Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 12
ÞaS er mál þeirra, sem IjóSum unna, að fálr íslendingar kveði nú af meiri mýkt og snilli en Guðmundur Böðvarsson. Hann var í þrjátíu ár bóndi á Kirkju- bóli í Hvítársíðu. Sonur hans, Sigurður, hefur nú tekið við búskapnum, en Guðmundur sit- ur í helgum steini i eigin húsi á þessari fallegu jörð og þýðir Dante. . . . faðir minn sæli og móðir( Þvílikur morgunn! mistur á Skjaldarhæðum, álftir á víkinni, yfir grænhryddum tjörnum gegnsæir andar svifu, gullfjöli risu upp úr þokunni. Að vakna við heiimsfriðinn sjálfan um sumar á heiði, eiiifurþræðir í grasi, vinátta milli ríkja, ófleygum unga góðsöm gul- störin skýlir, gangvegir fugla milii kyrr- látra síkja hlykkjast í broksins Hundrað- rasta skógi. Að koma á bæ Guðmundar, er að verða altekinn af Sveitaróman- ' antík með stóru essi. Það er eins og maður hafi með einhverju kraftaverki sloppið út úr óstöðvandi hrærivél borgarlífsins og megi smástund njóta áhyggju- leysis í skjóli Borgarfjarðardala. Húsfreyja Ingibjörg fer fyrst á fæt- ur og seinust að sofa, óþrevtandÞ : 'i við að hlynna að öðrum, allan dag- inn hefur hún heitt á könnunni, og það er stutt á milli máltíða. Fyrst er brauð og kökur og sv-o er matur og svo er aftur brauð og kökur. Hún á að langömmu, Mar- gréti frá Harrastöðum eins og skáldin fjögur, sem hér á eftir eru nefnd, en um skáldgáfu hennar er ekki vitað frekar en annarra ís- lenzkra húsmæðra. Við setjumst að smávöxnum, veðurteknum bóndanum, þar sem hann situr í svartri peysu og treð- ur í pípu sína undir einu birki- trénu í sfekkjarbólinu Rétt neð- an við . fætur hans liðast Hvítá í vesturátt til sjávar, og hvort sem hún gerir það sérstaklega til að þóknast skáldinu eða ekki, þá kvíslast bún einmitt hér við langa, slétta eýri, þar sem vaxa maríuvöndur og lambagras, geld- ingaihnappar, berjalyng og gull- mura, og um þetta leyti eldrauð eyrarrósin. Handan árinnar rís ,Ok- öxlin hátt við himin. svo nálæg, að hún er ekki glampandi hvít, held- ur mórauð, og rétt fyrir innan er allt full-t af pjóðsagnastöðum, Barnafossar, Surtshellir, Gilsbakki Húsafell og Eiríksgnípa og bærinn Fljótstunga. þar sem einu sinni bjó Margrét Þorláksdóttir frá Harra- stöðum í Dölum. „Sú kona var langamma mín og fleiri ská!da,“ segir Guðmundur. Rætt við skáldið Guömund Böðvarsson 564 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.