Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Page 3
Jónína Dagný Hansdóttir ; Jónína Dagný fæddist að Svigna iskarði í Borgarflrði 27. febrúar 1886. Móðir hennar Þóra Jónsdótt- ir, þá orðin ekkja, var vinnukona þar á bæ, sagði föður að barni sínu iBenedikt Björnsson, sem b1ó í Krossholti f. 22.5 1849 d. 22.12 1946, 96 ára. Etn Jónína var alltaf skrifuð Hansdóttir, seinna viðurkenndi Benedikt hana sem dóttur sína. Þóra mióðir Jónínu, f.21.10 1843 dó úr spænsku veikinni 18.11 1918 Jónsdóttir bónda og skyttu að Búr felli í Hálsasveit Sveinssonar. Þóra var ágætlega hagmælt. Hún eign- aðist fjögur önnur börn. Þau voru: Sigríður Helga Jakobsdóttir f. 14.11 1871 d. 23.12 sama ár. Guð- rún Bjarnadóttir f. 6.3 1875 d. 9.3 1956, giftist Páli Bergssyni kaup- manni í Reykjavík, Ásgeir Björns- so,n f. 23.8 1879 dáinn á A'kranesl 24. júlí 1943, kvæntlst Sigríði Sveinsdóttur, og Sigurbjörg Anna Björnsdóttir f. 3.10 1880 d. 19 3 1952 giftist Gamalíel Jónssynl. Jónína ólst ekki upp hjá móður sinni, heldur var send 1 fóstur til Jóns Jónssonar og konu hans Mál- fríðar Jónsdóttur, sem bjuggu þá Grímsstöðum og seinna í Anda- fcýl. Arið 1890 fluttust þau að Berjukoti en létuzt er Jónína var ellefu ára gömul. Næstu þrjú ár- m var hún hjá Halldóri Daníelssyni, sem þá var alþingismaður, bjó að Bangholti i Andakíýlshreppi, hann íór til Ameríku árið 1900. Hún var fermd 10. júní 1900 hjá séra Arn- ÓI-i á Hesti. Fer svo að Grímsstöð- Um> Þá bjuggu þar Teitur Símon- arson og kona hans Ragnheiður aníelsdóttir Fjelsted, þar var hún Mjögur ár. 19 ára réðst hún til óns Iandspósts og konu hans igríðar Guðmundsdóttur í Galtar- holti. Hún giftist 12. febrúar 1909 Jóni anákssyni og voru þau fyrst að „“•«8 i Borgarhreppi, en flutt- st tn Reykjavíkur 1910. Þau höfðu eignazt tvö börn að Litla- Gíg, stúlku f. 2:10 1907, dó óskírð 15.10 sama ár og Jón f. 7.7 1909 bakari í Reykjavík, kvæntist Adele Emilsdóttur, sem nú er látin. Síð- ar áttu þau Ólaf f. 29.11 1913, starfsmanni í Rafstöðinni kvæntur Jytte Jensen, og Andreu I.aufey f. 1.9 1915 giftist Hilmari Weld- ing, sem nú er látinn. Jónína og Jón slitu síðar samvistum. Seinna kynntist Jónína Ólafi f. 14.6 1886 að Nýlendu í Njarð- víkurhreppi. Foreldrar: Sæmund- ur Einarsson og kona hans Guð- rún Ólafía Kjartansdóttir, Jónína og Ólafur eignuðust þrjú börn, þau eru: Svanhvít Stella f. 27.10 1921 gift Brynjólfi Eyjólfssyni, borgarstarfsmanni, Guðlaug f. 8.9 1924 gift Þórarni Ólafssyni húsa- smið, og ólafur Sverrir f. 11.10 1925 rennismiður, kvæntur Bryn- hildi Vagnsdóttur. Einnig ólu þau upp dótturson Jónínu, Hjörvar Óla Björgvinsson. Afkomendur Jónfnu eru nú orðin 60 talsins. Jónína og Ólafur bjuggu lengi á Grímstaðaholti. Á stríðsárunum biðu sjómannskonurnar milli von- ar og ótta, hvort menn þeirra kæmu heilir heim, stundusn áttu þær líka unga syni sína á skipupi á hafi úti. Þannig var því varið með Jónínu, þegar loftárás var gerð á Súðina 16.6 1943, ©n þá voru Ólafur og Ólafur Sverrir son ur þeirra báðir um borð, og fékík Ólafur Sverrir skot í annan fótinn. Ólafur Sæmundsson lézt 6.6 ‘53, var alla tíð sjómaður og lengi á skipum Skipaútgerðar ríkisins. Nokkru síðar flutti Jónína til Guðlaugar dóttur sinnar og Þórar- ins tengdasonar að Tunguvegi 10, í Reykjavík og átti þar góða daga. Nú eru níu ár síðan Jónína kom fyrst á heimili mitt, en hún var langamma barna minna. Hún kom vikulega til okkar og aldrei féll úr dagur, svo hraust var hún, Hafði hún ánægju af og getu að hjálpa til við heimilisstörfin, og gæta barnanna, sem höfðu mikiar mætur á henni, ©nda var hún þeim góð og okkur öllum. Á 84 ára afmæll sínu 27, febrúar s.l., lék hún á alls oddl og var hin hressasta, en eins og i sálm inurn segir: Á snöggu augabragði, af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. H.P. 15. apríl varð Jónina mikið vels og var flutt á Landakotsspítalann og þar lézt hún 26. apríl. Nú við iít hennar stendur eftir skarð og minningin ctm hana björt og hlý lifir í hugum ok!kar. Halldór JáJiann Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.