Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 19.02.1967, Blaðsíða 11
Ólafur Hallsson) til náms í Dan- mörku. Ég hef ekkert látið uppi um framför þeirra við venjulegan skólalærdóm, því að annar þeirra fór úr skólanum áður en honum var lokið, en hinn virðist lítt íall inn til vísindaiðkana sökum heldur daufs skilnings. Mér fannst þó ekki rétt að gefa upp alla von um þá, og þess vegna hef ég fengið þeim vitnisburð minn, þar sem ég get góðra eiginleika þeirra, heiðar legs foreldris og flekklausrar for tíðar og lifernis. Hólum, 30. ágúst 1626. Þorlákur Skúlason rektor. Til sonar þíns, sem ég fékk Garðvist og ókeypis kennslu fljót- lega eftir komu hans, skal ég líta með velvild . . . og veita honum ásjá í öllum greinum En mér væri ljúft, að þú veittir honum dálitla áminningu um skyldur hans, því að ég er ekki viss um nema hann hneigist nokkuð til drykkju. Kaupmannahöfn, fyrri hluta árs 1627. Ole Worm. Syni þínum óska ég hjartanlega alls hins bezta. Væri hann sjálfur jafnhlýðinn og ég er iðinn við að áminna hann og örva, efast ég ekki um, að allt myndi ganga að vonum þínum og óskum. Ég mun auðsýna honum föðurlega ástúð eins og hann væri sonur minn og ekki víkja frá skyldu 'minni á meðan hann er meðal okkar. Kaupmannahöfn 19. maí 1628. Ole Worm. Ég kem þá aftur að syni mínum, ágæti herra: Vissulega er hann kominn heim til mín, en er án vitnisburðar frá yður og færði mér ekki neitt bréf, sem kvelur mig stórlega, hvort sem það er af því, að hann hefur reynzt þess óverð- ugur, eða annað hefur orðið til hindrunar (eins og hann sjálfur segir), er ég gæti betur sætt mig við. Þess vegna bið ég þess nú hinn ágæta herra doktor að unna honum vitnisburðar næsta ar, sé það guðs vilji. Laufási, 22. ágúst 1629. Magnús Ólafsson. Benedictus Magni, sonur ágætra foreldra á Norður-íslandi, var inn ritaður 15. nóvember 1926 og dvaldist hér fram í júnímánuð 1629. Kaupmannahöfn, 20 maí 1630. Ole Worm. Ég ber Benedikt Magnússon, sem nú dvelst hjá þér, fyrir brjósti vegna verðleika föður hans, og þó það sé, að hann hafi sleppt fram af sér beizlinu hér hjá okkur, þá vil ég samt, að hann sé studdur í viðleitni sinni. Kaupmannahöfn 20. maí 1630. Ole Worm. Það er ástæðulaust, að þú þakk ir mér svo mjög, að ég kenndi syni þínum . . . Vitnisburð frá mér hefði hann fengið fyrir brott för sína, ef hann hefði snúið sér til mín. En hann fór burt, án þess að ég hefði hugboð um það. Þó að ég verði fyrst og fremst að sjá borgið hreinni samvizku minni, hef ég þó gert það, sem ég gat — ekki einungis með þessu opin bera skírteini, heldur einnig með einkabréfi til biskupsins. Kaupmannahöfn, 20.—23. maí 1630. Ole Worm. Þótt ég hafi, Benedikt minn, gild ar ástæður til þess að verða ekki við óskum þínum og bera alvarleg ar umkvartanir upp við föður þinn, mun ég samt i þetta skipti ekki bregðast nauðsyn þinni — að nokkru leyti vegna föður þíns, ágæts manns, að nokkru leyti vegna þess, að ég geri mér enn góðar vonir um þig. Þú veizt, hve oft ég spurði þig, hvort þú ætlaðir heim til föðurlands þíns, en þú neitaðir því. Þú veizt, að þú ert enn skuldugur — ekki mér einum, heldur mörgum öðrum góðum mönnum. Þó að þú kærðir þig ekki um að kveðja mig, heíðir þú að minnsta kosti átt að borga skuldir þínar, áður en þú fórst . . . Testimonium publicum get ég ekki fengið handa þér, fyrr en skuldin er greidd. Kaupmannahöfn, 20—23. maí 1630 Ole Worm Þessum unglingi (Benedikt Magnússyni), sem þú biður fyrir í bréfi þínu, frægasti og ágætasti herra og virðulegi kennari, skal ég hjálpa á heiðarlegan hátt eftir getu minni, svo fremi ég fyrst komizt að raun um, að hann sé saklaus af því, sem opinberlega er borið á hann . . . mér hefur borizt kvis um eitt og annað misjafnt í háttalagi hans í Danmörku. Hólum, 3. september 1630. Þorlákur Skúlason biskup. Fyrir nokkrum árum fékkst þú því til leiðar komið hjá kanslaran um, að biskupi vorum var sent kon ungsbréf um að vígja son mmn, Benedikt, aðstoðarprest minn. Þar að auki skrifaði herra doktorinn mér allranáðugast fyrirheit kansl- arans um, að fyrrnefndur sonur minn skyldi verða eftirmaður minn hér á þessum stað. En allt hefur þetta orðið til einskis. Loks hef ég gengið eftir því, að konungs bréfinu yrði hlýtt, en þegar herra Þorlákur tjáði mér nokkurn veg- inn ótvírætt, að hann myndi láta að vilja mínum, kom til sög- unnar frændi Benedikts, Ólaf- ur Hallsson, ásamt öðrum Framhald á 165. síSu. Laufás við Eyjafjörð, æskuheimkynni Benedikts Magnússonar, TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 155

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.