Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Qupperneq 4

Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Qupperneq 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hefnd - (zftiv ffon SfeBar. mann- ætanna Eg keptist við að gera við bryggjuna framan við húsið mitt, meðan f jaran var og sólin skein i heiði, því að ógerningur var að gera við staurana um flóð og veðrið gat versnað. Eg tók því ekki eftir því, að vagn staðnæmdist framan við húsið mitt, og eg tók heldur ekki eft- ir gamla manninum, sem kom niður hryggjuna, fyr en skugg- inn hans féll á mig. Þótt þetta væri gamall mað- ur, var hann ekki orðinn lotinn og kápuna har hann þannig á öxlunum, að það var auðséð, að hann var ekki venjulegur bæjar- húi eða landkrabbbi, heldur hreinn og ósvikinn sjómaður. „Litið kant þú til verka, karl minn“, sagði liann, „á eg ekki að hjálpa þér?“ Hann tók í hönd mína og þá sá eg að á hægri hendi hans var föínað húðmálað merlci, stjörnumynd- að og bláleitt. Svo vann hann með mér þangað til að flæddi aftur og við urðum að draga okkur upp i fjöruna. Á meðan á verkinu stóð höfð- um við lítið ræðst við. Það féll að vísu orð og orð, en ekkert samtal í samhengi látti sér stað. Þegar eg tók upp veskið og gerði mig líklegan til að greiða honum vinnuna, handaði hann frá sér hehdinni og sagðist hafa gert þetta sér til gamans ög frekar af félagslyndi en fórn- fýsi, og sævarloftið gleymdist þeim ekki, sem lengi hefðu á sjónum dvalið og því liefði hann gripið tækifærið til þess að njóta þess í veðurblíðunni. Svo fórum við að ræða um félagslyndi og vékum að ýmsu i því sambandi. „Félagslyndi og bróðurhugur á að endast út í rauðan dauð- ann“, sagði gamli maðurinn, „en þvi er nú ekki að heilsa,“ bætti han við og svo sagði hann mér eftirfarandi sögu: „Viðurstyggilegasti maðurinn, sem eg hefi kynst var mat- sveinn á „Henriettu” gömlu. Hún var hlaðin með olíutunn- um, sem flytja átti til Sidney, og í þetta skifti vorum við að veltast í steikjandi liita fimtán hundruð mílum norð-austur af Sidney. Seinni hluta dagsins var eg frammi á skipinu og var að myndast við að smíða lúguhlera í stað annars, sem brotnað hafði, en alt í einu var eins og skipið lyftist upp af öldunum og er eg leit við sá eg eldblossa gjósa upp úr afturlestinni. Nú voru skjót ráð dýr, en við gát- um í engan bát náð annan en léttibátinn, sem var litill og gat ekki borið marga, enda vorum við að eins niu af skipsliöfninnni eftirlifandi. Skipstjórinn var einn heill á liúfi af yfirmönnum skipsins. Hinir liöfðu allir farist. Hann náði í sextant og eitthvað af skjölum, en eg þreyf vatnskvar- tel og setti um horð í bátinn. Eg býst við að ekki liafi liðið nema þrjár mínútur frá þvi, er sprengingin varð og þangað til við létum frá skipinu, enda voru öll likindi til að fleiri sprengingar yrðu, með þvi að nóg var eftir af ohunni. Yið vor- um komnir um eitt hundrað faðma frá skipinu er við heyr- um óp og köll og sjáum að bryt- inn stendur út við borðstokk- inn baðandi öllum öngum. Skip- stjórinn kinkaði kolli og við rér- um aftur að skipinu. Eg sé bryt- ann ennþá fyrir mér, þar sem hann stóð út við borðstokkinn svínfeitur og æpandi og var að hneppa að sér frakkanum sem best hann gat. Fimm mínútum eftir að bryt- inn var sloppinn frá borði sprakk skipið í loft upp og olí- an breiddist út logandi, með feikna liraða, en var orðin það óveruleg, er ln)n náði okkur, að það kom ekki að sök og við sluppum frá henni heilir á húfi. Er við höfðum róið lífróður í eina klukkustund mældi skip- stjórinn út stöðuna og eftir kort- inu að dæma vorum við um það hil í þrjú hundruð mílna fjar- lægð frá næstu eyju. Sú eyja var illa ræmd í þá daga, en skip- stjórinn skipaði okkur að róa þangað. Hann skamtaði vistir þegar frá upphafi, og við feng- um einn bolla af vatni á hverj- um degi, en um mat var ekki að ræða, hann höfðum við engan meðferðis. , Að átta dögum liðnum höfð- um við enga landsýn fengið, og mér virtist sem skipstjórinn væri liálf ruglaður í stefnunni, með því að stundum sigldi hann í hálfan dag í norðaustur, en siðan aftur í suðaustur. Það gat eg séð á áttavitanmn. Þegar liér var komið sögunni vorum við allir í rauninni lif- andi lík, — allir nema brytinn. Hann liafði frakkann stöðugt hneptan upp i háls og var enn í góðum lioldum. Á tíunda degi kom upp kurr meðal mannanna og þeir fóru jafnvel að stinga saman nef jum um það, að skipstjórinn forðað- ist eyjuna með vilja, með þvi að liann mundi ætla sér að láta okkur alla sálast úr sulti og stela síðan fé því, sem geymt væri i skjalakassanum. Þá fórum við að éta leður, belti og skó og alt það, sem tönn festi á. En brytinn tók lítinn þátt í þessu. Hann lét sem hann nag- aði ólarnar, en laumaði þeim frá sér svo að eg sá. Eg sat við lilið- ina á honum og elleftu nóttina fann eg þessa dásamlegu matar- lykt og mér heyrðist einhver vera að sjúga eitthvað. Það var brytinn. Eg gaf hon- um gætur og sá fljótlega, að hann grúfðist niður i frakkann og byrjaði að sjúga eitthvað að nýju. Um nóttina komst eg að því, án þess að brytinn yrði þess var, að liann hafði heilmikið kjöt- krof undir skyrtunni og var að sjúga það. Eg fór til skipstjór- ans og skýrði honum frá þessu. Skipstjórinn leit rólegur á mig og spurði hvort nokkur annar en eg vissi um þetta, en eg svar- aði þvi neitandi. Skipstjórinn rendi augunum yfir þennan tærða hóp og hann var sjálfur svo horaður, að menn gátu tal- ið í honum tennurnar utan á kjálkunum. Svo leit hann á brytann og sagði: „Vonandi kemur þetta ekki að sök úr þessu, eg vissi um þetta á fjórða degi. þú skalt ekki nefna þetta frekar, en liann fær sín laun.“ Þvi næst skipaði liann okkur að grípa til áranna og eg sá að hann breytti stefnu enn einu sinni. Nokkru eftir dagrenningu sá- um við eyna, og er við nálguð- umst hana þyrptust hundruð villimanna í kanóum út á móti okkur. Sldpstjórinn greip til skammbyssunnar og liræddi þá frá meðan skot voru til, en svo fleygði hann byssunni i sjó- inn. „Þið skuluð ekkert óttast, pilt- ar“, sagði liann. „Við getum ekki varist. En eg þekki þessa villimenn. Þeir munu ekki gera okkur ilt, þar sem við erum skipreka, en þeir munu velja sér einn úr hópnum til að gæða sér á. Eg er reiðubúinn til að sætta mig við val þeirra. Eruð þið hinir það, piltar?“ og svo leit hann á brytann. „Mannæt- urnar völdu rétta manninn“, sagði gamli sjómaðurinn og leit út á sjóinn. LANDBÚNAÐABSÝNINGIN I BELLAHÖJ. Á hinni miklu landbúnaðarsýningu í Bellahöj er likan af „fyrirmyndar dönsku bændabýli anno 1938“. — Myndin var tekin, er Friðrik ríldserfingi, skoðaði sýninguna.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.