Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Page 14
JÓN JÓNSSON — sparisjóðsstjóri á HlemmiskeiSi. Ævisögubrot Jðns smiðs á Hlemmiskeiði 20. apríl í vor eru 110 ár liðin frá fæðingu Jóns Jónssonar, smiðs og sparisjóðsstjóra og fyrr- verandi bónda á Hlemmiskeiði í Árnessýslu, sem andaðist 31. júlí 1931. Til er eftir hann ævisögu- brot, þar sem vel ér lýst háttum öllum á bernsku- heimili hans á Landi, og sýnist vel þess virði að birta þetta ævisögubrot En jafnframt hæfir að fylgj® því úr hlaði með nokkrum orðum. Jón á Hlemmiskeiði var sjálfmenntaður hug- sjónamaður, fjölhæfur og skilningsgóður, bæði á verkleg og andleg efni. Hann virtist alltaf hafa tíma til þess að sinna góðum málefnum og var manna lagnastur að leysa vandræði þeirra, sem til hans leituðu. Ævinlega leitaðist hann við a# færa allt, sem aflaga fór, til betri vegar. Jón var allt í senn, bráðgáfaður og glöggur og með vakandi auga og á öllu, er til hagsbóta horfði. Þess vegna gleymdi hann oft tímanum og sjálfs síns hag, og þess vegna var hann lengst af fá- tækur. Skeiðamaður ræddi eitt sinn um fjölhæfni Jóns við Hreppabónda. Hreppabóndi sagði: „Þegar Jón bjó í Efra-Langholti var hann svo fátækur, að við tókum ekki eftir honum.“ Jón naut sín fyrst eftir að hann kom fram á Skeið upp úr aldamótum. Þá voru börnin að komast upp og aðstæður að breytast. Þá hóf um sama leyti búskap i Fjalli Guðmundur Lýðsson frá Hlíð. Þarna mættust tveir menn, sem bæði voru glöggir og vitrir, enda tókst brátt vinátta með þeim, byggð á skilningi og gagnkvæmu trausti. Þeim sýndist oft sitt hvorum fyrst í stað. En þetta voru menn, sem voru nógu víðsýnir til þess að athuga allt gaumgæfilega og velja endanlega þá leið, sem báðir gátu unað við. Þessir glöggu menn hittu oftast á rétt stefnumið og urðu traust- ir máttarstólpar í sínu hreppsfélagi. Áríð 1903 kom rjómabúið, og breytti það strax efnahag bænda í betra horf en áður var. Guð- mundur Lýðsson átti frumkvæði að stofnun þess, en Jón á Hlemmiskeiði mun hafa átt flest hand- tök við að ganga frá því. Þar var sameinuð vatns- orka og véltækni, sem var þá alveg óþekkt hér í svelt. Jón smiður á Hlemmiskeiði, eins og hann var oftast nefndur, var lágur maður vexti, þéttur á velli og samanrekinn, herðamikill, hálsstuttur, höfuðstór, sköllóttur og góðmannlegur á svip. Aug- un skýrleg, vökul og rannsakandi, en róleg. Nef- ið stórt, ennið kúpt, kinnar samsvarandi, varir nokkuð þykkar, en andlitið í réttum hlutföllum, svipurinn hreinn og alvarlegur, þó glaðlegur. Yfir þessum manni virtist alltaf hvíla einhvers konar geðró, sem ég get ekki lýst með orðum. Um tíma var Jón formaður í Þorlákshöfn og heppnaðist vel. Á formannsárum sínum þar sagð- ist Jón hafa lært að taka eftir veðurútliti og reri hann þá stundum, þótt aðrir reru ekki, en sat eftir, ef honum leizt sjálfum ekki gott veð- urútlit. Þegar ungmennafélagið var stofnað á Skeið- unum, var hann á fyrsta og öðrum fundinum og Imótaði stefnu þess með ráðum og leiðbeining- um um hófsemi, sparnað og sjálfsögun, sem hann taldi bezta leið til þroska og manndóms. Honum tókst að gera fólkinu skiljanlegt, að sjálfs væri höndin hollust, enda hefur sú kynslóð á Skeiðum sýnt í verki vilja og þrótt. Á fyrstu árum Ungmennafélags Skeiðamanna var skólahús og fundahús byggt í hreppnum með samvinnu hreppsins og Húsatóftabænda og þátt- töku félagsins. Þótti það ekki framkvæmanlegt nema með samstarfi þessara aðila og að húsið stæði í bæjarröðinni á milli Húsatóftabæjanna. Þessar byggingar skipulagði Jón og þótti takast það vel. Húsið fór vel í bæjarröðinni og inn- réttingu þess var vel fyrir komið. Þar var barna- skóli hreppsins að mestu leyti fram til ársins 1933, og þaðan heyrðust aldrei óánægjuraddir. Annað verk vann Jón í samvinnu við Ung- mennafélag Skeiðamanna. Var það stofnun Aura- sjóðs Skeiðahrepps, sem stofnaður var 1912. Spari- sjóður Skeiðahrepps studdi mjög að framförum í hreppnum, eftir því, sem geta hans náði til. Þegar barn fæddist, fjölgaði viðskiptavinum spari- sjóðsins um einn. Áður hafði slík hagfræði ekki -þekkzt í sveitinni. En mjög var ÖU efnahags- i þróun hægfara á fyrstu árum sjóðsins. Um ferm- ingaraldur áttu flestir unglingar smáupphæðir í sjóðnum. Slíkt hafði áður verið alveg óþekkt fyrir- brigði. 158 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.