Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Síða 15

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Síða 15
MINNING Svavar Bergdal Sigurbjartsson afgreiðslumaður, Grýtubakka 24 Fæddur 17. október 1936. Dáinn 9. aprfl 1970. Af eilífðarljósi birtu ber. sem brautina þungu greiðir. Vort lif sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Svavar Bergdal Sigurbjartsson andaðist á Landakotsspítala eftir stutta legu þar, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða að und- anförnu, en ekki gat okkur vinum hans dottið í hug að þetta væri svona alvarlegt. Dalli, eins og við vinir hans nefndum hann ætíð, var þannig gerður að hann flíkaði yfir leitt ekki tilfinningum sínum, og getur hafa þjáðst án þess að við yrðurn þess varir. Hann var frek- ar dulur. Þó gaf hann það oft í skyn við mig að heimili hans, móð- ir og systur væri honum allt, og bar hann ótakmarkaða virðingu fyrir þeim, og vildi þeim allt hið bezta. Ég sem þessi kveðjuorð rita kynntist honum fyrir nokkrum ár um er ég fluttist til Reykjavikur, °g betri dreng og félaga hefi ég ekki þekkt. Ég gleymi ekki þeim °rðum móður minnar, er hún sagði við mig eftir fyrsta sldpti er Dalli kom inn á heimili mitt hvað ég varð ánægður yfir Peim orðum. Hún sagði við mig: >.bað var eins og þú kæmir með sólskin hér inn er þú komst með hann vin þinn, það lýsir af lion- um góðmennskan og kurteism. ■Það má í orðsins fyllstu merkingu Segja um vin minn Dalla, að liann var vinur vina sinna. Öllum vildi ÍSLENDINGAÞÆTTIR hann gott gjöra, því hann var góð- mennskan sjálf. Þótt hann gerði einhverjum vini sínum greiða, þá fannst honum það svo sjálfsagt að hann viidi ekki láta minnast á það. Dalli var glæsimenni og prúðmenni var hann sem alls staðar sórndi sér vel hvar sem hann fór, og er mik- ill sjónarsviptir að honum. Dalli vann við benzínafgreiðslu hjá Nesti við Suðurlandsbraut nú síðast, en hann var búinn að vinna í mörg ár þessi störf og líkaði honum vel við þau, og leit björt- um augum til framtíðarinnar. En nú hefur skjótt brugðið ský fyrir sólu. Sú harmafregn að heyra að Dalli væri ekki iengur á meðal okkar, kom sem reiðar- slag yfir mig. Þetta kom svo óvænt, einmitt þegar ég hélt að hann væri á batavegi, þá er hann kallaður til æðri heima svona snögglega. Maður í blóma lífsins, og sem hafði alla þá kosti sem mikilmenni má prýða. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og eignast vin- áttu þessa góða drengs. í honum sá ég allt, sem einn mann getur prýtt, hann var sérstakt ljúfmenni, heiðarlegur, kurteis og hjálpsam- ur. Það voru þung spor sem ég gekk, er ég kvaddi þig i Fossvogs- kirkju, þig sem varst í blóma lífs- in-s og alltof ungur til að kveðja ástvini þína og vini. Þú hefur kvatt okkur í bili og siglt yfir á sólskinsstrendur hins eilífa lífs, þar munu bíða þín ný verkefni. Kæri vinur minn, ég þakka þér órofa tryggð, sem þú sýndir mér þau ár, sem viö þekkt- umst, á þá vináttu féll aldrei neinn skuggi. Ég vildi ekki hafa farið á mis við þau kynni. Þau hafa orð- ið mér vísir að betri heimi, og sakna ég þín af öllu hjarta. Vertu sæll vinur minn. Hinztu kveðju sendi ég þér frá mér, móð- ur minni og systkinum. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig. Móður hans, frú Unni Helgadótt ur, sem hefur kvatt elskulegan einkason sinn, og systrunum sem eiga um svo sárt að binda og öðr- um ættingjum votta ég og fjöl- skylda mín, okkar dýpstu samúð, og biðjum guð að styrkja þau í þeirra þungbæru sorg er þau hafa orðið fyrir. Látinn iifir, það er huggun harmi gegn og fagrar minningar um svo góðan og göfugan son og bróður, veit ég að munu koma sem smyrsl á hin djúpu sár. Blessuð sé minning hans. ívar H. Einarsson. 15,

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.