Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 2
Pýtur í skjúnum í sköla einum á Norðurlöndun- um, þar sem nokkrix fslendingar stunduðu nám á nítjándu öld, var staur gildur á hlaði úti. Var hann jafnan neíndur fógetinn, og hafði skólastjóri þann sið að láta pilta ganga fyrr staurinn og taka ofan fyrir honum með virðulegu lát- hragði. Átti þetta að miða að því að kenna piltunum þvílíka athöfn ti.l þeirrar fullnustu. að vel mætti nægja, er þeir kæmust si(5ar í líf- inu í námunda við virðulega emb- ættismenn og tigna borgara, en eigi sómdi annað að veita lotn- ingu. , Einn íslenzku piltanua, sem tíð- um beraði höfuð sitt frammi fyr- ir Drumbi fógeta á skólahlaðinu, hafði orð á því, að sér hefði þótt þetta atferli kátlegt. En þegar heim kom til íslands komst hann að raun um, að þarna hafði hann notið næsta þarflegrar kennslu. Þvi að það var ekki aðeins, að hann gat með sómasamlegum hætti tek- ið ofan íyrir sýslumanninum sín- um, heldur kom líka á daginn, að skóiaistjórinn hafði vitað hvað hann söng, þegar hann dubbaði Drumb til fógeta: Sýsiumannin- um fórst sem sé nákvæmlega eins og Drumbi, þegar tekið var ofan fyrir honum — hvorugur lét svo lft- lð að láfa það merkjast í neinu, hvort þeir yrðu þess áskynja, þótt litlir karlar vottuðu þeim virðingu sína með því að svipta af sér höf- uðfatinu. Þetta gerðist á þeim tíma, er embættismenn aliir og ríkisbubb- ar vissu, að þeir voru karlar í krapinu og svo hátt yfir sauðsvart- an aimúgann hafnir, að ekki sómdi, að þeir virtu hann viðlits. Þeirra var að skipa og hinna að hlýða, og þeir töldu jafnvel vísan voða, ef þeir sýndu ekki með fasi sínu og háttalagi, hvaða djúp var staðfest milli þjóðfélagsstéttanna. Þá voru vuldsmennirnir valdsmenn í fulri merkingu þess oiðs, og alit annað var ctilhlýðilegt Nú éru báðir orðnir mold og mylsna — piiturinn, sem brauzt til náms í #löndum fyrir meira en hundrað árum, og sýslumaðurinn, sem vissi svo vel, hver hann var. Það er jafnvel sennilegt, að Drumbur fógeti hafi fyrir löngu lokið hlutverki sínu, enda væri hann nú orðinn hjákátleg persóna í skólakerfi landis síns. Vatnið rennur af háum fjöllum, án hvild- ar ög viðstöðu, og tímarnir breyt ast og mennirnir með Nú klappa stórættaðir sýslumenn kerlingun um á öxlina, að minnsta kosti þeir sem til framboðs hugsa, og taka með kankvíslegu látbragði í nefið hjá hændum og verkamönn um og eru ósköp mildir, jafnt í viðmóti sem dómum. Og fólkið segir: Svona eiga sýslumenn að vera. — En fjandi held ég, að gomlu sýslumönnunum fyndist stétt sín hafa sett ofan, ef þeir væru ekki fyrir löngu dauðir og grafnir og allt skyn úr þeim skroppið. Þótt undarlegt sé, eimir samt á sumum sviðum eftir af þeim anda, sem Drumbi fógeta og hirð hans var eiginlegur. Þess hygg ég, að muni einkum gæta við fjárheimt ur ýmsar. Það er til dæmis ekki ótítt, þegar menn eru minntir á gjöld ýms, sem greiða á, að á- minningunni fylgi grimmileg hót- un um lögtak eða viðurlög önnur, þótt alls ekki sé kominn gjalddagi, og þess vegna hafi hreint ekkert á það reynt. hvort þeir, sem slíkar kveðjur fá, dragi um skör fram að gera rétt skil. Þar skýtur upp koilinum gamli valdsmannstónn- inp, ekki orðinn viðskila við hrok- ann, sem einu sinni þótti góður og g'aldgengur í fari embættismanns. sköp er mér líka sagt, að þeir menn séu oft fálátir og þyrrk- ingslegir, er koma á vettvang til þess að taka lögtak eða innsigla húsakynni fyrirtækja, sém skulda söluiSkatt. Þar er auðvitað við skuildaþrjóta að kljást, að minnsta koetd menn, sem hafa reist sér hurðarás um öxl, en þó tæpast slíkt brotdfólk, að nauðsynlegt sé að steypa vfir sig sérstakri brynju í návist bess. En kannski stafar þetta af því, að handverkið er trú- lega óskemmtilegt. Ég held að fullyrða megi, að ekki sé í :andinu sá bankastjóri, sem neitar manni um víxillán án þess að leggja það á sig að líta upp um leið, hversu fjarri sem því fer, að hann geti orðið við óskum allra, sem leita fyrir sér um lán. Bankastjórarnir eru ein- mitt margir hinir alúðlegustu menn, sem leitast við að gera í fá- um orðum vinsamlega grein fyrir því, hvers vegna fé er ekki falt. Samt sem áður er næsta kuldaleg- ur tónn í tilkynningum þeim um gjalddaga, sem sumir bankanna senda viðskiptavinum sínum: „Hér með tilkynnist yður. að yður ber að greiða" og síðan kíykkt út þeirri hótun,- að skuldin sé öll fall- in í gjalddaga, ef vanskil eigi sér stað. Óneitanlega er hálfnöturlegt að tala þannig til þeirra, sem alltaf standa skil á skuldum sínum á rétt- um gjaldd.iga. Þar á ofan er þetta þarflaus og gagnslaus yfirlætis- tónn eins og sjá má á því, að aðr- ar lánastofnanir orða sams konar tilkynningai mjög kurteislega, án þess að par bryddi á nokkrum ógn- unum, og mun þeim ekki heppn- ast la'kar innheimtan fyrir það. Þetta er kannski ekki stórvægi- legt. En betur færi þó á því, að við segðum okkur alveg úr lögum við Drumb fógeta. Dýrðardagar hans eru liðnir, og við viljum helzt ölil, að til okkar sé talað af ti'lgerðarlausri vinsemd á meðan við höfum ekki gerzt brotleg við þá,, er við okkur eiga að skipta. Þegar okkur er veitt lán, er vænt- anlegt ráð fyrir því, að við mun- um endurgreiða það á þann hátt, er tilskilinn hefur verið, og þess trausts viljum við njóta svo lengi sem við rýjum okkur því ekki sjálf. J.H. 554 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.