Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Kyosti Kallio, forseti Finn- lands, „þúsund vatna landsins“, er af bændaættum kominn. Hann hefir erjaÖ jörðina frá blautu barnsbeini og búið við þröng kjör. Og enn í dag er bann bóndi. Hann rekur búskap, þótt hann sé ríkisforseti, og sem bóndi er hann i essinu sinu. Hugsunarháttur hans er eins og hinna gildu og traustu bænda Finnlands. Sjónarmið hans er hið sama og þeirra. 0;g hann telur sér sæmd í því að vera bóndi og bændaættar. Kallio (kletlur) ber nafn með réttu. Hann er traustur sem bjarg. Og allan sinn langa stjórnmálaferil hefir Ivallio stefnt að þvi, að Finnlandi verði öruggur griðastaður lýðræðis og frelsis, bversu mikil sem ólgan er i stjórnmiálunum í öðrum löndum. Ivallio er staðráðinn í þvi, að Finnlandi verði ekki þátttakandi í Evrópustyrjöld, en Finnar munu verja hendur sinar, verði á þá ráðist. Þess vegna er Iiallio ötull stuðnings- maður þess, að landvarnirnar sé efldar sem mest. Kallio er fæddur 1873. Ment- un hans var af skornum skamti. Hann hóf þátttöku í stjórnmál- um 1904. Var kosinn á þing það ár. Þá var Finnland fylki í Rússlandi og voru Finnlending- ar kúgaðir af Rússum á marga lund, þótt svo ætti að heita að þeir hefði takmarkaða heima- stjórn. Hér er eigi rúm til að lýsa þvi, er Finnland árið 1917 losnaði úr tengslum við Rússland og fékk næstum þremur árum siðar við- urkenningu sem sjálfstætt lýð- veldi. Kallio var forseti þingsins á 12 þingum eftir 1920. Hann var Bændaflokksmaður og átti milc- ilvægan þátt í því, að landbún- aðarlöggjöfin var endurskoðuð og hegningarlögin. Hreyloiastur er hann sagður af því að hafa átt mestan þátt í því, að lög voru sett um það, að skifta stórjörð- um, svo að smábændur gæti fengið land til ræktunar. Þegar Kallio var kosinn for- seti Finnlands 1937 hafði hann verið þingmaður í 33 ár. Hann var landbúnaðarráðherra 1917- 1922, samgöngumálaráðherra 1925, forsætisráðherra 1922— 1924, 1925-1926 og 1929-1930. Forstjóri Finnlandsbanka var hann skipaður 1926. FORSETABÚSTAÐURINN í HELSINKI. I liorninu efst: Kallio ríkisforseti. — FRÚ KALLIO í eldhúsinu á búgarði sínum. Kallio kepti um forsetatign 15. febr. 1937 við Pehr Eyvind Svinliufvud ríkisforseta. Kallio hlaut 177 atkv., en Svinhufvud 104. Hann var kosinn til 6 ára. Sigur Kallio var ósigur hinna þýsk-sinnuðu Finnlendinga. Stefna Kallio út á við er að styrkja landvarnirnar með til- styrk Breta og hafa sem nánasta samvinnu í menningar- og við- skiftamálum við hin Norður- löndin. Hann vill ekki, að Finn- lendingar sé upp á Þjóðverja — eða Rússa — komnir. Kallio nýtur mikillar lýðhylli í Finn- landi, en Finnlendingar eru að- allega bændaþjóð. Kallio á bú- garð skamt frá Helsinki (Hels- ingfors), og hefir kona lians þar bústjórn með böndurn. Hryðjnverk og eitnr- lyfjanantn. í simfregn frá Jerúsalem er þess getið, að bresku yfirvöldin i Palestina hafi komist að þvi, að flestir þeirra Araba, sem handteknir hafa verið fyrir hryðjuverk í Palestina, sé eitur- lyf janeytendur. Eitur það, sem þeir neyta, er „liashish“, sem er mjög algengt eiturlyf í Austur- löndum. Næstum allir hinna handteknu Araba hafa verið undir áhrifum „hashish“, en eitri þessu hefir að undanförnu verið smvglað inn í Palestina í svo stórum stíl, að þar er upp komið ekki minna vandamál úr- lausnar, að margra áliti, en það, hvernig bæla megi niður óeirð- irnar. — Yfirvöldin í Palestina hafa komist að því, að foringj- ar þeirra, sem þátt taka i hryðju- verkum, gefi mönnum sínum stóran skamt af „hashish“ áður en þeir leggi af stað til hermd- arverka, en eitur þetta liefir þau áhrif ó menn, að þeir verðaæstir mjög og grimmlyndir og þykj- ast færir til hvers sem vera skal. — Samkvæmt blöðum Araba sjálfra eru 10.000 neytendur „hashish“ i Jaffa og eru þá að eins taldir þeir, sem lögreglunni er kunnugt um. íbúatala Jaffa er að eins 60.000 og aðallega ])ygð Aröbum. Neytendur eiturlyfs þessa láta einskis ófreistað til þess að ná í það og er sagt frá því til dæmis, hvernig Farlian sheik, leiðtogi hermdarverkamanna í Palestina, fór að, er hann var hándtekinn og settur i fangelsi. Yar hann hafður í haldi i Acre- fangelsi, þar sem hann beið af- tökunnar, þvi að hann var dæmdur til lífláts. Noklcru áður komu allar konur lians — f jór- ar að tölu -— til þess að kveðja hann. Þær kystu hann allar á munninn. Þetta þótti fangavörð- unum einkennilegt, því að Arab- ar kyssa undantekningarlaust konur á kinnina — aldrei á munninn. En breytt framkoma sheiksins leiddi brátt i ljós hvað gerst hafði. Ivonurnar höfðu haft sinn skamtinn hver af „hashish“ uppi í sér og „yfir- færðu“ eitrið, er þær kvöddu hinn elskaða eiginmann sinn. Móðirin (við litla dóttur sína): Sjáðu, kisi er að þvo sér í framan. Dóttirin: Nei, liann er að þvo sér um hendurnar og þurk- ar þær svo framan í sér.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.