Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Page 32

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Page 32
75 ÁRA: Guðrún Sigríður Jónsdóttir 17. maí 1895 fædcíist í Sauðeyj- urn á Breiðafirði Guðrúa Sigríður Jónsdéttir nú til heimilis að Mýr um í Dýrafirði. Hún er dóttir hjón anna Ingibjargar Jónsdóttur og Jóns Ormssonar. Þau hjón eru bæði af breíðfirzkum ættum kom- in. Lífsins í Breiðafjarðareyjum um 6Íðustu aldamót hefur oftlega ver- ið getið á ýmsum stöðum. Þar ekki síður en ann- ars staðar þurfti þrótt og •snör handtök t baráttunni fyrir dagelgu brauði. Það var ekki spurt um hvort það væri drengur eða stúlka, sem verkið vann, bara ef manndómurin.1 var íii staðar — Manndóminn hlaut Guðrún í vöggugjöf og hefur aldrei sparað hann til þessa dags. Sem ung stúlka vann hún til sjós og landsv við fugl og fisk og allt þar á milii. Ef vatn þraut í Sauðeyjum sótti hún það til lands. Skepnur voru fluttar milli lands og eyja, hlúð var a.2 æðarfugi, hreinsaður dúnn, veiddur selur og hrognkelsi. Allt fór Tlenni jafn vel úr hendi, og þá 0kki síður vetrarvinnan, tó- vinna, vefnaður, prjón og saurna skapur. Á þessari bernsku- og æskuvinnu byggði hún svo lífs- starf sitt, sem æ síðan hefur ver- ið helgað vestfirzkri byggð. Vorið 1923 var Guðrún heitbund in Gísla Vagnssyni, fæddurn að Fjarðahorni 1 Gufudalssveit, en hann dvaldist þá að Rauðstóðum í Arnarfirði hjá Þórarni Ólafssyni og Sigurrósu Guðmundsdóttur, ættaðri frá Sauðeyjum. Þá um haustið gengu þau í hjónaband 26. nóv. Þau hófu þar sinn búskap 1 húsmennsku. Bústofninn var nokkrar kindur og hálf kýr, sem kallað var, með öðrum orðum, mjólk úr einni kú að helmingi móti öðrum. Eftir tvö ár að Rauð- stöðum fluttust þau að Gljúfurá í sömu sveit. Engum, sem til þebk- ir blandast hugur um, að þar hef- ur ekki verið unnt að stofna vel- sældarbú. Nær er að álíta að það nálgist hið óskiljanlega, hvernig hægt var að halda þar lífi í börn um og búfénaði. Landið grýtt og snarbratt til sjávar. Ekki þekkti óg þá húsmóðurina á Gljúfrá, en mér er nær að halda, að dugnað- ur hennar, óvenjuleg lífsorka, hlýj ar og bætandi hendur, sem hún hefur hlotið í vöggugjöf, hafi þá oft verið það sem máli skipti um það hvort sigur ynnist í baráttunni við fátækt og erfið skilyrði í þau 11 ár, sem þau bjuggu þar. Síðan verða þáttaskil í lifi Gúð- rúnar. Þau hjónin flytja þá að Mýrum í Dýrafirði og kaupa þá jörð 1937. Eins og þegar er lands- kunnugt er _ þar nú eitt stærsta æðarvarp á íslandi. Það mun varla ofsögum sagt, að breiðfirzka eyjastúlkan hafði verið á réttum stað, þegar hún settist að á Mýrum, þó umhverfið væri í ýmsu annað. Þá var þar að finna það verksvið, sem henni var hug- stætt og hún hafði þekkingu á. Enda kom það í ljós, því fljótt fór fuglinum að fjölga, og eftirtekjan að vaxa, og mun láta nærri að varpið hafi sexfaldazt. Það kastar ekki rýrð á neinn þó sagt sé að það séu hennar verk að mestu. Hún er þar góður tveggja manna maki við verk og hlynnir þar að hverju hreiðri svo snarlega að varla er auga á festandi. Þau hjón eru þar til fyrirmyndar eins og á fleiri sviðum. Gísli hefur barizt fyrir fé- lagslegum samtökum um verndun og eflingu æðarvarps á íslandi eins og flestum mun kunnugt. Það var gæfa fyrir Mýrarhrepp að eignast það fólk. sem búið hef- ur á Mýrum í meira en 30 ár. Heimilið hefur verið stórt og myndarlegt og þangað hafa marg- ir sótt glaða stund og góðar veit- ingar. Börn þeirra hjóna 9 að tölu eru: Einar stúdent, vinnur við gróðurkortagerð, ókvæntur, Þur- íður gift Guðna Inga Kristjánssyni bónda að Kirkjubóli í Önundar- firði, Sigurbjörg andaðist 1965 gift Sigurði Guðmundssyni bónda i Hjarðardal, Una ókvænt á heim- ili að Mýrum, Aðalheiður ókvænt einnig heima að Mýrum, Jón kvæntur býr í Reykjavík, Valdi- mar nú búsettur og hreppstjóri að Mýrum ókvæntur, Bergsveinn kvæntur og bóndi að Mýrum, Davíð læknir við framhaldsnám í Svíþjóð, kvæntur. Þetta er stór og mannvænlegur Framhald á blis. 31- Hjónin á Mýrum. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.