Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 7
háls, voru á leið guð'ur yfir Hval- fjörð. Fjórða leiðin var sjóleið, ferjuleið yfir Hvalfjörð. Annars hef ég heyrt þeirri stoð rennt und- ir þessa nafnskýringu, að hann Vigfús, sem lá úti á nýársnótt á krossgötum, hafi verið hjá Fer- stiklu. En hvað sem um nafngift- ina er að segja, þá er annað víst, að íslenzkum æskulýð hefur ver- ið kennt það um áratugi, að Fer- stikla hafi verið örreytiskot, þegar Eyjólfur Hallgrímsson, Pétursson- ar, bjó þar. En hjá honum dó Hallgrímui•. En þó Ferstikla hafi ekki á umliðnum öldum verið neitt stórbýli, þá er þó áreiðan- lega ofsagt, að hún hafi verið lé- legri jörð en fjölmörg önnur býli. Og nú eru tvö stórbú á FerstMu. Fljótlega eftir að ferðir hófust á bifreiðum fyrir Hvalfjörð, var sett þar upp veitingahús. Fyrst voru veitingastofumar í íbúð bónd- ans. Síðar var reist veitingahúsið uppi í brekkunni utan við Skroppugil. Þessar jarðir, sem hér hafa ver- ið nefndar við Hvalfjörð, koma allar að einhverju leyti við Harðar sögu nema Hrafnahjörg. Allar eru þessar jarðir þannig búnar að vera lengi í byggð. Hjá Ferstiklu förum við út af Vesturlandsvegi og sveigjum norð; ur yfir FerstMuháls, lága bungu mili Hvalfjarðarstrandar og Svina dals. Norðan vert á hálsinum er grjóthrúga nokkuð stór. Þetta er dys og sögð frá pápískum sið, kölluð Erfingi. Sú saga er um dys- ina, að þarna sé heygður hóndi einn frá Draghálsi. Bóndi sá var svo sérlundáður, að hann vildi hvergi hvila dauður nema heima á Draghálsi. Sú var hans síðasta bón óg fyrlrskipan, áð líkið skyldi ekki flutt til greftrunar að kirkjustað. Þegar karl var dauður, fannst eftirlifendum óþarft að taka til greina séndzku karls og ákváðu að flytja hann til greftrunar að Saurbæ eins og hverja aðra kristna persónu. Var því lagt af stað með líkið að Saurbæ. Segir ekkert af ferðum líkmanna, þar til kemur á stað þann, er síðast sér heim að Draghiálsi, að þá verður karl þeim ®vo þungu’’ og örðugur í flutningi, að hver ráð, sem notuð voru, þá varð kistun ekki færð úr stað Er nú eklci meira um það að segja, nema þarna var kistan skilin eftir og kastað að henni grjóti, þar til hún var öll hulin. Síðan skyldu allir, isem fóru um veginn í fyrsta sinn, kasta þrem steinum að dys- inni, ef ekki átti að henda slys 1 ferðinni. í Svínadalnum eru þrjú vötn: Eyrarvatn neðst, þá Þórisstaða- vatn og innst er Draghálsvatn. Þó eru nöfnin á þessum vötnum dá- Mtið á reiki. Við komum í Svína- dal að Þórisstaðavatni og höldum inn sunnanverðan dalinn, yfir Kú- vallareyrar. Eyrarnar eru oft kall- aðar ýmist Kúaldareyrar eða Kút hallareyra’-. Eyrar þessar eru fram burður lítillar ár, sem kemur úr Kúvallardal. í Harðarsögu er nafn- ið talið stafa af því, að kýr Indriða á Indriðastöðum höluðust þar frá Hólmverjum. Þó er annars staðar í sögunni talað um Kúvallardal. Við förum fram hjá Þórisstc#. um, sem standa í jaðri Kúvallar- eyrar. Þórisstaðir voru taldir held- ur rýr jörð, en nú er þar stór- býli. Enn er farið fram hjá Geitabergi, gömlu og nýju stórbýli. Við neðri enda Draghálsvatns för- um við yfir í hina hlíð dalsins. Þar á vegamótum er um tvær leiðir að velja. Önnur liggur inn um Kornahlíð að Draghálsi, sem stendur fyrir Svínadalsbotni, aust an Dragavegar. Dragavegur, sem venjulega er nefndur svo í dag- legu máli, heitir raunar Geldinga- dragavegur. Geldingadragi nefnist hálsinn á milli Svínadals og Skorra dals. Heiðaklasinn frá Geldinga- draga svo langt sem fjöll ná fram til sjávar, heitir heildarnafninu Skarðsheiði Afdalur gengur til austurs frá Draghálsi og heitir Grafardalur. Einn bær samnefnd- ur er í dalnum. Akranesskaupstað- ur á nQkkurn hluta Grafardals, og þar hafa Akurnesingar sumar- afirétt fyrir fé sitt. Grafardalur og Dragháls eru kosta sauðfjárjarðir. En heldur getur orðið snjóþungt og gjafafrekt i Grafardal. Fyrir rúmum hundrað árum kom upp stórfellt þjófnaðarmál i Grafardal. Mál þetta var eitt hið umfangsmesta í Borgarfjarðarhér- aði. Við höldum nú niður Svínadal a norðvestan. Hér rétt hjá er eyðibýlið Glammastaðir. Nafnið er ritað svo í jarðabókum. Þó er lík- legt, að upprunalega nafnið hafi verið GJannastaðir. Þá verður næsti bær Kambshóll, síðan Eyri, Hlíðarfótur, Hóll og Tunga. Þess- ir bæir eru norðanvert í dalnum. I Að sunnan er \&tnaskógur, og þar hefur K.F.U.M. í Reykjavík haft sumarbúðir drengja um fimm- tíu ára skeið. Vatnaskógur var girtur og friðaður á öðrum tug tuttugustu aldarinnar. Neðar í dalnum eru tveir bæir, Svarfhóll og Hurðarbak. Ýmsir h2fa haldið því fram að Hurðarbaksbæirnir heiti Urðar- bak. Ekki get ég fallizt á, áð þessi nafnskýring sé rétt. Hurðarbaks- bæir eru flestir, ef ekki allir, norð- , an undir bálsum eða hæðum. Það er ekki í sólaráttinni, heldur í skugga. En það að vera að hurðar- baki er títt haft um það að vera í felum. Þessi nafngift finnst- mér vera ein af þeim, sem benda á skáldlegt hugarflug nafngjaifa. í Svínadalsvötnum er mikil sil- ungsveiði, og laxastigi hefur verið gerður upp í Eyrarvatn, en um árangur veit ég ekki. Laxá í Leir- ársveit rennur úr Eyrarvatni. Lax- á er mikil laxveiðiá. Hjá Tungu telst Svínadal lokið, en Hvalfjarðarstrandarhreppur nær þó lengra, en Svínadalsbæirn- ir eru allir í þeim hreppi. Og Saurbæjarsókn. Efra-Skarð er ofan vegar, og það er síðasti bær í Strandarhreppi, þó er Efra-Skarð í Leirárkirkjusókn. í Vatnadal, smá dal fyrir ofan Efra-Skarð, alllhátt uppi, er skiðaskáli Skíðafélags Akraness. Frá Efra-Skarði er að jafnaði lagt upp í þær ferðir, sem Ferðafélag íslands skipuleggur á Hornin í Skarðsheiði: Stórahorn og Skessuhorn. En af þeim horn- um er vítt og fagurt útsýni í góðu veðri og iskyggni. Við yfirgefum nú Strandahrepp í bili, en ökum inn í Leirársveit- ina. Fyrsti bær á vinstri hönd er Steinsholt, nokkru síðar förum við hjá Melkoti Á hægri hönd verður fyrst fyrir Neðra-Skarð, nokkurn spöl frá vegi. Niður hjá Neðra- Skarði lá önnur grein hinnar fjöl- förnu leiðar yfir Skarðsheiði um Leirárdal. Eftir áð vegagerð hófst fyrir alvöru í sunnanverðum Borg- arfirði lögðust ferðir um Leirár- dal niður að mestu. Og nú fara vart aðrir um Leirárdal en fjár- smalar haust og vor. Vegurinn í Leirársveitina stefnir fyrst í stað sem næst beint á næsta bæ til hægri, Hávarðsstaði. Hávar, faðir Þorgeirs Hávssonar, þess sem er aðalsöguhetja Fóstbræðra- sögu, er sagður hafa búið á Háv- arsstöðum eða Hjévarstóftum. Tal- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 559

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.