Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 20.06.1970, Blaðsíða 11
MINNING Ingibjörg Vilhjálmsdóttir frá Blönduósi í>ann 24. nóvember síðastlitSinn, lézt í Landsspítalanum í Reyfcja- Vík, frú Ingibjörg Vilhjálmsdóttir frá Blönduósi, eftir sfcamma legu, sextíu ag sex ára að aldri. Mér barst þessi sargarfregn út í fjar- lægðina, þar sem ég var stódd í feandaríkjunum. Það kemur alltaf ónotalega við mawn að heyra lát vina og vanda- inanna, ekki sízt þegar maður er í órafjarlægð, þótt auðvitað engu ittiundi breyta að majður væri nær staddur. Örlögin spyrja ekki ráða, þau fara sína settu leið og koma við á ákvörðunarstað hverju sinni. Það vissu allir, sem frú Ingi- björgu þekktu, að hún gekk ekki heil heilsu til rnargra ára, en mað- Ur fann það ekki eins og skyldi þar sem hún bar sinn sjúkleika me'ð stakri ró og æðruleysi. Við þessa sorgarfregn, leitaði hugurinn heim í litla þorpið okk ar, Blönduós. Mér fannst ég sjá það í anda hnipið og þögult, skammdegið svartara en nokkm sinni áður. Ölduniðurinn við sand- inm, þungur og kaldur. Vetrar- kvöldið var svo óhugnanlega nap- urt, að það var næstum þvi eins °g það kæmi engin sól næsta dag. Ég hugsaði heim á heimilið hennar, þar sem ég hef átt marg- '&r ánægju og gleðistundir við alls konar spiall og fróðleik. Fékk stundum að heyra nýort ljóð eða stöku, eftir hana sjálfa eða mann- inn hennar, því alltaf gat þessi kona miðlað fróðleik og gleði. Hún Var sannarlegur gleðigjafi og mér fannst ég alltaf fara ríkari út frá henni, en ég kom. Ingibjörg var hka mikil sauma- og handavinnu kona, listhnQigð og vel verki farin Við áttum á hennar heimili marga iserdómsc^nd, kvenfélagskon- u™ar’ b°!í'’r við komum saman til &ð vinna 4 w.ar eða fá nýjar hug- uiyndir o° °áðleggingar. Hún var uh af fróðleik og áhuga á öll Ulu nýjungum, þótt hún einmig ÍSLENDliMGAÞÆTTIR héldi tryggð við það sem var þjóð legt og smekklegt. Ingibjörg var í fjöldamörg ár í kvenfélaginu Vöku, þar af lengi í stjórn þess og innti af hendi rit- arastörf. Hún var traust og vfðsýn félagskona, vel máli farin og fann alltaf friðsamlegar leiðir öllum til handa, livort heldur voru menn eða málefni. Ég hef líka rifjað upp samstarf okkar við handavinnu- prófin. Ingihjörg var prófdómari hjá mér öll þau ár, sem ég kenndi við kvennaskólann og einnig í þau skipti sem ég kenndi við Barna- og Unglingaskólann Mér eru þessar stundir sérstaklega minnisstæðar, vegna þess hve gott og skemmti- legt var að vinna með henni og hve sawngjörn hún var. Og ekki gleymi ég því hvað hún Ijómaði af gleði, þegar hún sá eitthvað nýtt og vel unnið. Þá var hún rön að segja: „þetta er nú fallegí", og lagði mikla áherzlu á. Ég man líka hennar ungu búskaparár, þegar hún þurfti að annast litlar dætur og þar að auki aldna tengdamóð ur sína, sem dvaldi hjá þeim hjón- um samfleytt í átján ár, þar af sex ár blind og rúmliggjandi. En Iwgibjörg vann hjúkrunarstarf- ið með sömu prýði og hjartahlýju sem önnur störf, og lét gömlu kon una ekki frá sér fara fyrr en-hún hafði búið henni síðasta hvílurúm- ið. Þær eru ekki margar tengda- dæturnar nú til dags, sem inna svona störf af höndum möglunar- laust. Þau voru svo mörg kærleiks störfin, sem Ingibjörg vann af al- úð og tillitssemi, að enginn þarf að hafa áhyggjur af hennar heim- komu á landið eilífa. Þar fær hún að starfa áfram í anda kærla’kans. Þegar ég lít yfir liðnu árin þá er svo margt, sem gleður mig, því minningarnar eru bjartar og hlýj- ar. Oft gat ég undrazt hvað þessi heilsulitla kona afkastaði miklu, þó sýndist hún aldrei fara hratt og \ aldrei neitaði hún að rétta hjálp- arhönd, hvort heldur var viðvíkj- andi félagsstörfum eða útbúningi leiksýninga hjá barnaskólanum. Alltaf var leitað til Ingibjargar, því hún var svo listfeng og fljót að sjá hvernig hlutirnir áttu að vara. Og hér i fjarlægðinni )æt ég einnig hugann reika heim á heim- ilið hennar, þar sem stóllinn er auður og skarð fyrir skildi, sem aldrei verður bætt. Ég hugsa með samúð til mannstns hennar, Tómas ar R. Jónssonar, sem flestir Hún- vetningar kannast við. Hann hef- ur verið verzlunar og skrifstofu maður hjá Kaupfélagi Húnvetn inga í fjörutíu ár. Einnig hefur hann annazt og unnið að fjölda mörgum leiksýningum, sýslubúum og fleiri til gleði og fróðleiks Þau hjónin voru samhent h þvi sviði sem öðru, þar studdi Ingi- björg mann sinn með ráðum og dáð. Það var svo margt, sem þau áttu sameiginlegt, bæði listhneigð. hagmælt vel og bókhneigð. Þau unnu ‘'íjimhent a? heill og farsæld 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.