Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 6
in er talin vera Helguvík. Ekki er það nafn þó úr Harða'r sögu. Þang- að á Helga jarlsdéttir að hafa synt úr Geirshólmi. Hérna meg- in við Bláskeggsá er líparít- eða kísilklettur, sem mun hafa heitið Bláskegg. Þaðan er líklega kom- ið nafnið ó ánni. Þarna tek-ur sem- entsverksmiðjan á Akranesi efni í sementið. Þar er grjótmulnings- vél, byggð fyrir starfsfólk og fleiri mannvirki í sambandi við grjót- námið. Dalurinn, sem Bláskeggsá rennur eftir, heitir Litla-Sandsdal- -ur. Úr Litla-Sandsdal er sæmi-' lega greiðfær leið upp á Botns- heiði og norður yfir hana til SkorradEis. Handan Bláskeggsár er nokkuð hár klettahöfði, að nokkru leyti úr líparíti. Nú liggur þjóðvegur- inn framan í þeim höfða. Áður lá leiðin um nokkurt skeið yfir ána fyrir innan höfðann. Á meðan ferð ast var eingöngu á manna- eða hestafótum var farin fjöruleið fyr- ir framan höfðann, eða upp á svip- uðum staö og bílvegurinn er nú. Það hét að fara Klifið. Stundum mun hafa verið treyst um of á lukkuna, þegar fjöruleiðin var far- in. Að minnsta kosti hafa' oftar en einu sinni orðið slys að því. Bak við höfðann sér á bygging- ar. Það eru hús og athafnasvæði hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Fram af henni er bryggja, reist sem olíubryggja. Hingað og þang- að á höfðanum og upp í brekk- um eru olíugeymar. Olíugeym ar þessir voru reistir í síðari heims- styrjöldinni. Þarna hafði banda- ríski herinn aðalolíuafgreiðslu fyrstu hernámsárin. Seinna tók Essó við olíugeymunum og stöð- inni með c-mhvers konar samningi Það hefur þótt réttara. að Banda- ríkjaherinn afsalaði sér með ein- hverjum hætti olíunni og geyrn- unum. Þarna rétt hjá er Sandaþorpið. Það þorp myndaðist á styrjaldar- árunum af ensku og bandarísku herliði. Eftir styrjöld hafa íslend- ingar, sem unnið hafa á vegum oMufélagsins Esso; og að einhverju leyti í hvalstöðinni, búið í þorpinu. Sandaþorpið er á landi Miðsands. Þær jarðir voru báðar í eiginábúð, þegar brezka herliðið kom til ís- lands. En bændunum var vik- ið burt af jörðum sínum, og her- inn settist þar að. Þess má geta, að bóndinn á Miðsandi fluttist aft- ur á jörð sína að styrjöld lokinni, en bjó þar aðeins stutt. Aftur var honurn vikið í burt til að rýma fyrir bandariska hernum. Á Litla-Sandi var eða er álaga- brekka. Sr það grasbrekka ofan vegar. Við brekku þessari mátti ekki hreyfa, hvorki slá gras í henni eða hreyfa við jarðvegi. Brezka herliðið ákvað að leggja frárennslisleiðslur þvert niður brekkuna. Byrjað var á verkinu i góðu veðri, en nóttina eftir gerði slíkt fárviðri af norðaustri á þess- um slóðum, sem víðar á Faxaflóa- svæðinu, að pvílíks veðurs eru fá dæmi. Veðrið svipti burt mörgum bröggum í heilu lagi og feykti þeim út á fjörð. Timburhlaðar og veggplötur fóru sömu leið. Megn- ið af timbrinu og veggplötunum rak á öðrum degi á svæðinu frá Stakk að Garðskaga, og sennilega má viða sjá í byggingum um Suð- urnes timbur frá þeim reka. Var þetta veður kennt vættum þeim, sem yfir brekkunni vaka. Öllu um- róti var lokið í brekkunni, og næstu ár á eftir gapti rásin í henni óhrjáleg við vegfarendum. En nú hefur máttur íslenzkrar gróður- moldar breytt verulega útliti sku-rð arins. Nokkru eftir áð Bandaríkja- her settist að á Sandi, fór að sögn að verða vart við draug einn magn- aðan á ferli um herstöðina. Ekki var draugur þessi illskeyttur, því að engum manni gerði hann mein. Alla jafnan var hann ríðandi á hvítum hesti og sjálfur hvítklædd- ur. Efcki tókst hermönnunum að hrekja veru þessa á braut, hvorki með fyrirbænum né. særingum. Sama var að segja, þótt reynt væri að fæla draugsa á braut með skotum. Engin skot du-gðu, hvorki stór eða smá. En þess urðu skot- menn vísi.r, að skotin fóru hindr- unarlaust eða viðstöðulitið í gegn um veruna. Sennilega hafa hermennirnir þó ekki skotið rétt- um tegundum af kúlum að draugsa, en það kvað eiga að nota tiil þess silfurkúlur éða h-napp, steyptan úr stolnum kirkjugrip. Engir draugar né vofur standast slík skot. Þarna í Sandaþorpinu er kaffi- stofa eða veitingahús á vegum Esso. Á bæðinni rétt utan við Sandaþorpið er braggaþyrping, umlukt hárri gaddavírsgirðingu. Þar var eftirlitsstöð eða herstöð bandarísku verndaranna. Þarna höfðu þeir bækistöð allt frá því, að bandaríski herinn kom hingað til lands 1941 fram á síðasta ár. Ekki er mönnum Ijóst, hvaða til- gangi sMk herseta átti að þjóna. Helztu ský-ringarnar voru þær, að á meðan Stalín bóndi í Kreml hafði forræði Rússa í hendi sér, þá hafi ávailt mátt búast við því, að hann léti setja eitthvað af þeim Kósakkahersveium, sem hann Bjarni okkar sagði, að væru á síld- arskipum þeirra, í land í Hval- firði. Við skulum nú færa okkur um set. Rétt íyrir utan hæðina, þar sem víggirðing Kananna var, för- um við fram hjá tveim bæjum, Brekku og Bjarteyjarsandi. Báðir eru þessir bæir ofan ve-garins, sem liggur í gegn um tún jarðanna. Neðan vegar á vinst-ri hönd er nokkuð hár hóll. Norðvestan í hólnum sér fyrir rústum Brekku- réttar. Þar var skilarétt Strend- inga þar til árið 1914 eða 1915, að hún var færð á ey-ri litlu utar við fjörðinn, Hrafneyri. Þar stóð réttin í fimmíu ár og hét Hrafn- eyrarrétt. En manna á meðal gekk réttin oft undir nafninu Brekku- rétt. Nú hefur réttin enn verið færð, áð þessu sinni upp fyrir veg, og nú heitir hún Svarthamars- rétt. En þó ber enn til .að hún er kölluð Brekkurét. Næsti bær, Hrafnabjörg, er neð- an vegar við samnefndan kletta- höfða. En Hrafneyri er þar nið- ur undan. Hrafneyri hefur látið mjög á sjá sakir ágangs manna, sem hafa allmjög sótt steypuefni þangað. Frá Hrafnabjörguin er nokkur spölur að næsta bæ, Fe-rstiklu. Ferstikla stendur neðan vegar en veitin-gahÚRið Ferstikla ofan veg- ar, sitt hvorum megin við Skroppu gil. Hafa márgir brotið hugann um það, af hvaða rótum nafnið Ferstikla ei runnið. Nokkrar til- gátur um uppruna nafnsins hef ég heyrt. En þar eð ég hygg, að engin sú tilgáta sé hin rétta, ætla ég að setja fram eina tilgátu en-n, sem ég held, að aldrei hafi komizt á bókfell. Skýringin á nafninu held ég, að séu fjórar götur, krossgöt- ur. Það er 1-jóst kunnugum, að þrjár höfuðgötur liggja að Fer- stiklu. Tvær liggja efti-r strönd- inni, að utan og innan, hin þriðja norðan yfir Ferstikluhá-ls. En hvar er fjórða gatan, fjórði stikillinn? Sv-arið er augljóst. Margir þeirra, sem komu norðan yfir Ferstiklu- 558 T f M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.