Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 12
MINNING KRISTJÁN VIGFÚSSON fyrrverandi bóndi og járnsmiður, Vatnsdalshólum Óvíða mun vera jafn sérkenni- legt og fagurt bæjarstæði eins og í Vatnsdalshólum i Húnaþingi. Hólarnir með sínum mörgu hlý- legu grasbollum og blómalautum skýla á alla vegu nema að austan, en þar nær Flóðið upp að tún- fætinum. í því speglast hið há- reista Vatnsdalsfjall andspænis, fjölbreytt fuglalíf gleður augað og loftið ómar af svanasöng, ekki sízt á kyrrlátum haust'kvöldum, þegar mergð þessara tígulegu fugla, þekja vatnið á stórum svæðum. Þá er unaðslegt að horfa í kring- um sig og njóta friðarins og feg- urðarinnar i ríkum mæli Árið 1877 fluttust á þennan frið sæla stað ung hjón, konan tvítug og bóndinn 35 ára og hófu þar bú- skap. Þessi hjón voru Vigfús Fil- ippusson og Ingibjörg Björnsdótt- ir. Var hann Rangæingur að ætt, að mestu uppalinn hjá Magnúsi Stephensen kammerráð í Vatnsdal í Fljótshlíð, en Ingibjörg aftur á móti ólst að mestu leyti upp hjá hinni merku konu, Ingiríði Pálma- dóttur í Sólheimum. Var faðir hennar Björn Björnsson frá Vala- dal í Skagafirði og var hún af hinni alkunnu og útbreiddu Ból- staðarhlíðarætt. Bjuggu þessi hjón í Vatnsdalshólum til 1911 og áttu þar heima til æviloka. Þau hjónin eignuðust alls 5 börn, sem komust til fullorðinsára og var eitt þeirra Kristján bóndi og járnsmiður, sem þessi minningargrein fjallar fyrst og fremst um. Hann fædd- ist í Vatnsdalshólum 10. júní 1880. Ólst hann þar upp í glöðum og efnilegum syst- kinahópi og í þessu sérstaklega hlýlega og aðlaðandi umhverfi öll sín æsku- og unglingsár. fíkki er fráleitt að hugsa sér, að umhverf- ið, sem fólk elst upp við eða hef- ur daglega fyrir augum, hafi nokk ur áhrif á skapgerð þess og fram- komu og víst gæti það átt við uffl Kristján í Hólum. Faðir hans Vigfús hafði lært járnsmíði í Reykjavík áður en hann fluttist norður og vel kann það að hafa stutt að því. að hugur Krist- jáns hneigðist til þeirrar iðngrein- ar. Um tvítugsaldurinn fór hann til Akureyrar til Sigurðar járn- smíðameistara þar og nam járn- smíði hjá honum og lauk námi þar í þeirri grein. Að því búnu fór hann svo aftur heim til foreldra sinna og vann að búi þeirra fyrst um sinn jafníramt járnsmíðinni. Árið 1911 tók hann svo sjálfur við búi í Vatnsdalshólum og bjó þar að mestu leyti óslitið i meira en hálfa öld eða þar til dóttir hans Margrét tók við búsforráðum 1965. Fyrstu búskaparárin voru foreldr- ar hans hjá honum, faðir hans til ársins ’1925, er hann andaðist og móðir hans til 1943 og annaðist hún lengi eða rneðan heilsa og kraftar entust, innanhússtörf fyrir hann, en síðustu 13 árin lá hún rúmföst og naut þá góðrar um- önnunai' sonar sins og vandafólks. Kristján var mesti dugnaðarmað- ur að hverju sem hann gekk, fjöl- hæfur og laginn til allra verka. Búskapur hans mátti segja að gengi ágætlega eftir öllum ástæð- um. Ifann bjó að vísu aldrei neitt sérlega stórt, en þess ber að gæta, að hann var ókvæntur alla tíð og varð því oft að búa með vandalaus um ráðskonum og þótt þær geti verið góðar, þá þykir það naumast eins hagsældarlegt og að njóta sam hjálpar og samhugs góðrar eigiiv konu. í annan stað mátti segja, að hann væri ekki mikið meira en hálfur við búskapinn. Járnsmíðina stundaði hann alltaf meira og minna jöfnum höndum. Og þegar þess er gætt, að hann var helzti járnsmiðurinn i héraðinu og enn- fremur að hann var sá bónbezti og hjálplegasti maður. sem hugs- azt gat, þá er auðvelt að gera sér í hugarlund, hve frátafirnar frá heimilinu og búskapnum voru gíf- urlega miklar, enda vissu kunnug- ir vel að sú var raunin á. Má þvi í raun og veru undrast hversu vei og snurðulaust búskapurinn gekk hjá honum og hversu mikið hann fékk framkvæmt til umbóta á jörð inni. Fyrir allmörgum árum byggði hann steinsteypt íbúðarhús mjög við hæfi jarðarinnar og kom það í stað hrörlegsAorfbæjar, sem á'ð- ur var þar. Sumt af útihúsum byggði hann einnig úr varanlegu efni, svo sem hlöðu og gripahús. Þá bætti hann túnið að verulegu leyti og jók við það þrátt fyrir erf- ið skilyrði í því efni og setti upp miklar girðingar. Var Kristjáin líka í eðli sínu mikill framfara- og um- bótamaður. Hann var glöggur á skepnur og hafði gott vit á með- ferð þeirra. Átti hann um tíma all* mikið af hrossum, þar á meðal ýmsa góðhesta og stundaði tarnn- ingar lengi fram eftir ævinni. Hinn þátturinn í lífsstarfi Kristj- áns var handverkið eða járnsmíðín og ég held að óhætt sé að fullyrðft 12 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.