Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 20
TORFI ÞORSTEINSSON: Surtla og Vorið 1920 flutti faðir minn frá Núpi við Berufjörð að Hvammi í Austur-Skaftafellssýslu. Um haust- ið rak hann aleigu sína, um það bil 40 kindur og hryssu með fol- aldi, frá Djúpavogi suður um Lóns- heiði. Rigningar voru miklar og vatna- vextir þetta haust og ár allar. sem þá voru óbrúaðar, oftast í miklum vexti. Þó komst hópurinn slysa- laust að Hvammi um hálfan mán uð af vetri eftir nokkra hrakninga. Ég var þá drengur. á tólfta ári í fylgd með föður mínum Man ég vel eftir ferð þessari nú eftir nærri hálfa öld. En það er önnur saga. En fram í huga minn leitar á stund'um mynd tveggja forystu- kinda, sem þetta haust brokkuðu á undan kindahópnum okkar pabba suður yfir Lónsheiði og völdu O'-otin á straumhörðum vötnum eins og þaulvanir vatna- menn. Þessar kindur'voru mó- og svarthnýflóttar tvílembingssyst- ur af skaítfellskum fjárstofni. Móð ir þeirra nét Hæra og var svart- kollótt mtíí hvítan 'okk í enni, en faðir þeirra var mórauður forystu- hútur frá Haugum í Skriðdal. Veturinn. sem þær Móhnýfla og Surtla voru ]ömb að Núpi. voru þær óhemjur mikiar vegna styggð- ar. Tóku hær sig þá oft út úr hópnum 02 stukku í nærri ókleifa kletta, sern þar er mikið um Öll viðbrögð þeirra lambsvetur- inn voru mönnum til aukinnar fyr- irhafnar. En á haustnóttum voru þær nokkuð farnar að spekjast og ekki var bað minnst forystudáð þeirra að hakka, að kindahópurinn okkar pabba komst slysalaust á á- fangastað haustið 1920 Man ég 'æl að bóndi sá er fylgdi okkur yfir Jökulsá í Lóni, hafði orð á því, að svarta og mórauða ærin, sem á undan færu og þræddú hvert brot af yfirveguðu ráði, myndu einhvern tíma síðar geta tekið að sér forystu fyrir fjár- hópnum. Spá fylgdarmánnsins reyndist líka sönn, því að röskan áratug komu þær við sögu daglegs lífs í Móhaýfía Hvammi vegna frískleika og frá-- bærra vitsmuna, sem einkum beindust að því, að komast undan, þegar smalað var til réttar vor og haust. Veðurglöggar voru þær með af- brigðum og dyndu skjótt á vond veður, voru þær venjulega í farar- broddi heim til húsa. Venjulega skildu þær ekki sam- vistir nema stutta stund á vorin meðan móðurástin rak þær á af- vikin stað til að koma afkvæmi í heiminn og vaka yfir þeim fyrstu fetin. Afkvæmi þeirra urðu mörg og héldu ílest hópinn. Var það fríður hópur af svörtum, mórauð- um og mögóttum ám og sauðum en óvinsæll í smölun. Hópur . sá varð þó ekki ianglífur Á þessum árum hrjáði fjárstofninn bráðafár á haustum, en lungnaormur á vor- dögum. Þá voru varnarlyf Níelsar Dungals ekki komin til sögunnar og varð við lítið ráðið og afkvæmi Móhnýflu og Surtlu hurfu brátt úr fjárhópnum. Man ég einkum vel eftir svartri á og mórauðum sauð, sem reistu höfuð í fararbroddi fjár ins að m >rgni dags, en voru bæði failin í val að kvöldi. Þó að þær Móhnýfla og Surtla væru veð’irglöggar, voru þær þó ekki alvitrar fremur en veðurfræð- ingarnir okkar, og einu sinni mun lægð suðvestan úr hafi hafa kom- ið þeim á óvart eða ruglað þær í ríminu. Það var á útmánuðum veturinn 1926. Bæirnir Hvammur og Þórisdalur liggja næstir afréttum, suðvestan Jökulsár ’ Lóni. Þar eru sumar- lönd góð og vetrarbeit þraut þar sjaldan nema stuttan tíma, enda var hún mikið notuð fram yfir fjórða tug þessarar aldar. Var þá lengi venja að smala fé til húsa rétt fyrir ’ól eða milli hátíða ef veður leyt'ði beit svo lengi, en gefa því síðan frjálsræði til fjalla að l-oknum fengitíma ef hlýnaði í veðri eða snjóa leysti, enda komu þá oft undan hjarninu girnileg beitilönd, sem lokkuðu sauðfé langt til ijalla. En erilsamt varð oft fyrir smalana að finna aftur það fé, sem lengst hafði rasað og stundum kom fyrir að einstakar kindur fundust ekki aftur, heldur urðu hungurmorða á helkaldri auðninni. Á þessum slóðum sleit ég smala- skónum fram að þrítugsaldri. Man ég þaðan ennþá draumljúf vor- kvöld, þegar sólarlagið fellur í faðm fjallanna við efstu brúnir Goðaborgar. Ennþá betur man ég þó dagana, þegar fönnin breiðir dauðahjúp yfir auðnina og þögn fjallanna getur orðil nístandi köld. Veturinn 1926 gerði allsnarpa harðindatíð með áramótum. Var þá fé allt í Hvammi tekið á hús og gefið inni eða beitt í Lambey með- an haglaust var til fjalla, En með þorrakomu gekk til mildrar veðr- áttu og stillu, sem hélzt um þriggja vikna skeið Beitarfénu í Hvammi var þá eins og venjulega sleppt af húsi og gefið fullt frelsi. Kunni röskasta féð vel að nota sér frjáls- ræðið og fór langt inn til fjalla til að leita að kjarngóðum heiða- gróðri, sem víða kom ókalinn und- an fönn. En góða tíðin varð ekki varan- leg. í síðustu viku þorra spilltist veður og á einni nóttu gerði kaf- aldshríð með frostj og fannkomu. í Hvammi var nú þegar brugðizt við að leita að fénu, sem vantaði, en við lít'ð varð ráðið fegna þess hvað veður var hart og fannkoma mikil. Stnx á fyrsta degi náðist þó margt af fénu í hús og þegar versta áhiaupið rénaði var farið langt inn til fjalla vestan megin Laxár og eftir nokkurra daga leit i þæfings ófærð og skafrenningi var allt féð fundið, nema fjórar ær fulorðnar. En nú kom í ljós að systurnar Móhnýfla og Surtla höfðu brugðið vana og ditið samvistir. Móhnýfla var í fararbroddi heim að húsum fyrsta óveðursdaginn Nú naut hún heimilishlýju í versta ærhúsinu uppi á túni, nema hvað hún varð að troða sporslóð fyrir ærhópin niður í Lok einu sinni á dag. En Surtla og þrjár ær aðrar voru ókomnar j leitirnar. Á þessum ár- um var útvarp ekki komið til sög- unna austur í Lóni og veðurfregn- ir og veðurspár þar óþekkt hug- tak. Almanak Þjóðvinafélagsins var þá einskonar alfræðiorðabók, sem veitti upplýsingar um strauma og tunglkomur og, þar sem þau fræði þraut, tóku við spádómar og draumar. Þá var rætt um tungl- 572 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.