Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 23
skeið. Hann átti sæti í lesbóka- nefnd áriÖ 1931 og i stjórn SÍB og skólaráði á annan áratug. Hann samdi margar ritgerðir og greina- góðar skýrslur um almenna prófið árin 1930 og 1932. Þá samdi hann og eitt sinn, ásamt Aðalsteini Sig- mundssyni kennara, skýrslu um ísl. landsprófin og öðru sinni um sama eíni með Guðm. 1. Guðjóns- syni. Bjarni var höfundur að próf- aðferð í raddlestri og um langt skeið samdi hann prófverkefni í þeirri námsgrein, einnig i hljóð- lestri og ísl. málfræði árið' 1929, í samráði við skólastjóra Kennara- skólans, Freystein Gunnarsson. Auk alls þessa ritaði Bjarni mikið um kennslu- og s'kólamál, mætti þar m.a. nefna athyglisverða grein um skólabíla, sem birtist í tímaritinu Menntamál árið 1944. Hér að framan hefur verið drep- ið á mörg vandasöm störf, sem eft- ir Bjarna M. Jónsson námsstjóra liggja, störf, sem öll einkenndust af trúnaði hans við hið gróandi mannlíf. Þó eru hér enn ótalin þau af störfum hans, er segja má, að liggi utan skyldumarkanna, en eru þó í sjálfu sér sama eðlis, ef vel er að hugað. Á ég þar við ævintýraskáldskap hans, en að mín um dómi var Bjarni einn af okk- ar fremstu barnabókahöfundum. Nægir þar að nefna „Kóngsdóttur- ina fögru“, sem er hreinn gim- steinn í íslenzkum bókmenntum, og sama máli gegnir reyndar um „Álfagull“. Báðar áttu bækur þess ar svo miklum vinsældum að fagna á sinni tíð, að þær voru svo að segja lesnar upp til agna, jafnt af ungum sem öldnum, enda höfðu þær báðar, jafnframt því að vera „spennandi" aflestrar, djúptækt, viðrænt og uppeldislegt gildi. ívaf þeirra og efniviður var svo skemmtilega samanslungið, að heildarmyndin heillaði iesandann og gerði hann óafvitandi að nýjum og betri manni. í ágætri grein um Bjarna náms stjóra eftir sr. Jakob Kristinsson fyrrurn fræðslumálastjóra, sem hann reit í dagbl. Timann í tilefni af sextugsafmæli hans fyrir 9 ár- um, kemur fram athyglisverð lýs- ing á Bjarna frá æskuárum. Þar segir: . . .„Bjarni þótti snemma bráð- ger og svo vel gefinn að orð fór af. Kom fljótt i Ijós námfýsi hans og skörp greind og jafnframt ná- kvæmni hans og samvizkusemi í ÍSLENDINGAÞÆTTIR því, að sérhvað væri rétt fest f huga, rétt unnið og rétt frá skýrt. Og frá .barnsaldri og fram á þenn-' an dag, hygg ég, að Bjarni hafi jafnan reynzt hverri tiginni sam- vizkusemi trúr. . .“ Þetta sagði hinn aldni og gagn- merki maður um Bjarna M. Jóns- son, hæfileika hans og mannkosti. Og á öðrum stað i sömu grein. eft- ir að rætt hefur verið um tvímæla- lausa rithöfundarhæflieika Bjarna, segir orðrétt: „En það er torveldara að leggja dóm á hið mikla og margþætta kennslu- og fræðslumálastarf Bjarna, enda ekki rúm til þess að gera því nokkur skil. En fjöldi þeirra vandasömu fræðslumála, em honum hafa verið falin, bera vitni um það, að fræðslumálasljór inn hefur borið mikið traust til hans. Ég vil aðeins geta þess, að ég er sannfærður um. að starf hans allt frá upphafi til enda, hef- ur verið unnið af skarpri og djúp- sýnni greind og jdrustu nákvæmni og samvizkusemi, sem ef til vill einkennir hann mest. En hjá rnörg um er hugtúnið illa hirt og hreins- að. Hjá Bjarna hefur þessi sívak- andi samvizkusemi, þessi trúnaður við sannleik og réttlæti, aldrei lagzt í órækt. Og það er einmitt þetta, sem gerir hann dálítið ein- stakan og stundum jafnvel ein- mana í flokki vina og góðkunn- ingja, hvað þá annarra11. Því vitna ég til þessara ummæla fræðslumálastjóra, að ég veit að þau voru byggð á kunnugleik og- staðgóðri þekkingu, enda voru þeir um eitt skeið nánir samverkamenn í víngarði hinnar ísl. barnafræðslu. Fyrir 35 árum hóf ég kennslu- starf mitt hér í Keflavík, þá ný- kominn af skólabekk og reynslu- laus í starfi. Var þá Bjarni fyrir nokkru tekinn við uinsjón og eftir- liti með skólahaldi í néraðinu, að sögn kunnugra talinn strangur og eftirgangssamur og þvi ekki laust við að nýliðar eins og ég kviðu nokkuð fyrstu samskiptum við þenna yfirboðara sinn, enda sjálfs- traustið ekki of nhkið til að byrja með. En við fyrstu kynni af yfir- valdinu þvi, hvarf með öllu þessi ónotatilfinning, hún umbreyttist í vináttu- og virðingm-kennd og kvíð inn í tilhlökkun. Ég minnist þess, að þegar námsstjórinn í fyrsta sinn birtist í dyrum kennslustofu minn- ar og tók að ræða við börnin, þá varð mér strax ljóst, að þar var á ferðinni fyrirmyndarkennari, Ijúfmannlegur, glöggskyggn og góður drengur, sem við öll gátum treyst og borið virðingu fyrir. Og upp frá þeirn degi var það sífellt tilhlökkunarefni að fá Bjarna í bekkjarheimsókn, fá notið ráðlegg inga hans og hollrar leiðsagnar. Þetta hygg ég hafa verið skoðun allra, sem Bjarna þekktu bezt, enda þótti þeim vænt um hann og inátu störf hans að verðleikum. Sumum kann á stundum að hafa þótt hann óþarflega nosturssamur við skýrslugerðir og önnur skyld störf, en það er einmitt þessi vand virkni lians og nákvæmm sem lýs- ir hvað bezt þessum sérstæða gáfu- manni. — ræktarsemi hans við skyldustörf sin og hugsjónir. f þeim efnum var hann svo sannar- lega öðrum fögur fyrirmynd og hvatning til dáða. Munu þær dygð ir um ókomin ár ljóma yfir nafni þessa ágæta manns og lýsa fram á veginn. Bjarni var kvæntur góðri og mik ilhæfri konu, frú Önnu Jónsdóttur, sem var hans heilladís og tryggur lifsförunautur. Eignuðust þau hjón tvo efnisdrengi, Guðmund og Ein- ar, sem enn dveljast i foreldrahús- um. Ég sendi þeim öllum innileg- ar samúðarkveðjur okkar hjón- anna. Megi góður guð styrkja þau í þungum harmi og blessa þeim fagrar minningar. . Hallgr. Th. Björnsson. LEIDRETTING í afmælisgrein um Sigríði Jóns- dóttur, sem birtist í íslendingaþátt- um Tímans, seinni hluta ágústmán aðar, voru tvær rangfærslur, sem mig langar til að leiðrétta. Sú fyrri er þar sem getið er barna Sigríðar og Hannesar, þar stendur að Valbtrg sé kvæntur Ásu Magnúsdóttur en á að vera Áshildi Magnúsdóttur. í niðurlags orðum greinarinnar stendur 71 ár, en á að sjálfsögðu að vera 70 ár. Þeir sem hér eiga hlut að máli eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Höfundur greinarinnar. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.