Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Page 7

Vísir Sunnudagsblað - 12.06.1938, Page 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 ÞÖGULU MUNKARNIR. Frh. af 3. síðu. ilt. Eins og mönnum er kunn- ugt, voru klaustrin á miðöldun- um sannkölluð hæli vísinda og lista. í klefum sinum unnu munkarnir að hinni andlegu iðju, skrifuðu bókfell eða skáru staf eftir staf og lögðu með bókaprentun sinni grundvöllinn undir menningu Evrópu eins og liún er i dag. f meðförum munk- anna varð latínan aftur liið lif- andi mál og á lienni rituðu þeir hin frægustu verk sín, og eru þessar hókmentir svo auðugar og fjölbreyttar, að nauðsyn er öllum fræðimönnum að kynna sér þær, ef þeir vilja afla sér fróðleiks um uppruna og þróun sérgreinar sinnar. Munkarnir vernduðu atburði og menningu fortíðarinnar frá gleymsku og frá skólum þeirra, t. d. Svarta- skóla, komu allir færustu og frægustu stjórnmála- og vis- indamenn miðaldanna, sem mótuðu sögu þjóðanna og ör- lög. Munkarnir áttu því þarna viðfangsefni, sem tók huga þeirra allan og lét þá gleyma öðrum þessa heims unaði, en Ranché hannaði reglubræðrum sinum að sinna þessum málum, heldur skyldu þeir lifa í föst- um og bænahaldi, en umfram það var þeim aðeins heimilað að stunda garðyrkju og akur- yrkju. Það er auðsætt, að slíkur meinlætalifnaður freistar einsk- is manns nema öfgamanna, sem lítils hófs kunna sér í öfgun- um. Slíkir menn hafa hins veg- ar altaf verið uppi og eru það enn i dag og reglan starfar í fullu fjöri, þótt aðsókn að lienni sé ekki mikil, með því að flesl- um blöskrar hinar ströngu siða- reglur og snúa við henni haki. Þrátt fyrir það, að flestar aðr- ar munkareglur liafa breytt starfsemi sinni að einhverju leyti og samræmt liana kröf- um breyttra tíma, liefir engin breyting orðið á siðareglum Trappistanna, en sami agi er þar ríkjandi og fyr. Eitt af þessum „þögulu klaustrum“ hefir verið í þýska hænum Reichenhurg og þaðan eru þessar myndir, sem liér eru hirtar. Það er ekki gremjulegt and- lit, sem ]nð sjáið á fyrstu mynd- hmi, en hún er af ábótanum í klaustri þessu, sem gengur á undan öðrum reglubræðrum sínum með góðu fordæmi, án þess að mæla orð frá vörum. I órjúfandi þögn hefir hann eytt æfi sinni, en undir gráum hær- unum er brosmilt andlit, mótað af góðmensku og innra friði. Ungum munkum, sem hleypt er inn í regluna, eru liins vegar kend ýms tákn, til þess að þeir geti gert sig skiljanlega um nauðsynlegustu hluti, en þetta táknmál mega þeir nota sín i millum. Hér er þó ekki nema um sárfá merki að ræða, og munkarnir eru að engu leyti að snúa á liinn fróma regluföður með táknum þessum, og ekki heldur fingramál, svipað þvi, sem málleysingjum er kent. Þvi fer fjarri. Til bænahalds verja munk- arnir mestu af tíma sínum, en þess á milli ganga þeir að erfið- isvinnu og sinna um afrakstur jarðarinnar án nokkurrar utan- aðkomandi aðstoðar. Uppsker- una bera þeir í hús í körfum, tveir og tveir, hátiðlegir og þög- ulir, geyma hana og tilreiða þegar þöx*fin krefur. Okkur hinum vei-aldlegu mönnum er það torskilið, hvernig öfgamönnunum tekst að kvelja sjálfa sig með mein- lætalifi, og okkur verður ósjálf- rátt á að spyrja, livað gott geti leitt af sliku. Tungan er guðs gjöf, sem mönnum ber skylda til að fara vel með eins og aðr- ar gjafir, en það er ómakleg og óeðlileg meðferð að í'ífa tunguna út úr sér, beint eða ó- beint. Myndu munkar Jxessir ekki gera meira gagn með þvi að boða fagnaðarboðskapinn með skrúði málsins, í stað þess að geyma hann í þögn eins og alt annað? Þjóðliagslega séð getur ekk- ert gagn orðið að þögn þessari, en hitt getur verið, að munkam- ir vaxi að innri gæðum með því að gefa þögninni hugsanir sín- ar, og því má ekki gleyma, að hraðmælt tunga vinnur oft meira tjón en hin, senx í hóf er stilt; og inargt væri betur geymt í eilifri þögn, sem liátt er liaft unx. NÝ FISKISKIPAHÖFN í PÓLLANDI. Síðan er Pólverjar fengu sjálfstæði sitt upp úr lieimstyrjöldinni hafa þeir gei*st siglingaþjóð mikil og eiga nú myndarlegan kaupskipaflota. Nú leggja þeir mikla stund á að koma sér upp fiskiskipaflota og hafa bygt fiskiskipahöfn, Wielka Wies, sem nýlega var opnuð. Pólverjar bygðu höfn xnikla við Eystrasalt fyrir kaupskip sin fyrir nokkurum árum og er þar risin upp mikil boi-g, Gdynia. AMERÍSKUR FLUGLEIÐANGUR fór fyrir nokkuru til San Juan í Puerto Rico. Voru það hernaðarflugvélar sem sendar voru og sjást þær hér á sldpulegu flug'i yfir San Juan.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.