Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 14
og við flytjum inn brennivín og tertubotna. Svo fara íslendinga- sögurnar að koma. Ég er efeki í vafa um, að margar þeirra hafa ætfræknir menn skrifað í þeim til gangi einum, að frægja forfeður sína. En Snorri er töluvert sér- stakur. Hann hefur skrifað Egils sögu meðan hann sat að Borg. Þá hafði hann Svignaskarð sem úti- bú eða hjáleigu. Það er fært i frá- sögur, að á hörðu vori felldi hann úr hor átta tigi nauta á Svigna- skarði, en varð ekki meira um það en svo, að hann hélt einn hinn stórkostlegasta vorfagnað með miklu ölteiti einmitt það vor. Hann var ennþá ríkari en vinur minn, Kristófer í Kalmans- tungu.“ Nú verður maður forvitinn og fer að s-pyrja um nágrannana. Maður fær að heyra, hvernig Kristófer hefur hlúð að skógar- hlíðinni sinni, svo hún er til augna yndis ölium vegfarendum. Maður fær að heyra um hina hagmæltu foreldra Páls Bergþórssonar, sem bjuggu á r.æsta bæ Þar voru all- ir svo gáfaðir, að einn bróðirinn sagðist hafa verið álitinn fáráður í fjölskyldunni, af því að hann fékk aldrei hærra en 9 2 á prófum. Og um þau mætu hjón. Ingibjörgu og Andrés í Síðumúla. sem voru frábær og landsfræg sakrr gestrisni. Og um mikinn bóka- safnara, sem þótti ekki al-veg laus við löst st.éttar sinnar. Eftir lát hans var Guðmundi eignuð þessi vísa: Fallega XX flugið tók, fór um himna kliður, en Lyk.’.a-Pétur lífsins bók læsti í skvndi niður. Guðmundur tregðast við að með ganga. „Ég verð þó að játa, að i sveitum, þar sem menn hafa góð- an tíma til að tala hverjir um aðrá, þá -kapast margar persónu- sögur, þar sem mannlegt eðli kem ur umbúðulaust í ljós ,,Frá Adam kom hálfétið epli, frá Evu ftkjublað, segir þú í inn- gangi að Saltkornum í mold. Eru ekki sumi! hálfreiðir þér fyrir þá bók?“ „Það sktl ég ekki “ segir Guð- mundur. „Margir hafa vikið að mér góðu orði fyrir Heldur en láta týnast þær gömlu sögur um fólk, sem ég hafði lært af föður mí um, brá ég á það ráð að færa þær í listrænan búning. Þannig lif- ir minningin löngu eftir að líkræð- an er glötuð, löngu eftir að nokk- ur veit hið rétta skírnarnafn og fæðingarúr. Annars dreymdi mig fyrsta kvæðið, þegar ég var beðinn að lesa upp- á skemmtun í Borgfirð- ingafélaginu. Framhaldið kom af sjálfu sér. Og eftir fyrsta bindið fannst mér sjálfsagt að stríða mönnum svoiítið meira og gaf út annað.“ „Hvar komiu ljóð eftir þig fyrst á prent?“ „Það fyrsta, sem birtist eftir mig, kom sællar minningar í Les- bók Morgunblaðsins. Ég hef víst yerið 22ja ára og var þann vetur í Reykjavík. Þetta var geysilegur verkfallavetur, umbrot í borgar- Mfinu, kannske líka þjóðlífinu, því venkalýðshreyfingin var að byrja að láta til sín taka. Þá er ég einu sinni á gangi niðri í bæ með vini mínum. Hann var eins og aðrir góðir Hvítsíðing- ar hneigður fyrir bundið mál, og það henti, sem sjaldan kom fyrir mig, að ég sýndi honum eitthvert ljóðariss, sém ég hafði í vasa mín- um. Nema hvað — um leið og við göngum framhjá skrifstofum Morg unblaðsins, þá hrifsar vinurinn blaðið af mér og bleypur inn. í dyrunum snýr hann sér við oj segir: „Það er bezt að sjá, hvernig þessi aumingjaskapur lítur út á prenti.“ Kvæðið kom í næstu lesbók, en með svo nlæmri prentvillu, að ég veit ekki aema það hafi fælt mig frá að fMka fleiru í biM. Liðu nokkur ár, unz næstu kvæði birt- ust og þá í Eimreiðinni Fyrsta ljóðabókin mín hét Kyssti mig sól. Næst komu Hin hvítu skip. Hún var lakari og hefði orðið enn verri, ef Magnús Ásgeirsson, sem var góður vinur minn, hefði ekki heimtað handritið og dregið út úr henni eitthvað dálítið, sem var stórþakkarvert. Hann sagði mér, að þegar fyrstu bók væri vel tek- ið, mætti kannske gefa þá næstu út á vinsældum hennar, en þegar sú þriðja kæmi, mættu menn biðja fyrir sér, ef þeir hefðu ekki ör- lítið vaxið, svona um einn eða tvo þumlunga.“ Þriðja bók Guðmundar var Álf- ar kvöldsins, síðan komu Undir óttunnar himni og Kristallinn í hylnum. Bar ekki á öðru en skáldið færi vaxandi. „Núna undanfarið hef ég verið að þýða Dante.“ „Dante> Hann hefur þó efcki verið samtíðarmaður Snorra?“ „Dante er heldur yngri, fædd- ist 1265. Og þeir eru ekkert lflk- ir. Dante er allur í miðaldaguð- fræðinni. Það voru mifcil vísindi, meira að segja voru til nákvæm landakort vfir svæðin hinu meg- in. Dante fylgir þessu út í æsar, nema hvað hann vistar óvini sína hiklaust í Víti, þótt þeir séu alls ekki dauðir, einkanlega pá, sem hröktu hann í útlegð frá fæð- ingarborginni Flórens. En hann hefur haft góðan tíma í útlegðinni Þetta eru heilt hundr- að kvæða og bókin þykk eins og biblía. Ég sofnaði út frá henni á hverju kvöldi í heilan vetur, seg- ir konan mín. Aðrir sögðu mér, að það væri óðs manms æði að ætla sér að þýða Dante, og kurina ekki þeirrar tíðar ítölsku. En ég fé'kk mér danska þýðingu og enska þýðingu og pældi í þessu fram og aftur. Menningarsjóður hefur fengið handritið og bókin á að koma út fyrir jól. . . “ Það gellur í spóa og fleiri fugl- um, sem ég kann ekki að nefna. Skáldbóndinn situr í skógarlaut- inni og dundar við pípu sína, eins og hann sé alsaklaus af áð bafa nökkurn tíma nærri bókmenntum komið. En þótt hann sýnist brot- hœttur, hefur hann hug til að af- neita bæði veraldlegum og andleg um máttirvöldum og setja allt sitt traust á sól og jörð. „Þegar ég var að vaxa upp, starfaði í sveitinni fjölmennt ung- mennafélag af miklu Iífi. Ég sótti um upptöku, og það var ein seri- monían, sem við höfð var, að ég var kallaður út undir vegg og spurður samvizkuspurninga Ég var að vísu þá þegar orðinn veifc- ur í trúnni, því af einhverri rælni fór ég að lesa biblíuna og kynnt- ist þá um leið ágætum vini mín- um, Þorsteini Jósepssyni blaða- manni og rithöfundi, sem ekki vildi láta ferma sig. Hefði ég kynnzt honum fyrr, hefði ég lik- ast til tekið sömu afstöðu. En sem sagt, ein af þessum samvizku- spumingum undir veggnum hjá Rejdcdælum, þeim prúðu mönn- um var sú, hvort ég tryði á guð. Ég var efcKi lengi að velta því fyr- ir mér að svara því játandi, því ég vildi fyrir alla muni komast í ungmennafélagið. 566 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.