Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 15
Seinna komst ég í trúarbragða- Söguna og í verk Georgs Brandes- ar frá þeion árum, er hann skrif- aði Hovedströmninger og gat ekki lokað augunum fyrir því, áð eng- in trúarbrögð eru, annað en h ig- myndir, ->g þau þola ekki gagn- rýni nútímamannsins, ef hann bara vill beita henni. Að vísu er í þeim flestum nokkurt siðrœnt aðhald, sem náttúrlega mætti gefa þegnum hvers þjóðfélags með öðr- um aðferðum, til dæmis með því að kenna unglingum einföldustu iagaboð í siðuðu þjóðfélagi. Svo er annað mál, að ég skyldi vera sáttur við presta þjóðkirkj- unnar, ef þeir vildu halda fram því fallegasta í kenningu Krists, í stað þess að þrugla í sífeliu um endurlausn, sem enginn veit hvað er. Jesús Kristur hefur verið allt í senn: frábær maður, mikið skáld og í eðli sínu mikili sósíalisti.. En þetta er ekki það, sem prestarn- ir eru yfirleitt að segja okkur úr prédikunarstólnum.“ En skevti Guðmun.dur því lítt að kortleggja svæðin hinum megin grafar, þá hefur hann einbeitt sér þeim mun meir að því að átta sig á ' kennileitum jarðiífsins „Þessir bragðmiklu tímar, sem ég hef lif- að, tvær heimsstyrjaldir með meira,“ segir hann, „hafa engan veginn Iátið mig ósnortinn.11 Það er e;ns og í huga hans verði sjálf ættjörðin tákn alls, sem hann trúir á og elskar Þegar hann þurfti að vera fjarri sveitinni sinni í nokkur misseri ,,komu Landsvís- urnar eins og sjálfar til mín fyrsta veturinn, sem ég var heima “• Þar yrkir hann á þessa leið til íslands: Um ókunn lönd og borgir, um fjöll og firði við förum, sem okkar sé jarðkringlan meira en hálf, og samt skal það sagt um okkur, að einhvers virði erum við helzt hjá þéi, og finnum það sjálf. Og þess vegna er langt frá því örvænt að óvitar þínir átti sig þegar þeir vaxa til manns hjá þér, því of seint er þeim sem aleigu sinni týnir að iðrast, rífa sín klæði y og barma sér. Myndir: Böðvar Guðmundsson. „Hafia ekki stundum orðið á- rekstrar milli bóndans og skálds- ins?“ „Sá lifir ekki óreglusömu lífi, sem á tíii kýr í fjósi. En við ýmsa vinnu gátu kömið fram > hugann alveg heil smákvæði, sem ég skrifaði þá upp að kvöldi mér til gamans og athugaði svo seinna, hvort þar væri nokkuð bitastætt. Færi ég að vinna að einhverju. sem var stærra í sniðunum, gat ég ekki tekið þann tíma frá störí unum, sem einyrkjubóndinn verð- ur að vinna allan ársint hring Ég varð að nota þær stundir, sem eru næðis-, hvíldar og lestrar- stundir annarra manna og stund- um varð betta heilmikið vökupuð. Ekki er nægt að ganga framhjá því, að þegar einn bóndi fer að haga sér svoleiðis, þá verður það ekki gert nema konan hans hlúi að honum til þeirra hluta, sjái um að hann hafi næði, komi krökkunum frá hnjánum á hon- um og láti aldrei á sér finna, að henni sé mótgerð i þessu dundi. Framhald á bls. 571. Á kirkjubóll. Og þess vegna, móðir, þó gangi á með gadd og snjóa, fer gamall bóndi með ástar- vísu til þín, já, vegna þess blþms í brekku sem enn mun gróa í blessun þíns friðar. meðan vorsólin skín. Það hafa ýmsir reynt, að pípu- hatturinn er þægilegra höfuðfat en þyrnikórónan, og þeir, sem að morgni lögðu gunnreifir til atlögu við óréttlæti heimsins, höfðu marg ir samið um vopnahlé á hádegi. En ekki Guðmundur, því . .viðhlítandi væri þá helzt ef hálfverk manns var handarvik í þágu lífs og frið- ar. Svo vinnist þér á morgun það sem vannst ei mér í dag. — Það verða skal að lokum hinnzta kveðjan, er kyrrist um í smiðju og kemur sólarlag og kulnað sindur liggur kring- um steðjann. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 567

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.