Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Page 5
I Helgi Helgason hjá keraborðlnu. yggi þess sérfræðings, er stundað (hefur fiskakynbætur í tugi ára. — Kerlingu. Helgi meðhöndlar háfinn af mik- tílli leikni, dýfir honum í kerið og leltir fróma gúbbíakerlingu á rönd- ium. íbúum kersins virðist ekki istanda á sama um þessa einstæðu (heimsókn, og þeir hvissa í allar átt- ir rétt eins og djöfullinn sjálfur Ihafi lagzt til sunds í kerinu. —Hvaða órói er þetta. Bíddu •við, þarna er ein. Þeir grúfa sig báðir yfir kerið, (Helgi og drengurinn. — 0, ekki er hún á því. Ég hef ekki af þeim augun. —Obs, stynur Helgi eins og eitthvað níðþungt hafi komið í háf- inn, kannski djöfullinn sjálfur, nei það er einungis gúbbíakerling, og nú dettur hún úr háfnum ofan í plastpokann. Þeir háfa í slörgúbbí o? blakk mollí, og Helgi bindur fyrir pok- ann, þar sem fiskarnir ólmast skelfingu lostnir og botna hvorki upp né niður í liamskiptum tilver- 'unnar. — Hvað er það mikið, spyr drengurinn og bíður áfjáður eftir >að fá að halda á pokanum heim til sín og dengja nýjum leikfélög- um í kerið sitt. Helgi nefnir einhverja upphæð, sem ég kæri mig ekki um að leggja á minnið, því ég veit, að til lítils hlutar er að muna verð- lag á íslandi. Drengurinn tínir fram nokkra seðla og fær pok- ann. Hann heldur pokanum upp, svo hann geti séð beint í augu kvikindanna. —Hafðu pokann undir úlpunni þinni. Þá verður ekki kalt á þeim, segir Helgi og réttir drengnum af- gangseyri. Þar með er drengurinn þotinn, og við Helgi getum talað saman og höfum gúlpið í kerunum að viðspili. —Það var fyrir um það bil sex tán árum, að ég tók að fást við skrautfiskarækt. Ég fékk neistann úti í Danmörku. Ég bjó þar lengi, áður en ég kom hingað. Hér heima var öllu erfiðara að sinna slíkri tóm stundaiðju. Flugsamgöngur voru þá ekki tíðar, og skrautfiskarnir fluttir með skipum, í stórum böl um, og gat hent, að þeir væru nær allir dauðir, þegar hingað kom eftir fimm til sex daga útivist. — Eitthvað hefur þér þó áskotn azt? — Já. En þess var lengi að bíða. Hamingjan var hvorki mér né fiskunum hliðholl. í einni utan- för minni til Danmerkur ke.ypti ég til dæmis átta fallega skraut- fiska og bjó um þá í litlum föt- um. Þeir tóku að drepast fyrsta dag inn, sem lagt var frá Kaupmanna- höfn, og hinn síðasti geispaði go’- unni á leiðinni inn hafnarkjaftinn hérna í Reykjavík. En ekki vildi ég gefast upp. Ég skrifaði út til skyldmenna og bað, að mér væru sendir fiskar. Það var og gert og fiskunum komið í vörzlu um borð í Gullfossi. Flutninginn lifðu fjögur kvikindi, og var það fyrsta skrautfiskaeign mín á ís- landi. Ég hafði hug á að auka við bústofninn og átti flest eitthvað um sextíu fiska, meðan einungis Berserkur eð'a Betta splendens, síamsk- ur bardagaflskur. TllUINN - SUNNUDAGSBLAÐ 149

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.