Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Page 2
PAVÍÐ Ó. GRÍMSSON: UM SKIPIÐ FELIX Þegar ég var drengur vestur í Rúfeyjum, var þar gamall áttær- ingur, sem hét Felix, afburða siglingaskip og hin mesta happa- fleyta. Menn greindi á um aldur skipsins, en Aðalsteinn Brynjólfs son taldi Felix vera smíðaðan um 1840 í Bjarnarhöfn af þeim bræðr um. Bæringi og Jóhanni Hannes- sonum, sem voru annálaðir háta smiðir. Þetta sagðist Aðalsteinn hafa eftir Brynjólfi Oddssyni, föður sínum, en hann bjó í Rúf- eyjum 1851—1886, stundaði útræði undan'Jökli og var því mjög kunn ugur þeim Bæringi og Jóhanni. Sjálfsagt hefur Þorlákur, afi minn vitað sögu Felix alla, en hann lézt 28. ágúst 1920 á 85. aldurs- ári, en ég þá aðeins sextán ára og lítið farinn að leggja á minnið fróðleik eins og gengur. Svo var það, er séra Jón Guðnason gaf út æviminningar séra Friðriks Eggerz, sem hann nefndi „Úr fylgsnum fyrri aldar“, að ég fékk staðfestingu á sannleiksgildi sögu Aðalsteins, og tek ég hér orðrétt upp frásögn séra Friðriks: Árið 1852 keypti séra Friðrik Eggerz Bjarnarhafnarskipið Fel- ix af Pétri Kolbeinsen fyrir hundr- að spesíur og tuttugu ríkisdali. Því fylgdu sex áraspaðar, ónýtur reiði, ónýt segl, illt mastur, kraka góð og sjötíu faðma langur kaðall. Það skip var smíðað 1840, bar um 80 vættir. Friðrik átti það í tuttugu og fjögur ár og seldi það um vorið 1876 til Péturs Stefáns- sonar, bróðursonar síns á Ballará, fyrir 200 ríkisdali. Felix keypti svo Þorlákur Berg- sveinsson, þá bóndi á Melum á Skarðströnd, á uppboði á Ballará vorið 1886, sem haldið var á búi Péturs Stefánssonar, sem þá var orðinn geðveikur Felix átti svo Þorlákur til dauðadags 1920, er Ebeneser sonur hans, sem var bóndi í Rúfeyjum, eignaðist hann. 1924 seldi Ebeneser Óskari bónda Níelssyni í Svefneyjum Felix, en 1943 keypti Ámi Einarsson, báta- smiður í Flatey, Felix og smíðaði hann upp, breytti í báða enda og setti í hann Kelvindísilvél, en seldi hann svo til Stykkishólms 1952 Sigurði Sörenssyni, fyrir 50 þús. krónur að sögn. Það skal tek- ið fram, að Árni Einarsson er bróð ir Guðmundar á Brjánslæk og Þór arins kennara í Reykjavík, og er hann mesti völundur í höndunum og sérlega vandvirkur smiður. Núverandi eigendur Felix eru bræðurnir Jón og Þorkell Ólafssyn- ir og Hermann Guðmundsson í Stykkishólmi og stunda þeir á honum fiskveiðar, þegar gefur á sjó og láta vel af honum sem traustum og góðum í sjó að leggja. Felix var notaður til hákarlaveiða frá Bjarnarhöfn, kaupstaðarferða, skreiðarflutninga undan Jökli og fjárflutninga. Séra Friðrik notaði hann til kaupstaðaferða, fjárflutn- inga, eldiviðar- og heyflutninga í Akureyjum. En meðan Felix var í eigu Péturs á Ballará, hefur hann verið notaður til hins sama nema eldiviðarflutninga. Eftir að Felix komst í eigu Þorláks á Melum, sem var hinn mesti sjósóknari, var hann notaður aftur til hákarlaveiða og skreiðarflutninga utan undan Jökli og vestan frá Brunnum og Látrum. En eftir að Þorlákur flutti frá Melum í Rúfeyjar 1894, hætti hann Jöklaferðum, en hins vegar hélt hann áfram fyrstu árin þar hákarlalegum, og svo voru fjár- flutningar vor og haust, því að allt fé var flutt á land á vorin og aftur út í eyjar á haustin. Svo voru móflutningarnir ofan af Skarðströnd á haustin út í eyjar. Allt hey var flutt úr úteyjum í Rúf- eyjar á Felix, og urðu það margar ferðir, því að ekkert var heyjað á heimaeyjunni. Eftir að Óskar í Svefneyjum eignaðist Felix, notaði hann hann til hins sama og dáð ist mikið að, hve hann var góður siglari og gott sjóskip. Felix hefur alla tíð verið hið mesta happaskip, og hann hafa aldrei frá fyrstu tíð hent nein ó- höpp, þótt marga hafi hann svaðil förina farið. Eru mér þær ýmsar kunnugar, þar sem ég tók þátt í þeim með fóstra mínum, Ebeneser Þorlákssyni í Rúfeyjum. Nú er því Felix 127 ára og enn hið bezta skip, og ég óska og vona, að hann verði eigendum sínum áfram sem hingað til gæfu- fleyta. Þess má geta, að Þorlákur á Melum og síðar 1 Rúfeyjum var sonur Bergsveins Eyjólfssonar í Svefneyjum og Katrínar Þorláks- dóttur í Hvallátrum. Brynjólfur Oddsson í Rúfeyjum var sonur Odds Ormssonar (Ormsætt) og Þorbjargar Sigmundsdóttur í Akur eyjum, Magnússonar sýslumanns, Ketilssonar. En Brynjólfur átti Guðrúnu Sigmundsdóttur, móður systur sína, og var hún móðir Aðalsteins. sem ofar getur. Fyrri kona Þorláks Bergsveinssonar var Þorbjörg Eggertsdóttir Odds- sonar í Fremri-Langey, en kona Eggerts var Þorbjörg Eyjólfsdóttir, Einarssonar í Svefneyjum, systir Bergsveins. Faðir minn, Grímur Þorláksson, var þeirra fyrsta barn fæddur í Purkey 15. maí 1866. Bátur, sem var smíðaöur í Bjarnarhöfn um 1840, gengur enn til fiskjar l. •. j 1,1 * M f N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.