Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Qupperneq 27

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Qupperneq 27
I MINNING Guðmundur Þorgrímsson, bóndi Brimnesi Aldrei er þeim fullþakkaíJ, sem græða landið og gera það byggi- legra. Þeir leggja gull í lófa fram- tíðarinnar. Á síðastliðnum vetri lézt merk- ur, austfirzkur bóndi eftir langt ævistarf, 77 ára að aldri. Þessi bóndi var Guðmundur Þorgríms- son á Brimnesi i Fáskrúðsfirði. Guðmundur Þorgrímsson fædd- lst að Víðinesi í Fossárdal í Beru- meshreppi 24. des. 1892. Foreldrar hans voru hjónin Þorgrímur Þor- láksson ættaður úr Beruneshreppi og Guðrún Marteinsdóttir, Skaft- fellingur að ætt. Þetta var síðara hjónaband þeirra beggja og áttu þau bæði börn frá fyrra hjóna- bandi, svo að mannmargt var í heimili og ómegð mikil. Fyrri maður Guðrúnar var Ög- toundur Runólfsson, ættaður úr Áiftafirði, en þau bjuggu í Svín- hólum í Lóni. Þau eignuðust 8 börn. Eftir að Guðrún missti mann ®inn flutti hún að Steinaborg á ^erufjarðarströnd til Þorsteins bróður síns. Þorgrímur bjó með fyrri konu sinni Halldóru að Kelduskógum. Þau eignuðust 4 dœtur. Þau Guð- rún og Þorgrímur voru gefin sam- an í hjónaband 1891 og bjuggu þau fyrst í Gautavík, síðar í Víði- Oesi á Fossárdal og síðast á Kirkju- bóli í Fáskrúðsfirði. Guðrún Marteinsdóttir, móðir Guðmundar, var myndarkona höfð- ingleg f sjón og raun og afkasta- mi'kil til verka, söngelsk og bók- gefin. Þorgrímur Þorláksson var seplegia meðalmaður á hæð, þétt- axinn, ötull til allra verka, söng- “neigður og lundgóður. Erfði Guð- nndUr hina gððu lund föður síns. *Stein.unn min> nn ertu horf- þakka þér samveru- '•undirnar, sem við áttum saman. g bið guð að varðveita þig. Far 1 fnði, friður guðs þig blessi. Sig. M. J. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Foreldrar Guðmundar höfðu þungt heimili, því að börnin voru mörg. Þau eignuðust saman þrjú börn, Guðmund á Brimnesi, Hall- dóru gift Þorláki Helgasyni, en þau fluttu til Vesturheims, og Sig- urrósu, gift Magnúsi Eiríkssyni á Búðum ,í Fáskrúðsfirði. Svo sagði Guðmundur mér, að faðir sinn hafi mest aflað matar handa heimilinu í Víðinesi með veiðiskap. Alltaf hafði hann farið á fætur klukkan 5 að morgni á vetrum, annað hvort á rjúpnaveið- ar eða á sjó til að afla fanga. Kom hann sjaldan heim fyrr en eftir dagsetur, þá oft með bagga á baki, annað hvort rjúpur eða sjófugl. En þegar hann fékk sel eða hnísu var veiðin sótt út á Selnes daginn eftir. Á þessu lifði fjölskyldan að miklu leyti yfir veturinn. Lítið fékkst úr kaupstað, því að reikningum við verzlunina á Djúpa vogi var lokað frá 20. október til 1. marz, nema um staðgreiðslu væri að ræða eins og rjúpur, fisk, ull eða tólg. Rjúpur var helzta inn- legg að vetrinum og var keypt fyr ir þær kaffi, hveiti, sykur og stein olía til ljósa. Þarna ólst Guðmundur upp og átti hann margar ljúfar bernsku- minningar úr Fossárdal. Þar sat hann yfir fráfærnaám með systkin- um sínum. Þau Halldóra og hann voru mjög samrýmd. Þegar Guðmundur var 10 ára fluttu foreldrar hans að Steina- borg á Berufjarðarströnd. Eftir 5 ár fluttist fjölskyldan að Kirkju- bóli í Fáskrúðsfirði. Þar var hann fyrst vinnumaður hjá foreldrum sínum, þá bústjóri og síðar sjálf- stæður bóndi. Þá kevpti Búðar- hreppur Kirkjubólið og saknaði Guðmundur þess, að þurfa að flytja þaðan. Um tíma hafði Guðmundur í hyggju að fara í verzlunar9kólann. En ekki varð neitt úr þvi, þar sem honum fannst faðir sinn ekki mega missa sig frá búskapnum. Meðan hann bjó á Kirkjubóli kvæntist hann Sólveigu Eíríksdótt- ur frá Hlíð í Lóni. Hinn avígsla þeirra fór fram 21. sept. 1921. Mun Guðmundur hafa talið það mesta gæfuspor lífs síns. Enda reyndist Sólveig honum hin ágæt- asta kona og var hjónaband þeirra frábærlega ástúðlegt. Vorið 1923 fluttu þau fMðmund ur og Sólveig að BriÁiesi. Sú jörð hefur tekið miklum stakka- skiptum frá þeim tíma. Þar hafa þessi hjón með hjálp b&ena sinna stóraukið alla túnrækt og byggt upp íbúðar- og gripahús. Auk þess 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.