þeirra gífurlegu vinsælda, sem Játvarður liafði alla tíð notið. En nú er hægt að segja örugg- lega, að Georg VI. hafi skilið sitt hlutverk og rækt það svo vel, að allar slíkar hættur sé hjá liðnar. Drotning hans hefir einnig orðið mjög vinsæl. Kon- ungshjónin hafa verið samhend og njóta almennrar virðingar og það er talið svo komið, að fullyrða megi að Georg VI. sé í þann veginn að verða eins vin- sæll og faðir hans var, Georg

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.